Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM A
DAGSKRA UWARPS OG SJONVARPS
•1
V; "'Jj T- 3y \ »s
Wm^% /0 L^
J"'.?!fr .. '¦¦$¦») Tji
^"mffivfa ^***^BÉI1IÉ fc^
^V t S Sbr^Jl
í.vW //Jm
l»/ '"
Mömmu-
strákur
Rás 1 kl. 9.03
Nú hefur Guðni Kolbeinsson
lestur sögu sinnar um „Mömmu-
strák" í Litla barnatímanum.
Guðni frumflutti söguna í Út-
varpinu árið 1982. Ári síðar var
bókin valin besta barnabók ársins
1982 og hlaut barnabókaverð-
laun Reykjavíkurborgar. Sagan
segir frá „mömmustrák" sem elst
upp hjá afa og ömmu. Af pabba
sínum hefur stráksi lítið haft að
segja og kærir sig kollóttan. En
nú kemur maður inn í líf móður
hans, eins og gengur. Sá vill eiga
þátt í uppeldi „mömmustráks"
sem kann því engan veginn vel.
-mhg
Kviksjá
Rás 1 kl. 19.30
Viðfangsefni Kviksjár þessa
viku er þróun íslenskunnar og til-
raunir til að hafa áhrif á hana. í
þættinum í kvöld verður gerð
grein fyrir hinni opínberu mál-
stefnu eins og hún birtist í lögum
og reglugerðum. Er hún kannski
háð stjórnmálaviðhorfum? - Á
morgun verður svo endurfluttur
pistill Baldurs Sigurðssonar um
daglegt mál. Tekur Baldur þátt í
umræðunni um framkvæmd
málstefnunnar m.a. út frá spurn-
ingunni Hvernig er hægt að segja
til um hvað sé gott mál, og hvað
slæmt? - í Kviksjá á föstudag
verður svo rætt um íslenskuna og
fjölmiðlana en þessari umfjöllun
lýkur svo í þættinum Sinnu á
laugardag með umræðum um
móðurmálskennslu.
-mhg
Evrópubúar
Rás 1 kl. 22.30
í þættinum „Samantekt", sem
er í umsjá Guðrúnar Eyjólfsdótt-
ur verður að þessu sinni rætt um
Evrópubúa. Hugleitt verður
hvað það er sem einkum mótar
þá og að hvaða leyti þeir eru frá-
brugðnir öðrum. Reynt verður
að fjalla um landamæri evrópskr-
ar menningar og efnahagslega og
pólitíska skiptingu. í þetta flétt-
ast svo umfjöllun Friðriks Páls
Jónssonar um hugsanlegt hlut-
verk Norðurlandanna í Evrópu
framtíðarinnar og Friðrík Rafns-
son ræðir um evrópska menningu
nú um stundir.
-mhg
SJÓNVARPIÐ
18.00 Töfragluggi Bomma Umsjón Árný
Jóhannsdóttir.
18.50 Táknmálsfréttir
19.00 Poppkorn Umsjón Stefán Hilmars-
son
19.25 Föðurleifð Franks Bandarískur
gamanmyndaflokkur. Þýðandi Þorsteinn
Þórhallsson.
19.55 Ævintýri Tinna Ferðin til Tunglsins
20.00 Fróttir og veður
20.35 Hugvitinn Stakír þættír um visindi,
mannlíf og þjóðfélag. I þessum fyrsta þætti
er fjallað um Aburðarverksmíðjuna I Guf-
unesi.
21.00 Bundinn í báða skó Þriðji þáttur.
Breskur gamanmyndaþáttur í þrettán þátt-
um.
21.30 Fjörugir frídagar Sígild frönsk
gamanmynd frá 1954 eftir Jacques Tati,
þar sem hann lýsir á sinn sérstæða hátt
raunum piþarsveins sem ætlar að eyða
sumarleyfi sínu á baðströnd. Aðalhlutverk
Jacques Tati, Nathalie Pascaud, Louis
Perrault og Michelle Rolla.
23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok
STÖÐ2
15.45 Santa Barbara Bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur.
16.35 # Bleiku náttfötin Kvikmynd.
18.05 # Ameriski fótboltinn Umsjón:
Birgír Þór Bragason.
18.45 Handbolti Umsjón: Heimir Karls-
son.
19.19 19.19
20.30 # Heil og sœl Um sig meinin grafa
- Krabbamein. Umsjón: Salvör Nordal.
21.00 # Undir fölsku flaggi Breskur
framhaldsmyndatlokkur.
