Þjóðviljinn - 25.01.1989, Síða 6

Þjóðviljinn - 25.01.1989, Síða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Færeyjar Ný landstjóm til starfíi Fólkaflokkurinnfer með þýðingarmestu embættin - Finnbogi ísakson og Signar Hansen ráðherrar Þjóðveldisflokks Jóngerð Purkhús og Jógvan Durhuus, ráðherrar Þjóðveldisflokksins i síðustu landstjórn, bjóða flokksbróður sinn Finnboga ísakson (t.v.) velkominn í nýju stjórnina. Nýja landstjórnin í Færeyjum, sem Fólkaflokkurinn, Þjóð- veldisflokkurinn, Sjálfstýriflokk- urinn og Kristilegi fólkaflokkur- inn standa að, hefur nú skipt með sér verkum og er tekin til starfa. Lögmaður er Jógvan Sundstein, Fólkaflokknum, og sá flokkur fékk einnig í sinn hlut embætti sjávarútvegsráðherra, sem er mjög mikilvægt eins og gefur að skilja i landi, sem á allt sitt undir sjávarútvegi. Því embætti gegnir Anfinn Kalsberg. Ráðherrar Þjóðveldisflokksins í stjórninni eru Finnbogi fsakson, sem fer með fjármál, landbúnað- armál, viðskiptamál o.fl., og Signar Fíansen, er fer með skóla- mál, orkumál, umhverfismál o.fl. Frá Sjálfstýriflokknum er í stjórninni Karl Heri Joensen, menningarmálaráðherra, og frá Kristilega fólkaflokknum Tordur Niclassen, félagsmálaráðherra. Búist hafði verið við að Jón- gerð Purkhús, Þjóðveldisflokkn- um, sem var fjármálaráðherra í síðustu landstjórn, gegndi því embætti áfram, en af því varð ekki. Með henni af hálfu flokks- ins í landstjórn Atla Dam var Jó- gvan Durhuus, sem þar var skóla- málaráðherra. Þau Jóngerð og Jógvan sitja bæði á lögþinginu fyrir Þjóðveldisflokkinn. 14. september/-dþ. Alþjóða vinnumálastofnunin Minnkandi atvinnuleysi Enn hætta á mengunarslysi Talsmaður norska olíufyrirtækis- ins Saga Petroleum sagði í gær, að hættan á að verulegt magn af olíu og jarðgasi rynni út í sjó úr nýrri borholu á Ékofisksvæðinu færi minnkandi. Á föstudag var um hríð hætta á verulegu meng- unarslysi, vegna svo mikils þrýst- ings úr borholunni að erfitt var að ráða við. Eigi að síður tókst að loka holunni með kerfi af örygg- isventlum og sagði talsmaðurinn að takast myndi að loka holunni enn rækilegar með öðru ventlakerfi í viðbót fyrir helgina. Reuter/-dþ. Boeynants á lífi Talið er nú víst að belgíski stjórnmálamaðurinn Paul Vand- en Boeynants sé á lífi og í klóm mannræningja. Bréf undirritað af honum barst fyrir skömmu til dagblaðs nokkurs, og segir fjöl- skylda hans að ekki sé neinn vafi á því að hann hafi skrifað bréfið' sjálfur. Mannræningjarnir, sem nefnast Sósíalísku byltingarstór- fylkin, krefjast of fjár í lausnar- gjald fyrir Vanden Boeynants og í áðurnefndu bréfi heitir hann því ennfremur að gefa fátækum háa fjárhæð. Reuter/-dþ. Uppreisnartilraun bæld niöur Um 50 vopnaðar manneskjur, þar á meðal nokkrar konur, tóku á mánudagsmorgun á vald sitt að- alstöðvarnar í La Tabladaher- búðum í útborg Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu. Her- menn komu fljótlega á vettvang og tókst harður bardagi með þeim og hinum. í gærmorgun gáf- ust flestir upp af þeim, sem eftir stóðu af herbúðatökufólkinu, og var þá fallinn af því 21 maður. Fjórir hermenn féllu einnig. Nokkrir uppreisnarmanna þess- ara sættu þó áverkum við her- menn frameftir degi, en voru um síðir drepnir eða handteknir. Uppreisnarhópur þessi er furðu dularfullur, samkvæmt sumum tilkynningum til hægri en öðrum til vinstri, og talsmaður Argent- ínustjórnar kvað enn ekki vera hægt að segja með neinni vissu af hvaða sauðahúsi fólk þetta væri. Reuter/-dþ. Mikill heróínfundur Vesturþýska lögreglan fann í gær í borginni Aachen 100 kíló af heróíni, sem smyglað hafði verið inn í landið. Er þetta mesta magn af heróíni í einu lagi, sem þarlend lögregla hefur nokkru sinni fund- ið. Þrír menn hafa verið hand- teknir í sambandi við þetta og annarra er leitað. Eiturlyfja- hringur, sem í eru íranir og Vestur-Þjóðverjar, stóð að smygli þessu, að sögn vestur- þýska sjónvarpsins. Reuter/-dþ. Konur mœta enn semfyrr meiri örðugleikum í atvinnuleit en karlar Heldur dró úr atvinnuleysi í mörgum ríkja hcims árið 1987, samkvæmt árbók Alþjóða vinnumálastofnunarinnor (ILO). Atvinnuleysi kvenna var ívið minna það ár en 1986, en í árbók- inni segir eigi að síður að enn sé það svo að konur eigi víða erfið- ara með það en karlar að fá vinnu. Árbókin er að vísu byggð á skýrslum frá aðeins 48 ríkjum, svo að hún segir ekki nema tak- markaða sögu. í 31 þessara ríkja var atvinnuleysi minna 1987 en árið á undan. í Bandaríkjunum var atvinnuleysi 6,1 af hundraði 1987, en 