Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 4
pJODVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Forsetaskipti í
Bandaríkjunum
Forsetaskipti hafa fariö fram í Bandaríkjunum meö nokkr-
um lúðrablæstri eins og gengurog Morgunblaðið hefur kvatt
forsetann sem vék og þann sem í hans stað kom með
hefðbundinni hrifningu. Og víðsvegar um heiminn skoða
menn hug sinn um það hvern stað þeir vilja ætla Reagan í
sögunni og festa sínar niðurstöður á blað.
Menn koma sér til að mynda ekki saman um eina skýringu
á þessu hér: Hvernig stendur á því að Ronald Reagan, sem
hóf sinn feril á römmu kaldastríðstali um Sovétríkin sem
„heimsveldi hins illa" og lagði höfuðáherslu á að byrja nýjan
og feiknadýran áfanga í vígbúnaðarkapphlaupinu með svo-
nefndri Stjörnustríðsáætlun, hvernig stendur á því að áður
en lýkur hefur einmitt þessi forseti komist að róttækara
samkomulagi en nokkur fyrirrennari hans um bætta sambúð
við Sovétríkin og um skref til afvopnunar? Morgunblaðið
skipar sér í sveit með þeim sem telja að það hafi einmitt orðið
upphaf bættrar sambúðar risaveldanna að Reagan lét illum
látum, sýndi Rússum í tvo heima - þeir hafi guggnað og
snúið við blaði. Aðrir leggja svo áherslu á það, að sú mikla
nauðsyn Gorbatsjovs að fá svigrúm til efnahagslegra um-
bóta heima fyrir og svo pólitísk dirfska hans sjálfs hafi ráðið
mestu um að það tókst að snúa við blaði í vígbúnaðarmál-
um. Svo mikið er víst að upp á síðkastið hafa Vesturveldin
varla haft við að bregðast við ýmsum tillögum Gorbatsjovs
og nú fyrir skemmstu áformum hans um einhliða niðurskurð
á hefðbundnum vígbúnaði. Má og vera að þeir hafi mikið til
síns máls sem segja, að risaveldin hafi bæði verið þvinguð til
þess raunsæis að játa, að þau hefðu hvorugt efni á að stíga
næstu skref í vígbúnaðarkapphlaupinu - sé sú kenning rétt
er það einmitt hún sem gefur okkur hinum mesta ástæðu til
bjartsýni. Verðleikar Reagans í jákvæðri þróun samskipta
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna gætu svo verið tengdir pví,
að reynslan sýnir að það er eins og það þurfi Repúblíkana á
forsetastóli til að semja við Sovétríkin. Meðal annars vegna
þess, að ef Demókrati reynir eitthvað slíkt þá má hann búast
við heiftarlegum árásum allra sem eru til hægri í bandarísk-
um stjómmálum - þeir munu rjúka upp til handa og fóta með
allt sitt áróðursapparat og æpa: nú eru þeir „frjálslyndu" að
selja okkur í hendur heimskommúnismans!
En eitt kemur mjög skýrt fram við þessi forsetaskipti:
orðstír valdsmanna fer nær allur eftir því nú orðið hvernig
þeim hefur vegnað á sviði alþjóðamála. Fæstir hafa áhyggj-
ur af því hvaða arf þeir skilja eftir sig innanlanda. Að vísu
telja menn það Reagan til tekna, að hagvöxtur hefur verið
töluverður í Bandaríkjunum á hans tíð. En hitt blasir svo við
að þetta „góðæri" hefur fyrst og fremst komið þeim til góða
sem búa við sæmilega afkomu. Þeir sem verst eru settir,
ekki síst þeldökkir eða spænskumælandi íbúar stórborg-
anna, búa við lakari kost en áður, kaun fátæktarinnar, gerast
herfilegri en þau voru. Auk þess hafa Bandaríkjamenn mjög
lifað um efni fram, stjórn Reagans er einmitt dæmi um að
hægristjórnir geta verið stjórna ábyrgðarlausastar í pening-
amálum: Fjárlagahallinn er gífurlegur, viðskiptajöfnuður er
mjög óhagstæður, Bandaríkjamenn eru orðnirflestum þjóð-
um skuldugri. Þessum snjóbolta hefur stjórn Reagans velt á
undan sér og nú velta menn því fyrir sér, hvort hann hefur
hlaðið utan á sig meiru en svo að eftirmenn Reaganstjórnar
fái við ráðið. Nú síðast eru sérfræðingar að spá allt að 20
prósent gengisfalli dollarans - það er mikil kollsteypa og þar
væru komin þau áhrif forsetaskipta í Bandaríkjunum sem
afdrifaríkust verða fyrir íslenskan þjóðarbúskap.
