Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 10
LEIÐARI FYRR • • • Þingið er dýimætt Fjölmiölum veröur tíörætt um alþingismenn og alþingi, sem í fleiri en einum skilningi gegna hlutverki leikhúss í þjóðlífinu, og þarf ekki öll túlkun þeirra frægu oröa aö vera niðrandi fyrir þingmenn. Þaöerfjallað um alþingi áýmislegan hátt. Sumirfjölmiðlar láta stundum einsog þingmenn séu einhverskonar hálfguð- ir, -fólki á að koma við hverju hinir þjóðkjörnu klæðast, hvað þeir lesa í rúminu áður en þeir sofna, hvort þeir vilja viskí í vatni eða með ís eða eintómt eða alls ekki. Það er líka haft til iðju að grannskoða kjör þingmanna, og getur veitt þeim gott aðhald, einsog nýleg dæmi sanna. Þingmenn eiga að lifa lífinu í sæmilegu samræmi við siðferð- isvitund kjósenda sinna, og það er ætlast til að þeir haldi sig óravegu bæði frá lögbrotum og siðleysum. Það er líka stundum til siðs að hamast á þinginu og þeim sem þar sitja. Þetta eru allt skussar og bögubósar, sami rassinn undir þessu, ræður ekki neitt við neitt, lifir á skatt- peningunum okkar og skilar engu þarflegu í neina átt. Það kemur fyrir, og því miður alltof oft, að þingmenn og stjórnmálaflokkar haga sér þannig að þessi þula eigi sér réttlætingu. Það er hinsvegar varhugavert að þylja hugsun- arlaust. Einsog Guðrún Helgadóttir, sem nú er forseti sam- einaðs alþingis - fyrst kvenna til að gegna því starfi, bendir á í viðtali við Nýtt Helgarblað Þjóðviljans í dag, er þingið oft eina mótvægið við samtryggt ættarveldi, við íhaldssamt embættismannakerfi, við hagsmuni leyniklíknanna. Guðrún bendir líka á að það vantar mikið á aðbúnað og aðstöðu þingmanna, og hún telur að það ástand eigi sinn þátt í því að á ýmsan hátt hallar á löggjafarsamkomuna í samskiptum við framkvæmdavaldið. Við megum ekki gleyma því þegar okkur þykja þingmenn- irnir hvað vitlausastir að sjálft þingið er dýrmætt. í þinginu liggur kjarni lýðræðisins, ekki einungis vegna þess að þar komi saman kjörnir fulltrúar, einnig vegna þess að þar er skipst á skoðunum og upplýsingum í heyranda hljóði. Þingið er í eðli sínu opin stofnun og ekki lokuð, einsog ráðuneytin, stórfyrirtækin, ættarklíkurnar -og jafnvel stjórnmálaflokk- arnir. Nýlegt dæmi ríkisendurskoðunar sýnir vel hvað hér er átt við. Því betur sem búið er að þinginu, þeim mun betur tryggir þjóðin sig gegn slysum í lýðræðinu, segir Guðrún í viðtalinu í blaðinu í dag. Það er kjarni máls, hvað sem líður dagpeningum, pulsu- börum og kontóristum af ýmsu tæi. Fimmtán störf í ráðuneytinu? Þýskt stórfyrirtæki hefur nú tekið fyrir kaup sín á íslensku fiskmeti, og í sífellu berast fréttir af því að íslenskur fiskur og nafn íslands sé ekki vinsælt góss á mörkuðum. Þetta gerist á sama tíma og hér gætir samdráttar í atvinnu- lífinu, sjávarútvegsfyrirtækin eru mörg í miklum vanda, og hvarvetna er leitað leiða til að auka verðmæti framleiðslunn- ar. Ákvörðun stórfyrirtækisins þýska, sem tekin er vegna hvalveiða okkar í svokölluðu vísindaskyni, varð til þess að í gær var sagt upp fimmtán starfsmönnum lagmetisfyrirtækis á Akureyri. Ætlar Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra að út- vega þeim störf í ráðuneytinu? -m _______________________________________________ Ja, hjálpi mér nú allir heilagir að ætla að fara að fjalla hér um Vestmannaeyjar. Þær hef ég aldrei augum litið- þótt skömm sé frá að segja- nema af sjó, úr lofti, eða ofan af meginlandinu. - En Vestmannaeyjar éiga sér sína sögu og hana engu ómerkari en margir aðrir staðir í íslenska lýðveldinu. Hver kannast ekki við Tyrkjaránið, Sigurð Breiðfjörð, sem þarna bjó um skeið og, svo við færum okkur nær nútíðinni, Jóhann Eyjajarl Jósefsson, Helga Benediktsson og Þorstein í Laufási, svo að einhverjir séu nefndir. í Vestmannaeyjum hefur öldum saman verið ein stærsta verstöð landsins og skemmtilegar voru þær sumar sögurnar, sem kunningjar mínir, sem voru á vertíð í Vestmannaeyjum, sögðu mér þaðan á sínum tíma. Og var ekki eini herinn, sem við getum „státað" af, myndaður í Vestmannaeyjum?, því ég tel ekki Víkingasveitina og svoleiðis dót. Og öldum saman hafa Vestmannaeyjar borið sama yfirbragð nema hvað byggðin hefur vaxið. Þangað til gosið kom. Og hér að ofan sjáum við loftmynd af Heimaey, sem landmælingar íslands tóku 23. ágúst 1969. En svo kom gosið, sem hófst kl. 2 aðfaranótt þess 23. janúar 1973 og stóð fram í júní sama ár. Gosið kom upp á austanverðri eyjunni, norðaustan Helgafells og nefnist hið nýja eldfjall Eldfell. Enginn vissi framanaf hverjar yrðu endanlegar afleiðingar þessara náttúruhamfara, þótt sumar létu ekki lengi á sér standa, - né hvenær þeim lyki. Var öllu kviku komið upp á meginlandið svo fljótt sem tök voru á, utan því, sem nauðsynlegt þótti að væri á vettvangi. Innan fárra daga voru um 150 hús horfin undir vikur eða brunnin til ösku, en þau áttu eftir að verða mun fleiri, enda fór stór hluti Heimaeyjar undir vikur, ösku og hraun. En hraunið rann einnig fram í sjó og myndaðist við það nýtt land, þannig að eyjan stækkaði að mun. Myndina hér að ofan tóku Landmælingar íslands þann 23. ágúst 1984. Mann- og athafnalíf í Eyjum er nú fyrir löngu komið í fyrra far, en samanburður á þessum myndum sýnir glöggt þá gífurlegu breytingu, sem varð á Heimaey við gosið. _ mhg Viljið þið ekki, lesendur góðir, vera nú svo vcenir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum ykkar? Allar 40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru vel þegnar. Myndunum þurfa að fylgja nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur ef hann er kunnur o.s.frv. - Myndina skal senda til umsjónarmanns Nýs Helgarblaðs, Pjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjvík. - Við munum að sjálfsögðu sendá myndirnar til baka, ásamt ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu. Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Mörður Ámason, Silja Aðalsteinsdóttir. Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, Sœvar Guðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvœmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húamóðir: Anna Benediktsdóttir Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Ipnheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar. 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 10 Sl'ÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.