Þjóðviljinn - 25.01.1989, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 25.01.1989, Qupperneq 12
—SPURNINGIN- Hvaðfinnst þérum björgunaraðgerðir vegna Mariane Daniel- sen og framkomu skip- stjórans? (Spurt í Grindavík). Haukur Guðjónsson: Ég veit ekki um neinar björgunar- aðgerðir og er mjög ósáttur vegna framtaksleysis yfirvalda. Arnar Ólafsson: Skipstjórinn kom illa fram og tók ekkert tillit til hagsmuna bæjar- búa. Það hefði átt að taka af hon- um völdin. Sigurgeir Guðjónsson: Landhelgisgæslan átti að grípa fyrr í taumana vegna olíumeng- unarinnar. Fuglalíf er í hættu vegna hennar, höfnin er yfirleitt krökk af æðarfugli um þetta leyti árs. ívar Þórhallsson: Það fékkst ekki heimild til neins því skipstjórar erlendra strand- skipa njóta lagaverndar. Menn eru afar ósáttir við það og vilja að lögunum verði breytt. Guðgeir Heigason: Það var náttúrlega úr vöndu að ráða. Það hefði átt að setja tog í skipið, því fyrr því betra, og draga það út. þJÓOVILIINN Mlðvlkudagur 25. janúar 1989 17. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN £040^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Sjólastöðin í Hafnarfirði er meðal þeirra mörgu frystihúsa sem hafa tekið flæðilínuna í notkun við framleiðslu fiskflaka. Að sögn fiskvinnslumanna eru höfuðkostir hennar betri nýting hráefnis og meiri afköst starfsfólks. Eins og sjá má á myndinni eru engir bakkar notaðir lengur heldur berast fiskflökin á færibandi til snyrtingar. Mynd: Jim Smart. Fiskvinnsla Vélamar teknar við Sífellt verið að leita að meiri hagkvæmni í vinnslunni. Svarið virðist liggja íflœðilínum, vatnsskurðarvélum ogdönsku vélmenni. Betri hráefnisnýting, aukinn vinnsluhraði og verðmeiri afurð. Afleiðingin færra fólk og minni launakostnaður Aður en langt um líður má bú- ast við að flakasnyrting í fisk- vinnslunni verði vélvædd að mestum hluta með nokkurskonar vélmennum og að hlutur starfs- manna í framleiðslunni minnki. Með meiri sjálfvirkni í fram- leiðslunni er stefnt að betri nýt- ingu hráefna og minni launa- kostnaði en nú er. Mörg frystihús hafa þegar fjárfest og sett upp svokallaða flæðilínu í vinnslusölum sínum og var sú fyrsta sett upp til tilraunar hjá KASK á Hornafirði. Sú til- raun gafst vel og á síðasta ári fjölgaði uppsetningum á flæðilín- um mjög og er þegar búið að koma þeim upp hjá 7 húsum af 25 hjá Sjávarafurðadeild Sam- bandsins og einnig í húsum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Að sögn Finnboga Alfreðs- sonar framkvæmdastjóra Fram- leiðni sf. eru aðalkostir flæðilína í vinnslunni þeir að þjónustustörf- um fækkar við flakaframleiðsl- una, bakkar á færiböndum horfn- ir og í staðinn eru flutningar flak- anna til snyrtingar og til pökkun- ar einfaldari og harðvirkari en áður. Við það tapast minni vökvi úr flakinu og við það fer minni tími í frystinguna en ella. Allt þetta stuðlar að betri nýtingu hrá- efnis og mannskaps en áður. í kjölfar flæðilínanna er greiddur hópbónus í stað einstaklingsbón- usar. Á nýafstaðnum verkstjóra- fundi SH kynnti Sveinn Guð- mundsson hjá Þróunardeildinni fyrir verkstjórunum stærsta þró- unarverkefni SH og Coldwater í Bandaríkjunum til þessa, vatns- skurðarvél við flakaskurð sem er til prófunar hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og hefur gefist vel. Þar eru flökin skorin með gífur- legum vatnsþrýstingi og tengt inn á tölvu hver stærð flakanna skuli vera. Að sögn Sveins sparár vélin mannskap og nýtingin verður betri en þegar mannshöndin er annars vegar auk þess sem hægt er að vinna verðmætari afurðir en áður með litlum tilkostnaði. Þá er verið að gera tilraunir í Færeyjum með danskt vélmenni sem sker niður flökin, vigtar þau og flokk- ar. Þeirri vél er ætlað að vinna það sem 8-10 manns hafa unnið til þessa. Báðar þessar vélar eru mjög dýrar og því er ekki búist við að þær verði teknar í notkun nema hjá stærstu fiskvinnslufyrirtækj- unum á komandi árum. -grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.