Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Loðnuveiðar Hrogn og lifur á borðum landsmanna. Hróðugur hampar Magnús Sigurðsson hjá Hafrúnu fati með þessu holimeti og góðgæti. Hann kvað innmat þenna seljast einsog heitar lumm- ur ár hvert frá janúarbyrjun til marsloka. Kíló af hrognum kostar 300 kr. en lifrin er sáraódýr, kostar 100 kr. kílóið. Mynd: Jim Smart. Norðmenn loks tilbúnirað semja. Heildarveiðistjórn á loðnu í Norðurhöfum. Grœnlendingar fá jafnmikið og Norðmenn Þríhliða samkomulag íslend- inga, Grænlendinga og Norð- manna um veiðar úr loðnustofn- inum í Norðurhöfum, var undir- ritað í Osló um síðustu helgi. Margar árangurslausar tilraunir hafa verið gerðar til samninga á undanförnum árum og er megin- forsenda samkomulagsins nú sú, að Norðmenn voru tilbúnir að gefa eftir af loðnukvóta sínum til Grænlendinga. Loðnan gengur inn í fiskveiði- lögsögu Grænlands og hafa Grænlendingar því gert tilkall til hlutdeildar í veiðum úr stofnin- Herframkvæmdir Varastjómstöðin þjónar ratsjárkerfinu Porsteinn Ingólfsson hjá varnarmálanefnd: Stjórnstöðin fyrir ofan Grindavík verður búin sömu tœkjum og ratsjármiðstöðin á Vellinum ar var greint í skýrslu utanríkis- Það er ekki rétt að um eiginlega varastjórnstöð sé að ræða, sagði Þorsteinn Ingólfsson í varn- armálanefnd, þegar Þjóðviljinn spurði frekar um „varastjórn- stöð“ þá, sem greint var frá á fundi með fréttamönnum á Kefla- víkurflugvelli í síðustu viku. Bygging sú sem um er að ræða verður reist á varnarsvæðinu hjá háu möstrunum næst Grindavík, og hún verður fyrst og fremst hugbúnaðarmiðstöð fyrir rat- sjárkerflð. Til þess að þjóna því hlutverki þarf þessi miðstöð að vera búin sama tölvubúnaði og ratsjármiðstöðin, og hún mun því jafnframt geta þjónað hlutverki sem vararatsjármiðstöð. Frá byggingu þessarar eftirlitsstöðv- ráðherra til Alþingis í febrúar á síðasta ári. Þá sagði utanríkisráð- herra, að fyrirhugað væri að við stöðina ynnu 30 íslenskir kerfís- fræðingar. Þorsteinn Ingólfsson sagði að ekki væri búið að ákveða bygg- ingarframkvæmdir á þessari eftir- litsstöð, því ekki væri búið að hanna sjálfan hugbúnaðinn, sem nú væri í útboði. Það fer eftir endanlegri gerð hugbúnaðarins hversu margir íslenskir kerfis- fræðingar fá þarna vinnu, en það getur orðið á bilinu 25-40. Fyrstu tveir kerfisfræðingarnir munu að sögn Þorsteins hefja starfsþjálfun í sumar, og mun hún fara fram hjá því fyrirtæki sem tekur að sér hönnun hugbúnaðarins. Áætlað er að þessum starfsmönnum muni fjölga upp í 15 á þremur árum. Reiknað er með að tækni- búnaðurinn verði settur upp á ár- inu 1994, en þá á ratsjárkerfið að vera kornið í fullt gagn.‘ -ólg um, en árið 1980 gerðu ísland og Noregur með sér samning um skiptingu loðnustofnsins, þannig að í hlut íslands komu 85% en Norðmenn fengu 15%. f nýja samningnum er hlut- deild Islands 78% og Norðmenn og Grænlendingar fá 11% loðnu- kvótans hvor þjóð. Þá er í samn- ingnum kveðið á um að ef ekki næst samkomulag milli þjóðanna þriggja um heildarveiði á loðnu á hverri vertíð, geti ísland einhliða ákveðið hver heildarveiðin verð- ur. Þá fá norsku og grænlensku skipin rétt til að veiða sinn hluta kvótans innan íslenskrar fisk- veiðilögsögu fyrir 15. febrúar norðan 64 30‘N. Þetta er hliðstæð heimild og Norðmenn hafa haft undanfarnar þrjár vertíðar. Hún gildir hins vegar ekki sjálfkrafa fyrir þá aðila sem fá aflaheimildir framseldar frá Grænlendingum. Þá fá norsk og grænlensk loðnu- veiðiskip heimild til að nota ís- lenskar hafnir og landa afla sín- um hér. í íslensku samninganefndinni áttu sæti þeir: Helgi Ágústsson skrifstofustjóri, Jón B. Jónasson skrifstofustjóri, Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur, Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknarstofnunar, Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri, Kristján Ragnarsson, form. LÍÚ, og Ósk- ar Vigfússon, form. Sjómanna- sambandsins. ->g- Arnarflug Peningana eða lífið SteingrímurJ. Sigfússon: Arnarflugsmenn hafa nokkurra dagafrest. Valkostur að ríkið og Flugleiðir eigi Arnarflugsem verði rekið áfram sem „sjálfstœtt“ flugfélag Þeir Arnarflugsmenn eru með síðustu sólarhringana í hönd- unum til að sýna fram á að þeir geti komið með nóg fé