AB
Mengunarhætta
Klippara ógnaði frétt á forsíðu
Morgunblaðsins í gær um yfirvof-
andi slys við olíuborun í Norður-
sjó:
„Starfsmenn á olíuborpallin-
um „Treasure Saga" höfðu borað
niður á 4.700 metra dýpi þegar
þeir fundu nýtt olíu- og gassvæði
undir miklum þrýstingi. Um hríð
virtist sem ekki yrði neitt við
ráðið en á síðustu stundu tókst þó
að koma öryggisloka fyrir á hafs-
botni. Á þessum slóðum er sjáv-
ardýpið 68 metrar. Sérfræðingar
norska olíumálaráðuneytisins
segja hins vegar, að þrýstingur-
inn sé svo mikill, að lokinn muni
ekki standast hann lengi. Ef hann
brestur mun gas og allt að 50.000
olíuföt streyma út í sjóinn dag
hvern."
Ef lokinn gefur sig og olían
flæðir upp mun hana bera í
austurátt með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum fyrir lífið á hafsvæð-
inu milli Noregs og Danmerkur
og við strendur landanna.
Græðgi mannskepnunnar skilur
eftir sig auðn og dauða.
Þjóðfélag
í hjoöfelaginu
Rágnar Stefánsson brýnir
verkalýðshreyfinguna í komandi
kjarasamningum í grein í DV í
fyrradag og biður liðsmenn henn-
ar að vera á varðbergi gagnvart
viðsemjendum sínum sem hafa
tögl og hagldir í þjóðfélaginu og
ráð til að slá ryki í augu á hrekk-
lausu fólki:
„Eigi verkalýðsstéttin að
standast allar þessar blekkingar,
alla þessa ásókn, verður hún að
viðurkenna í verki að þjóðfélag
okkar er stéttskipt, hún verður að
viðurkenna þá staðreynd að hún
verður að verja hagsmuni sína
með oddi og egg. Þetta gerir hún
með því að treysta fyrst og fremst
á sjálfa sig og eigin styrk, í stað
þess að treysta á hjálparhellur
ofan frá og ráðherralausnir.
Verkalýðshreyfingin verður að
vera eins konar þjóðfélag í
þjóðfélaginu. Þjóðfélag þar sem
hagsmunir launafólksins eru
lagðir til grundvallar, þegar á-
standið er metið, þjóðfélag sem
setur sér það markmið að knýja
fram kröfur verkalýðsstéttarinn-
ar í baráttu. Hún verður að sinna
sjálf þeirri nauðsynlegu pólitísku
og faglegu umræðu sem hvorki
ríkisfjölmiðlar né einkafjölmiðl-
ar sinna fyrir hana. Hún verður
sjálf að skapa hiuta þess lýðræðis
sem auðvaldsþjóðféJagið neitar
þegnum sínum um."
Guðir og menn
Gott dæmi um þetta áhugaleysi
fjölmiðla á sjónarmiðum launa-
fólks var í umræðuþætti í Sjón-
varpinu í síðustu viku um fækkun
fiskiskipa og frystihúsa. Þá fékk
Óskar Vigfússon, forystumaður
sjómanna, að komast einu sinni
að. Stjórnandi þáttarins hafði
bara áhuga á sjávarútvegsráð-
herra. Ragnar orðar þetta fyrir-
bæri svo í grein sinni:
„Sjónvarpið telur sig ekki hafa
aðrar skyldur í „upplýsinga-
samfélaginu" en að sýna ásjónur
valdhafanna í upphafinni mynd
nánast á hverjum einasta degi.
