Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 4
Er ekki mótsagnakennt að þurfa að afla íslenska ríkinu sem mestra tekna en vera um leið ábyrgur fyrir því að þegnarnir neyti sem minnsts af þeim varn- ingi sem þú hefur upp á að bjóða? „Jú, en þessi mótsögn hefur verið við lýði allt frá stofnun fyrirtækisins 1922. Það hafa því margir um þetta fjallað áður en ég kom hingað, svo það hefur ekki verið svo erfitt að taka við hér.“ Hvað áætlar ÁTVR miklar tekjur af bjórsölu fyrsta árið og hvernig er talið að hún muni skiptast á milli erlendra tegunda og innlendra? „Það hefur verið miðað við að hér verði seldar um 7 miljónir lítra af bjór á þessu ári. Við höf- um gefið erlendum framleiðend- um samning um kaup á þremur miljónum lítra og innlendum fyrirheit um kaup á tveimur milj- ónum lítra. Það sem á vantar er að einhverju leyti tegundir sem við höfum sérpantað eða þá að þeir sem þegar eru inni auki sína sölu.“ Nú eru íslenskir bjórframleið- endur augljóslega ekki sam- keppnisfærir hvað framleiðslu- kostnað varðar við erlenda stór- framleiðendur og hátt gjald er lagt á erlendan bjór til þess að sá innlendi fái að blómstra. Hvaða munur er á innkaupsverði fyrir ÁTVR á íslenskum og erlendum bjór? „Nú þekkjum við sem stendur aðeins innkaupsverð frá er- lendum framleiðendum en höf- um fengið verðhugmyndir frá innlendum framleiðendum. Þær hugmyndir hafa ekki verið rædd- ar við þá og því síður gengið frá samningum og því get ég ekki sagt hver verðmunurinn verður. En það er tilgangur þessarar verslunar og starfa minna hér að safna sem mestum tekjum fyrir ríkissjóð og ég get því ekki ráð- lagt kaup á öðru en því sem gefur okkur mestar tekjur og er fram- bærileg vara. Hitt er ákvörðun stjórnmálamanna og skylda að meta hvað eigi að leggja íslensk- um iðnaði til, ef þeir trúa því að hann muni vaxa og komast úr þeim erfiðleikum að hugsanlega eru samfara upphafi iðnaðarins.“ En ef við göngum út fráþínum forsendum sem forstjóra ÁTVR, þá mundir þú sem sagt ekki mæla meS innkaupum á íslenskum bjór? „Ég vil ekki tjá mig um það fyrr en ljóst er endanlega hvert verðið verður á innlenda bjórnum." Hvaða skynsemi sýnist þér vera í því að niðurgreiða innlendan bjór, þannig að erlendi bjórinn verður mun dýrari en annars væri og dýrari en sá íslenski? „Það verður að horfa á þá ákvörðun með augum stjórnmálamanna. Þeir eiga að meta hagsmuni þegna þjóðfél- agsins, kannski út frá öðrum sjónarmiðum en mér er ætlað sem forstjóra ÁTVR. Ég get því ekki lagt neinn dóm á hvað telst skynsemi í þessu efni.“ Ber ÁTVR beinan eða óbeinan kostnað af umboðslaunum um- boðsmanna bjórframleiðanda og því flytur ÁTVR ekki inn bjór sem annað áfengi án umboðs- mannakerfis? „Við höfum ekkert með um- boðsmannalaunin að gera, þau fara ekki um okkar hendur, en ég tel víst að íslenskir umboðsmenn láti ekki sína þjónustu í té án end- urgjalds." En koma umboðslaunin ekki fram í verði bjórtegunda? „Vafalaust. Við verslum með áfengi og í sumum tilvikum þar sem enginn ákveðinn umboðs- maður er hér á landi fáum við lægra innkaupsverð sem nemur umboðslaunum. Þetta er mjög mismunandi, en umboðslaun geta verið frá 5% upp í 15% og á dýrari tegundum held ég að ég hafi séð mismun upp á 18-20%. Hins vegar tel ég að mjög algeng umboðslaun í áfengisverslun séu um 10%.“ Má þá ekki draga þá ályktun að ef ÁTVR flytti inn áfengi án um- boðsmannakerfls þá mætti lækka áfengisverð um 10% að meðaltali og sumar tegundir um 20%? „Það er ekki alveg gefið mál, því margir framleiðendur eða heildsöluaðilar erlendis trúa því og telja sig hafa reynslu fyrir því að það borgi sig að hafa umboðs- mannakerfi og eru ekki reiðu- búnir að láta ÁTVR fá verð- mismuninn ef umboðmannakerf- ið væri afnumið. Það hefði því aðeins tilgang að breyta þessu fyrirkomulagi að ÁTVR fengi þann verðmismun til sín sem um- boðsmennirnir töpuðu." En nú eru fjölmargir fram- leiðendur að langflestum tegund- um áfengis. Eruð þið ekki í mjög sterkri stöðu til að semja þannig við framleiðendur að þið fengjuð þennan mismun, að öðrum kosti velduð þið einhvern annan fram- leiðanda? „f mörgum tilvikum erum við þannig settir að við gætum sett slík skilyrði, en það hefur ekki verið gert og við höfum ekki reynt að gera það.