Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Lánskjaravísitalan Umdeildar breytingar Steingrímur Hermannsson: Villafnema allar vísitölur en ersáttur við þessa breytingu. Páll Halldórsson: Verið að slá á verkalýðshreyfinguna. Miðstjórn ASI funidar Miðstjórn ASÍ keniur saman til fundar í dag, vegna breytinga á lánskjaravísitölunni. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, segir það óbreytt sem standi í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að öll vísitölu- tenging verði afnumin um leið og jafnvægi er komið á í efna- hagsmáium. Hann segist þó sátt- ur við þær breytingar sem gerðar hafa verið á lánskjaravísitölunni. Páll Halldórsson formaður BHMR segir breytinguna vera eina af fljótfærnisaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Páll sagði í gær að ríkisstjórnin hefði fyrst og fremst breytt láns- kjaravísitölunni í tvennum til- gangi. í fyrsta lagi til að koma í veg fyrir verulega hækkun á henni 1. febrúar og í öðru lagi til að slá á verkalýðshreyfinguna. Hann sagði að BHMR myndi reyna að bæta hag sinna mann í komandi samningum og það væri engin spurning að krafist yrði verulegra kjarabóta. Vægi launa í lánskjaravísitölu hefur verið aukið úr um 30% í 50% með breytingunum, að mati Lilju Mósesdóttur hagfræðings ASÍ. Hún sagði að 10% launa- hækkun þýddi um 5% hækkun á lánskj aravísitölunni. Tímasetn- ingin væri líka „góð" hjá ríkis- stjórninni þar sem kaupmáttur væri láugr um þessar mundir. Þeir sem ekki nytu launaskriðs myndu fara verst út úr þessu, vegna þess að launaskriðið skilaði sér inn í vísitöiuna og hækkaði lánin og yki þannig greiðslubyrði þeirra sem byggju við taxtana. Viðskiptaráðherra hefur sagt að það sé ekki á dagskránni að leggja niður vísitöluviðmiðun. Steingrímur Hermannsson túlk- aði orð hans þannig í gær, að þetta væri ekki á dagskránni í dag, af því að ekki hefði myndast jafnvægi í efnahagsmálum. Um leið og það næðist yrði málið tekið upp. Aðspurður um við- brögð forustumanna verkalýðs- hreyfingarinnar, sagði Steingrím- ur: „Mig minnir að formaður BSRB hafi verið aðalmaðurinn í svokölluðum Sigtúnshópi, og hann átti marga fundi með mér og kvartaði undan misvægí fjár- magnskostnaðar og launa." Breytingin drægi úr þessu mis- gengi í þeim sveiflum sem ein- kenndu islenskt efnahagslíf. Steingrímur sagðist telja breyt- inguna til bóta og hann gæti sagt enn og aftur að hann „vildi allar helv... vísitölur burt". -hmp Hluti „bjórsamviskunefndarinnar". Höskuldur Jónsson, Árni Einarsson starfsmaður, Hafsteinn Þorvalds- son formaður og Aldís Yngvadóttir. Utan myndrammans sitja Óttar Guðmundsson og Ólafur W. Stefáns- son. Mynd: Jim Smart. -, Ataksnefnd áfengisvarna Munið: Bjór er áfengi! Ökumönnum og ungmennum hœttast. Leggur höfuðáherslu á að brýnafyrirfólki að bjór er jafn hættulegur öðru áfengi Þegar frumvarp til laga um sölu og dreifingu áfengs öls var um það bil að verða að lögum á árinu sem leið var sem snöggvast rynnu tvær grímur á þingheim. Til að þagga niður í efasemdaröddum var samþykkt bráðabirgða- ákvæði með lögunum þess efnis að skipa bæri 5 manna nefnd til þess að setja fram tillögur sem stuðlað gætu að því að fólk drægi