inn í fyrir- tækið til að halda megi rekstrin- um áfram undir þeirra forystu. Ef það tekst ekki þá er það búið,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. Ef Arnarflugsmönnum mis- tekst að safna tilskildum fjár- munum er ætlunin að ríkið hefji viðræður við Flugleiðir. En það breytir væntanlega litlu um slæma fjárhagsstöðu Flugleiða? „Það er út af fyrir sig rétt, en þá ber að athuga að það kunna að vera meiri verðmæti í Arnarflugi fyrir Flugleiðir en aðra aðila og Flugleiðamenn hafa lýst sig reiðubúna að yfirtaka Arnarflug eða ræða við ríkið hvernig mögu- lega megi bjarga félaginu frá gjaldþroti. Það má segja að það sé þá eina leiðin utan þess að setja þetta í gjaldþrot. Ríkið er að sjálfsögðu reiðubúið til við- ræðna um hvað það er tilbúið að leggja mikla peninga af mörkum til að hugsanlegt samstarf við Flugleiðir geti orðið raunveru- leiki,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist ekki geta sagt til um það hvort „sameining" flugfélaganna kæmi til með að kosta ríkið minna fé heldur en ef ríkið reyndi að viðhalda Arnar- flugi. „Það er ekki nein ákveðin tala til í því efni. Hitt er ljóst að það er ekki vilji fyrir því að menn sæki allt fé sem til þarf í ríkis- sjóð.“ Aðspurður sagðist Steingrímur ekki vilja fortaka fyrir það að hér verði aðeins eitt flugfélag innan skamms. „Hins vegar bendi ég líka á þann möguleika að Arnar- flug verði rekið áfram sem sjálf- stæður aðiii, þótt það yrði í eigu Flugleiða og ríkisins. Með því næðist væntanlega hagræðing í rekstri flugfélaganna og er leið sem ekki ber að útiloka." Ef af þessu verður vaknar spurningin um meinta samkeppni flugfélaganna. „Ég held nú að þar þurfi ekki að verða svo mikil breyting frá því sem verið hefur, því það er spuming hversu mikil sú samkeppni hefur verið í raun, “ sagði Steingrímur J. Sigfússon. phh BHMR Sverrir Hermannsson Ræði ekki við fjölmiðla Svar Sverris til skoð- unar Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, lét flytja þau skilaboð til blaðamanns Þjóðviljans í gær að hann ræddi ekki við fjölmiðla. Ætlunin var að fá að heyra svör Sverris við þeirri frétt Þjóðviljans frá því í gær að Sverrir sæti enn sem stjórnarformaður Ögurvíkur hf. og væri þar með brotlegur við 13. grein bankalaganna. Þórður Ólafsson, forstöðu- maður Bankaeftirlits Seðlabank- ans, sagði í gær að þeim hefði borist svar Sverris við fyrirspurn Bankaeftirlitsins þar sem Sverrir var spurður hvort hann gegndi einhverjum þeim störfum utan Landsbankans sem ekki sam- rýmdust bankalögum. „Við höf- um fengið svar frá Sverri. Það er til skoðunar hjá okkur og fyrr en þeirri athugun er lokið vil ég ekki tjá mig um málið," sagði Þórður. phh Furðulegur misskilningur Fjármálaráðherra: Ekki œtlunin að skera laun niður um 3 miljarða Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir ályktun BHMR, vegna ummæla hans um að draga úr launakostnaði ríkis- ins um 3 miljarða, vera byggða á furðulegum misskilningi. Hann hefði haldið að öllum væri kunn- ugt að þessi þriggja miljarða nið- urskurður væri niðurskurður frá upphaflegum áætlunum, sem lágu fyrir í fjármálaráðuncytinu, og þar með talinn niðurskurður á útgjöldum til skrifstofuhúsnæðis. í samtali við Þjóðviljann sagði Ólafur að á bakvið þennan niður- skurð væri líka sparnaður á ferða- kostnaði til útlanda, risnu, funda- höldum, vegamálum og fjöl- mörgum öðrum framkvæmdalið- um. „Ég hélt að vinir mínir hjá BHMR fylgdust betur með um- ræðunni í landinu og umræðunni um fjárlögin en svo að þeir færu að rjúka upp til handa og fóta og tengja þetta við niðurskurð á launakostnaði. Það hefur ekki nokkur maður sagt að þetta væri niðurskurður á launakostnaði, heldur heildarniðurskurðurinn frá upphaflegum áætlunum á öllu saman,“ sagði Ólafur. Hins vegar sagði Ólafur að tal- að hefði verið um 4-5% niður- skurð á launaútgjöldum ríkisins, þetta stæði í fjárlögum og væri ekkert nýtt. Þessi niðurskurður yrði talinn í hundruðum miljóna frekar en þúsundum. Fjármála- ráðherrann væri hvorki að hóta einu né neinu, heldur væri hann að lýsa staðreyndum sem legið hefðu fyrir frá því í desember og jafnvel fyrr. -hmp Samkomulag um skiptingu Miðvikudagur 25. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.