Þjóðviljinn - 25.01.1989, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 25.01.1989, Qupperneq 5
VIÐHORF Hús öriaganna - (eða öriög hússins) Hafið þið séð húsið sem Jónas Hallgrímsson bjó í um skeið í Kaupmannahöfn? Það er ekkert sérlega merkilegt að sjá - öðru nær - ósköp venjulegt miðbæjar- hús, en á því er skjöldur sem á stendur að þetta okkar ástkæra skáld hafi búið í þessu húsi. Við erum stolt af virðingunni sem Jónasi er sýnd, og þeir sem fara á íslendingaslóðir í Kaupmanna- höfn fara að húsi skáldsins og síð- an á Hvít - Hviids vinstue við Kóngsins nýjatorg. Mér þykir töluvert vænt um þennan virðingarvott við skáldið og ég er fjarska fegin að borgar- stjórn Kaupmannahafnar skuli hafa ákveðið að húsið skuli standa - alla vega hingað til. Við eigum önnur ástkær skáld, sem aldrei bjuggu utan landstein- anna. Eitt þeirra er Þórbergur Þórðarson'. Hann bjó um skeið í húsi nr. 10 við Skólavörðustíg. Því lýsir hann svo í Ofvitanum, kaflanum um baðstofuna: A þeitn degi, fimmtán mínútum fyrir fimm að kvöldi, kom ég lúinn og holdvotur úr vegavinnu austan úr Holtum og skilaði af mér hesti og vagni í landssjóðs- skúrnum við Klapparstíginn. Stundarfjórðungi síðar var ég orðinn heimilisfastur í sjálfu húsi örlaganna. Pað var gamalt hús með rismiklu helluþaki og lágum timburveggjum, svipþungt og karakterfast, ómandi af músik aldanna. Það stóð við Skólavörð- ustíginn, sunnan megin götunnar uppi undir Bergstaðastræti, tutt- ugu og tvo faðma frá höfuðtukt- húsdyrum þjóðarinnar. Það kom manni til að hugsa um alvöru lífs- ins. Þessi merkilegi mannabústaður Guðrún Agústsdóttir skrifar „Þaðstóð við Skólavörðustíginn, sunnan megin götunnar uppi undir Bergstaðastrœti, tuttugu og tvo faðmafrá höfuðtugthúsdyrum þjóðarinnar. Það kom manni til að hugsa um alvöru lífsins. “ En nú erþetta hús áförum. EL /évgsk ^ ' JMm • | 1 :: : ' . ' ir í Kaupmannahöfn ekki húsið sem Jónas bjó í- það væri synd og skömm. Ég er næstum viss um að þjóðin myndi fyllast heilagri vandlætingu ef slíkt fréttist. Urn niðurrif þessa húss verður tekin endanleg ákvörðun eftir eina til tvær vikur - kannski þrjár - sumir munu segja að niðurrifs- ákvörðunin hafi þegar verið tekin. þ.e.a.s. þegar deiliskipu- lagið sem gerði ráð fyrir nýbygg- ■J ingunum var samþykkt fyrir var í daglegu tali kallaður Bergs- hús eða Skólavörðustígur 10. En eftir að ég hafði átt þar athvarf í rúm tvö ár, kallaði ég það aldrei annað með sjálfum mér en örlaga- húsið eða hús örlaganna. Þetta hús örlaganna sem er að- alsögusvið Ofvitans og hýbýli skáldsins í tvö ár er nú á förum. Fyrir nokkrum árum var sam- þykkt deiliskipulag af reit sem af- markast af Skólavörðustíg, Bergstaðastræti, Hallveigarstíg og Ingólfsstræti og þá var ákveðið að byggja stórt bílageymsluhús og ný verslunarhús. Breiðfirðing- abúð var rifin - sögufrægt hús - og nú á að rífa Bergshús og fjögur önnur hús á sömu lóð. Á Iðnað- armannahúsreitnum mun svo rísa 3ja hæða bílageymsluhús. Það er hætt við því að nýja bílageymslu- húsið 3ja hæða muni óma af ein- hverju allt öðru en „músik ald- anna“. Það verður því ekki hægt að fara á skáldaslóðir á Skólavörð- ustígnum að lesa hús, eins og Guðjón Friðriksson kallar það - en vonandi rífa borgarfulltrúarn- nokkrum árum. Byggingarnefnd vísaði málinu frá sér 12. janúar sl. til umsagnar Umhverfismála- ráðs. Þaðan fer málið aftur í Byggingarnefnd og hlýtur svo endanlega afgreiðslu í borgar- stjórn. Borgarminjavörður bæði nú- verandi og fyrrverandi hafa sýnt gömlum menningarverðmætum ntikinn áhuga og hafa margsinnis varað við niðurrifi - bent á að best sé að vernda hús á sínum upprunalega stað. Það er engin lausn að flytja öll sögufræg hús upp í Árbæ. Þær hafa báðar verið iðnar við að láta mæla upp gömul hús og skrá sögu þeirra. Þannig geta komandi kynslóðir lesið um það hvernig hýbýli forfeðranna litu út og er það vel. Þórbergur gat ekki