Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 15
Á þeim herrans iaunum Eins og kunnugt er sér Árni Gunnarsson þingmaður í fullu starfi um þáttaröð í Sjón- varpinu sem gengur undir því merkilega nafni “Á því herr- ans ári“. Umsjónarmennirnir erum raunar tveir, þv( með Árna sér Edda bros Andrés- dóttir um þættina. Nokkur kurr er á meðal dagskrárgerð- armanna bæði innan og utan Sjónvarpsins með að alþing- ismaður í fullu starfi skuli vera fenginn til að annast þessa þætti, og þiggja að launum um 50.000 kr. fyrir hvern þátt. Einnig mun það vera nokkuð til umræðu í mötuneyti Sjón- varpsins að nafn Baldurs Hermannssonar aðstoðar- manns Hrafns Gunnlaugs- sonar birtist á skjánum að loknum hverjum þætti. Ekki eru menn innan Sjónvarpsins vissir um hvers vegna, en þar er látið að því liggja að hann komi ekkert nærri vinnslu þáttanna. Kannski hann eigi hugmyndina að þáttaröðinni? Bindindi fyrir austan Mitt í allri bjórumræðunni, þegar upplýst er að uppselt sé á allar krár og veitingastaði höfuðborgarinnar 1. mars nk., hugsa margir á annan veg varðandi skemmtanir og fé- lagsskap, í það minnsta í Nes- kaupstað. Um síðustu helgi var stofnað þar í bæ sérstakt félag áhugamanna um félag- slíf og skemmtanir án áfengis. Þegar er búið að halda eitt spilakvöld að því er Austur- land upplýsir, og áformað er að hafa fjölbreytt félagslíf í nafni félagsins. Stofnendur segja að hér sé ekki um neins konar stúkufélag að ræða, enda félagar alls ekki allir bindindismenn. ■ Heyrnartækið á borðið Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri og stjórn- arformaður Ögurvíkur hf. hef- ur farið mikinn í fjölmiðlum síðustu vikur, en segist nú sjálfur vera kominn í fjölmiðla- bindindi um sinn. Það er víðar en í fjölmiðlum sem Sverrir hefur hátt, ef marka má eftir- farandi sögu sem sögð er af honum úr bankanum. Kunnur útgerðar- og fiskvinnslumað- ur kom í viðtal til Sverris, en áður en hann gat tyllt sér var bankastjórinn byrjaður að hella sér yfir hann fyrir hallær- isrekstur.ábyrgðarleysi og fyr- irtæki á brauðfótum. Gekk mikið á og fékk gesturinn hvergi að koma að orði. Eftir langan reiðilestur stóð bankastjórinn upp úr sæti sínu, tók heyrnartæki úr eyra sínu, lagði það á borðið og sagði: „Nú mátt þú byrja.“ ■ Reyfarakaup Nú er tími bókamarkaða og kosta forlögin óð og uppvæg kapps um að ryðja geymslur sínar, lækka skal rykfallna bókhlaðanna hvað (lítið) sem það kostar. Blaðamaður einn er gamall bókabéus og hag- vanur í kytrum fornbóksala, ann bókryki og pappírsmyglu. Téður hefur gengið bóka- markaða á milli uppá síðkast- ið en gekk fram á einn í gær sem skákar öllum skruddus- ölum í lágu verðlagi. Og gerði reyfarakaup. Þótt það sé frí auglýsing skal þess getið að hér er átt við forlagsútsölu Vöku/Helgafells. Sá huldu- maður sem hér bregður stíl- NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15 landsins og þar verður einnig lúðrasveit sem mun leika þjóðsöng Vatikansins og einnig íslenska þjóðsönginn. Þeir í Páfagarði hafa áhyggjur af þessu og fóru f ram á það að stytt útgáfa af þjóðsöng Vatik- ansins yrði flutt þar sem hann væri svo leiðinlegur, og verð- ur orðið við því. Hvort íslenski þjóðsöngurinn verður styttur af þessu tilefni er