Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 5
Parnassus, ódáinsvöllur skálda og listamanna í grískri goðafræði. Veggmynd eftir Rafael úr Vatíkaninu í Róm. Allar listgreinar undir einu þaki? Nefnd skipuð þrem fyrrverandi menntamálaráðherrum vinnur nú að álitsgerð í formi lagafrumvarps umstofnun Listaháskóla Islands, er hýsi núverandi leiklistar-, tónlistar- og myndlistarskóla og hugsanlega nýja háskóladeild í byggingarlist Ioktóbermánuði síðastliðnum skipaði Svavar Gestsson menntamálaráðherra þriggja manna nefnd er falið var það verkefni að undirbúa lagafrum- varp um Listaháskóla Islands. í nefndinni eiga sæti þeir Ragnar Arnalds (formaður), IngvarGísla- son og Gylfi Þ. Gíslason, allir fyrr- verandi menntamálaráðherrar. Aðspurður um hvað liði störf- um nefndarinnar sagði Ragnar Arnaids að starf hennar væri skammt á veg komið. En með frumvarpinu er stefnt að því að sameina undir einni yfirstjórn þrjá skóla, Leiklistarskólann, Tónlistarskólann og Myndlista- og handíðaskólann. Jafnframt er stefnt að því að þessir skólar fær- ist yfir á háskólastig, og að þeir haldi hver um sig sjálfstæði sínu undir nafni Listaháskóla íslands. Jafnframt er gert ráð fyrir heim- ild til stofnunar sérstakrar deildar í byggingarlist innan skólans. Hugmynd þessi á sér alllangan aðdraganda. Lengi hefur verið talað um nauðsyn þess að koma á fót listnámi hér á landi á há- skólastigi, og hafa frumvörp þeg- ar verið samin um sérstaka myndlistar-, leiklistar og tónlist- arháskóla. Snemma árs 1987 fóru svo skólastjórar þessara skóla þess á leit við Sverri Hermanns- son þáverandi menntamálaráð- herra, að hann léti kanna mögu- leika þess að stofnaður yrði einn listaháskóli í landinu. Töldu skólastjórarnir þá að hver deild innan væntanlegs listaháskóla ætti að vera sérstök rekstrar- eining, en hins vegar gæti orðið mikill ávinningur af nánari sam- vinnu skólanna með aukinni fjöl- breytni í námsframboði, betri nýtingu húsnæðis og aukinni samræmingu námsbrauta. Þessi málaleitan datt síðan uppfyrir við stjórnarskiptin þar sem þáverandi menntamálaráð- herra, Birgir Isleifur Gunnarsson hafði lýst þeirri skoðun sinni að sameiningarhugmyndin myndi einungis tefja fyrir þeim hug- myndum sem þá voru uppi um stofnun þriggja listaháskóla. Málin tóku svo enn nýja stefnu við síðustu stjórnarskipti, þegar Svavar Gestsson tók við mennta- málaráðuneytinu. Bjarni Daníelsson skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla ís- lands sagði í samtali við blaðið að samkvæmt óskum skólastjóranna ætti ekki að binda það í lögum að skólunum bæri að sameinast að fullu og öllu, heldur ætti sam- vinna skólanna þriggja að fá að þróast í skjóli heimildarákvæða í lögunum. Tíminn yrði svo að leiða í ljós, hversu náin samvinn- an gæti orðið. Skólastjórarnir hafa jafnframt bent á að nám í þeim skarast^með ýmsum hætti, t.d. leikmyndagerð sem skarast á milli myndlistar- og leiklistarháskóla og óperuflutn- ingur sem skarast á milli tónlistar- og leiklistar o.s.frv. Bjarni Daníelsson benti einnig á nauðsyn þess að samræma kennslu í listnámi annarri há- skólamenntun, einkum á sviði kennaramenntunar. Nú er t.d. stefnt að því að vænt- anlegur myndlistaháskóli annist menntun myndlistarkennara á framhaldsskólastigi á meðan Kennaraháskólinn annast kenn- aramenntun á grunnskólastigi. Þessar menntabrautir þarf að samræma og skapa gangleiðir á milli, þannig að nám úr báðum skólunum komi að notum í hin- um. Hliðstæðar hugmyndir eru uppi varðandi menntun tónlist- arkennara, og gefur auga leið að samvinna þessara skóla á sviði uppeldisfræði svo dæmi sé tekið getur orðið mikilvæg. Við breytingu Myndlistarskólans í háskóla verður forskólinn lagður niður sem slíkur og gert ráð fyrir því að undirbúningsnám fari fram í framhaldsskólum. Stefán Benediktsson formaður Arkitektafélags íslands sagði að félagið hefði nýlega haldið félags- fund um menntunarmál arki- tekta, og hefði fundurinn lýst samþykki við tillögur nefndar sem Birgir ísleifur Gunnarsson skipaði á sínum tíma, en nefnd þessi skilaði áliti í desember s.l. og komst að þeirri niðurstöðu að stefna beri að því að fyrrihluti arkitektanáms verði skipulagður hér á landi í beinni samvinnu við erlenda háskóla. Stefán sagði að arkitektar hefðu ekki fastmótaða skoðun á hugsanlegri stöðu arkitektanáms innan væntanlegs listaháskóla, þar sem málið væri ekki komið það langt á veg. Hins vegar væri ljóst að nám í byggingarlist hér á landi þyrfti að fara fram í nánum tengslum við Háskóla íslands, því um 60% af því námsefni sent fellur undir byggingalist væri þeg- ar á boðstólum innan HÍ. Hin 40% væru hins vegar hreint list- nám sem stæði á skjön við annað nám innan HÍ , en ætti vel heima undir hatti listaháskóla. Stefán sagðist því vel geta hugsað sér arkitektanám hér á landi sem fjórðu deildina innan listahá- skólans með nána samvinnu við Háskóla íslands. Ragnar Arnalds sagði að- spurður að í fyrirhuguðu frum- varpi listaháskólanefndarinnar yrði væntanlega heimild til rekst- urs sérstakrar deildar í arkitektúr innan skólans. Varðandi fram- kvæmd hugsanlegra laga um list- aháskóla sagði Ragnar að ekki sé tímabært að tala um hana, þar sem tillögur nefndarinnar yrðu fýrst sendar ríkisstjórn og um- sagnaraðilum til umfjöllunar og síðan kæmi til kasta Alþingis. Framkvæmd væri svo öll undir fjárveitingavaldinu komin. Svo er að heyra á forsvars- mönnum listaskóla og arkitekta að málið sé aðkallandi og það mun samdóma álit flestra að slík stofnun gæti orðið íslenskri menningu og listalífinu í landinu lyftistöng og um leið orðið til þess að styrkja stöðu íslands sem sjálfstæðrar menningarþjóðar. -ólg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.