Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 22
Ljóðatónleikar í Ópemnni og annar óvæntur konsert Sönglög Schumanns eru senni- lega fullkomnustu tónsmíðar hans. í flokknum op. 39 við ljóð Eichendorfs birtist rómantíkin eins og hún er fegurst. Lögin minna á ófullgerðu sinfóníuna. Þá eru Dichterliebe og Heine- ljóðaflokkurinn op. 24 dýrleg meistaraverk. Og ekki má gleyma Kerner-ljóðunum op. 35. Þau eru minnst þekkt en eru dul- arfyllstu og kannski djúp-róman- tískustu sönglög Schumanns. Þessi ljóð eru öll frábær skáld- skapur. En sama verður ekki sagt um Frauenliebe und Leben eftir Adalbert von Chamisso. Þau ljóð eru léleg og sentimental. Fyrir nú utan það hve hugmyndir höf - undarins eru fjarlægar hugsunar- hætti nútímans. Konan sem Ijöð- in lýsa er sjálf nákvæmlega ein- skis virði. Hún skiptir eingöngu máli af því að eiginmaðurinn valdi hana. Og meira að segja blessað barnið virðist sömuleiðis einskis virði nema sem lifandi eft- irmynd föður síns. Og þó auðvit- að sé ósanngjarnt að dæma hugs- un forfeðranna með okkar hug- myndum er þessi lagaflokkur að efni til hundómerkilegur. En tónlistin er miklu betri. Samt jafnast hún engan veginn á við lagaflokka Schumanns sem áður voru nefndir. Lögin eru að vísu „falleg" og einlæg en það skortir snilldina sem Heine og Kerner tendruðu í tónskáldinu. Laugardaginn 21. janúar hélt finnska söngkonan Soile Isok- osky tónleika í óperunni við und- irleik Maritu Viitasalo á píanó. Og efnisskráin hófst á Frauen- liebe und Leben. Isokosky er af- bragðs söngkona, öguð, smekk- vís og næm á hin margvíslegu blæ- brigði. Viitasalo er einnig mjög góður píanisti sem hefur ná- kvæman og fagran tón. Samstill- ing söngkonu og undirleikara var eins og best verður á kosið. Þær fluttu einnig þrjú lög eftir Brahms, þ. á m. Meine Liebe ist grun við Ijóð eftir Felix son Schu- manns er dó úr tæringu á unga aldri, og híð meistaralega lag við ljóð Heine Der Tod, das ist die kuhle Nacht. Flutningurinn var enn betri en í Schumann. En var þó bestur í Fjórum draumsöngvum eftir finnska tón- skáldið Sallinen, fjórum lögum eftir Sibelius og öðrum fjórum eftir Grieg. Þessir tónleikar voru alveg yndislegir. Á sunnudaginn braust ég gang- andi í þæfingsfærð með Sigurði Örlygssyni myndlistarmanni í Óperuna. Þar voru auglýstir tón- leikar Kammersveitar Reykja- víkur. En þeim var aflýst vegna veðurs. Þó var það ekkert afskap- lega vont og allir strætisvagnar voru í ferðum. En einkabflarnir hafa víst ekki komist fetið. En geta ekki músikáhugamenn farið í strætó fyrir listina? Þennan dag Þúsund symfóníur Ritstjóri Þjóðviljans, Árni Bergmann, hefir andmælt þeirri skoðun Atla Heimis Sveinssonar, að sósíalistar hafi fremur öðrum lagzt gegn módernisma í músík hérlendis; og hann saknar þess, að ekki fari fram umræður um stefnur og strauma. Bókmenntir eru hér í hávegum hafðar. Þær eru gagnrýndar, ræddar og sund- urliðaðar. Tónmenntir eru hins- vegar yfirleitt látnar stinga sinni pípu í sekk. Nú er það svo, að módernísk eða samtíðar músík hefir ávallt verið til. Fyrrum var hún ein- göngu flutt. Eldri verk voru óað- gengileg í skjalageymslum. Fyrst eftir að nótnaprentun komst á fullan skrið var hægt að líta aftur til fortíðar, vinza úr og velja til uppfærslu þær tónsmíðar, er höfðu stærstan snertiflöt gagn- vart áheyrendum. Tíminn er strangur en réttlátur dómari. Af miskunnarlausri rétt- sýni, sem byggist á reynslu-upp- lifun kynslóðanna, hafnar hann til langframa þeim tónverkum, er ekki fullnægja kröfum um heilsteypta formbyggingu með eftirsóknarverðu innihaldi. Gott dæmi þess er 30 ára tímabil um og eftir aldamótin 1800, frá því að Beethoven skapar sína fyrstu symfóníu þar til Schubert semur sína síðustu. Um það leyti verða til í Evrópu um 1000 symfóníur. Allt er þetta nú geymt og gleymt nema 9 symfóníur Beethovens og 3-4 symfóníur Schuberts. Annað dæmi um