Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 6
þJÓÐVIUIHN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Sættir í Kampútseu Það er verið að semja um frið í Kampútseu, og sú sátta- gerð er einn þáttur í þeirri merkilegu þróun, að bætt sambúð risaveldanna auðveldarstórlega að kveða niðursvokallaðar staðbundnar styrjaldir. Um leið minnir Kampútsea okkur á það, að heimurinn er miklu flóknari en svo að hann hlýði tvískiptingu milli austurs og vesturs. Þegar Bandaríkjamenn hrökkluðust frá Vietnam hrundi í Kampútseu stjórn Lon Nols, sem þeir höfðu stutt til valda- ráns gegn hlutleysissinnanum Sihanouk fursta. Við völdum tóku hinir Rauðu Khmerar Pol Pots, sem menn höfðu talið nána samherja víetnamskra kommúnista. Þeir reyndust svo trúa á einhverskonar herskálakommúnisma sem breytti landinu í nauðungarvinnubúðir og fylgt var eftir af þeirri grimmd að kostaði fjórðung Kampútseumanna lífið. Heng Samrin og aðrir Rauðir Khmerar sem andæfðu grimmdinni, fluðu á náðir Vietnama, sem réðust með her sinn inn í Kampútseu fyrir tíu árum, hröktu Rauða Khmera til fjalla á landamærum Thailands og komu á fót sér hollri stjórn Heng Samrins í Phnom Penh. Vietnamar, hvort sem þeir heita kommúnistar eða eitthvað annað, hafa lengi haft til- hneigingu til að gera Kampútseu sér undirgefna, og illvirki Pol Pots gegn eigin þjóð gerðu þeim mögulegt að koma fram sem frelsarar undan hinu versta hlutskipti. í Phnom Penh hefur síðan setið stjórn sem Hun Sen veitir nú forystu. Hún nýtur stuðnings Víetnama sem hafa öll þessi ár barist gegn Rauðum Khmerum og tveim skærliðasam- tökum öðrum (önnur eru í tengslum við Sihanouk). Að baki Víetnömum standa svo Sovétríkin. Þetta hefur orðið til þess að ólíklegustu aðilar hafa sameinast um að neita stjórninni í Phnom Penh um viðurkenningu, kalla hana leppstjórn Viet- nama og Rússa. Kínverjar, Bandaríkjamenn, Thailendingar og fleiri - allir hafa átt hlut að því að útlagastjórn var brædd saman, sem nýtur réttinda Kamptúseu á alþjóðavettvangi (m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum). Þessi stjórn er undir for- sæti Sihanouks, en hefur aðallega á bak við sig vopnaðar sveitir hinna illræmdu Rauðu Khmera. Til þeirra hafa svo kínversk og bandarísk vopn borist yfir Thailand í áratug. Allt þetta tengist því að hafi menn fyrst og fremst hugann við stórveldahagsmuni, þá spyr enginn að því hvað sé iang- hrjáðum Kampútseumönnum fyrir bestu. Menn spyrja að því einu hvort Sovétríkin (eða Bandaríkin) séu að tapa eða græða. Og því hafa Bandaríkin tekið þátt í að „halda skrýms- linu Pol Pot á lífi, sem mátti greiða banvænt högg þegar 1979“ eins og breska blaðið Guardian segir. Nú á að semja um að Kínverjar hætti að senda Rauðum Khmerum vopn og Vietnamar fari á brott með her sinn frá landinu. Og þetta er, sem fyrr var að vikið, mögulegt vegna þess að sæmileg samskipti eru á milli Moskvu, Washington og Peking um þessi mál og fleiri. Og þá kemur loksins að því, að vestræn blöð fara að hafa áhyggjur af Kampútseumönnum sjálfum. Því má lesa í Gu- ardian og Washington Post og víðar viðvörunarskrif um að með engu móti megi fallast á það að þeir blóðhundar, Rauð- ir Khmerar, fái tækifæri til að gera illt af sér með því að reynt sé að þvinga stjórnina í Phnom Penh til að hleypa þeim inn í einskonarsamsteypustjórn. Þá beri að útiloka frá ákvörðun- um - en treysta í þess stað á „hina hófsömu kommúnista" Hun Sens, sem helst geti tryggt Kampútseumönnum líf án ótta. Um leið og við hljótum að fagna líklegu samkomulagi um Kampútseu skulum við láta sögu þess lands verða okkur virka áminningu um að engar glósur um þjóðfrelsi eða' heimsvaldastefnu, lýðræði eða sósíalisma, geta leyst okkur undan þeirri kvöð að reyna í hverju dæmi að fella dóma eftir aðstæðum og verkum manna í hverju landi. Nýr skoðana- vettvangur Sem kunnugt er nenna menn ekki lengur að lesa eða hlusta á reiðilega langhunda um hvað öllu fer aftur, jafnvel þótt tekið sé með hvað hugsanlegt væri til úr- bóta. Þó hafa margir þörf fyrir að hella úr þessum skálum við og við og þörfin hefur skapað nýjan vettvang: persónulega viðtalið. Viðtöl eru af einhverjum or- sökum ákaflega vinsælt blaða- og tímaritaefni, og undir því yfir- skini að við séum að kynnast manneskju er stundum laumað að manni heilmiklum og oft holl- um reiðilestri og heimsósóma- messum. í tveim nýlegum viðtölum er komið inn á víðtæk áhrif nútíma menningar sem menn velta kann- ski ekki fyrir sér dags daglega en sýna vel hvemig lífsháttum og gildismati kynslóðarinnar sem nú er komin yfir miðjan aldur hefur verið endavent gersamlega. Hálftími á viku í viðtali um móðurmáiskenns- lu í fyrsta tölublaði Vikunnar á árinu er Heimir Pálsson íslensku- fræðingur með meiru harðorður um aðstöðu barna og unglinga til að Iæra móðurmálið almenni- lega. Máluppeldi