Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 11
Danski teiknarinn Herluf Bidstrup látinn Danski teiknarinn Herluf Bidstrup lést á annan í jólum, fyrir mánuði, 76 ára að aldri. Bidstrup teiknaði skopmyndir í Social-Demokraten, Frit Dan- mark, og - lengst af - í Land og Folk, og birti Þjóðviljinn tíðum teikningar hans, sem meðal ann- ars voru fastur þáttur sunnu- dagsblaðs á sjöunda áratugnum. Pólitísk afstaða Bidstrups kom vel fram í teiknuðum athuga- semdum hans við atburði líðandi stundar, - hann var félagi í dan- ska kommúnistaflokknum, og fjalla ófáar teikningar hans um samskipti verkalýðs við burgeisa ýmsa, um yfirgang stórvelda gagnvart minnimáttarríkjum, - eða baráttu almennings við „kerfið", því Bidstrup hafði ekki síður auga fyrir kímni í daglega lífinu og átti þá ýmsa strengi í hörpu sinni, iðulega gráglettinn en beitti þó enn oftar góðlátlegu gríni sem lýsti hlýjum skilningi hans á mannlegu eðli. Þrátt fyrir hátækni í fjar- skiptum og harðasamgöngum nú- tímans hendir það ennþá að tíð- indi berast yfir Atlantsála með göngulagi liðinna alda, en þótt seint sé vill Þjóðviljinn sam- hryggjast aðstandendum Bid- strups, og birtir hér í minningar- skyni nokkrar af hinum frægu myndröðum teiknarans. /S 'fhÐft Mltu r V flr & U I K 1 'v frtí A :T, c f oX kAR, t FLÖSKUSKEYTI Meistarahrotur Kanadamaðurinn Mark Hebb- ard er mikill meistari í að skera hrúta og vonast hann til þess að komast í Heimsmetabók Guinn- ess sem hávaðasamasti hrjótandi veraldar. Hljóðstyrkurinn í hrot- um meistarans mældist 90 desibil í háskólanum í Bresku Kólumb- íu. Mesti hávaði sem leyfður er á vinnustöðum er 70 desibil og há- vaðinn í mótorsög mælist um 110 desibil. Hebbard fór í fínstilling- Fitandi tónlist Kjúklingar vaxa hraðar hlusti þeir á klassíska tónlist og verða feitari en félagar þeirra sem ekki fá jafn menningarlegt uppeldi. Rannsóknir sýna að kjúklingar sem hlusta daglega á ljúfa tóna verða um 4 prósentum feitari en venjulegir kjúklingar. Fórnarlamb araðgerð á raddböndunum á síð- asta ári. Þvf má svo bæta við að eiginkona hans, sem hann hefur verið giftur í 15 ár, er orðin heyrnalaus á hægra eyra. eyðni Brunaliðsmaður í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur fengið rúmar fjórar miljónir í skaðabæt- ur fyrir að hafa veitt eyðnisjúk- ling neyðarhjálp með munn við munn aðferðinni. Hann fékk þó ekki skaðabætur vegna þess að hann hafi smitast af sjúklingnum heldur vegna þess að hann var lagður í einelti af vinnufélögum sínum og að lokum hrakinn úr starfi. Zenith 12x Preflex 35 mm, kr. 5.900,- Linsur! margar gerðir. SKIPHOLTI 7 i SlMAR 20080 « 26800 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.