Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 18
HEF EKKI LÆRT NYTT TUNGUMÁL Á ALMNGI Guörún Helgadóttir er í eldlínunni þessar vikurnar. Á morgun verður ööru sinni frumsýnt eftir hana leikritið Óvitarnir í Þjóðleikhúsinu, en eftir rúma viku hefjast aftur fastastörf á vinnustaðnum sem hún stjórnar: Alþingi íslendinga. „Guðrún Helgadóttir minnir mig alltaf á móður Geronimos heitins indjána- höfðingja" segir í nýlegum palladómi í hinu ágæta Víkurblaði þeirra Þingeyinga: „Hún horfir húmanísku og vísu augnaráði yfir þingsali og maður á alltaf von á að hún kveiki í friðarpípunni og láti hana ganga, en ævinlega skal hún draga stríðsöxina úr pússi sínu og veifa henni yfir höfuðleðrum hins óréttláta þing- heims.1' Og viti menn: þegar við náðum Guðrúnu loksins í þokkalegum rólegheitum á Túngötunni var ekki hljóðnaður síðasti söngur stríðsaxarinnar, - núna hafði hún afrekað að koma sér uppá kant við gjörvalla stétt opinberra starfsmanna í landinu, og neitað því af hafnfirskum hroka að éta sinn kost á pulsubörum í útlöndum. Og um þetta hlaut fyrst að vera fjallað í viðtali. Þingmenn á dagpen- ingum erlendis í dýrlegum fögnuði en meðan opinberir starfsmenn híma með sultardropa við pulsubari á torgum? -Nei, auðvitað ekki. -Óskaplega er fólk viðkvæmt! Það er orðið erfitt að tala mann- amál ífjölmiðlum, það þarf helst að tala þetta stjórnmálamanna- mál sem enginn skilur til að það sé ekki alltaf einhver að stökkva uppá nef sér. Það varð allt vit- laust af því ég sagði opinberlega að þingmenn væru engir venju- legir kontóristar, - sko, sj álf er ég kontóristi, var það í tuttugu ár og líklega ein sex ár í stjórn félags kontórista, í stjórn BSRB. Eg hélt nú að fólk ætti ekkert að hrökkva við þótt einmitt ég taki svona til orða. Auk þess eru al- mennir opinberir starfsmenn yf- irleitt ekkert á ferðinni í út- löndum á dagpeningum frá ríki eða bæjum, - ég átti auðvitað við öðruvísi kontórista, þetta emb- ættismannagengi á eilífum ferða- lögum og stundum ansi erfitt að koma auga á erindið. Þetta hélt ég nú að mitt fólk í BSRB hefði skilið. En ég læri það af þessu að maður skal vanda hvert orð. -Það sem ég var einfaldlega að segja, og hef sagt oft áður, er að þjóðinni beri að búa á þann veg að alþingismönnum sínum að þeir geti stundað nokkurnveginn þau störf sem þeir eiga að stunda og ekki önnur. Það er langt í frá að svo sé núna. Mér leiðist þessi umræða um alþingi og alþingis- menn í þá veru að við séum ein- hverjar afætur á þjóðfélaginu, eigum helst engin laun að fá og því síður starfsaðstöðu. En er það réttlátt að þingmenn séu betur launaðir en þorri vinn- andi fólks í landinu? -Eru þeir það? Það efast ég satt að segja um. Það er nú einusinni svo að Iaunataxtar segja okkur ekki allt á íslandi. Laun alþingis- manna eru núna um 137 þúsund, þannig að venjulegur þingmaður fær útborgað kringum 100 þús- und krónur. Til er það að þetta séu einu heimilistekjurnar hjá þingmönnum, og mig grunar að þau séu nokkuð mörg heimilin á , íslandi þarsem heildartekjurnar eru drjúgt meiri en þessar. -Við skulum ekki vera með neina hræsni. Það er staðreynd að ein alþingismannslaun hanga í því að vera framfærsla venju- legrar fjölskyldu, - þótt þau séu vissulega betri en þessi smánar- laun á lægstu töxtunum. Þingmenn eiga að vera þingmenn —Og þetta býður bara uppá þá hættu að þingmenn séu á snöpum í öðrum störfum, að troða sér inní einhverjar launaðar nefndir. Þingnefndirnar eru ekki sér- stakalega launaðar, og þingmenn fá engin sérstök laun fyrir yfir- vinnu eða