Forystumenn láglaunafólksins fá
oft ekki annað hlutverk en að
brosa uppundir hinar guðlegu
verur og mega vera þakklátir
fyrir að fá að sjást á skjánum með
þeim."
Sameiginlegir
hagsmunir
í nýjasta hefti Þjóðlífs er viðtal
við Drude Dahlerup, höfund
bókarinnar Nú er kominn tími til,
sem fjallar um stjórnmálaþátt-
töku kvenna og kom út í íslenskri
þýðingu Hildar Jónsdóttur fyrir
skömmu. í viðtalinu segir Drude
Dahlerup að vinnumarkaðurinn
sé kvenfjandsamlegur og blaða-
maður spyr hvort það sé ekki ein-
földun: Eiga konur og karlar ekki
sameiginlegra hagsmuna að gæta
á vinnumarkaðinum? Því svarar
Drude á þessa leið:
„- Vissulega er málið flóknara
en svo að vinnumarkaðurinn sé
einungis fjandsamlegur konum.
Það er ekki hægt að horfa fram-
hjá þeirri staðreynd að lagskipt-
ingin eða stéttaskiptingin á
vinnumarkaðinum bitnar einnig
á körlum. Og að því leyti eiga
kynin sameiginlegra hagsmuna
að gæta, sérstaklega ófaglært
verkafólk, og að þeim þurfa kon-
ur og karlar að vinna sameigin-
lega til að árangur náist. Hinsveg-
ar eiga kynin sumpart við ólík
vandamál að stríða jafnvel innan
sömu starfsstéttar. Til dæmis
virðast ófaglærðar konur hafa
kerfisbundið lægri laun en
starfsbræður þeirra. Það sama
virðist gilda um aðra starfshópa.
Hér getur ekki verið um neina
tilviljun að ræða."
Við getum tekið undir það.
Hvað með Noreg?
í DV í gær er sagt frá könnun
DV og New York Times á tann-
kremsverði í heiminum. Þar
kemur í ljós að tannkrem er lang-
dýrast á Islandi, en alllangt á eftir
koma Indónesía og Svíþjóð.
Ódýrast reyndist tannkrem vera í
Buenos Aires.
Klippari hefði viljað hafa tölur
með frá Noregi um verðlag á
þessari vöru, því fyrir fáeinum
árum gisti hjá honum norsk kona
sem fann tvennt athyglisvert og
gott á íslandi. Annað var það að
við skyldum ekki hafa borað eftir
olíu og hitt var hvað tannkremið
hér var ódýrt miðað við heima-
borg hennar, Osló. Þetta má
skoðast sem ábending til rann-
sóknarmanna DV og New York
Times næst þegar þeir fara af stað
með athugun á verðlagi á tann-
kremi.
Ónýtar reglur
Það gengur víðar illa en á ís-
landi að setja haldbært bann við
viðskiptum við Suður-Afríku.
Nýlega lagði danskur þingmaður
fram fyrirspurnir í þingi sínu um
rétt S-afríkumanna til að semja
við dönsk fyrirtæki í ljósi þess að
hömlur eru í dönskum lögum á
viðskiptum landanna og S-
Afríkumenn hafa ekki undirritað
Vínarsáttmálann um diplómatísk
samskipti ríkja. Utanríkisráð-
herra svaraði því að þetta mætti
alveg og það skipti engu máli þótt
þeir hefðu ekki undirritað þenn-
an sáttmála. Þingmaðurinn ætlar
að leggja svörin fyrir sérfræðinga
í milliríkjalögum.
