Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 7
VIÐHORF Félagshyggjuviðhorf í heilbrigðiskerfinu Ríkisstjómin setti sér það markmið í málefnasamningi sín- um að athuga „...fyrirkomulag lyfsölu og læknisþjónustu sér- fræðinga til að draga úr kostnaði heimila og heildarútgjöldum hins opinbera“. Þetta gleymdist ekki í fjárlagafrumvarpinu þar sem til- lögur vora gerðar sem „...miðast við að lækka megi lyfjakostnað um 80 miljón kr., 70 miljónir megi spara með því að taka upp tilvísanakerfi að nýju og hagræða sérfræðiþjónustu og 20 m. kr. með bættum rekstri rannsókna- stofa“. Óljóst er enn hvemig ætlunin er að lækka lyfjakostnaðinn. Enn fá apótekin að leggja 68% á lyf og taka sérstakt afgreiðslugjald þótt löngu sé vitað að þetta er ábata- samasta verslun sem stunduð er í landinu og forsendur þessarar álagningar löngu brostnar. Hins- vegar fræddi Þjóðviljinn og fleiri fjölmiðlar okkur á því eftir ára- mótin að samningar hefðu verið gerðir við sérfræðinga í lækna- stétt um að þeir sem stunda ein- karekstur sem slíkir gæfu það sem nefnt var „magnafsláttur" og myndi það spara ríkinu 80 milj- ónir í ár. Því miður er málið ekki jafn einfalt og fréttir gáfu í skyn. Þessi samningur staðfestir enn einu sinni hve ríkisvaldinu og embættismönnum þess gengur illa að gæta almannahagsmuna gegn hagsmunum þröngs sér- fræðingahóps. Hann gefur raun- ar glögga innsýn í vanmátt og ábyrgðarleysi stjórnvalda og embættismanna sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart hálaunahópi sem á sinn þátt í að þyngja skattbyrði á alþýðu manna. Lítum nánar á dæmið. Tilvísanaskylda afnumin: kostnaður eykst Tilvísanakerfið svonefnda felst í því að sjúklingi eða heilbrigðri manneskju, sem leitar læknis, er skylt að tala við heilsugæslu- eða heimilislækni áður en lengra er haldið. Sérfræðingsleyfi læknis gefur honum kost á að vinna á 33% hærri töxtum en ella. Sér- fræðingar fengu árið 1984 Matt- hías Bjamason, þáv. heilbrigðis- Hörður Bergmann skrifar ráðherra, til að fella tilvísana- skylduna niður til reynslu í eitt ár. Eftir að það leið hefur Trygging- astofnun brotið gildandi lög með því að greiða reikninga sérfræð- inga þótt þeir séu ekki byggðir á heimsókn skv. tilvísun. Skúli Johnsen, borgarlæknir, hefur gagnrýnt þetta harðlega í viðtali við Tímann 29. 8. 1987 og sagði m.a.: „Tilvísanaskyldan þjónaði frá upphafi þeim tilgangi að koma í veg fyrir ofnotkun dýrrar sér- fræðiþjónustu, þ.e. að það yrði alltaf mat heimilislæknis viðkom- andi hvort hann þyrfti á sérfræði- aðstoð að halda eða ekki.“ Hann segir enn fremur: „Stór hluti verkefna heimilislækna er hjá læknishjálp hefur verið auðveld- aður...“ í árslok 1987 bjuggu 811 lækn- ar hér á landi og af þeim höfðu 598 sérfræðileyfi. 338 læknar voru pá í sérfræðinámi eða starfi erlendis. Starfið er nefnilega orð- ið of eftirsótt. Við höfum nú íleiri lækna á hverja 1000 íbúa en nokkur önnur þjóð í heiminum. Það er offramboð á læknum. Samningsstaða sérfræðinga er því orðin veik og tímabært að stjórnvöld fari að gæta hagsmuna almennings með það í huga. Ofnotkun á sérfræðingum vitn- ar um það hvemig hagsmunir ein- staklinga og áhrífamikils hagsmunahóps fá að bitna á hags- munum heildarinnar. Sé gluggað „Þessi sumningur... gef- urglögga innsýn í van- mátt og ábyrgðarleysi stjórnvalda