úr áfengisneyslu. Þótti mörgum nokkurs tvískinnungs gæta hjá ríkis- (löggjafar-) valdinu því það „gerir sér vonir um" að bjórinn afli drjúgra tekna tii viðbótar við annan áfengisgróða. En hvað um það. Nefndin var skipuð, tók til starfa í ágúst og þingaði með fréttamönnum í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Fram kom að framleiðendur, sölu- og umboðsfyrirtæki og ríki reikna með því að Iögleiðing bjórs auki heildarneyslu áfengis um 20 af hundraði í ár hið minnsta. Öllum megi vera ljóst að þetta stafi m.a. af því að í vit- und alþýðu manna sé bjórinn eitthvað annað en áfengi, svala- drykkur og hvunndagshressing líktog kaffi eða te. Þessi blekking bjóði hættunni heim. Nefndarmenn leggja því höf- uðáherslu á áróður, ekki gegn bjór sem slíkum heldur fyrir skikkanlegri umgengni við þessa áfengistegund, áróður sem móti óskráð lög um hvenær megi neyta hans og hvenær ekki. Árni Einarsson læknir, starfs- maður nefndarinnar, kvað hvora tveggju vinnuveitendur og verka- lýðsforingja uggandi um að dags dagleg áfengisneysla aukist og slíkt hafi í för með sér tíðari vinnuslys og lakari vinnubrögð. í samvinnu við þá hyggst nefndin reka áróður gegn bjórdrykkju á vinnustöðum. Ranghugmyndir um bjór auki hættu á því að menn aki undir áhrifum áfengis og hættu á því að foreldrar taki vægar á áfengis- neyslu unglinga. „Þetta er bara bjór". Brýnast sé því að upplýsa ungmenni, ökumenn og verka- menn um hættur þessa áfenga mjaðar. Nefndarmenn sögðust ekki ætla sér þá dul að stemma bjórós- inn. Raun væri sú að einhæfur áróður gegn fíkniefnum skilaði ekki nægum árangri. Því hygðust þeir Jeggja höfuðáherslu á að hvetja menn til heilbrigðs lífernis og reka áróður gegn miður hollu og háskalegu bjórþambi í tíma og ótíma. Reynslan yrði síðan að skera úr um það hvort íslending- ar féllu kylliflatir fyrir þessum nýja vímugjafa. -ks. Norðurland Járniðnaðarmenn Afkomu heimila verður að verja Afkoma heimilanna skiptir ekki minna máli en rekstur fyrir- tækja og það er löngu tímabært að þeim þætti séu gerð skil í um- ræðu um efnahagsmál, segir í ályktun sem Félag járniðnaðar- manna hefur sent frá sér. í ályktuninni sem samþykkt var á fundi í félaginu 18. janúar sl., er harðlega mótmælt þeirri kjaraskerðingu sem lögð er á launþega í formi hækkunar vöru- verðs og skatta. Fundurinn benti á, að á sama tíma og verðlag og skattar hækkuðu væru í gildi lög sem afnæmu umsamdar launa- hækkanir í kjarasamningum og bönnuðu kauphækkanir. Járniðnaðarmenn benda á að orsök efnahagsvandans sé ekki kaup launþega heldur offjárfest- ing, skipulagsleysi og of lítil fram- leiðni í fyrirtækjum. Járniðnaðarmenn leggja á það áherslu að verkalýðsfélögin myndi samstöðu til að knýja fram bætt kjör þeirra sem lægst hafa launin. Einnig leggja þeir áherslu á að haldið verði uppi fullri at- vinnu fyrir alla og að tekin verið upp kaupmáttartrygging. Jafn- framt vilja þeir að launataxtar verði færðir að greiddu kaupi. Efnahagsástand 1,7% atvinnnu- leysi Atvinnulausir í desember jafngilda 1,7% heildarvinnuafls. Þetta er þrisvar sinnum meira en í fyrra en svipað og árin 1983-5, þegar desembertalan var 1,6- 1,9%. Meðaltal atvinnulausra í