Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 9
MINNING Sigurður Ámason fynv. verkalýðsforingi og bóndi Fœddur26. júní 1903 - Dáinn 18. janúar 1989 Sigurður var fæddur á Þuríðar- stöðum í Eiðaþinghá, en fór það- an að Heiðarseli í Hróarstungu ogbjóþartil 1947,erhannfluttist til Hveragerðis. Þar gerðist hann garðyrkjubóndi og formaður verkalýðsfélags Hveragerðis og Þorlákshafnar. Okkur Astu konu mína setti hljóð, er við fréttum um fráfall vinar okkar Sigurðar Árnasonar er andaðist á elliheimilinu Ljós- heimum á Selfossi eftir langvar- andi veikindi. Það má segja um Sigurð að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, því ekki var hægt að hugsa sér betri nágranna heldur en þau Sigurð og Önnu konu hans. Áður en yfir lauk hafði Sigurð- ur átt margar þjáningarstundir, sérstaklega síðustu árin, en þær stundir eins og aðrar brást ekki skapstilling né þolinmæði hins reynda manns. Og aldrei heyrðist hann æðruorð mæla. Beið örugg- ur þess er koma skyldi. Nú ert þú horfinn sjónum okk- ar, kæri vinur. Við geymum um þig hugljúfar minningar. Þökk- um velvilja þinn, festu og dreng- skap. Enda birti alltaf yfir, þegar við hjónin sáum þig, er við rennd- um í hlaðið hjá bústaðnum okk- ar. Oft hef ég undrast það hvað þessi dugnaðarmaður gat alltaf gefið sér tíma til að leiðbeina öðr- um og hjálpa. Sigurður átti mikið af verkfær- um og ýmsum hlutum, sem aðra vanhagaði um, og leið varla sá dagur að einhver kæmi ekki til að fá aðstoð hans eða að fá lánuð áhöld sem hann vanhagaði um. Sigurður var fríður maður og sérstaklega góðlegur, enda eignaðist hann fallega konu, Önnu Guðjónsdóttur, fædda 13. mars 1907 á Brekkum í Hvol- hreppi. Giftust þau árið 1937. Þau eignuðust eina dóttur, Guðbjörgu Jónu, og einnig fóst- urson, Björgvin Heiðar Árna- son, og er hann kjörbarn þeirra. Börn þeirra Sigurðar og Önnu eru sérstaklega efnileg og mikil mannsefni, enda hafa þau fengið gott uppeldi, því hjónaband þeirra Sigurðar og Önnu hefur verið tii fyrirmyndar. Sást það best á því hvað Ánna hugsaði um Sigurð af undraverðri natni og þolinmæði eftir að hann missti heilsuna. Um uppvaxtarár Sigurðar veit ég lítið annað en það, að hann fór í Eiðaskóla árið 1924 og var þar í þrjá vetur. Síðast í framhalds- deild, sem var þá starfandi við skólann. Þórgnýr Guðmundsson frá Sandi, fyrrv. skólastjóri, skrifar um Sigurð í tímaritið Heima er best, og segir þar meðal annars: „Hann var þúsund þjala smiður á Eiðastað. Ef eitthvað fór aflaga utan húss eða innan, var tíðum til hans Ieitað um úrbætur. Vissi ég dæmi þess að hann „skrópaði" úr kennslustund, ef fyrir lá í skólan- um óleyst verkefni til úrlausnar. Hann var góður námsmaður, en varla er hægt að segja að hann hafi lagt sérlega hart að sér við lesturinn. Þrátt fyrir það fékk hann góða einkunn við burtfararpróf, því vits var honum ekki vant. Hann var orðheppinn og voru tilsvör hans oft eftirtekt- arverð.“ Sigurður var vel gefinn maður, réttsýnn og stefnufastur. Var alltaf viss um sigur hins góða að lokum, þótt lengi þyrfti kannski að bíða. Hann var að eðlisfari hlédrægur maður, en lét til sín taka þegar hart var deilt, og alltaf kom fram sú viðleitni hans, að taka málstað þeirra fátæku, og styrkja gott málefni. Sigurður var mjög minnugur á það gamla, sérstaklega á menn og málefni af Fljótsdalshéraði. Hann kynntist mörgu fólki því hann vann víða við lagfæringar gamalla húsa og smíðar nýrra, enda lék allt í höndum hans. T.d. vann hann við byggingu Hall- ormsstaðarskóla og við brúar- gerð yfir Jökulsá á Brú. Sigurður var mikill íþrótta- maður á sínum yngri árum og tal- inn besti knattspyrnumaður á Héraði um tíma. Hann var um skeið formaður íþróttafélagsins í Hróarstungu. Hreppsmál lét hann mikið til sín taka og sat í hreppsnefnd Hróarstunguhrepps lengi. Einnig fór Sigurður í framboð til Alþing- is fyrir Norðurmúlasýslu. Þá má geta þess að Sigurður var fulltrúi á Álþýðusambands- þingum í mörg ár. Um 1930 setti Sigurður á fót skógerð á Fljótsdalshéraði og síð- an á Selfossi. Þetta voru gúmmí- skór, sem seldust mjög vel og þurfti Sigurður að fá sér hjálpar- menn til að anna eftirspurn. Það var árið 1947 sem þau Sig- urður og Anna. flytja til Hvera- gerðis og kaupa þar lítið íbúðar- hús, sem þau síðan stækka. Hús- inu