og embœttis- manna sem eiga að gceta hagsmuna almennings gagnvart hálaunahópi sem á sinn þátt í að þyngja skattbyrði á al- þýðu manna. “ sérfræðingum. Bæði er þetta margfalt dýrara og þar á ofan Ié- legri þjónusta fyrir sjúklingana. Því það sem við sækjumst eftir er samfelldnin, þ.e. að sami læknir- inn fylgist með heilsufari ein- staklingsins og fjölskyldunnar í heild. Á meðan þetta breytist ekki stórhækkar bæði kostnaður vegna aukinnar notkunar dýrrar sérfræðiþjónustu og um leið lyfj- akostnaðurinn vegna ferða fólks frá einum lækni til annars." Borgarlæknisembættið hefur látið gera úttekt á þróun kostnað- ar við ýmsa þætti heilbrigðis- og sjúkraþjónustu fyrir íbúa Reykjavíkur á árunum 1970- 1986. í skýrslunni kemur fram að hækkun sérfræðilækniskostnaðar hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur hafði hækkað um 117,3% síðan 1981 og bent á að „Helsta ástæð- an fyrir hækkun á þessu sviði er sú, að aðgangur fólks að sérfræði- í heilbrigðisskýrslur landlæknis- embættisins, þar sem birt er tölu- legt yfirlit um sóttarfar og sjúk- dóma ár hvert, virðast um 95 til- vik af 100 hefðbundnir algengir sjúkdómar sem að jafnaði krefj- ast ekki sérfræðingsmeðferðar. Við erum farin að nota sérfræð- inga í stórum stíl til að fást við kvef, hálsbólgu, iðrasótt (þ.á m. niðurgang) og hefðbundan barn- akvilla! Staðfesting á ofnotkun sér- fræðingsheimsókna í þéttbýli, þar sem meira en þrír af hverjum fjórum melda sig við sérfræðing víðast hvar fæst einnig í Lækna- blaðinu, 7. h. 1988. Þar birtist yfirlit sem sýnir af hvaða orsök- um fólk leitar læknis í dæmigerðu Iæknishéraði og hvaða úrlausn það fær. (Skráning samskipta á heilsugæslustöðinni á Hólmavík 1. júlí 1985 til 30. júní 1986). í Ijós kom að af 8382 skráðum úr- lausnum var aðeins 51 tilvísun til sérfræðings og þar að auki var sjúklingi ráðlagt að leita sérfræð- ings í 101 tilviki. Áðumefndur vanmáttur stjórnvalda birtist okkur í þvi að sóunarkerfið á Reykjavíkur- svæðinu er ekki afnumið og farið að gildandi lögum um tilvísana- skyldu. í fréttum af sérfræðinga- samningunum var okkur tjáð að því hefði verið frestað að taka til- vísanaskylduna upp. Fram- kvæmd laga má aldrei verða samningsatriði við sér- hagsmunahóp. Megum við vænta skýringa á því hvers vegna það var gert? Hvað segir Tryggingar- áð og heilbrigðisráðherra? Hvað segir ríkissaksóknari um ábyrgð í svona máli? Einnig væri fróðlegt að fá upp- lýst á hverju áætlanir um að hægt sé að spara 80 miljónir með nýju samningunum byggjast. Morgun- blaðið ræðir við Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðu- neytisins, 4. þ. m. og segir um álit hans: „Varðandi þann spamað sem þessi nýi samningur ætti að hafa í för með sér væri erfitt að segja til um það. Þegar rætt væri um 80 miljóna sparnað væri mið- að við sama sérfræðingafjölda og einingafjölda og á síðasta ári. En sérfræðingum mundi hins vegar fjölga og þeir ynnu utan afslátt- arkerfisins þá gæti heildarkostn- aður staðið í stað eða jafnvel hækkað. Það væri ekki hægt að setja neitt þak á útgjöld ríkisins í þessum efnum." Hér víkur ráðuneytisstjórinn að afar merku stjómunaratriði. Umrædd starfsemi er nefnilega rekin á þeim grundvelli að kaupandinn, ríkið fyrir hönd al- mennings í landinu, ræður ekki hversu mikið hann kaupir. Selj- andinn eða