Þjóðviljinn - 25.01.1989, Side 11

Þjóðviljinn - 25.01.1989, Side 11
Kristín Á. Ólafsdóttir Óvitar í forgang Kristín A. Olafsdóttir borgarfulltrúi og söngvari Hvað ertu að gera núna, Kristín? „Ég er að reikna fjárhagsáætl- un meirihluta borgarstjórnar sundur og saman og smíða til- lögur ásamt félögum mínum í stjórnarandstöðunni um það sem við viljum gera fyrir peningana. Auk þess er ég í ráðabruggi með öðrum við að endurskoða stefnu- skrá Alþýðubandalagsins og leggja síðustu hönd á mótun fjölskyldu- og menntastefnu flokksins. Svo kenni ég pínulítið, og afgangurinn af tímanum fer að mestu í börnin mín og sambýlis- mann.“ Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Þá var ég um þetta leyti að hefja æfingar á Grísir gjalda eftir Böðvar Guðmundsson sem ég leikstýrði hjá Menntaskólanum á Akureyri. Eg vann þá á blaðinu Norðurlandi við allt nema blaða- mennsku, var fjármálastjóri og sendill og allt þar á milli.“ Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Að hitta vini mína og lesa. Eða fara á sleða í Ártúnsbrekk- unni eins og ég gerði um næstsíðustu helgi með dóttur minni og vinum okkar.“ Hvaða bók ertu aðjesa núna? „Ég var að byrja á Ástkær eftir Toni Morrison. Næst á undan las ég bókina um Bríeti Bjarnhéðins- dóttur sem flutti mig aftur til fyrstu áratuga þessarar aldar. Bókin gefur góða innsýn í þau ár, það er spennandi að kynnast persónum hennar, sérstaklega mæðgunum, og það hefur sýni- lega talsvert miðað í kvenréttind- amálunum. Nú segði t.d. enginn upphátt það sem Sveinn Björns- son síðar forseti sagði á fundi 1912: að konur hefðu ekki vit á opinberum málum og karlmenn ættu að ráða þeim framvegis eins og þeir hefðu gert um margar aldir! Bríet yrði samt ekki í vand- ræðum með að finna verkefni til að bæta hag kvenna.“ Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu á kvöldin? „Skáldsögur og greinar í Tíma- riti Máls og menningar og Þjóð- lífi! Mest af rúmlestrinum fer samt í barnabókmenntir því ég les ennþá fyrir dóttur mína þótt hún sé löngu orðin læs.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Hún heitir Woman on the Edge of Time (Kona á mörkum tímans) eftir Marge Piercy sem er bandarísk kona. Þetta er vísinda- skáldsaga frá 1976 sem veltir upp tveim ólíkum valkostum um mannlífið á jörðinni. í henni eru hugmyndaríkar pælingar fýrir fólk með pólitískan og heim- spekilegan áhuga og hún hvetur til heilabrota sem ættu að stytta stundirnar á eynni. Það mætti at- huga að þýða hana.“ Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Pönnukökukóngurinn." Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Stóran og smáan, óvenju góða sýningu á merkilegu leikriti. Eg var stolt af minni gömlu skóla- systur, Önnu Kristínu Arngríms- dóttur, hún skilaði erfiðu hlut- verki frábærlega vel. Sýningin var aðstandendum sínum til sóma. Það var synd hvað sýning- ar urðu fáar.“ Er eitthvað í leikhúsunum núna sem þú ætlar ekki að missa af? „Helst vil ég sjá það allt! En Koss kóngulóarkonunnar fær forgang ásamt Óvitum Guðrúnar Helgadóttur." Eitthvað í bíó sem þú vilt ekki missa af? „Já, Óbærilegur léttleiki tilver- unnar.“ En í sjónvarpi? „Ég missi helst ekki af fréttum, og „Stöðin“ lofar góðu. Líka nýir þættir Egils Helgasonar." LESANDl VIKUNNAR En í útvarpi? „Ég vil ekki missa af fréttum. Svo hlusta ég á Dægurmálaút- varpið á Rás 2 eins oft og ég get og líka í dagsins önn á Rás l.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Já. En einu sinni toguðust gamli flokkurinn og Kvenna- framboðið á frant á kjördag." Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Davíð Oddsson. Hann ætti að leggja niður ómálefnaleg belli- brögð og hroka. Hann yrði eftir sem áður hæfileikamikill póli- tíkus sem ég vildi sjá nýtast í þágu góðra málefna." Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Ég hef ekki patentlausn frek- ar en aðrir. Vextir verða þó að lækka ef ekki á að ganga af skuld- ugum fyrirtækjum og almenningi dauðum. Víða má hagræða í at- vinnulífinu og minnka kostnað meðal annars hjá bönkum, olíu- verslunum og í sjávarútvegi. Svo eigum við að hægja á okkur í flottræfilshætti sem birtist í glæsi- húsum og hrikalegu neysluæði hluta þjóðarinnar. En vandinn leysist ekki með því að sitja fast á 40-60 þúsund króna mánaðar- launum fólks." En á að lækka kaupið ef fyrir- tæki gengur illa? „Það er vafasöm aðgerð, hins vegar mætti endurskoða duldar matarholur hálaunamannanna, óunna yfirvinnu, bílastyrki o.s.frv." Hvernig á húsnæðiskerfið að vera? „Þannig að fólk þurfi ekki að fórna heilsu og samveru við börn sín og aðra vini fyrir húsnæðisör- yggi. Það á að styrkja félagslegar íbúðabyggingar eins og búsetu- réttarkerfið, greiða tekjutengda húsaleigustyrki og haga lánum þannig að fólk greiði þau mis- hratt eftir getu. Það á að líta á húsnæði sem nauðsynlega neyslu en ekki fjárfestingu.