6,9 af hundraði árið áður, í Bretlandi minnkaði atvinnuleysið úr 11,7 af hundraði í 10,6 af hundraði, í Kanada úr 10% í 9% og í Belgíu úr 12,3% í 11,9%. í nokkrum löndum jókst atvinnuleysið hinsvegar, t.d. úr 10,4% í 10,6% í Frakklandi, úr 11,1% í 11,9% á Ítalíu og úr 18,2% í 19% í írlandi. í flestum landanna var atvinnuleysi kvenna meira en atvinnuleysi karla, en þó voru á því undan- tekningar. í Bretlandi, Finn- landi, á Möltu, írlandi, í Suður- Kóreu og Venesúelu var atvinnu- leysi karla þannig allmiklu meira en kvenna. Reuter/-dþ. aAuglýsing um lausa stöðu heilsugæslulæknis í Stykkishólmi Laus er til umsóknar önnur staða heilsugæslu- læknis í Stykkishólmi frá og með 1. maí 1989 að telja. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneyt- inu fyrir 23. febrúar 1989, á sérstökum eyðu- blöðum, sem þarfást og hjá landlækni. (umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræði- leyfi í heimilislækningum og reynslu í svæfingum enda er starfið tengt læknisstörfum í sjúkrahús- inu í Stykkishólmi. Upplýsingar um stöðuna veita ráðuneytið og landlæknir. Heilbrigðis og- tryggingamálaráðuneytið 23. janúar 1989 Hvemig líður Bretum? Björg Árnadóttir skrifar frá Bretlandi r Iupphafí nýs árs er eðlilegt að mannskepnan staldri við eitt andartak og geri úttekt á sjálfri sér, velti fyrir sér hvar hún velkist I allri hringiðunni og hverju hún hafi áorkað á liðnu ári. Breska ríkisstjórnin er engin undantekn- ing þar á, en utanríkisráðuneytið gaf nýlega út handbók um það hvað Bretum líði vel á því herrans ári 1989. Eins og vænta má er litið á málin frá sjónarhóli þeirra sem kippa í spottana og ekki alveg víst að hann Meðaljón frá Manchest- er, sem hefur verið atvinnulaus í mörg ár, sé sammála því að atvinnuleysi sé aðallega vanda- mál á Norður-írlandi. En hvað um það, við skulum skoða hvar Bretinn stendur. Tvær af hverjum þrem fjöl- skyldum í landinu eiga bfl (einn fimmti á fleiri en einn bfl). Ég leyfi mér að benda atvinnu- lausum íslendingum á að hægt er að fara á tveggja daga námskeið í Chelsea í London til að læra að verða bflstjóri fyrir aðalsfólkið og ríkisbubbana. (1% íbúa landsins á um 20% af auðæfum þess og 10% eiga 54%.) Námskeiðið kostar 120 sterlingspund og farið er yfir 56 atriði meðan á því stendur, þar á meðal sögu þessar- ar atvinnugreinar, nauðsyn hreinlætis (illa þefjandi bílstjórar eru ekki líklegir til að komast langt) og hvernig ávarpa beri fína fólkið (Lundúnaborg virðist vera krökk af kóngafólki sem búið er að steypa af stóli). Bflstjórinn skal vera glaðlegur, stundvís, kurteis og þolinmóður og hann má ekki tala of mikið. Hann verður að vita hvað við á í klæða- burði - engin skrautleg bindi eða skartgripir, og eyrnalokkar eru af og frá. Að sjálfsögðu á hann að Meðaljón skálar bara í bjór fyrir ástandinu. vita lífsnauðsynlega hluti eins og t.d. hvar bestu pelsasalarnir reka viðskipti sín og alltaf hafa uppá- halds vindla unga greifans í brjóstvasanum ... En snúum okkur aftur að töl- fræðinni. 98 af hundraði hér í landi eiga sjónvörp (þar af eru 90% í lit), 83 af hundraði eiga síma og þvottavélar og nærri því 75% hafamiðstöðvarhitun. Bret- inn hefur að vísu dálítið öðruvísi hugmyndir um hvernig hita beri hús en við íslendingar. Þeim finnst flestum mesta sóun að hita húsið þegar enginn er heima og reyndar finnst þeim líka flestum óþarfi að hita það um miðjan dag. Þeir hafa hitann á frá klukk- an 7-10 á morgnana og frá 5-11 á kvöldin svo dæmi sé tekið. Svo eru þeir til sem hita bara eitt her- bergi í húsinu (venjulega stof- una) en það er yfirleitt eldri kyn- slóðin. Eg hitti stúlku ekki alls fyrir löngu sem hafði farið í helg- arheimsókn til aldraðra foreldra sinna sem búa í þorpi úti á landi. Þau voru ekkert að bruðla með hitann, gömlu hjónin, og kyntu bara í stofunni, en ekki þó meira en svo að faðirinn sat við arineld- inn í frakka og móðirin var í þykkum slopp utanyfir öllum fötunum og þótti ekkert athuga- vert við þetta. í svefnherbergjun- um jaðraði við frost. Nokkuð til í því sem karlinn sagði: Aðrar þjóðir hafa kynlíf, Bretar hafa hitapoka. Að vísu var þetta haft eftir karli einhvern tíma á stríðs- árunum, þessir hlutir hafa breyst til batnaðar ... og þó ... einhverj- ar ástæður hljóta að liggja til þess að í meðalfjölskyldu hér í landi eru nú 2,5, en voru 3 árið 1961 og 4 árið 1911. Fróðlegt væri nú að vita hvort sala á hitapokum hefur aukist að sama skapi á sama tíma 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.