desember var samkvæmt tölum frá vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins 2.092. Atvinnulausum fjölgaði mjög frá nóvemer þegar atvinnuleysis- prósenta var 0,9 og segir í yfirliti vinnumálaskrifstofunnar að mikla aukningu megi öðru frem- ur rekja til stöðvunar í fiskvinnslu og útgerð, nema á höfuðborgar- svæðinu þarsem aukning er tengd öðrum atvinnugreinum. Atvinnuleysið leikur Olafsfiröinga grátt ÁgústSigurlaugsson: Ólafsfirðingar langeygir eftir að lausnfinnist. SigurbjörgJónsdóttir: Nœg atvinna á Raufarhöfn. Þórður Skúlason: Atvinnuástandið á Hvammstanga með versta móti Atvinnuástand hér á Ólafsfirði er vægast sagt ömurlegt. Það eru um 112 manns hér á atvinnu- leysisskrá eða ríflega helmingur allra félaga í verkalýðsfélaginu á staðnum, sagði Ágúst Sigurlaugs- son hjá Olafsfjarðardeild Eining- ar í samtalið við Þjóðviljann í gær. Atvinnuástand á Norðurlandi virðist vera mjög mismunandi. Þannig sagði Sigurbjörg Jóns- dóttir sveitarstjóri á Raufarhöfn að þar væri ástandið mjög gott og ekki útlit fyrir annað en að svo yrði áfram. Einnig var nokkuð gott hljóð í Sævari Bjarnasyni hjá verkalýðsfélaginu á Skagaströnd. Hann sagði að ástandið væri betra en menn hefðu gert ráð fyrir við lok síðasta árs. Þrátt fyrir að skipasmíðastöðin væri lokuð og samdráttur í byggingariðnaði Ef hjól atvinnulífsins á Ólafsfirði byrja ekki að snúast fyrir marslok skapast alvarlegt ástand hjá þeim fjölmörgu sem hafa þurft að lifa á atvinnuleysisbótum frá því í haust þar sem réttur til atvinnuleysisbóta fellur niður eftir 180 daga atvinnuleysi. væru ekki nema um 14 manns á atvinnuleysisskrá á Skagaströnd. - Það eru um 60 manns á atvinnuleysisskrá hér á Hvamms- tanga og það er með alversta móti. Á sama tíma í fyrra voru 11 manns á skrá, sagði Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga. Hann sagði þó að ástandið væri eitthvað að skána. Af þeim stöðum sem Þjóðvilj- inn hafði samband við í gær virð- ist atvinnuástandið vera lang- verst á Ólafsfirði. Ágúst Sigur- laugsson hjá verkalýðsfélaginu sagði að þar væru menn orðnir langeygir eftir að lausn fyndist á rekstrarvanda fiskvinnslunnar á staðnum. Atvinnutryggingar- sjóður mun hafa veitt vilyrði fyrir framlagi og mun sjóðurinn ein- ungis bíða eftir grænu ljósi frá samstarfsnefnd banka og annarra lánastofnana sem hefur krafist þess að fiskvinnslufyrirtækin á staðnum sameinist og gerðar verði aðrar ráðstafanir til að draga úr tilkostnaði. Á meðan ganga um 112 Ólafsfirðingar atvinnulausir og eygja engan möguleika á starfi fyrr en vélar fiskvinnslunnar verða ræstar á ný. Ágúst sagði að alvarlegt ástand myndi skapast ef vélarnar færu ekki í gang fyrir marslok þar sem meginþorri þeirra sem nú væru atvinnulausir missti þá rétt- inn til atvinnuleysisbóta. - Það er vissulega slagi á þessu núna. Við erum með um 100 manns hér á atvinnuleysisskrá, það er þó nokkur aukning frá því verið hefur, sagði Jón Karlsson formaður verkalýðsfélagsins á Sauðárkróki um ástandið í Skagafirði. Hann sagði að útlitið væri ekki sem verst og það væri ekki síst að þakka fjölbreyttu atvinnulífi á staðnum. -sg 2 SÍÐA - WÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.