fylgdi gróðurhús en þau byggja annað stærra svo þá eru Háskólatónleikar þau komin með sæmilega að- stöðu til að sjá sér farborða. Ræktuðu þau þar bæði tómata og agúrkur. Þessi búskapur gekk sæmilega, þótt Sigurður væri oft að heiman við önnur störf. Þess má geta hér að skömmu eftir að þau Sigurður og Anna flytja til Hveragerðis, var Sigurð- ur beðinn um af læknum Land- spítalans að setja á fót leirböð fyrir fólk, sem lamast hafði, eða fengið slæma gigt. Þetta tók Sig- urður að sér. Kom á fót aðstöðu fyrir sjúklingana og vann við þessi leirböð þar til Náttúrulæn- ingafélagið kom upp aðstöðu til leirbaða hjá sér. Fyrir skömmu tjáði Sigurður mér, að enn væri fólk að koma til að þakka sér fyrir þann bata sem það hafði fengið. Taldi hann að þetta mundi hafa verið í fyrsta sinn sem leirböð voru reynd til lækninga hér á landi. Eins og fyrr segir var Sigurður formaður verkalýðsfélags Hvera- gerðis og Þorlákshafnar frá 1950- 1972 og gerður þá heiðursfélagi. Að endingu langar mig og eiginkonu mína að þakka hjart- anlega fyrir allar þær ánægju- stundir, sem við höfum átt saman bæði í litla húsinu okkar og heima hjá Sigurði og Önnu. Við biðjum því þann sem öllu ræður að létta sorg eftirlifandi eiginkonu hans, barna hans og barnabarna. Ásta og Sveinn ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verð- ur haldinn að Kirkjuvegi 7, Selfossi, mánudaginn 30. jan- úar kl. 20.30. Ólafur R. Grímsson fjármála- ráðherra og Margrét Frí- mannsdóttir alþm. mæta á fundinn og ræða stöðuna í stjórnmálunum. Nýir félagar velkomnir. Fjöl- mennið. Stjórnin Margrét Olafur Alþýðubandalagid á Suöurlandi Þorrablót Þorrablót kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður haldið í félagsheimili Ölfusinga laugardaginn 4. febrúar og hefst klukkan 20. Miðaverð er krónur 1800 og þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist eigi síðar en 30. janúar til Ingibjargar í síma 34259, Björns s: 34389 og Inga s: 31479. Kjördæmisráð 20 ára afmælishappdrætti Alþýðubandalagsins Drætti frestað fram yfir mánaðamót svo allir geti gert skil. Munið greiðslukortaþjónustuna í síma 91-17500. Féiagsfundur ABR Minnihlutinn í Reykjavík - AA-flokkarnir Samvinna - samfylking - sameining? Stuttar framsögur flytja Álf- heiður Ingadóttir, Birna Þórð- ardóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir. Fundurinn verður haldinn að Hverfisgötu 105 fimmtudaginn 26. janúar klukkan 20.30. Félegar fjöl- mennið, hér eru mál sem þarf að ræða. Stjórnin Álfheiður Birna Svanfríður Kristín Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1989 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1989 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Píanó og lágfiðla Þriðju háskólatónleikar vormis- Dagný Björgvinsdóttir píanó- seris verða í dag, 25. janúar, leikari flytja verk eftir Zoltán kl.12.30-13.00 í Norræna húsinu. Kodály, Paul Hindemith og Ge- Þá munu ungverski lágfiðlul- orge Enescu. eikarinn Agnes Szekely og íslandsdeild IBBY Börn norðursins Á sunnudaginn 29. janúar kl. 14.00 verður sýningin Börn norðursins (Children of the North) opnuð í Norræna húsinu. Þetta er sýning á myndskreyting- um í norrænum barnabókum sem kemur hingað á vegum Norræna hússins og Barnabókaráðsins. Frá íslandi voru send verk eftir Brian Pilkington, Önnu Cynthiu Leplar og Sigrúnu Eldjárn. I tengslum við sýninguna verða ýmsar uppákomur bæði fyrir börn og fullorðna, höfundar munu lesa úr verkum sínum og sagnaþulir segja sögur, börnum gefst tækifæri til að kynnast teiknimyndagerð, vinna við myndlist og leikræna tjáningu. Ráðstefna um barnamenningu verður haldin í Norræna húsinu 4.febrúar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 12. febrúar. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni, - fiskeldi, - upplýsinga- og tölvutækni, - líf- og lífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, - matvælatækni, - framleiðni- og gæðaaukandi tækni • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda - líkindum á árangri • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í at- vinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að lang- frama uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum. Miðvikudagur 25. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.