Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 19
^ I V Föstudagur 27. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 Guðrún Helgadóttir þingforseti og fyrrverandi kontóristi á sviði Þjóðleikhússins umkringd leikur- um í Óvitanum. (Mynd: Jim Smart) enginn skal hagga við eða koma nálægt. Þá tekur maður líka áhættuna á algerri einangrun og áhrifaleysi. Hinn kosturinn er að reyna að beita sér einsog maður getur lengst komist, að taka þátt í samstarfi og verða þá að sætta sig við málamiðlanir. Þetta verða stjórnmálahreyfingar að gera upp við sig: vill maður taka þátt í stjórn samfélagsins, gera mála- miðlanir að vísu - en ná árangri, eða ætlar maður að sitja í sínu jómfrúrbúri og hafa sáralítið að segja. -Fyrir utan að í okkar lýðræð- iskerfi er það beinlínis skylda þingmanna að mynda ríkisstjórn. Mín skoðun er reyndar sú að við ættum að taka hér upp norska kerfið, útiloka þingrof þannig að aðeins sé kosið á fjögurra ára fresti. Hér getum við hvenær sem er hlaupið burt og efnt til kosninga, - en á milli þeirra þurfum við ennþá að sjá landinu fyrir ríkis- stjórn. Kvennalistinn hefur ekki ennþá alveg áttað sig á þessu öllu- saman, sýnist mér. -Þetta eru ágætar stelpur, en þær eru í skilgreiningarvanda og ná þessvegna ekki áttum . En hvað með þinn flokk, Alþýðu- bandalagið? Er hans vandi horf- inn? Sumir segja að þar ríki vopnaður friður meðan stjórnar- þátttakan varir, - síðan fari gamla stríðið af stað aftur. Verð- ur Ólafur Ragnar til dæmis for- maður flokksins áfram eftir landsfundinn núna í lok árs? -Ég get ekki ímyndað mér ann- að. Þetta svokallaða stríð er reyndar mjögsérkennilegt. Kjós- endur Alþýðubandalagsins eru ekki í neinu stríði, að minnsta kosti ekki það fólk sem ég hef talað við. Ég held að kjósendur Alþýðubandalagsins fylgist af áhuga með stjórnarsamstarfinu, fagni vaxandi gengi, voni að okk- ur heppnist að taka á efnahags- vandanum, koma atvinnulífinu á skynsamlega braut. Þetta er ekk- ert áhlaupaverk. Við tókum ekki beinlínis við blómlegu búi, og við verðum auðvitað að fá einhvern frið til þess. Ekki í stríði við neinn -Ef það er stríð í Alþýðubanda- laginu er það stríð sem tuttugu til þrjátíu manns stússast í við af- ganginn af flokknum. Ef það fólk ætlar að halda áfram að vera í stríði, - þá verður það bara að vera þess einkamál. Ég er ekki í stríði við neinn. Ekki einn einasta mann í Alþýðubandalaginu. Ég hef hinsvegar orðið vör við, - ja kannski svona fimmtán manns, ef ég teldi á fingrum mér, sem sýna mér verulega andúð. Allir aðrir held ég fylgist með störfum okkar með áhuga og vinsemd og sé til- búið til að vinna með okkur af bestu getu. -Alþýðubandalagið er ekki klofið, - það er langt í frá. En er það ekki samt ennþá að glíma við ákveðinn vanda, ti) dæmis um endurnýjun í hug- myndum og stefnu? -Mér koma þessar innantökur þannig fyrir sjónir að það séu ákveðnar manneskjur í flokknum -ég ætla ekki að vera svo auvirði- leg að tala um flokkseigendafé- lag, sem alltaf hefur nú verið heldur óljóst hugtak - sem hefur einfaldlega ekki gert sér grein fyrir framrás tímans. Þróunin í heiminum er ör, og á tveimur til þremur síðustu árum hafa til dæmis gerst þeir atburðir í sam- skiptum stórveldanna sem eng- inn hefði trúað fyrir bara fimm árum. -Það er til fólk sem hangir fast í mjög rómantískri stjórnmála- hugsun, í skelfing litlum takti við nútímastjórnmál. Þetta fólk hef- ur til dæmis ekki orðið vart við að veldi Bandaríkjanna fer hnign- andi. Þau hafa til dæmis engan- veginn þá algeru yfirburðastöðu innan Nató sem áður var, sem breytir heimsmyndinni og mögu- leikum okkar. Róttækir flokkar í Noregi og Danmörku hafa þann- ig talað um það í alvöru að taka þátt í Nató innanfrá til þess að hafa þar áhrif. Ég er ekki að taka undir það hér og nú, - en svona hugsun hefði ekkert okkar nennt að hugsa til enda fyrir svosem tíu árum. Heilsufræðilegt mál -Málefni Efnahagsbandalags- ins, svo ég haldi mig við utan- ríkismál, - við getum ekki heldur