næturvinnu eða helgi- dagavinnu. Menn verða að vera í einhverjum bankaráðum, í stjórn Landsvirkjunar eða einhverju slíku - nú eða ráðherrar- til að fá viðbót. -Menn eru kosnir þingmenn til að vera þingmenn, - og ég vil minna á að það voru vinstrimenn sem upphaflega komu því á að þingmenn væru yfirleitt launaðir. Þingmenn úr yfirstétt höfðu ekk- ert við laun að gera. Þú kvartar undan aðstöðunni líka? -Já. Ég held satt að segja að það sé leitun á þeirri skrifstofu- blók - og ekki misskilja mig núna - í landinu sem sætti sig við þá aðstöðu sem þingmenn hafa. Eg hef líka unnið í kerfinu, og það finnst til dæmis varla sá fulltrúi á vegum hins opinbera sem ekki hefur skrifstoftimann sér til að- stoðar. Þingmenn njóta slíks ekki. Og sannleikurinn er sá að alltof mikið af tíma þeirra fer í handavinnu, að sortéra pappír og sleikja frímerki, í stað þess að lesa sér til, tala við fólk og fylgjast með því sem er að gerast bæði hér og útí heimi. -Komdu inná þingflokksfund í hvaða flokki sem er, - þar sitja menn sveittir við að skrifa utaná umslög til kjósenda sinna. -Þessi störf þarf auðvitað að vinna, en er þetta góð nýting á þingmönnum? Var ég kosin á þing með miklu brauki og bramli til að skrifa utaná umslög og raða pappír í hillur? Það get ég vel gert án kosninga. Dauðhræddir við kjósendur -Við skulum ekki gleyma því að alþingi er undirstaða þess sem við köllum lýðræði og þingræði. Þessi óskaplegi tvískinnungur gagnvart alþingi er gjörsamlega óþolandi og það getur hver láð mér sem vill þegar ég reyni að slá á hann. Meðan ég sit þar, - og ég tala nú ekki um meðan ég er for- seti sameinaðs þings, þá held ég að það verði að vera skylda mín að verja þingið fyrir misskilningi og fáfræði, - og kannski stundum ósköp einfaldlega ofurlítilli ill- girni. En lýsir ekki þessi tvískinnungur einhverskonar trúnaðarbresti milli þingsins og þjóðarinnar? Og snýr þetta með aðbúnað og að- stöðu ekki aðallega að þing- mönnum sjálfum? -Jú, svo sannarlega, og það getur vel verið að það sé þing- mönnunum sjálfum að kenna. Margir þingmenn og stjórnmála- menn tala ekki mál sem fólk skilur, og telja sig á ýmsan hátt yfir aðra setta, fyrir ofan þjóðina. Það tel ég mig ekki vera og treysti mér þessvegna alveg til að tala mannamál við blessaða þjóðina, - hún verður þá bara að hlaupa uppí strýtu öðru hverju. Ég hef ekki lært neitt annað tungumál eftir að ég kom inná alþingi. -Og þingmenn geta sjálfum sér um kennt að þvf leyti að þeir eru margir svo dauðhræddir við kjós- endur sína að þeir hafa aldrei þorað að opna munninn um eigin kjör og starfsaðstöðu. Og svo eru menn að gapa um virðingu al- þingis! Auðvitað á virðing alþing- is að felast í því að þar séu unnin góð störf, að menn hafi þar að- stöðu til að vinna það verk sem þeir voru kjörnir til að vinna. -Stundum finnst mér satt að segja að þingið sjálft hafi ekki fylgst með þeim breytingum sem orðið hafa frá því það var sam- koma í tvo mánuði annaðhvert ár. Menn héldu hárri raustu ógleymanlegar ræður til að vitna í næstu áratugi, síðan riðu þeir heim í heyskapinn og gleymdu þinginu. Núna vinnur alþingi allt árið, líka á sumrin, þar starfa alls á ánnað hundrað manns, og auk þess er mikilvæg stofnun, ríkis- endurskoðun, komin undir stjórn þingsins. -Ég er ekki endilega á því að við þurfum fleiri starfsmenn, - við þurfum hinsvegar að skipu- legga þetta starf miklu betur. Og það er ekki auðvelt meðan þingið starfar í átta húsum. Það er óskaplega erfitt að halda utanum svo dreifða starfsemi. -Við erum þó síðan í haust búin