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Oftast Gevalia.“ Hvað borðarðu aldrei? „Ég borða allt - nema skordýra- pönnukökur sem ég sá fólk einu sinni borða í bíómynd.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Á Ítalíu.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „í lest. Þar skapast einhvers konar kunningsskapur milli fólks ef leiðin er nógu löng.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Þar gengur allt skipulag út á að verðleikar hverrar manneskju fái að njóta sín. Tími fólks fer í samskipti við aðra, þekkingar- leit, frumkvæði og sköpun. Þar er hver einstaklingur lista- og vís- indamaður. Jöfnun þykir sjálf- sögð varðandi efnahagsleg gæði, jafnsjálfsagt þykir að einstak- lingar og þjóðir hafi hver sín sér- kenni. Það skapar spennu marg- breytileikans en elur ekki á for- dómum. Þrælsótti og valdníðsla eru þar úrelt þing. I framtíðar- landinu mínu eru börn stærsti fjársjóðurinn og allir jafnábyrgir fyrir að búa þeim þroskandi og ástríkt uppeldi sem fyllir þau ör- yggi og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.“ Hvaða spurningu langar þig að svara að lokum? „Hvort ég haldi að hægt sé að hnekkja borgarstjórnarmeiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.“ Er það hægt? „Já, ef núverandi stjórnar- andstaða ber gæfu til að bjóða sameiginlega fram!“ SA í DAG þlÓÐVIUINN ER 25. JANÚAR FYRIR 50 ARUM Tekst lýðræðisöflunum í Fra- kklandi að knýja f ram stef nu- breytingu? Daladierfrestarenn atkvæðagreiðslu um utanríkis- pólitíkstjórnarinnar. Spánska stjórnin er enn í Barcelona. Stjórnarherinn berst hraustlega á móti ofurefli liðs og hergagna. „Ríki og bylting" komin út á íslenzku. miðvikudagur í fjórtándu viku vetrar, sjötti dagur þorra, tutt- ugasti og fimmti dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.28 en sestkl. 16.53.Tungl minnkandi á þriðja kvartili. VIÐBURÐIR Pálsmessa. Þjóðhátíðardagur Ástralíu. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 20.-26. jan. 1989eríVesturbæjar Apóteki og Háaleitis Apóteki. Fyrrnef nda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík simi 1' 11 66 Kópavogur..........simi 4 12 00 Seltj.nes..........sími 1 84 55 Hafnarfj...........sími 5 11 66 Garðabær...........sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík..........sími 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes..........sími 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garöabaer..........simi 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Kefiavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ neyðarathvarf fyrir unglinga Tjarnargötu 35. Sími 622266 opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-fólaglð Álandi 13. Opið virkadaga frákl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl.20-22, simi 21500, simsvari: Sjálfshjálparhóp- ar þeirra sem hafa orðið fyrir sifjaspell- um, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um ónæmistæringu. (al- næmi). Upplýsingar i síma 622280, milli- liðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiðfyrirnauðgun. Samtökin '78 Svarað er í upplýsinga- og ráögjafarsima Samtakanna '78félags lesbía og homma á íslandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 -23. Sím- svari á öðmm timum. Siminn er 91 - 28539. Fólag eldri borgara. Opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. GENGIÐ 24. janúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar........ 49,24000 Sterlingspund........... 87,78300 Kanadadollar............ 41,50900 Dönskkróna............... 6,95970 Norskkróna.............. 7,43080 Sænskkróna............... 7,91130 Finnskt mark.......... 11,66270 Franskurfranki.......... 7,94130 Belgiskurfranki.......... 1,29070 Svissn.franki........... 31,91190 Holi. gyllini........... 23,93840 V.-þýsktmark............ 27,03270 Ítölsklíra............... 0,03684 Austurr.sch.............. 3,83410 Portúg. escudo.......... 0,32950 Spánskurpeseti........... 0,43420 Japansktyen.............. 0,38925 Irsktpund................ 72,28900 KROSSGÁTAN Lárétt: 1 lof4land6 fiskur7hestur9 keyrðum12hugur14 fríð 15 fálm 16 hindra 19elska20fugl21 úr- gangur Lóðrótt: 2 rölt 3 aumi 4 kjáni5fæddu7val8 staða10hryssa11 saddar 13 gagn 17 spor 18 hlaup Lausnásiðustu krossgátu Lárótt: 1 slæm 4 býfa5 efi7endi9skir12 endar14dúi15ólm16 Iátún19skut20rugl21 ramir Lóðrétt: 2 lán 3 mein 4 bisa5fri7endast8 deilur10krónur11 rim- ill 13dót17áta18úri Miövikudagur 25. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.