vitað um þessar konur og gerði hann því nákvæma úttekt á herberginu sem hann ásamt fleirum leigjend- um fékk þarna til íbúðar en sú úttekt er á sömu bls. og fyrri til- vitnun: Þessi vistarvera var um sex álnir á lengd, sex á breidd og liðugar þrjár álnir að hæð upp í mæni. Vegghœðin frá gólfi upp að súð var nálœgt einni alin og kvartéli. Súðin, sem ekki var skarsúð, var bólstruð grænleitu veggfóðri, en veggirnir milli gólfs og súðar voru klœddir blágrænum panelþiljum, sömuleiðis stafninn og skilvegg- urinn sitt hvorum megin dyra. Á gafli herbergisins var sexrúðu- gluggi, sem sneri móti norðvestri. Og þegar við litum út um hann, blasti Faxaflóinn við augum okk- ar, en handan við flóann reis Snœfellsjökull yzt við sjóndeild- arhringinn eins og risavaxinn tólgarskjöldur með gömlum myglufeyrum. Það þótti fögur sjón, þegar rnaður gat borgað fyrir sig um næstu mánaðamót. En Itve heimurinn yrði fagur, ef allirgætu borgað fyrirsig! (Ofvit- inn: bls. 52-53 Mál og menning 1982). Lýsingin er mun lengri og les- endur Þórbergs Þórðarsonar geta um ókomna tíð kynnt sér hús ör- laganna, en þeir geta ekki labbað niður á Skólavörðustíg, gengið í kringum húsið og hlustað á óm- inn af músik aldanna. Höfundur er aðstoðarmaður mennta- málaráðherra. Hverskonar ráttlæti er þetta? Stundum grípur mann su óþægilega tilfinning að óréttlætið eigi sér engin takmörk. Mennirn- ir myrða miskunnarlaust hver annan og smám saman verða stríðsfréttir í útvarpinu álíka at- hyglisverðar og að það hafi snjó- að óvenju mikið í Reykjavík. Samt hugsar maður með sjálfum sér, þegar maður heyrir fréttir um ódæðisverk mannkynsins, að nú sé nóg komið. Lengra sé ekki hægt að komast. Einhversstaðar og einhverntíma hljóti þetta að enda. En í næstu viku finnur ein- hver miður sniðugur upp á nýju ódæðisverki sem birtist með stórri fyrirsögn í blöðunum dag- inn eftir. Upptökin að þessum vanga- veltum mínum að þessu sinni átti Reutersfrétt í Morgunblaðinu þann 20. janúar. Fyrirsögnin var: „Lögregla braust inn í kirkju til að ná í innflytjanda". Fréttin var stutt enda hefur lítið sem ekkert verið fjallað um þetta mál hér á landi. Fyrir þann sem ekkert veit um þennan innflytjanda er þessi frétt líklega ekki merkileg og skilur lítið eftir, en fyrir fólk sem þekkir þennan mann og veit hvaða afleiðingar innrásin á að öllum líkindum eftir að hafa er þetta hræðilegt. Innflytjandinn sem málið snýst um heitir Viraj Mendis og er frá Sri Lanka. Stór og vingjarnlegur maður á fertugsaldri sem lætur sér mannréttindi og heimsfriðinn miklu máli skipta. Árið 1973 fór hann til Bretlands til að stunda háskólanám, þá aðeins 17 ára gamall. Meðan á náminu stóð fór hann að sjá heiminn í nýju ljósi. Hann hætti að líta á veröldina eins og vel stæður asískur ung- lingur sem gat ferðast heiminn á enda til að fara í háskóla og fór að sjá hana eins og svartur innflytj- andi í landi kapítalisma og kyn- Sigþrúður Gunnarsdóttir skrifar Pað er óhugnanlegt að það skuli þurfa 100 lögregluþjóna til að nema brott einn saklausan mann sem langar bara til að lifa. Greinarhöfundur með Viraj Mendis í byrjun ágúst 1988 inni í kirkjunni. þáttafordóma. I kjölfar þessara breytinga í lífi hans hætti hann námi í tækniháskólanum og fór að vinna. Hann varð félagi í ýmsum pól- itískum samtökum og barðist með þeim meðal annars gegn kynþáttaaðskilnaði í Suður- Afríku, hersetu Breta á írlandi og síðast en ekki síst kynþátta- misrétti í hans eigin landi. Hann fékk samúð með Tamila- kynstofninum á Sri Lanka, þótt hann tilheyri honum ekki heldur Sinhalese-kynstofninum, og með því setti hann sig í bráða hættu ef hann sneri aftur heim. Enda var hann ekkert á þeim buxunum fyrr en árið 1986 að hann fékk skipun frá útlendingaeftirlitinu um að yf- irgefa Bretland, og ef hann gerði það ekki sjálfviljugur yrði hann fluttur nauðugur til Sri Lanka. Það var engin tilviljun að hann skyldi