að færa fjárveitingarnefnd saman í eitt hús, þarsem sitja þingmenn í nefndinni og starfs- menn hennar og þarf ekki lengur að vera að hlaupa á milli húsa til að finna hvert annað. -Við gerðumst líka svo djörf að ráða til þingsins mann sem að- stoðar allar nefndir þingsins, Þor- stein Magnússon stjórnmála- fræðing, og það sýndi sig strax núna fyrir jólin hvað þetta flýtti ótrúlega mikið fyrir afgreiðslu mála úr nefndum. Þetta hafa stundum verið þannig vinnu- brögð að stjórnarandstæðingar hafa verið að skrifa nefndarálit fyrir nefndarformenn meirihlut- ans, bara í neyð - af því það var enginn annar til þess. Þingmenn á Borgina? -Það er nóg að gera í þessu starfi sem forseti sameinaðs þings, og það eina sem mér þykir miður er að tíminn fer fullmikið í sjálfan rekstur þingsins. í grannlöndunum vinna forsetar þinganna miklu meira pólitískt, og til þess eiga þingforsetar að geta haft tíma, sem forsetar, og sem þingmenn. Ég hef saknað þess að geta ekki beitt mér nægi- lega í málatilbúnaði, við að fylgj- ast með atburðum og umræðu, og í samskiptum við kjósendur. Hótel Borg? Og leggja áætlunina um stóra þinghúsið á hilluna? -Það verður að leysa þennan húsnæðisvanda. Hugmyndin um Hótel Borg er gömul, kom upp áður þegar hótelið skipti um eigendur. Þá skilst mér ástandið hafi verið þannig að þingmenn höfðu alls engar skrifstofur, svo það er ekkert skrítið þótt mönnum þætti í nokkuð ráðist að kaupa stórhýsið Hótel Borg. Ég held að mönnum hafi fundist þetta svo stórkostlegt að það hafi barasta lognast útaf. -Þegar þingið fór smám saman að nálgast að verða nútíma þjóð- þing þá kviknar hugmynd um að byggja þama á svæðinu, og undirbúningur hefst. Síðan er byrjað að byggja ráðhús Reykja- víkur á nánast sama stað, það gjörbreytir allri stöðu málsins. Fjárhagsáætlun nýja hússins er nú uppá tvo og hálfan miljarð og yrði miklu meira. Það er bara raunsæi að sjá að slík framkvæmd er ekkert á dagskrá, allra síst þeg- ar Þjóðminjasafnið er að hrynja og þarfnast viðgerða fyrir hundr- uð miljóna, Þjóðleikhúsið sömu- leiðis, og Þjóðarþókhlaðan stendur auð og tóm, gjöfin sem við gáfum okkur 1974, fyrir fimmtán árum. Þarmeð er enginn að segja að aldrei verði byggt þarna hús en ég er sannfærð um að Hótel Borg gæti að mestu leyst vandann, að minnsta kosti næstu árin. En auðvitað verður þingið sjálft að fjalla hér um og taka ákvörðun. Þessi krappa staða sem þú lýsir um aðstöðu og aðbúnað, - hefur' hún þá ekki veikt þingið að áhrif- um? —Jú. Hættulega mikið. Þetta hefur valdið því meðal annars að framkvæmdavaldið hefur eflst á kostnað löggjafans, að þarna á milli eru enganveginn eðlileg valdahlutföll. Hætta ffyrir lýöræðið -Stjórnarfrumvörpin eru til dæmis samin mestanpart í ráðu- neytunum, og síðan er algengt að þingnefndirnar kalli til sín menn þaðan til umsagnar um þau, - oft einmitt þá sem frumvörpin sömdu. Þessir sömu embættis- menn eru svo kallaðir til að segja álit sitt á þingmannafrumvörpum og hafa auðvitað gífurleg áhrif á framgang mála í þinginu, oftlega vegna þess að þingmenn hafa ekki aðstöðu til þess að kanna málin sjálfir, geta það illa nema hafa hjálparmenn. -Þetta er beinlínis hættulegt fyrir lýðræðið. Þingið er oft eina mótvægið við embættismennina, við ættarveldið í kerfinu og í fyrir- tækjunum, við öllum klíkutengsl- in. Það er þessvegna mín skoðun að því betur sem búið er að þjóð- þinginu þeim mun betur tryggir þjóðin sig gegn slysum í lýð- ræðinu. Það er rætt allmikið um sam- vinnu vinstrimanna. Hvað sýnist þér jeta gerst? -Eg held nú að ýmislegt