21.55 # Dagdraumar Kvikmynd
22.50 # Viöskipti Islenskur þáttur um
viðskipti og efnahagsmál í umsjá Sighvatar
Blöndahl og Ólafs H. Jónssonar.
23.15 #Cal Kvikmynd.
00.55 Dagskrárlok
RÁS 1
FM, 92,4/93,5
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Jónas
Gíslason flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið með Óskari Ingólfs-
syni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir
kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr
forustugreinum dagblaöanna að loknu
fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust
fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatiminn Guðni Kolbeins-
son byrjar lestur sögu sinnar, „Mömmu-
strákur". (Einnig útvarpað um kvöldið kl.
20.00).
9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra
Björnsdóttir.
9.30 íslenskur matur Kynntar gamlar ís-
lenskar mataruppskriftir sem safnað er f
samvinnu við hlustendur og samstarfs-
nefnd um þessa söfnun. Sigrún Björns-
dóttir sér um þáttinn.
9.40 Landsposturinn - Frá Suðurnesj-
um. Umsjón Inga Rósa Þórðardóttir.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 yeðurfregnir.
10.30 Oskastundin Helga Þ. Stephensen
kynnir efni sem hlustendur hafa óskað
eftir að heyra, bókarkafla, smásögur og
Jón Múli djassar í kvöld
Ijóð. Tekið er vð óskum hlustenda á
miðvikudögum milli kl. 17.00 og 18.00.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur Umsjón: Bergþóra
Jónsdóttir (Einnig útvarpað að loknum
fréttum á miðnætti).
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn Umsjón: Helga Jóna
Sveinsdóttir. (Frá Akureyri)
13.35 Miðdegissagan: „Æfingatími"
eftir Edvard Hoem Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson les þýðingu sína (15).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Norrænir tónar.
14.30 islonskir einsöngvar og kórar
Kristján Jóhannsson syngur óperuaríur
eftir Giuseppe Verdi með Ungversku
Rikishljómsveitinni; Maurizio Barbacini
stjórnar. (Af hljómdiski)
15.00 Fréttir.
15.03 Visindaþátturinn Umsjón: Jón
Gunnar Grjetarsson. (Endurtekinn þátt-
ur frá mánudagskvöldi).
15.45 Þingfréttir.
16.00 Fréttír.
16.03 Dagbókin Oagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið - Börn í mynd-
bandagerð. Umsjón Kristín Helgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 „Scheherezade", sinfónísk svíta
eftir Nikolaí Rímskí-Korsakov. Hljóm-
sveitin Fílharmonía leikur; Vladimir As-
hkenazy stjórnar; Christopher Warren-
Green leikur á fiðlu. (Af hljómdiski)
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi Umsjón: Bjarni Sig-
tryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll
Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.33 Kviksjá - Þáttur um menningarmál,
meðal annars íslenska málstefnu. Um-
sjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Frið-
jónsdóttir.
20.00 Litli barnatíminn (Endurtekinn frá
morgni).
20.15Tónskáldaþingið i Paris 1988: Sig-
urður Einarsson kynnir verk samtíma-
tónskálda. Verkin eru eftir Susanne Gir-
aud, Frakklandi og Clas Torsteinson
Hollandi.
21.00 Að tafli Jón Þ. Þór sér um skákþátt.
21.30 Börn og foreldrar Þáttur um sam-
skipti foreldra og barna og vikið að vexti,
þroska og uppeldi. Félagsráðgjafarnir
Nanna K. Sigurðuardóttir og Sigrún Júlí-
usdóttir og sálfræðingamir Einar Gylfi
Jónsson og Wilhelm Norðtjörð svara
spurningum hlustenda. Símsvari opinn
allan sólarhringinn, 91-693566. Um-
sjón: Lilja Guðmundsdóttir. (Endurtek-
inn þáttur frá sl. miðvikudegi).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur passiusálma Guðrún Ægis-
dóttir les 3. sálm.
22.30 Samantekt- Evrópubúinn Umsjón
Guðrún Eyjólfsdóttir. (Einnig útvarpað á
föstudagkl. 15.03).
23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur Umsjón Bergþóra
jónsdóttir. (Endurtekinn frá morgni).
01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
RÁS2
FM 90,1
01.10 Vökulögin.
7.03 Morgunútvarpið Leifur Hauksson
og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn
með hlustendum.
