Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 9
_____________FOSTUDAGSFRETTIR___________ Málsókn Flugleiða Viðskiptabanns krafist Allir samningar BSRB um sumarhúsaferðir íbiðstöðu vegna málsóknarinnar. ÖgmundurJónasson: Flugleiðir verða að gera upp við sig hvort félagið stendur með VSÍ eða almenningi Mótmæli og kröfur um að öllum viðskiptum við Flug- leiðir verði hætt, streyma inn og við teljum að félagið verði að fara að gera það upp við sig hvar það ætlar að standa - með fámennum hópi atvinnurekenda eða almenn- ingi, - sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB, í samtali við Þjóðviljann. Falli Flugleiðir ekki frá málsókn gegn Verslunar- mannafélagi Suðurnesja komi vel til greina að beina þvi til Samvinnuferða- Landsýnar að snúa sér til annarra flugfélaga með þessi viðskipti. Vegna stöðu Flugleiða á mark- aðnum var Ögmundur sjpurður hvort þetta væri hægt. „Eg veit ekki betur en við höfum gert það í fyrra, þegar við skiptum við Lyon Air,“ svaraði Ögmundur. Ekki væri enn búið að taka þessa ákvörðun, og sannast sagna tryði fólk því ekki að Flugleiðir virtu ekki vilja almennings, sem komið hefði ótvírætt í ljós í fjölda mót- mæla frá aðildarfélögum og ein- staklingum. Ögmundur sagði mikla ábyrgð hvfla á Flugleiðum vegna einok- unarstöðu félagsins. „Félagið verður að gera það upp við sig hvort það ætlar að vera okkar allra, eða hvort það ætlar að láta atvinnurekendur og VSÍ nota sig til að grafa undan réttindabaráttu almennings. Flugleiðir þurfa á velvilja almennings að halda í þeirri samkeppni sem framundan er við erlend flugfélög," sagði ögmundur. Auðvitað vildu allir frekar skipta við innlenda aðila en erlenda. En það væri BSRB— félögum á móti skapi að kyssa á vöndinn, hvort sem hann væri í höndum innlendra eða erlendra aðila. í anda þessa viðhorfs hefði þegar yerið ákveðið að þiggja ekki afslætti af flugferðum innan- lands hjá Flugleiðum. -hmp Mynd Jim Smart. Álverið Hvalveiðar Markaðir hrynja Þýska vcrslunarkeðjan Aldi lýsti því yfir í gær að hún myndi ekki kaupa meira lagmeti frá ís- landi vegna hvalveiða íslendinga. Þessi viðskipti eru metin á 400 miijónir króna en Aldi hefur átt viðskipti við Sölusamtök lag- metis. í útvarpsfréttum í gærkvöld var haft eftir stjórnarformanni SL að lagmetismarkaðir í Evrópu væru í hættu og svo gæti farið að endur- skoða þyrfti markaðsstefnuna og jafnvel allan rekstur lagmetisiðn- aðar hér á landi. Fram hefur komið að Sjávaraf- urðadeil Sambandsins hefur tap- að 800 miljónum króna vegna hvalveiðistefnunnar og SH hefur tapað viðskiptum og að sögn Friðriks Pálssonar óttast hann mest langtímaafleiðingar. Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar á Akureyri sagði í gær upp 15 manns vegna ákvörðunar Aldis. Streingrímur Hermannsson lýsti því yfir í gær að ekki væri von á neinni yfirlýsingu frá stjórnvöldum um breytta afstöðu í hvalveiðimálinu, en stjórn SL átti viðræður við sjávarútvegs- ráðherra í gær og væntir stuðn- ings frá ráðherra. _sáf Norðurlandaráð Verðlaunin tilkynnt í dag Dómnefnd um bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs kem- ur saman í Kaupmannahöfn á morgun og ákveður hver hlýtur verðlaunin að þessu sinni. Af hálfu íslands voru tilnefnd til verðlaunanna leikritið „Dagur vonar“ eftir Birgi Sigurðsson og ljóðabókin „Tengsl“ eftir Stefán Hörð Grímsson. -»g- Strengleikar í steypuskála Þótt menn eigi því ekki að venjast í stóriðjum á borð við Álverið í Straumsvík að snjallir hljóðfæra- leikarar sæki þá heim og töfri fram fegurstu hljóma þá kunna þeir vitaskuld að meta slíka nýbreytni. Diedra Irons situr utan myndar við flygil sinn á með- an Mika Pogacnik strýkur fiðluna boga sínum. Þau eru á vegum INDRIART sem eru alþjóðasamtök um menningartengsl fólks um allan heim. Og munu einnig leika listir sínar á Egilsstöðum og í Gerðu- bergi, félagsmiðstöð Breiðhyltinga í Reykjavík. -ks Ríkisstjórnin Aðgerðir í