fallvelti músík-módernismans tilfæri ég eftir gömlum Iærimeistara mín- _Til viÓskiptamanna_ banka og sparisjóða Dráttarvextir af víxlum við banka og sparísjóði Frá og með miðvikudeginum 1. febrúar 1989, verða dráttarvextir af víxlum reiknaðir strax eftir gjalddaga þeirra. Dráttarvextirnir reiknast sem dagvextir. Sama regla gildir um víxla, sem stofnanirnar innheimta fyrir ^ viðskiptamenn. Reykjavík, 24. janúar 1989 Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa voru tveir og þrír í vögnunum. Nóg pláss! En ef einkabíllinn er úr leik leggst mannlíf niður í þess- ari borg! Hvað um það. Sigurður bauð mér heim. Og sú heimsókn var á við þó nokkra konserta. Fyrst hlustuðum við á brjálaðan Wagner. Valkyrjurnar. Vá! Því- lík músik! Ekki dró úr áhrifunum að við vorum í vinnustofunni SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON innan um þessi risastóru málverk en Sigurður er nýkominn frá Sví- þjóð þar sem hann fór sigurför, þó það hafi reyndar skotist fram- hjá íslenskum fjölmiðlum. Þeir eru allir í rassinum á Ólafi Ragn- ari Grímssyni. Pólitík, pólitík! Við Sigurður hlógum okkur máttlausa yfir helvítis snilldinni og látunum í Wagner og vissum ei hve tíminn leið. En loks skipaði Stella, konan hans Sigurðar, okk- ur með harðri hendi í mat. Yfir borðum voru sagðar krassandi kjaftasögur eins og allir gera þeg- ar þeir éta. Sú besta var um þig. Eftir matinn var rokið í mynd- bandstækið og horft og hlustað á alveg kolbrjálaðan Wagner. Fyrst Valkyrjureiðina með þess- ari hasar músik svo mér finnst ég vera lítill strákur í þrjúbíó og indíánarnir eru að koma. En hvar voru þessar kvinnur með hornin, eins og í skrýtlunum, sem gerir þær svo innilega kindarlegar? Svo svæfði Wotan Brynhildi sína og öll börnin á heimiiinu og mig að auki. Svaf ég Iengi en hrökk upp með andfælum þegar Sigurð- ur fáfnisbani blés í hornið sitt og særði fram drekann ógurlega. Þá komu líka börnin hlaupandi úr draumheimum til að hía á hann. Drekinn rúllaði inn á sviðið allur á hjólum og var eins og Sverrir Hermannsson í framan, nema hvað hann talaði ekki og talaði heldur söng og söng þetta líka bassabullið. Sigurður fáfnisbani nennti ekkert að hlusta á þennan sama söng alltaf hreint en hjó hiklaust hausinn af drekanum óg- urlega í einu höggi. Við það fór kappinn upp úr þurru að skilja fuglamál. Óg þá kom einhver furðufugl og söng í hálftíma eða var það klukkutíma hinn fræga fuglasöng eftir Wagner. En hetj- an fáfnisbani stóð á meðan á svið- inu eins og þvara. Svo fór hann að kíka og káfa á Brynhildi sem hraut á einhverjum hörðum steinbedda. Fáfnisbaninn sá að hún var með heljar brjóst sem hann vissi andskotan ekkert hvað var og gerði hann svo skíthrædd- an að hann meig undir en það hafði hann alls ekki gert þegar hann sá drekann ógurlega jafnvel þó hann væri eins og Sverrir Her- mannsson í framan. Og nú rum- skaði Brynhildur eftir hundrað ár. í stað þessa að fara fram úr að pissa lá hún eins og kæst skata langt fram á dag meðan fáfnis- baninn söng í rólegheitum hvað það væri nú skrýtið og skemmti- legt að hitta allt í einu konu. Aldrei í lífinu hafði hann látið sig dreyma um að til væri svoleiðis óþarfi. Svo hættum við þessari bölv- uðu vitleysu. En strax úr öskunni í eldinn. Rakarinn frá Sevilla! Allar persónurnar hálfvitar. Eng- inn hefur hugmynd um hvað er um að vera. Það er ekkert um að vera nema Rossinicrescendo. Upp og niður og út um allt. Allir hlaupa á eftir öllum hring eftir hring. Svo fara allir á hausinn. En hljómsveitin rýkur upp í cresc- endo og allir standa upp og fara að hlaupa í hring á eftir öllum þar til þeir steypast enn og aftur á hausinn. Hljómsveitin á fleygi- ferð niður úr crescendo og svo á harðaspretti upp í crescendo. Það er engin Ieið að hætta. Það er engin leið að hætta að fíflast í geggjuðu rossinicrescendo. Eg vildi að öllum tónleikum verði aflýst. og módernisminn