horft framhjá þeim. Við verðum að fylgjast grannt með því sem þar er að gerast, og verða við því búin að reynt sé að stilla okkur uppvið vegg. Við getum ekki lok- að augunum fyrir heiminum í kringum okkur, - og við getum heldur ekki lokað augunum fyrir miklum breytingum á öllum svið- um hér innanlands, og haldið síð- an áfram að reka flokkinn einsog menn gerðu, með góðum árangri, og áttu að gera, fýrir tíu árum eða tuttugu. -Ég held enganveginn að Ólafur Ragnar sé að eyðileggja flokkinn, langt í frá, og hef enga stæðu til að ætla annað en að Ólafur Ragnar verði áfram for- maður flokksins. Enda studdi ég hann, og styð hann, með ráðum og dáð, þó ég sé fjarri því að vera alltaf sammála honum. En í því felst einmitt það að vera í flokki með öðru fólki. -Þær tilfinningar sem kvikn- uðu milli félaga í flokknum í tengslum við endurnýjun sem þar hefur orðið og er að verða, - þetta er auðvitað ekkert sem hef- ur með stjórnmál að gera. Þetta er einna helst heilsufræðilegt mál, sem ég hef engan tíma til að hugsa um. Ég hef alltof mikið að gera við að starfa fyrir flokkinn, ég má ekki vera að því að hata fólk í honum. Þú ferð á morgun í leikhús að sjá frumsýnt leikrit eftir sjálfa þig - reyndar í annað sinn, Óvita í Þjóðleikhúsinu. Hefurðu getað sinnt þessum verkum eitthvað uppá síðkastið? -Nei, alltof lítið. Ég skrifaði ekkert á síðasta ári. Sumrin hafa helst verið minn tími, hvarf alveg núna enda mikið að gerast í póli- tikinni. Ég er hinsvegar ekki að segja þarmeð að ég sé hætt, alls ekki. -Óvitarnir voru sýndir fyrst í nóvember 1979, - ég man það vel, ég var þá í framboði fýrir vetrarkosningarnar og það mátti þessvegna ekki hafa nein viðtöl við höfundinn í ríkisfjölmiðlun- um! Þetta varð vinsæl sýning, sýnd held ég yfir fimmtíu sinnum. Ég var bara að reyna að búa til leikverk fyrir börn, það er enginn dans og enginn söngur, - drama fyrir börn og sagt frá lífi tveggja fjölskyldna, sennilega hér í Reykjavík. Ætli þetta sé ekki að lokum um bömin okkar, um stöðu þeirra í samfélaginu. Þetta var á bamaári Samein- uðu þjóðanna og Sveinn Ein- arssonm þjóðleikhússtjóri hafði beðið mig að skrifa verk. Ég man að það reiddust mér nokkrir fé- lagar mínir í Rithöfundasam- bandinu vegna þess að ég sagði einhversstaðar einsog satt var að ég hefði skrifað þetta leikrit á fjómm dögum. Ég var þá ríkis- starfsmaður, - kontóristi - og átti þessvegna aðgang að Munaðar- nesi. Þar var ekkert hús laust í mínu félagi, en þeir Akurnesing- ar voru svo elskulegir að lána mér sitt hús, og þar urðu Óvitamir til. Á fjórum dögum. Mér hefði aldrei komið þetta til hugar, að skrifa leikrit, og allra síst á fjór- um dögum, nema af því ég hafði nýlega lesið ævisögu Laurence Olivier, og hann segir frá því að breski rithöfundurinn Noel Cow- ard skrifaði geysivinsælt verk sitt, Private Lifes, á fjómm dögum. Þegar Sveinn kom með þessa fár- ánlegu hugmynd sína, og ég hafði mjög nauman tíma, þá sagði ég við sjálfa mig: Úrþví hann gat þetta þá get ég þetta bara líka, - og svo gerði ég það. Skrifaö þetta sjálf? -Þetta var mjög skemmtilegur tími uppí Munaðarnesi. Börnin mín voru þarna með mér og höfðu gaman af. Ég rak þau útí móa á morgnana og síðan komu þau spennt heim á kvöldin og þá lékum við það sem skrifað hafði verið þann dag. -Síðan fór þetta inní Þjóðleik- húsið, og ég mætti á samlestur, var óskaplega taugaveikluð og vissi ekkert hvað ég var að gera, dauðhrædd við alla þessa stór- leikara. En þegar lesturinn var búinn þá sagði Ævar Kvaran við mig mjög hugsi: Hefurðu skrifað þetta sjálf? -Þá vissi ég að þetta hafði heppnast. Ég hafði nefnilega ver- ið spurð svona áður. -Ég held að Ævar hafi meint þetta vel, og verið að segja mér að þetta væri alls ekki svo vit- laust. Vona bara að börnin sem sjá Óvitana núna í Þjóðleikhús- inu núna séu sammála Ævari. -m urinn Guðrún Helgadótti spjalli við Nýtt Helgarblí Þjóðviljans: Var sjálfkon óristi í tuttugu ár

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.