SA
Sjálfstæða og sterka verkalýðshreyfingu
Fyrir nokkru var í ríkissjón-
varpinu sagt frá heimsókn 3ja ráð-
herra á fund í framkvæmdastjórn
Verkamannasambands ísJands.
Við fylgdumst moð þeim taka blíö-
lega í höndina á nokkrum forystu-
manna Verkamannasambandsins.
f>aö skein af þeim virðuleikinn og
ábyrgðin.
Erindio var svo sem ekki merki-
legt. J>að þurfti bara aö hafa nokkur
hundruö milljóna út úr lífeyris;
sjóðum launafólks til þess,
þær í Atvinnutryppií- J
aðnotatilaö
tæki.
Síöan var grt
kvæmdastjórnii
með 13 atkvaeöu,
lifeyrissjóðina í
skuldabréf enda
framkvæmdastjón,
stjórnvöld heföu st
i Foryslumenn lág-
oft ekki annað
uppundir hin-
r og mega vera
1 fá að sjást á
Þaöerafogfrá
16 stunda ein-
rannsóknar-
að af-
finn sem
ivart for-
idsins.
og hún þarf að eiga sína eigin Ijöl
miðla sem leygja vanda fólksins og
heimilanna Ul grundvallar. Hún
þarf að sinna hagsmunum umbjóð-
enda sinna í sem víötækustum
skilningi, m.a. í því að geta sett
fram heilsteypta landsmálastefnu
sem hún freistar að knýja í fram-
kvæmd sem sjálfstseð hreyflng, hvort
sem er með þrýstiaðgeröum eða á
þingi og i rikisstjórn.
Verkalýðshreyfingin þarf aö
styrkjast
Hin skipulagða verkalýðshreyf-
ing er allt of veik um þcssar mund-
,ir. Þetta hefur leitt til vantrúar fé-
til baka.
lbaka. ^ ®Kt*?yíx&let*i\
þetta hins vegar ekki
Baktrygging ríkisins re.
vera fyrir hendi. Þær h
heírnild til aö láta af hei.
sem nota á til að borga \h
eftirlaun að lokinni starl
þess aö það fengíst Örugg
baka með bestn '
*«>
¥%&?££«&
Hætta á miklu men^-
unarslysi í Norðursjó
6*14. Frá Itunr TlmlMirUd, frétUriUra MorrunbUa«lo«.
HÆTTA er A gífuriegu mengun- j lindum í Norðurajó.
aralysi f Norðunijó en á föstudag Borpailurinn „Treasure Saga" hef-
núwtu ítarfiimenn olfuíelagsins ur nú verið dreginn burt *£Öf3<&l!
Sogu stjérn á oliubrunni á Eko- og í ataðinn erú ' ^X^1
fiak-ivæðinu. öttast serfræðingnr dælur w --oft\t&°
að olian og- gasið ifeti þá og- þegarj^1-' e\ö» w -
farið með rúmlega 1,1 miHJarð fel.
kr. f brunninn og Ifklega eru þessir
peningar tapaðir þvf trólega veröur
.-•Vlti nvttur f-omar. Þar að
að ekki ya
Þjóðviljinn
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Utgefandi: Útgáfufélag Þjódviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mðrður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir.
Fróttastjóri: Luðvik Geirsson.
Blaðamenn: Ðagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pétursson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason,
Ólafur Gislason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (Umsjón-
arm. Nýs Helgaro.), Sævar Guðbjðrnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.).
Hondrita- og prófsrkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Jim Smarf, Þorfinnur Ómarsson.
Útlltsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurO.Pétursson
FramkvæmdastjórhHallurPállJónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglyslngastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdoltir.
Húsmó&ir: Anna Benedíktsdóttir
Útbreiaslu-ogafgreiðslust|óri:BjðrnlngiRafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrin Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn:
Síðumúla6, Reykjavik.simar:681333&6816B3.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprenthf.
Verð I lausasölu: 70 kr.
Nýtthelgarblað:100kr.
Áskriftarverð á mánuðl: 800 kr.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVIUINN Miðvikudagur 25. janúar 1989