barna, segir hann, gerbreyttist með átta klukkustunda dagskrá á ensku á hverju. heimili sem skólar kunna ekki og hafa ekki bolmagn til að bregðast við: „Við þyrftum sennilega að tvöfalda fjárveiting- ar til skólastarfs á íslandi ef við ætluðum að gera eitthvað raun- hæft þar,“ segir hann og heldur áfram: „Áður Iærðu bömin mál sitt af fullorðnum og af því að um- gangast fullorðna, en nú má segja að þau læri að tala af jafnöldrum sínum. Það er sá hópur sem þau tala við og hlusta á. Foreldrarnir eru ekki heima. Kennarar hafa mjög nauman tíma til að sinna hverju barni. Á fyrstu áram grunnskólans getur kennari að meðaltali gefið hverju barni ein- hvers staðar milli hálftíma og klukkutíma á viku. Það gerast engin undur á þeim tíma. Heimil- in geta ekki heldur brugðist við þessu.“ Tala barna- börnin ensku? Heimir tekur fram að dag- heimilin hafi staðið sig vel, athug- anir á málþroska dagheimilis- barna sýni að þar læri bömin að tala. En enskan sækir á. Mun næsta kynslóð taka ensku fram yfir íslenskuna? spyr blaðamaður Vikunnar, og Heimir svarar: „Ég veit ekki hvort það verður næsta kynslóð. En þar næsta kyn- slóð verður hugsanlega jafnvíg á ensku og íslensku... Það er eins gott fyrir þig að kunna ensku ef þú ætlar að geta talað við barna- bömin þín.“ Og bætir við: „Þetta er svartsýnisspá." Lausnin sem Heimir sér er að breyta íslenskukennslu frá gmnni, hætta að kenna flókna og fræðilega málfræði í gmnn- skólum sem nýtist börnunum annaðhvort löngu seinna eða aldrei, en einbeita sér í staðinn að málnotkun og lestri, sjálfri beitingu málsins og skilningi á því: „Rannsóknir bæði frá Noregi og Svíþjóð benda til að lestrar- skilningi sé afar ábótavant hjá allt að fjórðungi þjóðanna, þ.e.a.s. að fólk geti ekíci gert sér mat úr eða skilið venjulegan nytja- texta... Við höfum engin rök til þess að halda að þessu sé öðmvísi farið hér!“ Málið valdatæki Að lokum segir Heimir: „Við eigum að kenna fólki að bera virðingu fyrir tungumálinu vegna þess að það er flókið tæki og gríð- arlega mikilvægt. Það er ekki að- eins tæki til að gera sig skiljan- legan heldur er það valdatæki og hefur verið mikið notað sem slíkt. Sá sem hefur gott vald á málinu er ævinlega betur settur en sá sem aðeins hefur miðlungi gott vald á því. Sá sem á fimm orð yfir sama fyrirbæri hefur fleiri möguleika en hinn sem kann bara eitt orð. Ég held að málið skipti okkur gífurlega miklu máli.“ Fólk er óstabílt Við erum á góðri leið með að skipta um tungumál, segir Heimir Pálsson í svartsýniskasti og vill koma í veg fyrir það. En er það kannski liður í „eðlilegri“ þróun? Hjördís Gissurardóttir kemur inn á aðrar megin- breytingar sem eru að verða á ís- lendingum í viðtali í DV um síð- ustu helgi: „Ungt fólk metur það ekki að hafa vinnu. Ef sett er ofan í við starfsmann, sem alltaf kemur of seint, þá verður hann reiður og er kominn í fyrirtækið við hliðina daginn eftir.“ Þetta getur fólk leyft sér vegna þess hvað eftirspurn hefur verið mikil eftir vinnuafli, en nú krepp- ir að og Hjördís vonar að það kenni fólki hvers virði það sé að hafa vinnu. Og hún heldur áfram: „Ég sé það líka á skattkortum hvað ungt fólk er búið að vinna víða og lítur á fjölda vinnustaðanna sem með- mæli. Þetta er fólk sem er rúm- lega tvítugt og er búið að vinna á síðasta ári á fimm eða sex stöð- um. Það þykist mjög veraldar- vant og hafa mikla starfsreynslu vegna þess hvað það er búið að vinna á mörgum stöðum.“ Mátti breytast Lengi þóttu þeir óráðsíumenn sem skiptu um vinnu, ekki bara oft heldur yfirleitt. Menn áttu að ráða sig hjá ömggu fyrirtæki og vinna því af trúmennsku til ævi- loka. Og ef þú þarft að deyja þá vinsamlegast gerðu það í kaffi- tímanum, eins og sagði í kvæð- inu. Þetta viðhorf var óhollt og mátti breytast. í nútímasamfélagi er mest um vert að vera fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum, snöggur að læra og komast upp á lagið. Vísast hefur flakkið milli vinnustaða sem Hjördís talar um verið sumum krökkunum góður skóli. Þau hafa kynnst ólíkum manngerðum meðal samstarfs- fólks og yfirmanna, og þess hafa þau þurft, því eins og Heimir sagði umgangast þau allt of þröngan hóp jafnaldra sinna langt fram eftir aldri. Það er vafasamur ávinningur ef kreppan kennir fólki þrælsótta á ný og bindur fólk við vinnustað þar sem það er kannski hundóá- nægt. Hitt er annað mál að tíð vinnustaðaskipti geta verið ómeðvitaður flótti frá því að læra að gera hlutina vel. SA Þjóöviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjón- arm. Nýs Helgarb.), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr-). Handrita- og prófarkalestur: ElíasMar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdast jóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsrnóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.