verktakinn, sem í þessu tilviki vinnur í ákvæðis- vinnu skv. töxtum fyrir einingar, ræður fjölda heimsókna, aðgerða og rannsókna sem hann fær greitt fyrir. Þ.e.a.s. ef honum tekst að afla sér viðskiptavina. Því meira því betra! Fjölmiðlar hafa gefið þá skýr- ingu á áðumefndum „magnaf- slætti" að hann hefjist hjá lækn- um sem starfa á spítölum og stofnunum þegar komið er upp í 192.000 kr. en þeirra sem einung- is starfa á eigin stofu þegar komið er upp í 385.000 kr. Átt mun við mánaðarlaun og því vakna spum- ingar: Teljast 192.000 á mánuði hæfilegar aukatekjur hjá fólki sem er í föstu starfi annars stað- ar? Hvað er áætlað að margir sér- fræðingar fari yfir mörkin og hversu mikið? í úttekt Morgunblaðsins er haft eftir Páli Sigurðssyni, ráðu- neytisstjóra „...að það væri hans mat að skynsamlegra hefði verið að semja um lækkun á eininga- verðinu. Ef verk væri á annað borð ofborgað væri vafamál hvort heppilegasta lausnin á því væri eitthvert afsláttarfyrirkomu- lag.“ Þetta er skynsamlega athug- að. Að vísu má segja að nokkurt vit geti verið í því að farið sé að greiða minna fyrir verk sem unn- in em þegar þreytu fer að gæta hjá starfsmanninum og hætta á mistökum vex. En eins og áður er greint gefur þetta enga tryggingu fyrir sparnaði fyrir rikið og þar með skattgreiðendur. Vert er að hafa einnig í huga að lækkun taxt- anna er orðin viss nauðsyn fyrir læknastéttina. Vegna þeirrar, myndar sem almenningur hefur fengið af henni eftir endurteknar athugasemdir Ríkisendurskoð- unar, stjómvalda og jafnvel Tryggingastofnunar um órétt- lætanlegan fjáraustur úr ríkis- sjóði sem fylgir ákvæðisvinnu við lækningar. Þess vegna verður læknastéttin að fara að gera samninga sem stjórnvöld og al- menningur geta sætt sig við og sýna ábyrgðarkennd og virðingu fyrir almannahag. Verði það ekki gert bitnar það á öllum, líka læknum. Kjarni þessarar greinar og spurningar varðandi þetta mál til heilbrigðisráðherra birtust í Tím- anum 11. þ. m. Þegar þetta er ritað hafa engin svör birst. Það segir sitt um ábyrgðarkennd og vilja til að upplýsa almenning. Er ekki ætlun hinnar nýju ríkis- stjórnar félagshyggjuaflanna að sýna meiri ábyrgð í gæslu al- mannahagsmuna og meðferð ríkisfjármála en tíðkast hefur? Hörður er kennari og rithöfundur A-f lokkamir em tamaskekkja! Einar Heimisson skrifar Árni Bergmann skrifaði Helg- arpistil í Þjóðviljann, föstudag- inn 6. janúar síðastliðinn, þar sem hann lagði út af grein minni í Dagblaðinu/Vísi viku áður. í þeirri grein lýsti ég því áliti, að bæði Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn væru illa til þess fallnir að setja mark sitt á íslenskt þjóðfélag, þeir væru báðir tíma- skekkja og dæmdir til að vera smáflokkar. í grein sinni í Þjóðviljanum kvartar Árni Bergmann yfir því, að ég hafi ekki útskýrt nægilega vel hvers vegna fyrrnefndir flokk- ar væru tímaskekkja. Þó kveðst hann geta skilið það óbeint af orðum mínum, að tímaskekkjan stafi fyrst og fremst af því að það „vanti íslenskan Óskar Lafonta- ine“! Rétt er, að í grein minni í Dag- blaðinu/Vísi gerði ég kenningar Lafontaines að umræðuefni, og benti á að þær væm dæmi um þá umræðu og endurskoðun, sem farið gæti fram innan stórra vinstriflokka; þeir þyrftu semsé alls ekki að festast í sama farinu, eins og stundum hefur verið hald- ið