Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 14
Salvador Dalí Þegar hið huglæga lögmál lost- ans og nautnarinnar mætir hlut- lægu lögmáli rökfræðinnar og nauðsynjarinnar verður árekstur sem yfirvitund mannsins reynir að afstýra með bælingu lostahvat- anna, sem eiga rætur sínar í undirmeðvitundinni. Þessi um- ferðarstjórn yfirvitundarinnar er það sem mótar siðmenninguna, og siðmenningin byggir þannig á bælingu hvatanna. Þetta var í ein- földu máli sú kenning sálfræð- ingsins Sigmunds Freud, sem hafði mótandi áhrif á alla mannfræði- og stjórnmálaum- ræðu langt fram eftir tuttugustu öldinni. Meðal þeirra sem drógu lærdóm af Freud voru súrrealist- arnir sem komu fram í Frakk- landi og víðar í Evrópu á 3. tugi aldarinnar. En súrrealistarnir voru ekki freudistar í þeim skiln- ingi að þeir tryðu því að umferð- arstjórn yfirvitundarinnar gæti afstýrt árekstri. Þeir vildu þvert á móti afnema umferðarlögregluna og uppgötva nýjan vitundarveru- leika, þar sem þessi mótsögn væri upprætt: þetta vitundarástand er að finna í undirmeðvitund mannsins, þar sem mótsögn lífs og dauða, raunveru og ímynd- unar, fortíðar og framtíðar, hins segjanlega og ósegjanlega er upphafin. í þessu vitundar- ástandi var frelsun mannsins fólg- in, en ekki í umferðarlögreglu Freuds. Súrrealisminn var upphaflega bókmenntastefna, en tengdist brátt myndlistinni þannig að mörkin þar á milli nær þurrkuð- ust út. Á meðan André Breton var að setja fræðilegan grundvöll undir bókmenntalegan súrreal- isma, sem kom síðan út í Súrreal- istayfirlýsingunni frá 1924, þá hafði ítalski málarinn Giorgio de Chirico þegar lagt grundvöllinn að súrrealískri myndlist með sínu metafýsíska málverki, og bæði Marx Ernst og fleiri myndlistar- menn höfðu komist að svipuðum niðurstöðum eftir öðrum leiðum, sem m.a. áttu rætur sínar í dada- ismanum. Súrrealistarnir áttu það sameiginlegt með dadaistun- um, að þeir höfðu vantrú á því að form listaverksins gætu staðið fyrir einhvern meðvitaðan eða þekktan raunveruleika. Hið súrrealíska listaverk var sjálf- stæður veruleiki, sem var óháður ytri veruleika eða aðstæðum og óháður sögu eða landamærum, alveg eins og sameiginleg undir- meðvitund allra manna. Aðferð- in sem nota átti við gerð hins súrr- ealíska listaverks var eins konar ósjálfráð skrift, og hin súrreal- íska sköpun, sem var í fullu sam- ræmi við frumeðli mannsins og lostalögmálið, var jafnframt leið hans til frelsunar. Súrrealistarnir voru því byltingarmenn án mál- amiðlunar, sem tóku sér stöðu yst á vinstri kantinum, áttu vingott við kommúnista til að byrja með en voru brátt útskúfaðir af Stalín og utangarðs í flestum samtökum vinstrimanna vegna forhertrar byltingarhyggju sinnar og afneit- unar á lögmálum skynseminnar. Eðli málsins samkvæmt gat súrr- ealisminn ekki með góðu móti tengst skipulagðri stjórnmála- hreyfingu, og reyndar fór það svo að ýmsir af postulum súrrealist- anna höfnuðu að lokum yst á hægrivængnum við hlið um- ferðarlögreglunnar í sinni yfir- höfnustu mynd. Einn af þeim var Salvador Dalí, sem málaði sann- færandi og innblásin súrrealísk málverk á 3. og 4. áratugnum. Myndlist hans snérist síðan upp í upphafningu eigin persónu og sálarkomplexa og hann náði því bæði að játa einræðisherranum Franco og Carlos konungi virð- ingu sína og aðdáun og lést í þess- ari viku sem sannfærður kon- ungssinni. Dalí hafði þá sérstöðu meðal súrrealista að hann lagði mikið upp úr klassískri litameðferð og allt að því fótógrafískri ná- kvæmni í gerðmynda sinna. Þessi aðferð Dalí var í andstöðu við þá súrrealísku reglu,'að stíll eða að- ferð skyldi ekki skipta máli í skapandi starfi. Stíllinn var afurð yfirvitundarinnar og því var það áberandi í verkum margra „sanntrúaðra“ súrrealista (eins og t.d. Max Ernst) að hver mynd var annarri ólík í stíl og aðferð. Hin súrrealíska póesía átti ein- mitt að vaxa upp úr „hinu óvænta stefnumóti saumavélarinnar og regnhlífarinnar á skurðarborð- inu“ eins og Lautreamont hafði orðað það löngu fyrir daga súrre- alismans. En hið óvænta stefnu- mót hjá Dalí var fólgið í því að Salavador Dalí: Vilhjálmur Tell, 1930. lýsa fjarstæðukenndum fyrirbær- um og aðstæðum með fótógraf- ískri nákvæmni, þannig að mál- verkið varð eins og „handmáluð ljósmynd af draumi“. Sjáfur kall- aði Dalí aðferð sína „gagnrýnið ofsóknaræði“, og víst er að myndir hans fjalla margar með táknrænum hætti um ýmsa þá of- hendi, afneitaði Dalí sem sönn- um súrrealista þegar 1934, og endanlega slitnuðu sambönd Dalí við hreyfingu súrrealista þegar hann fluttist til Bandaríkj- anna 1939. Upp frá því lagði Dalí mest upp úr því að auka frægð sína með hvers kyns uppátækjum, og list Salvador Dalí: Ásókn minninganna, 1931. sóknaráráttu sem hann taldi sig þjást af, svo sem eins og vönunar- ótta og sjálfsfróunaráráttu. Vönunaróttanum er t.d. lýst í myndaröð hans um söguna af Vil- hjálmi Tell, en þá sögu túlkaði Dalí sem dulbúna vönun. Slíkar myndir eru í raun ekki í anda súrrealismans, þar sem viðfangs- efnið hefur þegar verið túlkað af yfirvitundinni, öllu frekar eru þessar myndir eins konar hylling Dalí til sinna bældu hvata og síns a sérlundaða egós. ‘ André Breton, sem stjórnaði hreyfingu súrrealista með harðri hans snérist í raun upp í það að vera list trúðsins. Þá list ber í sjálfu sér ekki að vanmeta, en augljóst er að Dalí gerði sjálfan sig jafnframt að fyrirtæki sem hafði það markmið fyrst og fremst að afla peninga. í þeim leik tókst honum jafnframt að láta margan auðmanninn gera sig að fífli og var þannig jafnt á kom- ið með báðum aðilum, kaupanda og seljanda, en sá viðskiptaleikur var hins vegar óralangt frá því lögreglulausa ríki frelsisins sem súrrealistarnir höfðu eitt sinn látið sig dreyma um. -ólg. 14 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.