Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR Kristín Á. Ólafsdóttir Óvitar í forgang Krístín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi og söngvari Hvað ertu að gera núna, Kristín? „Ég er að reikna fjárhagsáætl- un meirihluta borgarstjórnar sundur og saman og smíða til- lögur ásamt félögum mínum í stjórnarandstöðunni um það sem við viljum gera fyrir peningana. Auk þess er ég í ráðabruggi með öðrum við að endurskoða stefnu- skrá Alþýðubandalagsins og leggja síðustu hönd á mótun fjölskyldu- og menntastefnu flokksins. Svo kenni ég pínulítið, og afgangurinn af tímanum fer að mestu í börnin mín og sambýlis- mann." Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Þá var ég um þetta leyti að hefja æfingar á Grísir gjalda eftir Böðvar Guðmundsson sem ég leikstýrði hjá Menntaskólanum á Akureyri. Eg vann þá á blaðinu Norðurlandi við allt nema blaða- mennsku, var fjármálastjóri og sendill og allt þar á milli." Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Að hitta vini mína og lesa. Eða fara á sleða í Ártúnsbrekk- unni eins- og ég gerði um næstsíðustu helgi með dóttur minni og vinum okkar." Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég var að byrja á Ástkær eftir Toni Morrison. Næst á undan las ég bókina um Bríeti Bjarnhéðins- dóttur sem flutti mig aftur til fyrstu áratuga þessarar aldar. Bókin gefur góða innsýn í þau ár, það er spennándi að kynnast persónum hennar, sérstaklega mæðgunum, og það hefur sýni- lega talsvert miðað í kvenréttind- amálunum. Nú segði t.d. enginn upphátt það sem Sveinn Björns- son síðar forseti sagði á fundi 1912: að konur hefðu ekki vit á opinberum málum og karlmenn ættu að ráða þeim framvegis eins og þeir hefðu gert um margar aldir! Bríet yrði samt ekki í vand- ræðum með að finna yerkefni til að bæta hag kvenna." Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu á kvöldin? „Skáldsögur og greinar í Tíma- riti Máls og menningar og Þjóð- lífi! Mest af rúmlestrinum fer samt í barnabókmenntir því ég les ennþá fyrir dóttur mína þótt hún sé löngu orðin læs." Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Hún heitir Woman on the Edge of Time (Kona á mörkum tímans) eftir Marge Piercy sem er bandarísk kona. Þetta er vísinda- skáldsaga frá 1976 sem veltir upp tveim ólíkum valkostum um mannlífið á jörðinni. í henni eru hugmyndaríkar pælingar fyrir fólk með pólitískan og heim- spekilegan áhuga og hún hvetur til heilabrota sem ættu að stytta stundirnar á eynni. Það mætti at- huga að þýða hana." Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Pönnukökukóngurinn." Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Stóran og smáan, óvenju góða sýningu á merkilegu leikriti. Eg var stolt af minni gömlu skóla- systur, Önnu Kristínu Arngríms- dóttur, hún skilaði erfiðu hlut- verki frábærlega vel. Sýningin var aðstandendum sínum til sóma. Það var synd hvað sýning- ar urðu fáar." Er eitthvað í leikhúsunum núna sem þú ætlar ekki að missa af? „Helst vil ég sjá það allt! En Koss kóngulóarkonunnar fær forgang ásamt Óvitum Guðrúnar Helgadóttur." Eitthvað í bíó sem þú vilt ekki missa af? „Já, Óbærilegur léttleiki tilver- unnar." En í sjónvarpi? „Ég missi helst ekki af fréttum, og „Stöðin" lofar góðu. Líka nýir þættir Egils Helgasonar." En í útvarpi? „Ég vil ekki missa af fréttum. Svo hlusta ég á Dægurmálaút- varpið á Rás 2 eins oft og ég get og líka { dagsins önn á Rás 1." Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Já. En einu sinni toguðust gamli flokkurinn og Kvenna- framboðið á fram á kjördag." Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Davíð Oddsson. Hann ætti að leggja niður ómálefnaleg belli- brögð og hroka. Hann yrði eftir sem áður hæfileikamikill póli- tíkus sem ég vildi sjá nýtast í þágu góðra málefna." Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Ég hef ekki patentlausn frek- ar en aðrir. Vextir verða þó að lækka ef ekki á að ganga af skuld- ugum fyrirtækjum og almenningi dauðum. Víða má hagræða í at- vinnulífinu og minnka kostnað meðal annars hjá bönkum, olíu- verslunum og í sjávarútvegi. Svo eigum við að hægja á okkur í flottræfilshætti sem birtist í glæsi- húsum og hrikalegu neysluæði hluta þjóðarinnar. En vandinn leysist ekki með því að sitja fast á 40-60 þúsund króna mánaðar- launum fólks." En á að lækka kaupið ef fyrir- tæki gengur illa? „Það er vafasöm aðgerð, hins vegar mætti endurskoða duldar matarholur hálaunamannanna, óunna yfirvinnu, bílastyrki o.s.frv." Hvernig á húsnæðiskerfíð að vera? „Þannig að fólk þurfi ekki að fórna heilsu og samveru við börn sín og aðra vini fyrir húsnæðisör- yggi. Það á að styrkja félagslegar íbúðabyggingar eins og búsetu- réttarkerfið, greiða tekjutengda húsaleigustyrki og haga iánum þannig að fólk greiði þau mis- hratt eftir getu. Það á að líta á húsnæði sem nauðsynlega neyslu en ekki fjárfestingu." Hvaða kaffitegund notarðu? „Oftast Gevalia." Hvað borðarðu aldrei? „Ég borða allt - nema skordýra- pönnukökur sem ég sá fólk einu sinni borða í bíómynd." Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Á Italíu." Hvernig fínnst þér þægilegast að ferðast? „í lest. Þar skapast einhvers konar kunningsskapur milli fólks ef leiðin er nógu löng." Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Þar gengur allt skipulag út á að verðleikar hverrar manneskju fái að njóta sín. Tími fólks fer í samskipti við aðra, þekkingar- leit, frumkvæði og sköpun. Þar er hver einstaklingur lista- og vís- indamaður. Jöfnun þykir sjálf- sögð varðandi efnahagsleg gæði, jafnsjálfsagt þykir að einstak- lingar og þjóðir hafi hver sín sér- kenni. Það skapar spennu marg- breytileikans en elur ekki á for- dómum. Þrælsótti og valdníðsla eru þar úrelt þing. I framtíðar- landinu mínu eru börn stærsti fjársjóðurinn og allir jafnábyrgir fyrir að búa þeim þroskandi og ástrfkt uppeldi sem fyllir þau ör- yggi og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum." Hvaða spurningu langar þig að svara að lokum? „Hvort ég haldi að hægt sé að hnekkja borgarstjórnarmeiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum." Er það hægt? „Já, ef núverandi stjórnar- andstaða ber gæfu til að bjóða sameiginlega fram!" SA ÍDAG þJÓOVILJIHN ER25 JANÚAR FYRIR50ARUM Tekst lýöræðisöf lunum í Fra- kklandi að knýjafram stefnu- breytingu? Daladierfrestarenn atkvæðagreiðslu um utanríkis- pólitíkstjómarinnar. Spánskastjórnin erenn í Barcelona. Stjórnarherinn berst hraustlega á móti ofurefli liðs og hergagna. „Ríki og bylting" komin út á íslenzku. miðvikudagur í fjórtándu viku vetrar, sjötti dagur þorra, tutt- ugasti og fimmti dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.28ensestkl. 16.53.Tungl minnkandi á þriðja kvartili. VIÐBURÐIR Pálsmessa. Þjóðhátíðardagur Ástralíu. DAGBOK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 20.-26. jan. 1989eríVesturbæjar Apóteki og Háaleitis Apóteki. Fyrrnef nda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síöarnefnda apótekiö er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1' 11 66 Kópavogur......................sími 4 12 00 Seltj.nes.........................sími 1 84 55 Hafnarfj..........................sími 5 11 66 Garöabær.......................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.......................sími 1 11 00 Kópavogur......................sími 1 11 00 Seltj.nes.........................sími 1 11 00 Hafnarfj..........................sími 5 11 00 Garöabær.......................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sel- tjarnarnes og Kópa vog er í Heilsu- verndarstöðReykjavíkurallavirkadaga f rá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- , anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- allnn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Gerðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin viö Barónsstig opin alla daga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alladaga15-16og 19-19.30. Klepps- spftallnn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alladaga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKl' neyðarathvarf fyrir unglingaTjarnargötu 35. Sími 622266 opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-fólagið Alandi 13. Opiðvirkadaga frákl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráogjölin Hlaðvarpanum, Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl.20-22, sími 21500, símsvari: Sjálf shjálparhóp- ar þeirra sem hafa orðið fyrir sifjaspell- um, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um ónæmistæringu. (al- næmi). Upplýsingarísíma 622280, milli- liðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiðfyrirnauðgun. Samtokin '78 Svaraö er i upplýsinga- og ráögjafarsíma Samtakanna 78félags lesbía og homma á fslandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-23. Sím- svari á öðrum tímum. Slminn er 91 - 28539. Fólag eldri borgara. Opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudagaog sunnudaga kl. 14.00. Bilanavaktrafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Rafmagnsvena bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Logf ræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt (síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. GENGIÐ 24. janúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.............. 49,24000 Sterlingspund.................. 87,78300 Kanadadollar................... 41,50900 Dönskkróna.................... 6,95970 Norskkróna....................> 7,43080 Sænskkróna................... 7,91130 Finnsktmark................... 11,66270 Franskurfranki................ 7,94130 Belgískurfranki................ 1,29070 Svissn.franki................... 31,91190 Holl.gyllini....................... 23,93840 V.-þýsktmark.................. 27,03270 (töláklíra.......................... 0,03684 Austurr.sch....................... 3,83410 Portúg. escudo................ 0,32950 Spánskurpeseti............... 0,43420 Japansktyen................... 0,38925 Irsktpund........................ 72,28900 KROSSGÁTAN ['. " ' a H< _' j IHt* ¦ m 7 • H* 10 11 - ¦ u : 14 *n it ¦ ¦ t7 |t» ,___1 1» ¦ ' »1 Lárétt:1lof4land6 fiskur7hestur9 keyrðum12hugur14 fríð15fálm16hindra 19elska20fugl21úr- gangur Lóðrétt:2rölt3aumi4 k]áni5fæddu7val8 staða10hryssa11 saddar 13 gag n 17 spo r 18hlaup Lausn a síðustu krossgátu Lárétt:1slæm4býfa5 efi7endi9skír12 endar 14 dúi 15 ólm 16 Iátún19skut20aigl21 ramir Lóorétt:2lán3mein4 bisa5fri7endast8 deilur10krónur11 rim- Íll13dót17áta18úri Miðvikudagur 25. janúar 1989 WÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.