Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 7
MENNING Rœtt við David Wilson, forstöðumann British Museum sem lestrarsalur, því safnið sjálft á eins mikið af bókum og bóka- safnið geymir þarna núna." Munu aldrei skila neinu - Og þið eigið líka handrit, meðal annars frá íslandi... „Bara pappírshandrit sem mörg hafa verið ljósmynduð og öll eru skráð. Við erum ekki að fela neitt!" En væruð þið tilbúin til að skila þeim hingað? Skilið þið munum frá öðrum þjóðum þegar farið er fram á það við ykkur? „Við skilum aldrei neinu! Brit- ish Museum er ekki breskt þjóðminjasafn, það er alþjóðlegt safn. Það er mikilvægt að geta séð menningu heimsins á einum stað eins og menn geta hjá okkur. Samt skil ég þjóðernissinna sem vilja endurheimta muni sem eru hluti af vitund þjóðar, og ég skil að vissu leyti Dani líka sem skiluðu íslendingum handritum sem þeir höfðu lengi varðveitt. En þetta var þáttur í uppgjöri þjóðanna tveggja og allt annað en það sem við stóndum frammi fyrir. Við erum sem stór stofnun mikilvægari heiminum en lítil söfn í hinum ýmsu þjóðlöndum. Við höfum varðveitt margt sem ella væri alls ekki til! Auðvitað höfum við fengið beiðni um að skila gripum. Ráðherrar fá allt í einu áhuga á að endurheimta eitthvað, til dæmis hafa Grikkir, Sri Lanka-menn og Nígeríubúar rætt við okkur á undanförnum árum, en svo dvínar áhuginn aft- ur. Þá liggja pólitískar ástæður til grundvallar beiðninni sem svo gleymist í amstrinu. Frá okkar sjónarhóli er málið einfalt. Það eru lög sem vernda David Wilson, forstöðumaður British Museum. Mynd: Jim Smart. Allir forstöðumenn eiga sér sjálfsagt drauma og ákveðin áhugamál. Hvað með þig? „Eg vildi efla safnið sem al- þjóðlega menntastofnun, og þeg- ar ég hætti eftir f áein ár þá verður það betra að því leyti en þegar ég tók við því. Ég vildi gera sýningar aðgengilegri fyrir almenning og það held ég að hafi líka tekist. Við byrjuðum á því löngu löngu áður en safnið í Jórvík var sett upp að endurgera umhverfi og bústaði til að lífga upp á sýningar. Fyrir mörgum árum settum við til dæmis upp sýningu á lífi hirðingja í borgum og höfðum ekta lykt, svo það er ekkert nýtt hjá þeim í Jórvík! Við fáum fjórar miljónir gesta á ári, þar af er tæplega helmingur fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Áhugasamur og líflegur hópur ungs fólks. Ekkert sýnir betur að safn er Hfandi." Reykjavík aldrei fegurri! Nú var farið að halla í hádegi og forstöðumaðurinn átti eftir að komast í sund í snjókomu áður en hann héldi fyrirlesturinn. Það hafði verið hans eina ósk þegar honum var boðið hingað. Þegar við stöndum upp spyr hann hvort ég ætli ekki að spyrja hvernig honum lítist á Reykjavík. Ég harðneita því. „Æjú, gerðu það," biður hann vel, „ég hef aldrei séð hana fallegri en núna, og þó kom ég hingað fyrst árið 1956 og hef komið oft síðan." Og hann horfir hrifinn á sveigðar hríslur undir þungum snjó og hvit þök svo langt sem byggð endist. Hann langar greinilega meira til að tala um tengsl sín við f sland en starf sitt, og meðan við dúðum Við skilum aldrei neinu! Sir David Wilson, forstöðu- maður Breska þjóðminja- safhsins, British Museum, í London, kom til Reykjavikur um síðustu helgi til að halda fyrirlest- ur í Norræna húsinu í tilefni af Vfkingasýningunni frá Jórvík. Sir David er frá Yorkshire sjálfur en fyrirlestur hans var um forn- minjar á Isle of Man, eyjunni milli írlands og Englands, þar sem hann á raunar lögheimili sitt. Fjáröflunin erfið British Museum er eitt af stærstu söfnum Evrópu, og við mæltum okkur mót við David Wilson til að ræða um starf hans þar. Hann hitti blaðamann og Ijósmyndara Þjóðviljans heima hjá breska sendiherranum, keikur og kátur maður sem talar hratt og af miklu sjálfsöryggi, viðbúinn því að kveða blaða- menn í kútinn ef þeir verða óþægilegir. - Hvernig erstaða British Mus- eum núna á tímum niðurskurða í menningarmálum? „Við