þurfi að breytast áður en á kemst sam- fylking vinstri flokka. Við höfum auðvitað þá sérstöðu að hér er ekki til sá stóri og tiltölulega rót- tæki flokkur sósíaldemókrata sem við sjáum annarsstaðar á Norðurlöndum, - en mér sýnist að það þyrfti fyrst að gera AI- þýðuflokksmenn að almenni- legum sósíaldemókrötum áður en farið er að tala við þá um nokkuð annað. Við megum svo ekki gleyma því að vandinn í íslenskri pólitík er enganveginn bundinn við flokkana. Helsta vandamál í ís- lenskri pólitík varðar yfirráðin yfir fjármagninu. Það er í hönd- um alltof fárra, og við höfum séð það best nú þessa síðustu daga að jafnvel þótt við höfum hér svo- kallaða vinstristjóm þá ræður hún ekkert við þetta fólk sem sit- ur inni með fjármagnið, ekki einu sinni við ríkisbankana, sem gera bara það sem þeim sýnist án tillits til þess sem ríkisstjómin segir. Kynslóðaskipti En er það stand ekki meðal ann- ars því að kenna að vinstrimenn hafa ekki náð saman? -Ojú. Og maður heyrir á fólki undir fertugu á íslandi núna að það er ekkert óskaplega mikið að hugsa um flokkanna sem slíka. Það fóik segir einfaldlega: Ef menn geta komið sér saman um að gera eitthvað, að taka til í þessu þjóðfélagi, þá er okkur eiginlega alveg sama hvað sá flokkur heitir. Eg held að það séu mjög sterk kynslóðaskipti þarna. Mörgu eldra fólki er svo kær gamli flokkurinn sinn og getur ekki hugsað sér neinar breyting- ar. Menn reka sig fljótt á það þegar verið er að hugsa um samvinnu A-flokka að ný fylking er komin á svipaðar slóðir, - Kvennalistinn. Eru þar einhverjir samstarfs- möguleikar? -Það hefur ýmislegt verið reynt til að fá Kvennalistann til samstarfs og ekki gengið nógu vel. Ástæðan sýnist mér að hluta til vera sú að Kvennalistakonur eru einsog sakir standa í tölu- verðum vandræðum með að skil- greina sína eigin hreyfingu. Það er enginn vandi að skilja tilurð hennnar, en ég held að það vanti mikið á að þeim sé ljóst hvert þær ætla í raun og veru. Þessvegna eru þær ragar við að fara í eitthvert samflot með öðrum. -Kvennalistinn segist enn vera skammtímafyrirbæri, fyrst og fremst til þess að koma fleiri kon- um inn í stjómmál og til að koma að sjónarmiðum kvenna. Ég hef hinsvegar orðið afar lítið vör við að Kvennalistinn sýni nokkmm öðmm konum en Kvennalista- konum minnstu hollustu. Ég les samviskusamlega tímaritið þeirra, Veru, en þar er varla minnst á það sem náðst hefur fram á alþingi, hafi Jóhanna Sig- urðardóttir orðið til þess, eða ég, eða Salóme Þorkelsdóttir. Þær hafa haft afskaplega lítinn áhuga á því sem aðrar konur gera á þingi, og þær hafa engan veginn orðið til þess að konur á þingi ynnu meira saman. -í langflestum málum er ég hinsvegar alveg sammála þeim, og þær mér, enda höfum við næstum alltaf fylgt þeim og þær okkur í málefnaafgreiðslu á þing- inu. -Samskiptaörðugleikarnir fel- ast kannski helst í gagnkvæmri tortryggni, - kannski vegna þess að við höfum aldrei skilið alveg hvernig þær hugsa sína tilvist, og þær eru of ósamstæðar til að geta starfað með einni fylkingu ann- arri fremur. Af því sprettur þessi hugmynd þeirra um þjóðstjóm- ina. Innan Kvennalistans em konur sem standa fjarri Alþýðu- bandalaginu, en þar er líka mikill fjöldi kvenna sem á vel heima hjá okkur. Ágætar stelpur, en... -Þetta varð sérstaklega baga- legt við stjómarmyndunina. Það eru tvær leiðir til í stjómmálum. Það er annarsvegar að standa einsog hundur á roði á því sem maður vill einn og sjálfur, standa á sínum gömlu hugsjónum sem í 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.