fá þessa skipun því að á hverju ári er rúmlega 800 manns skipað að yfirgefa Bretland og yfirgnæfandi meirihluti þeirra er svartur. Margir sem fá slíka skipun hafa meira eða minna alist upp í Bretlandi og eiga því miklu frekar heima þar en þar sem þeir (eða í sumum tilfellum foreldrar þeirra) fæddust. Oft er fjöl- skyldum sundrað með því að reka hluta þeirra miskunnarlaust úr landi. Viraj Mendis vissi að hann myndi hætta lífi sínu með því að fara til Sri Lanka, þess vegna greip hann til þess örþrifaráðs að leita hælis í kirkju í Manchester. Þar gat lögreglan ekki náð í hann til að flytja hann nauðugan til Sri Lanka án þes að rjúfa friðhelgi kirkjunnar. Stór hópur fólks sem þekkti Viraj eða hafði samúð með honum tók sig saman og stofnaði samtök til að verja hann. Haldnar voru fjöldagöngur í Manchester og ein frá Manchest- er til London. Ætlunin var að vekja athygli á þessu fórnarlambi innflytjendalaganna og að fá fólk til að vera með í baráttunni. Al- menningi var gerð grein fyrir því hve ástandið í Sri Lanka væri slæmt og hversu alvarlegt það væri fyrir mann eins og Viraj Mendis þar sem samstaða hans með Tamilum er opinber. Fólk eins og hann hefur síðustu ár ver- ið myrt með köldu blóði eða pyntað í fangelsum stjórnarinn- ar. Ýmis samtök lýstu samstöðu sinni með Viraj og meðal þeirra eru Amnesty International, Al- þjóðlega kirkjuráðið, breski verkalýðsflokkurinn og fleiri. Ég sá Viraj fyrst í kröfugöngu í Manchester 28. maí 1988. Gengið var frá Albertstorgi í miðri borginni að kirkjunni sem hann bjó í. Gangan tók um 3 tíma og eftir stuttan en góðan baráttu- fund fyrir utan hana birtist Viraj yfir múrinn kringum kirkjuna og flutti þakkar- og barátturæðu. Ég held að allir hafi verið sammála um að þetta hafi verið fullkominn endir á mjög vel heppnuðum degi. Samt átti framtíðin eftir að bera allt annað en hamingju í skauti sér. Viraj fór fyrir hæstar- étt en tapaði, enda var allt sem var honum í hag bannað í réttar- salnum. Viraj fékk ekki sjálfur að vera viðstaddur réttarhöldin, en viku fyrir þau sagði hann: „í næstu viku ræðst hvort ég lifi eða dey, þó hef ég engan glæp framið. Ástæðan er bara sú að ég er svart- ur og ég er kommúnisti. Ég má ekki vera viðstaddur réttarhöldin og ekki lögfræðingur minn held- ur, en verst er að það má ekki hafa hliðsjón af skýrslu um at- burði í Sri Lanka á síðastliðnu ári. Hvers konar réttlæti er þetta?“ Þó að allt snerist gegn honum og líkurnar á að honum yrði leyft að vera í Bretlandi minnkuðu stöðugt, missti Viraj aldrei von- ina. Ég sá hann síðast í byrjun ágúst þegar við vorum eina helgi að safna undirskriftum og pen- ingum í Manchester. Þá lifði hann ennþá í voninni um að hon- um yrði leyft að vera. Hann missti aldrei trúna. Það síðasta sem hann sagði við mig og vin- konu mína áður en við fórum eftir góða helgi var: „Við sjáumst þegar þið komið næst til Eng- lands. Og sendiði endilega póstkort!" En nú veit ég að ég sé hann ekki næst þegar ég kem til Eng- lands því að miðvikudaginn 18. janúar réðust um 100 lögreglu- menn inn í kirkjuna og tóku hann fastan eftir að hafa klippt í sundur símalínur og rofið straum á þjófa- varnarkerfi kirkjunnar. Það er óhugnanlegt að það skuli þurfa 100 lögreglumenn til að nema á brott einn saklausan mann sem langar bara til að lifa. Þegar ég hafði lesið fréttina í Morgunblaðinu um innrás lög- reglunnar í kirkjuna hringdi ég í félaga Virajar í Manchester og fékk þær hræðilegu fréttir að á hádegi föstudagsins 20. janúar hefði hann verið fluttur með flugvél til Sri Lanka. Síðan hef ég ekkert frétt. Samtökin hans í Bretlandi starfa enn af fullum krafti við að reyna að fá leyfi fyrir hann til að búa í Bretlandi þar sem hann hefur dvalist öll sín full- orðinsár og þar sem vinir hans eru, áhugamál og allt hans líf. Höfundur er nemandi í MH. Miðvikudagur 25. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.