erum vitanlega ekki ánægð með fjárveitingar, það er fólk af mínu tagi aldrei! Breska stjórnin vill að við sjáum sjálf um fjáröflun með því að leita til auðkýfinga og fyrirtækja. Það er ekki auðvelt en okkur hefur gengið þokkalega samt. Við höf- um ekki gripið til þess örþrifaráðs að selja inn eins og mörg önnur söfn hafa neyðst til að gera, og vonandi verður ástandið aldrei svo slæmt, en við seljum aðgang að stökum sýningum. Það liggur gríðarleg vinna og kostnaður í mörgum þessara sýninga, en sumar eru líka afar vel sóttar. Núna eru þrjár sýningar í gangi, ein um inúíta í Kanada, önnur á vatnslitamyndum myndhöggvar- ans Henry Moore og sú þriðja á hlutum sem ákveðinn sjóður hef- ur keypt til safnsins." Hverju safna menn núna? Hverjum þykir sinn fuglfagur, en með nokkrum rétti þykir Da- vid Wilson safnið sitt merkasta minjasafn íheimi, það á muni alls staðar að úr heiminum og safnar sífellt fleiri hlutum. Hver er stefn- an núna í söfnuninni? „ÖU söfn safna, annars drepast þau. Ég get ekki sagt þér hvaða áætlanir við höfum því þá rjúka allir til og fara að kaupa það, en ég get sagt þér hvað við höfum verið að gera undanfarin ár. Við höfum m.a. safnað miklu af teikningum, allt fram til 1960. Til dæmis eigum við orðið besta safn þýskra expressjónistateikninga sem til er utan Þýskalands. Svo höfum við verið að safna gripum frá frumstæðum menningarþjóð- um eins og í Nýju Gíneu og á Borneó, í samráði við yfirvöld þar." - Eruð þið að byggja? „Nei. Bókasafnið sem er inni á okkur ennþá flytur bráðum í nýtt hús við St.Pancras járnbrautar- stöðina, stærstu opinbera bygg- ingu sem hefur verið reist í Bret- landi lengi. Þá losnar mikið rými sem við fáum." Lestrarsalur Breska landsbók- asafnsins á British Museum er fallegasti salur sem undirrituð hefur augum litið, geysimikil hringlaga bygging með risahvelf- ingu. Hvað verðurgert við hann? „Hann verður áfram notaður rétt okkar til að varðveita það sem við eignumst. Safnið var stofnað árið 1753, þegar upplýs- ingastefnan var upp á sitt besta. Menn vildu safna alheimsþekk- ingu á einn stað og varðveita bæði mikilvæga og merkilega hluti og annað sem ekki virtist eins mikil- vægt. Ótalmargt sem var safnað saman þá, til dæmis á Norðvest- urströnd Ameríku, væri löngu glatað ef menn eins og Cook hefðu ekki haldið því til haga handa safninu. Nú getur fólk ' komið hvaðanæva að og skoðað þetta sér til upplýsingar og ánægju. Þannig að samviska mín sefur ágætlega, þakka þér fyrir." okkur rifjar hann upp sögu af því þegar hann sýndi Kristjáni Eld- járn forseta fornminjar á Isle of Man fyrir mörgum árum: „Við ókum í hátíðlegri fylk- ingu eftir vegunum á eynni, við Kristján fremstir í svartri límús- ínu með lögregluþjóna á mótor- hjólum sinn hvorum megin og hirðina á eftir. Svo beygjum við fyrir blint horn og allt í einu erum við komnir inn í miðja fjárhjörð! Bíllinn okkar umkringdist kvik- fénaði með það sama og lögreglu- þjónarnir skutluðust út í móa á hjólunum! Ja, hvílíkt. Kristján náði varla andanum fyrir hlátri!" SA Miðvikudagur 25. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Nemendaleikhús „og mærin for í dansinn..." Næsta fr umsýning hjá Nemend- aleikhúsi Leiklistarskóla ís- lands verður flmmtudaginn 26. janúar á leikritinu „og mærin fór í dansinn..." (True, Dare, Kiss) eftir breska rithöf'undinn Debbie Horsfield. Leikstjóri er Stefán Baldursson en leikmynd gerir Messíana Tómasdóttir. Ólafur Gunnarsson þýddi verkið. Debbie Horsfield er fædd og uppalin í Manchester, ein fimm systra, og skrifar um ungar stúlk- ur í bresku nútímasamfélagi. Hún hefur fengið ýmis verðlaun fyrir leikrit sín og leikritið sem Nemendaleikhúsið sýhir okkur nú var sýnt í Þjóðleikhúsinu breska árið 1985. m^ if W'wl Steinunn Ólafsdóttir og Elva Ósk Ól- afsdóttir í hlutverkum sínum í „og mærin fór í dansinn..." ¦K

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.