Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 28. janúar 1989 20. tölublað 54. órgangur Tónskóli Sigursveins Marabon í í tónskóla Sigursveins í Breiðholti ígær. örn Magnússon einn þeirra sem þátttaka í maraþoninu í dag, leiöbeinir Kristínu Guömundsdóttur á flautuna. (Mynd: ÞOM). Hraunbergi Maraþontónleikar verða hald- nír í Tónskóla Sigursveins að Hraunbergi 2 og hefjast þeir kl. 14 í dag. A fjórða tug tónlistar- manna og söngvara koma fram á tónleikunum en þeim lýkur kl. 18. Að sögn Guðrúnar Guð- mundsdóttur, kennara við Tón- 'skóla Sigursveins, er tilefni tónl- eikanna það að skólinn á 25 ára afmæli um þessar mundir og einnig að nú er nýbúið að taka síðasta áfanga Tónskólans að Hraunbergi í gagnið og verður á tónleikunum aflað fjár til kaupa á húsbúnaði í salinn. Öll vinna er gefin við tónleikana og er að- gangur ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum sem verða notuð til að fjármagna innréttingu í salnum. Tónlistarskólinn að Hraunbergi er fyrsta húsið sem er sérhannað sem tónlistarskóli. Arkitekt að húsinu er Rúnar Hauksson. -Sáf AA—formenn Rautt Ijós í Firðinum Jón Baldvin og Ólafur Ragnar íBœjarbíói. Loksins kveikt íflugeld- unum? Formenn A-flokkanna halda síðasta fundinn „á rauðu ljósi" í dag, og eru Hafnfirðingar gest- gjafar. Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson hefja fund sinn klukkan tvö í Bæjarbíói við Strandgötu, og má búast við fjölmenni sé miðað við fundi þeirra um landið nú síðustu vik- ur. Um 160 manns sóttu fund þeirra í Neskaupstað fyrir viku, og á Akureyri voru tæplega 400 manns í fullu Alþýðuhúsi. Þótt ýmsir hafi kennt ferðina við pólitíska flugeldasýningu - einkum þeir sem hafa öðlast frægð við að vera fjarverandi - hefur enn ekki verið skotið upp einum einasta eiginlegum flug- eldi á ferð formannanna um landið. Ótraustar heimildir Þjóð- viljans herma hinsvegar að nú standi til að mála bæinn rauðan, og þykir sumum hægramegin þó nóg um í Hafnarfirði, sem ásamt Kópavogi hefur þá sérstöðu að í bæjarstjórn er hreinn meirihluti A-flokkanna tveggja. Veður Það versta yfirstaöiö í dag er gert ráð fyrir suðaustan eða breytilegri átt um allt land, og ágætis veðri. Á morgun er gert ráð fyrir að vindur snúist til norð- vestanáttar með snjókomu á Norður- og Austurlandi, en élj- um vestanlands og sunnan. Reiknað er með mun hægari vindi en kólnandi veðri á morg- un. sg Neysluvörur 2,02% frá september Viðamikil verðkönnun áHöfn sýnir um 2 % hœkkun áalgengustu neysluvörum frá upphafi verðstöðvunar í haust Niðurstöður ítarlegrar verð- könnunar Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði sýna að frá því verðstöðvun tók gildi í septemberbyrjun sl. haust og fram til 26. janúar hefur verð á algengustu matvörum og öðrum vörum til heimilishalds hækkað um2,02%. Tvær félagskonur í Jökli hafa undanfarin ár gert reglulegar verðkannanir fyrir félagið, sem hafa vakið athygli bæði á heimslóð og víðar. Frá því að verðstöðvun tók gildi sl. haust hafa verið gerðar þrjár verðkann- anir, nú síðast í fyrradag. í þessum verðkönnunum er at- hugað verð á um 340 vörutegund- um, allt algengar vörur til heimil- ishalds. Könnun sem gerð var í lok desember sýndi að verð á þessum vörum hafði lækkað um 0,06% frá upphafi verðstöðvun- ar. Könnunin nú í vikunni sýndi hins vegar hækkun frá því í ágúst- lokuppá2,02%. - Þessar verðkannanir eru orð- inn fastur liður í starfsemi félags- ins og þetta er mjög mikilvægt starf sem verkalýðshreyfingin á að halda gangandi til að efla verðskyn launafólks, sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Jökuls í samtali við Þjóðviljann. Björn sagði að þessar niður- stöður úr nýjustu könnuninni kæmu á óvart. Margir hefðu átt von á meiri hækkun. Staðreyndin væri sú - að landbúnaðarvörur hefðu ekkert hækkað frá í haust, sumar vörutegundir hefðu lækk- að lítillega en aðrar hækkað, þar af sumar verulega. _jg. Jóhann/Karpov Ballið að byrja Fyrsta skákin íSeattle ínótt. Helgi Ólafsson okkar maður á staðnum Idag -eða nótt- setjast þeir Jó- hann Hjartarson og Anatólí Karpov niður í Lakeside- skólanum í úthverfi Seattle og tefla fyrstu skák einvígis síns. Flestir reikna með að sovéski skákrisinn sigri en því fer vita- skuld fjarri að landi vor sé hræddur hjörs í þrá. Að mati Helga Ólafssonar, okkar manns í Seattle, er tvennt Jóhanni í hag. Annarsvegar að einvígið er stutt, því Karpov sé oft seinn í gang. Hinsvegar er lengd hverrar „setu", í löngum setum reyni á líkamsþol, og þar standi Jóhann betur. Sjá síðu 11 Bœkur Jonas í f jórum nyjum bindum Ný heildarútgáfa afverkum JónasarHallgrímssonarfrá Svörtu á hvítu Imarsiok er væntanleg á mark- að ný og glæsileg heildarútgáfa af ritverkum þjóðskáldsins Jón- asar Hallgrímssonar í bundnu máli og lausu, og tekur hin nýja útgáfa eldri bókum fram um flest, þar á meðal textamagn og ná- kvæmni. Það er bókaforlagið Svart á hvítu sem gefur út, en ritnefnd verksins skipa þeir Páll Valsson, Haukur Hannesson og Sveinn Yngvi Egilsson. Prentsmiðjan Oddi annast prentun og frágang. Auk heildarsafns af ljóðum Jónasar verða hér ræður hans, ritgerðir og bréf, mörg þeirra í fyrsta sinn, ferðadagbækur hans þýddar úr dönsku, skrif hans um náttúrufræði og þýðing hans á stjörnufræði Ursins. Eitt bindið er helgað skýring- um og athugunum á texta Jónas- ar, æviskrá hans og ýmsum gögnum um hann, og er þar á meðal „sjúrnall" af spítalavist hans síðustu dagana. Páll Valsson sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að heildarútgáf- an nýja væri byggð á ítarlegri at- hugun á handritum skáldsins og frumútgáfum af verkum hans, og væri fylgt þessum gögnum skálds- ins sjálfs í útgáfunni, en ekki fyrstu prentun ljóðmælanna frá 1847, tveimur árum eftir lát Jón- asar. Mætti því búast við að hollvinir skáldsins hittu það fyrir að nýju á ýmsan veg í þessum bókum. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.