fæðingu Ríkisstjórnin ræddi á fundi sín- um í gær um væntanlegar aðgerð- ir í efnahagsmálum. í dag verður haldinn annar fundur í stjórninni og fyrirhugað er að leggjast í vinnu yfir helgina, þar sem til- lögur verða endanlega mótaðar. Til hvaða aðgerða ríkisstjórnin ætlar að grípa verður sennilega ljóst strax eftir helgi. En Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra vildi í samtali við Þjóðviljann, ekki gefa upp til hvaða aðgerða yrði gripið, né segja til um hvort þær fælu í sér miklar breytingar. -hmp Miðstjóm vill samflot Pórir Daníelsson: Réttstefna. Benedikt Davíðsson: Vœnlegt til árangurs Amiðstj ór narfu ndi ambands Islands Alþýðus- fyrradag kom fram að menn eru einhuga um að verkalýðsfélög sambands- ins verði samflota við þá kröfu- og samningagerð sem í hönd fer. Með „samfloti“ er átt við að fé- lögin vinni saman að mótun stefnu sem forystumenn ASÍ gangi út frá í viðræðum sínum við fulltrúa atvinnurekenda. Strandið Skipstjórinn var við skál Ekki er enn með öllu Ijóst hvernig á því stóð að kaupfarið Mariane Danielsen tók krappa beygju jafnskjótt og Grindavíkurlóðsinn sleppti af henni hendi og sigldi sig strand uppí fjöru. Enda þótt fram hafí komið í vitnisburði eiðsvarinna sjónarvotta að skipstjórinn, Peter Kristensen, var vel við skál þenna örlagarika föstudag fyrir réttri viku. . Tvær tilgátur bar hæst í sjóprófunum í Keflavík í gær. Annað hvort bilaði sjálfstýring eða að ofurölvi skipstjóri stóð við stýri. Sjálfur kvaðst Kristensen frír af allri drykkjusök. Við skál? Ónei, ekki af þremur bjórum og einum viskísjússi! Hann setti stýribúnað í gang, brá sér frá stundarkom en þegar hann kom uppí brúna á ný sá hann hvert stefndi. ks. Ásmundur ASÍ forseti Stefáns- son segir að nú sé verið að ræða kjaramál og kröfur útí einstökum félögum, með hverjum hætti af- farabest sé að sækja silfur í sjóði atvinnurekenda með sameigin- legu átaki. Bæði Þórir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Verkamannasam- bands íslands, og Benedikt Da- víðsson, formaður Sambands byggingarmanna, eru áfram um samflot. Þórir skýrði frá því í gær að þessi mál væru óafgreidd af hálfu sambands síns en yrðu á dagskrá fundar þess eftir helgi. Sjálfum þætti sér það vera rétt stefna að viðhafa samflot. Líkt var á komið fyrir Benedikt í gær, málin hefðu ekki verið rædd á vettvangi sambandsins enda þótt brátt yrði um þau þing- að. En hans skoðun væri sú að samstiga átaksskref verkalýðs- hreyfingarinnar gæti skilað meiru en einleikur hvers og eins. ks. Föstudagur 27. janúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9 RÍKISÚTVARPIÐ - SJÓNVARP AUGLÝSIR SAMKEPPNI EVRÓPUSJÓNVARPSSTÖÐVA UM SJÓNVARPSHANDRIT Sjónvarpsstöövar og menningarmálastofnanir í Evrópu efna nú öðru sinni til sameiginlegrar verð- launasamkeppni í því skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa handrit að leiknum sjónvarpsþáttum. Um er að ræða samkeþpni um starfsverðlaun er veitt verða í október n.k. Starfsverðlaunahafar koma síðan til greina er aðalverðlaun verða veitt haustið 1990. Starfslaunin eru 25.000 svissneskir frankar og jafn- framt er verðlaunahöfum gefinn kostur á námskeiði á vegum þeirrar sjónvarpsstöðvar sem tilnefndi verð- launahafa. Heimilt er að veita allt að tíu starfsverðlaun í hvert skipti. Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1949 eða síð- ar. Þeir skulu skila til Ríkisútvarpsins fimm til tíu síðna« tillögu að sjónvarpsþætti, og skal miðað við að lág- markslengd hans sé 50 mínútur. Ríkisútvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að þrjá umsækjendur til samkeppninnar. Umsóknarfrestur um starfsverðlaun þessa árs er til 1. júní n.k. Umsóknum ásamt tillögu að sjónvarpshandriti skal skilaðtil Sjónvarpsins, Laugavegi 176,105 Reykjavík, þar sem reglur samkepþninnar liggja frammi. Skulu handritin merkt Verðlaunasamkeppni Evrópu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.