um, Paul Hindemith. Hann var árum saman bratsisti í Amar- kvartettinum. Kvartett-félagarn- ir pöntuðu um 320 ný verk frá öllum helztu kompónistum sam- tíðarinnar á 3. áratug þessarar aldar og frumfluttu þau. Um aldarfjórðungi síðar undraðist Hindemith það, hve afföllin hefðu orðið mikil: aðeins 3-4 verkanna héldu líftórunni. Hin öll hafði óminnishegrinn gleypt. Þroski einnar þjóðar, á hvaða sviði sem er, fer eftir erfða- reynslu hennar, magni og lær- dómsmætti hefðarinnar (traditi- on). Hérlendis hafa menn lengst- um lifað sem hjarðþjóð og veiðimannaþjóð, náttúruþjóð í hrjóstrugu, harðbýlu landi. Grasnytjar og fiskur voru aðal- innihaíd tilverunnar. Menning eða kúltúr var óþekkt hugtak. Lífsbaráttan var vægðarlaus í ná- býli við ís og eld. Tómstundum var í bezta falli varið til skrásetn- ingar á ættarsögum og annálum. Sú ritmennska reyndist síðar verða hin eina grein menningar, sem hér var ástunduð. í mikilli innbyrðis einangrun strjálbýlis og hnattlegulegri fjar- stöðu voru ýmsar tegundir mynd- listar, arkítektúr og músík óþekkt andans viðfang. Músík var til dæmis eingöngu barka- söngur: sálmalagasöngur í kirkj- um, hetjuljóðasöngur rímna í baðstofu. Ut frá þessu þekking- arleysi skýrast viðhorf manna, er talið berst að músík. Álit tveggja fyrrum mennta- málaráðherra varpar táknandi ljósi á þetta. Annar þeirra lét svo um mælt, að músík væri víst þægi- legur hávaði. Hinn kvað músík hafa svo dæmalaust óþægileg áhrif á sig og jafnvel væri hægt að koma fram hefndum fyrirTyrkja- ránið forðum með því að syngja' fyrir íbúa Norður-Áfríku. Þessir menn voru Jónas Jónsson frá Hriflu og Bjarni Benediktsson. Þessi afstaða er og undirstrikuð í bréfi þingeysks bónda til Ríkisút- varpsins á fyrstu starfsárum þess: „Einkum og sér í lagi finnst mér þeir leiðinlegir, Bach og Beetho- ven“. Endurómur þessara skoðana birtist í bók Vésteins Lúðvíks- sonar, Gunnar og Kjartan. Þar er Borgþór togaraháseti látinn segja: „... ég mundi hata alla þessa andskotans sígildu tónlist af plötum, sem útvarpið er alltaf að sprauta yfir landslýðinTi." Ennfremur segir Boggi: „Yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefir af einskærri þrjózku tekið það í sig að syngja Einsi kaldi úr Eyjunum frá morgni til kvölds og gefa skít í allar symfóníur. Sömu- leiðis hefir örlítill minnihluti tekið það í sig af engu minni þrjózku að dýrka Sjúbert og Sjostakóvits og hvað þeir nú heita allir saman og lýsa frati á Ellý Vilhjálms og Hauk Mort- ens.“ Hér er djarflega mælt og tæpi- tungulaust. Skáldsögum er talið það til gildis að lýsa raunveruleik- anum, hugsunum og athöfnum manna í daglegu lífi. Ef mjögstór hópur manna ekki getur skilið, ekki getur blátt áfram þolað klassíska músík, vegna skorts á upplýsingu og þarafleiðandi þroska, þá er því síður hægt að vænta þess, að menn almennt meðtaki módemíska músík, sem því miður alltof oft afneitar grundvallarþáttum sígildrar tón- listar: melódía, harmónía, rýtmi. Þarmeð minnkar móttökumögu- leiki hlustanda. Heyrnarhefð er virt að vettugi. Mundangshófið er vandratað en þó finnanlegt: að varðveita snertiflötinn en brjóta þó upp á nýstárlegum vinnu- brögðum. Það sýna verk klass- ískra módernista (Bartók, Hon- egger, Shostakovich o.fl.). Músík, heldur ekki músík mó- dernismans, er ekki háð neinum pólitískum flokkum, hvorki sósí- alistum né framsóknarmönnum. Menn meta músík eftir upplagi, uppeldi, þroska og dómgreind. Mestu varðar, að músíkin hafi innihald, er skírskoti tii þeirra, Dr. Hallgrímur Helgason skrifar sem hana heyra, að hún endurtjái í tónum eitthvað það, sem menn finna hrærast innra með sjálfum sér; alveg eins og góðar bók- menntir höfða til skynjunarlífs og tilfinningavitundar lesandans. ITT litasjónvarp er Qárfcstíng í v-þýskum gæðumog falles ítum 22 SÍÐA - NÝTT HHLGARBLAÐ i Föstudagur 27. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.