9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Ak-
ureyri)
10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Alberts-
dóttur og Óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurð-
ur Þór Salvarsson tekur við athuga-
semdum og ábendingum hlustenda um
kl. 13.00 í hlustendaþjónustu Dægur-
málaútvarpsins og í framhaldi af þvf
spjallar Hafsteinn Hafliðason við hlust-
endur um grænmeti og blómagróður.
14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Alberts-
dóttir og Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá Stefán Jón Hafstein, Sig-
ríður Einarsdóttir og Ævar Kjartansson
bregða upp mynd af mannlífi til sjávar
og sveita og því sem hæst ber heima og
erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00,
„orðíeyra"kl. 16.45og„Þjóðarsálin"kl.
18.03. Bréf af landsbyggðinni berst
hlustendum á sjötta tímanum.
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 íþróttarásin Fjallað um íþróttamál.
Umsjón: íþróttafréttamenn og Georg
Magnússon.
22.07 A rólinu með Önnu Björk Birgisdótt-
ur.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í
næturútvarpi til morguns. Að loknum
fréttum kl. 2.00 endurtekinn frá 22. janú-
ar þátturinn „A fimmta tímanum" þar
sem Vernharður Linnet kynnir tónlistar-
manninn Ulrik Neumann í tali og tónum.
Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af
veðri, færö og flugsamgöngum kl. 5.00
og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl.
1.00 og 4.30.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
STJARNAN
FM 102,2
07-09 Egg og beikon. Morgunþáttur Þor-
geirs og fréttastofunnar, viðtöl, fólk og
góð tónlist. Stjörnufréttir kl. 8.
09-17 Níu til fimm. Lögin við vinnuna, lítt
trufluð af tali. Umsjón Gyða Dröfn
Tryggvadóttir og Bjarni Haukur Þórs-
son. Heimsóknartíminn (tómtgrín) kl. 11
og 17. Stjörnufréttir kl. 10,12,14 og 16.
17-18 (s og eldur. Þorgeir Ástvaldsson og
Gísli Kristjánsson, tal og tónlist.
Stjörnufréttir kl. 18.
18-21 Bæjarins besta. Kvöldtónlist til að
hafa með húsverkunum og eftirvinn-
unni.
21-01 í seinna lagi. Tónlistarkokteill sem
endist inn i draumalandið.
01-07 Næturstjörnur. Fyrir vakta-
vinnufólk, leigubílstjóra, bakara og
nátthrafna.
BYLGJAN
FM 98,9
07.30 Páll Þorsteinsson. Þægileg morg-
untónlist - sagt frá veðri og færð. Fréttir
kl. 08 og Potturinn kl. 09.
10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Morgun- og
miðdegistónlist. Fréttir kl. 10, 12 og 13.
Potturinn kl. 11. Brávallagatan milli kl.
10og 11.
14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Uppá-
haldslögin þín fá að njóta sín. Fréttir kl.
14 og 16. Potturinn kl. 15 og 17. Bibba
og Halldórmilli kl. 17 og 18.
18.00 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst
þér? Hallgrímur Thorsteinsson og
Steingrimur Ólafsson svara i síma 6111
11.
19.00 Meiri mússík minna mas.
20.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson og
góð tónlist.
24.00 Freymóður T. Sigurðsson í næt-
urdagskrá Bylgjunnar.
ÚTVARP RÓT
FM 106,8
13.00 íslendingasögur.
13.30 Nýi tíminn Bahá'í samfélagið á Is-
landi. E.
14.00 I hreinskilni sagt Pétur Guðjóns-
son. E.
15.00 Ljóðakvöld E.
16.30 Umrót. Tónlist, fréttir og upplýsing-
ar um félagslíf.
17.00 Kvennalistinn Þáttur á vegum þing-
flokks Kvennalistans.
17.30 Hanagal. Umsjón: Félag áhugafólks
um franska tungu.
18.30 Laust.
19.00 Opið.
20.00 Fés. Unglingaþáttur.
21.00 Barnatimi.
21.30 íslendingasögur. E.
22.00 Við við viðtækið. Tónlistarþáttur í
umsjá Birgis Baldurssonar.
23.30 Rótardraugar.
24.00 Programm. Tónlistarþáttur í umsjá
Sigurðar (varss. E.
02.00 Dagskrárlok.
Það var ekkert
smá vesen á mér ^
í skólanum
í dag. Vá.
Var það þessvegna sem allt
fylltist af löggubílum með æpandi
sírenur í hádeginu?.
f?*?*), | Ég sagðist
r » \ ekki vil'a tala
:%• !£r \ um það.
iz-zi
*ESK
10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 25. janúar 1989