fram, að sé lögmál fjölda- flokka. Hins vegar er það auðvitað ekki svo, að ég sjái í „íslenskum ■ Óskari Lafontaine" einhvern kraftaverkamann, sem linað geti þrautir íslenskrar vinstrihreyfing- ar á augabragði. Þar hefur Árni Bergmann rangskilið orð mín. Ekki þar fyrir, að íslendingar hefðu vissulega not fyrir stjórnmálamenn á borð við þýska hugmyndafræðinginn Óskar Laf- ontaine, sem reiðubúnir eru að leggja nokkuð undir í því skyni, að br j óta upp ýmis úrelt viðhorf - en sveipuð helgum baugum - sem staðið hafa vinstrihreyfingum fyrir þrifum. En einn „íslenskur Óskar Laf- ontaine" myndi ekki duga til, þótt slíkt væri sannarlega óskandi. A-fl.okkarnir eru ekki tímaskekkja fyrst og fremst af því að slíkan mann vantar. Árni Bergmann segir í grein sinni, að það sé „næsta auðvelt að kalla alla pólitíska flokka tíma- skekkju nú um stundir“. Enginn flokkur gæti „samræmst kröfum kjósenda" Hugum að þessu nánar. Hvaða mælikvarða höfum við á það hvaða flokkar samræmast „kröf- um kjósenda"? Jú, við höfum kosningar. í kosningum fella kjósendur dóm sinn um það hvaða flokkar „sam- ræmast kröfum þeirra". A- flokkarnir voru báðir smáflokkar þýski jafnaðarmannaflokkurinn nýtur fylgis 41 prósents kjósenda um þessar mundir, hinn sænski hlaut 43 prósent í sfðustu kosn- ingum. Þessir flokkar eru ekki tímaskekkja, því þeir samræmast kröfum kjósenda og er þess „Ekkiþarfyrir, að íslend- ingar hefðu vissulega not fyrir stjórnmálamenn á borð við Oskar Lafontaine, sem reiðubúnir eru að leggja nokkuð undir íþví skyni að brjóta upp ýmis úrelt viðhorf - en sveipuð helgum baugum -sem staðið hafa vinstri- hreyfingumfyrir þrifum. “ í síðustu kosningum og verða ennþá minni í þeim næstu, ef svo heldur fram sem horfir, því skoð- anakannanir gefa alltaf vísbend- ingu um stefnur og strauma í þjóðfélaginu, hvort sem mönn- um.líkar betur eða verr. Á sama tíma standa sambæri- legir flokkar erlendis vel. Vestur- vegna treyst fyrir landsstjóminni; þeir njóta fylgis. Fylgið er eini mælikvarðinn Ég leyni ekki þeirri skoðun minni, að ég tel smáflokka á vinstrivæng tímaskekkjur. í þjóðfélagi, þar sem lýðræði er talið heppilegasta form stjórn- kerfisins, eru ekki til um það neinir aðrir mælikvarðar en kosn- ingar hvaða flokkar séu „tíma- skekkjur" og hverjir ekki. Því miður virðist það loða við menn á vinstrivæng stjórnmálanna - og það auðvitað víðar en á íslandi - að þeir hafa ekki gert sér þessa staðreynd ljósa. Menn hafa viljað nota einhverja aðra mælikvarða en kjörfylgið á það hvaða flokkar séu tímaskekkjur og hverjir ekki. Stundum hafa menn viljað líta á hlutina í einhverju undarlegu, hálfrómantísku ljósi, sem varpar mjög svo villandi birtu á hinn pól- itíska orrustuvöll. Eins og ég benti á í Dagblaðinu/Vísi em ýmsir forsprakkar vestur-þýskra græningja dæmi um þetta, en þeir ætla sér (með sín átta prósent at- kvæða) að breyta þjóðfélaginu í stjórnarandstöðu en ekki í stjórn. Annað, enn nærtækara dæmi um rangt mat á því hvaða flokkar séu tímaskekkjur og hverjir ekki, er allur vinstrivængurinn breski, sem með sundrungu sinni hefur tryggt öfgasinnuðum íhaldsöflum nánast öll völd í landinu í áratug, þrátt fyrir andstöðu mikils meiri- hluta kjósenda. Einar er við nám f Vestur-Þýskalandi Laugardagur 28. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.