Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Umferð 29 dauðaslys í fyrra ÓliH. Þórðarson: Þráttfyrir gífurlega fjölgun ökutœkja hefur slysum ekki fjölgað að sama skapi Þrátt fyrir gífurlega fjölgun ökutækja hér á landi undan- farin ár hefur slysum ekki fjölgað að sama skapi. Þessu ber að sjálf- sögðu að fagna en betur má ef duga skal, sagði Óli H. Þórðar- son, formaður Umferðarráðs, og benti á að þrátt fyrir fækkun um- ferðarslysa, slösuðust og létust of margir á ári hverju. Umferðarráð bauð til blaða- mannafundar á endurhæfingar- deild Borgarspítalans þar sem dvelja einmitt mörg fórnarlömb umferðarslysa. Á fundinum voru kynntar tölur sem sýna að um- ferðarslys hér á landi voru 40 færri árið 1988 en árið á undan, en alls slösuðust 939 í umferðinni árið 1988, 29 dauðaslys urðu en það eru fimm fleiri en árið áður. Undanfarin ár hafa að meðaltali 24 látist í umferðinni á ári. Þegar litið er á aldursskiptingu þeirra sem slösuðust á liðnu ári kemur í ljós að mesta fækkunin var hjá aldurshópnum 7 til 14 ára en mesta fjölgun varð meðal fólks 65 ára og eldra. Hlutfalls- lega slasast flestir á aldrinum 17 til 20 ára. Áberandi fjölgun slasaðra er eingöngu í tveimur kjördæmum landsins, Reykjavík og Reykja- neskjördæmi. í höfuðborginni fjölgaði slösuðum úr 239 í 318 á milli ára, en í Reykjaneskjor- dæmi úr 240 í 280. Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast í umferðinni. Þannig slösuðust 533 karlmenn árið 1988,74færrien 1987. Hinsvegar lega færri konur slasast undir ökumenn á móti 280 kvenkyns fjölgaði konum um 34 á milli ára; stýri en karlmenn, þannig slösu- ökumönnum. í fyrra slösuðust 406 konur. Veru- ðust á nýliðnu ári 723 karlkyns -sg Umferðarráð bauð til blaðamannafundar á endurhæfingardeild Borgarspítalans en þar dvelja mörg fórnar- lömb umferðarslysa. Mynd Jim Smart. ✓ Stúdentaráð HI Málefnasamningi fylkinga r'rft Strandið Saumað að skip- stjóranum Ekkert bendir til þess að stýrisbúnaður hafi verið í ólagi Sjóprófum vegna strands Mar- iane Danielsen lauk í fyrrkvöld. Þá hafði þeim fjölgað er báru vitni um að skipstjórinn hefði verið við skál er kaupfarið lét úr Grindavíkurhöfn en ekkert kom- ið fram sem renndi stoðum undir þá fullyrðingu hans að stýrisbún- aður hefði bilað og það orsakað óhappið. Það er alkunna að sjópróf eru ekki dómstóll heldur vitna- leiðslur og skýrslugjöf þar sem leitast er við að skýra málsatvik og málsframvindu, festa hendur á hinu sanna. Það veltur síðan á þeim sannindum hvort ástæða þykir til að höfða refsi- eða skaðabótamál. Eftir sjópróf í strandmáli Mari- ane er ljóst að nægar forsendur eru fyrir því að höfða refsimál á hendur skipstjóranum. Mariane hefur enn mjakast í vesturátt og nær Grindavík. Nú er hún skorðuð föst við svonefnd- ar Flasir en fróðir menn herma að þaðan haggist hún ekki af eigin rammleik. Jón Gunnar Stefánsson sagði í gær að þótt örlög skipsins væru löngu ráðin væri enn ekki fullvíst hvað yrði um flakið. Bærinn héldi kröfu sinni á hendur tryggingafé- lagi útgerðarinnar til streitu, skrokkurinn yrði fjarlægður og útlagður kostnaður vegna björg- unarstarfs, olíutæmingar, greidd- ur að fullu. ks. Óheilindiformanns Stúdentaráðs í lánamálum orsök sundurlyndis Röskvu og Vöku og þjóðstjórnarslita í SHÍ Eftir kosningu fulltrúa til setu í Stúdentaráði Háskóla ísiands í fyrravor kom upp sú nýja og óvenjulega staða að vinstrimenn í Röskvu og hægrimcnn í Vöku höfðu nákvæmlega jafnmörgum ráðsmönnum á að skipa eða 15 talsins hvort félag. Því var ekki um annað að ræða en slíðra sverðin og ákveða að vinna sam- an að hagsmunum námsmanna. Og var það gert og gekk (að því er virtist) bærilega þangað til í fyrri- nótt að fulltrúar Röskvu báru fram tillögu um vantraust á stjórn SHÍ og riftu málefnasamningi fé- laganna tveggja. Orsök þessa er sú, að sögn Röskvumanna, að Vökumenn, en þó einkum oddviti þeirra og formaður Stúdentaráðs, Sveinn Andri Sveinsson, hafa ekki unnið af neinum heilindum að lánamál- um námsmanna. Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum síðastliðið haust var það eitt af fyrstu verkum nýskipaðs menntamálaráðherra að skipa vinnuhóp sem móta ætti hug- myndir um bætta skipan lána- mála. Þau höfðu verið í ólestri frá valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins í menntamálaráðuneytinu, t.a.m. hafði Sverrir Hermannsson skert framfærslugetu námslána um 20 af hundraði og það aldrei verið bætt. Skemmst er frá því að segja að vinnuhópurinn, sem skipaður var 4 fulltrúum námsmannahreyf- inga og 4 fulltrúum ríkisvaldsins, vann skjótt og vel og mótaði bráðabirgðatillögur í 4 liðum. Sverrisskerðingin skyldi bætt í áföngum, dregið úr lánsrétti há- tekjunámsmanns, endurskoðun hafin á framfærslukostnaði náms- manna og fyrsta árs námsmanni gefinn kostur á láni. Á fréttamannafundi Röskvu í gær kom fram að fulltrúar í vinnuhópnum bundu það fast- mælum að greina fjölmiðlum ekki frá niðurstöðu sinni að svo komnu máli. Þann trúnað hefði Sveinn Andri brotið og lekið til- lögunum í Morgunblaðið og Stöð 2. Þessi trúnaðarbrestur og marg- ur annar af hálfu Vöku hefði leitt til þess að fulltrúar Röskvu báru upp vantrauststillöguna í fyrri- nótt og riftu málefnasamningi fé- laganna. Þetta hefðu þeir gert þótt ekki hefði orðið nýr og óvæntur ágreiningur um bráða- birgðatillögurnar á fundinum. Skyndilega kom nefnilega í ljós að þær voru hægrimönnum eicki að skapi. Fyrir blaðamannafundinn varð sá óvænti og spaugilegi atburður að blaðamaður Morgunblaðsins, Ólafur Stephensen að nafni, rétti kollega sínum af Þjóðviljanum yfirlýsingu frá þrem ungtyrkjum Vöku, þarámeðal ofannefndum Sveini Ándra, í tilefni af „blaða- mannafundi þar sem verulega • frjálslega er farið með staðreynd- ir“! Gott er til þess að vita að enn eru uppi menn forspáir með ís- lenskri þjóð. ks. Laugardagur 28. janúar 1989 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1989 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1989 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni, - fiskeldi, - upplýsinga- og tölvutækni, - líf- og lífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, - matvælatækni, - framleiðni- og gæðaaukandi tækni • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda - líkindum á árangri • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í at- vinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að lang- frama uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.