hinsvegar óráðiö enn, en einsog al- kunna er þá þykir hann ekki skemmtilegasta lag í heimi. ■ vopni (vel að orði komist um tölvu!) keypti troðfullan sekk bóka fyrir 2.000 kall. Höfund- ar? Jökull og Svava Jako- bsbörn, Baltasar, Boris Past- ernak, Valtýr Pétursson, Björn Th. Björnsson og Krist- ján Árnason (fornfræðingur). Mátti reyna Forráðamenn verslana á höfuðborgarsvæðinu ráku upp stór augu þegar þeim bárust reikningar frá Stjörn- unni fyrir birtar auglýsingar í jólamánuðinum. Upphæðin var rétt, en það sem stakk í augun var að reikningurinn var ekki vegna auglýsinga heldur vegna jóla- og nýárs- dagskrár. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið voru skýringar auglýsingadeildar- innar á Stjörnunni að um mis- tök hafi verið að ræða í send- 'ingu reikninganna. Illa innrætnir gárungar sáu sér þó leik á borði og höfðu skýringu á þessum á reiðum höndum. Ef verslunarmenn hefðu borgað reikningana mögl- unarlaust hefði útvarpsstöðin ekki þurft að borga 25% af greiddum auglýsingum í sölu- skatt og ekki heldur 10% í Menningarsjóð útvarps- stöðva og munar um minna í öllum samdrættinum sem hrjáir hina stjörnum prýddu út- varpsastöð. Eigin kokk Jóhannes Páll II páfi mun koma með 30 manna fylgdarl- ið. Flestir fylgdarménna hans eru í öryggissveit Vatikansins en með f för verður einnig einkakokkur páfans, en sá hefur verið með honum frá því hann var biskup í Krakow í Póllandi. Fyrirrennari Jó- hannesar Páls var nafni hans nr. 1. Sá sat aðeins í 33 daga og þá gaf hann upp öndina. Telja ýmsir að honum hafi verið byrlað eitur einn morg- uninn. Núverandi páfi ákvað því að halda eigin kokki þann- ig að engin hætta væri á að leikurinn endurtæki sig. ís- lenskir matreiðslumeistarar munu því ekki fá að kynna hans heilagleika kúnstir sínar. Leiðinlegur Þjóðsöngur Enn af móttökunefnd páfa- heimsóknar: Á Keflavíkurflug- velli verður margt fyrirfólk mætt þegar páfinn kemur til í London HdíSS 22.430' * Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi á hótel Clifton Ford. Staðgreiðsluverð. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Fiugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju oe Krinelunni. Unnlvsinear oe farnantanir í síma 25 100. OPIÐ HUS OPIÐ HUS • OPIÐ HUS OPIÐ HUS OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HÚS Takið joátt í stuttu, skemmtilegu og ókeypis tölvunámskeiði. Kynning á námskeiðum Tölvufræðslunnar. HJA TOLVUFRÆÐSLUNNI SUNNUDAG 30. JAN. 13 - 17 Tölvufræðslan kynnir í dag • starfsemi sína með skemmti- legri og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Verið velkomin og þiggið hjá okkur kaffisopa og léttar veitingar um leið og Joið kynnist þeim margháttuðum námskeiðum sem Tölvufræðslan býður upp á. Sýning á glæsilegum tölvubókum fræðsl- unnar. 25% kynningarafsláttur. PÚKI- ógnvaldur prentvill u p ú ka ns sýndur í notkun. "iMBpr Friðrik Skúlason kynnir bráð- skemmtilegt ættfræði- forrit. IacBók- nýtt hrað- rkt fjárhagsbók- ld fyrir Macintosh. Tölvuleikir tölvunum. Kaffi, gos og léttar veitingar. Tölvufræðslan Borgartúni 28, s. 68 75 90 & 68 67 90 OPIÐ HUS OPIÐ HUS • OPIÐ HUS OPIÐ HUS OPIÐ HUS OPIÐ HUS OPIÐ HUS AUK/SlA k110d3-262

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.