“ Hvað kaupið þið inn fyrir mikl- ar upphæðir á ári? „Við kaupum áfengi fyrir um 500 miljónir. Svo kemur tóbak til viðbótar, um 600 miljónir, en þar eru umboðsmannalaun sennilega að jafnaði um 5%. En þessar vörur eru seldar frá ÁTVR fyrir um 7 miljarða króna og við skilum um 4 miljörðum í ríkis- sjóð. Afnám umboðslaun myndi skila sér annað hvort til ríkissjóðs sem skattur eða til neytanda sem lækkun, að því tilskildu að ÁTVR nyti þessa mismunar." Munt þú beita þér fyrir því sem forstjóri að þetta umboðsmanna- kerfi verði aflagt? „Ég hef ekki sett það á oddinn. Ég hef vissulega samskipti við umboðsmenn sem ég tel gagnleg en tek ekki afstöðu til þess hvort þeir fá of lítið eða of mikið fyrir þá þjónustu. En það er ljóst að þeir umboðsmenn sem eitthvað hafa fyrir sinn snúð í þessu eru varla fleiri en tíu.“ Fá bindindishreyfingar og samtök einhverja prósentu af sölu ÁTVR áfengi og tóbaki? „Nei. Því hefur oft verið haldið fram að templarar fái einhverja prósentu af sölu áfengis, en það er tómur misskilningur.“ Ýtir bjórinn undir einhverjar skipulagsbreytingar hjá ÁTVR, verður fleiri áfengisútsölum lok- að í Reykjavík og er von á að nýj- ar verði opnaðar? Verður af- greiðslufyrirkomulagi annarra verslana breytt til samræmis við verslun ÁTVR í Kringlunni? „Afgreiðslufyrirkomulag er að smábreytast og við tökum upp sjálfsafgreiðslu í nokkrum versl- unum. Við áformum að opna í sumar nýja áfengisútsölu á Hornafirði. En bjórinn er fyrir- ferðarmikil vara og okkar atorka fer öll í að breyta þessum verslun- um til að taka á móti þessari vöru og koma henni frá okkur. Það yrði skelfilegt ef afgreiðslumenn okkar yrðu að taka á sig allan þann burð sem þessu fylgir, svo við reynum að koma því þannig fyrir að viðskiptavinir verði sjálf- ir að axla byrðamar af bj ómum. “ Verður bjórinn til sölu í versl- unum ÁTVR þann 1. mars? „Ég geri ráð fyrir því, en við hefjum ekki sölu fyrr en fjár- málaráðuneytið telur að öllum skilyrðum hafi verið fullnægt." Nú var talað um í haust að inn- lendur bjór ætti að kosta 110 kr. hverjir 33 cl., erlendur bjór átappaður hér um 125 kr. og er- lendur innfluttur um 145 kr. Standast þessar tölur? „Verðlagsreglur þessar þurfa endurskoðunar við. Það sem hef- ur gerst er að vörugjald hefur hækkað úr 17% í 32% og svo er heimild fyrir hendi til hækkunar áfengis. Við erum eiginlega sam- mála um það í þessari stofnun og fjármálaráðuneytinu að það verði við erfiða keppinauta að etja, ef verð frá okkur fer upp fyrir svartamarkaðsverð. Spurn- ingin er því hvort verðið megi hækka frá því sem ákveðið var í desember og ég tel að það megi ekki. Annars fer allt í tóma vit- leysu ef áfram verður jafn eftir- sóknarvert að smygla." En ertu ekki hræddur um að þetta verð sé einfaldlega of hátt? „Ja, þá komum við aftur að þeirri mótsögn í starfsemi þessar- ar stofnunar að annars vegar á að safna inn peningum og hins vegar á að gera þennan varning lítt eftirsóknarverðan. “ Og sú mótsögn er einfaldlega leyst með því að hækka áfengis- verðið, ekki satt? „Það er sú leið sem oftast hefur verið farin. En það væri uggvæn- legt ef öll bjómeyslan yrði hrein viðbót við aðra neyslu, nánast upp úr þurru. Það má búast við að neysla annarra tegunda hnik- ist til. Það mætti jafnvel ímynda sér að úrval annarra tegunda, t.d. hvítvíns, minnkaði." Að endingu, hvað er reiknað með að bjórinn skili miklu í ríkis- kassann? „Fjárlögin gera ráð fyrir því að ÁTVR skili inn einum miljarði og átta hundruð miljónum til við- bótar á þessu ári og að þar af skili bjórinn einum miljarði í ríkiskas- sann,“ sagði Höskuldur Jónsson. phh Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, er á beininu af skiljanlegum ástæö- um. Ræöir um bjórinn, umboös- mannakerfiö og hvaöa mótsagnir forstjóri ÁTVR þarf aö glíma viö í starfi sínu. Um prósentur til templara og verölagningu á bjór. Forstjórinn er hræddur um aö bjórinn veröi of dýr Islenskur bjór niður- greiddur 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.