Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 10
DAGVIST BARiVA Tilkynnir: Leyfisveitingar til daggæslu barna áeinkaheimil- um, hefjast að nýju 1. febrúar-28. febrúar 1989. Vakin er athygli á því, að skortur er á dagmæðr- um í eldri hverfum borgarinnar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Dagvistar barna, í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Athygli er enn fremur vakin á því, að samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna (nr. 53/ 1966), er óheimilt að taka börn í daggæslu á einkaheimili án leyfis barnaverndar viðkomandi sveitarfélags. Allar nánari upplýsingar veita umsjónarfóstrur í síma 27277 daglega frá kl. 8.30 - 9.30 og kl. 13.00-14.00, eða á skrifstofu dagvistar í Hafnar- húsinu. DAGVIST BARIVA Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík auglýsir stöðu umsjón- arfóstru með rekstri gæsluvalla lausatil umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Nánari upp- lýsingar gefa framkvæmdastjóri eða skrifstofu- stjóri Dagvistar barna í síma 27277. 1 DAGVIST BARIVA Fóstrur, þroskaþjálfar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingar veitaforstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. VESTURBÆR - MIÐBÆR Laufásborg Njálsborg Laufásvegi 53 Njálsgötu 9 s. 17219 s. 14860 AUSTURBÆR Austurborg Múlaborg Háaleitisbraut 70 v/Ármúla s. 38545 s. 685154 BREIÐHOLT Bakkaborg v/Blöndubakka S. 71240 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Ellimáladeild Yfirfélagsráðgjafi óskast í Ellimáladeild. Staðan er laus nú þegar og umsóknarfrestur er til 3. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Þórir S. Guðbergsson yfirmaður Ellimáladeildar í síma 25500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Heppnisigur Sveit Flugleiða sigraði Reykjavík- urmótið í sveitakeppni 1989, eftir úr- slitaleik við sveit Sigurðar Vilhjálms- sonar. Lokatölur leiksins urðu 122 stig gegn 113. I sveit Flugleiða eru: Jón Baldurs- son, Aðalsteinn Jörgensen, Valur Sigurðsson, Ragnar Magnússon og Ragnar Hermannsson. I undanrásum (4 sveita úrslitum) áttust við sveitir Flugleiða gegn sveit Braga Haukssonar (92-54) og Sigurð- ar gegn sveit Pólaris (100-74). Nokk- uð óvæntur sigur sveit Sigurðar yfir landsliðsmönnum sveitar Pólaris. Úrslitaleikurinn milli Flugleiða og Sigurðar þróaðist ágætlega í byrjun fyrir sveit Flugleiða. Eftir 16 spil var staðan: 56-37. Eftir 32 spil var staðan: 89-67 og flestir töldu formsatriði fyrir Flugleiðir að ljúka leiknum. En ann- að kom upp á, og var síðasta lotan hörkuspennandi fyrir áhorfendur í opna salnum, sem sáu fram á mögu- legan sigur sveitar Sigurðar. En lukk- udísir voru víðs fjarri liðsmönnum sveitar Sigurðar í þessum leik í lokaða salnum og lokatölur síðustu lotu urðu: 33-46. Þar af voru tvær „slemmu“-sveiflur til sveitar Flug- leiða. Úrslit leiksins því eins og áður sagði; 122 stiggegn 113. Aðeins9stig skildu að. Ungu mennirnir í sveit Sig- urðar eru, auk hans: ísak Sigurðsson, Matthías Þorvaldsson, Svavar Björnsson, Jón Ingi Björnsson og Hannar Erlingsson. Sveit Pólaris sigraði svo sveit Braga Haukssonar í keppni um 3. sætið, með yfirburðum eða 128 gegn 44 (72- 35 í hálfleik). Það mun vera ljóst, að 6 erlend pör koma á Bridgehátíð 1989 (þessa sem ekki verður í Stykkishólmi). Það eru pörin: Zia og Cohen, Wittelmann og Molson (allt gamlir kunningjar frá fyrri tíð), Iandslið Austurríkis, fyrrum Evrópumeistara, og Danirnir Steen Möller, Lars Blakset, Kirsten Möller og Bettina Kalkerup, þær síð- ast nefndu nýkrýndir ólympíumei- staar kvenna í sveitakeppni. Hugsan- legt er að Forrester frá Bretlandi komi einnig á hátíðina. Skráning stendur enn yfir, bæði í tvímennings- keppni og Opna Flugleiðamótið, sem spilað verður á sunnudeginum og mánudeginum. Skráð er hjá BSÍ. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar frá Sel- fossi varð Suðurlandsmeistari í sveitakeppni 1989. 7 pör hafa sótt um að spila fyrir hönd íslands á Evrópumótinu í tví- menningi, sem spilað verður á Ítalíu í mars. Pörin eru Ásgeir P. Ásbjörns- son/Hrólfur Hjaltason, Bragi Hauks- son/Sigtryggur Sigurðsson, Hermann Lárusson/Olafur Lárusson, Guðni Sigurbjarnarson/Jón Þorvarðarson, Jakob Kristinsson/Magnús Ólafsson, Guðmundur Pálsson/Pálmi Krist- mannsson og Júlíus Sigurjónsson/Páll Valdimarsson. Aðaltvímenningskeppni Skagfirð- inga (barometer) hefst á þriðjudag- inn. Skráning er hjá Ólafi Lárussyni í s: 16538. Allt spilafólk velkomið. Ekki verður bætt við pörum á kepp- nisstað. Sl. fimmtudag hófst í Gerðubergi námskeið fyrir byrjendur í bridge og á þriðjudaginn hefst annað námskeið, fyrir þá sem lengra eru komnir. Það eru Námsflokkar Reykjavíkur, Menningarmiðstöðin v/Gerðuberg og Jakob Kristinsson ritari Bridgefé- lags Reykjavíkur, sem standa fyrir þessum námskeiðum. Kennsla hófst í haust, með frumkennslu. Aðalfundur Bridgedeildar Skag- firðinga í Reykjavík var haldinn sl. þriðjudag. Fráfarandi formaður, Sig- mar Jónsson, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. f hans stað var Ólafur Lárusson kjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru: Guðmundur Borg- arsson, Hjálmar S. Pálsson, Jóhann Gestsson og Rúnar Lárusson. Á fundinum kom fram að staða deildarinnar er mjög sterk um þessar mundir og eignir yfir 700 þús. kr. Skagfirðingar spila í Drangey v/Síðumúla 35, 2. hæð. á þriðju- dögum og hefst spilamennska kl. 19.30. 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Leiðbeiningar við framtalsgerð Verkamannafélagiö Dagsbrún gefur félags- mönnum sínum kost á leiðbeiningum við gerð skattframtala, með sama hætti og undanfarin ár. Þeir sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Dagsbrúnar, sími 25633, og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en 2. febrúar n.k. Ekki er unnt að taka við viðtals- beiðnum eftir þann tíma. Verkamannafélagið Dagsbrún Trúnaðarmanna- námskeið Námskeið verður haldið fyrir trúnaðarmenn í Dagsbrún vikuna 5.-11. febrúar. Væntanlegir þátttakendur hafi samband við skrifstofuna, sími 25633. Verkamannafélagið Dagsbrún FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fjölskyldudeild Fósturheimili óskast Eitt eða tvö fósturheimili óskast fyrir 4ra ára þroskaheftan dreng og fyrir 1 og hálfs árs dreng með skertan þroska. Upplýsingar gefur Helga Þórólfsdóttir félagsráð- gjafi í síma 25500. Félag járniðnaðarmanna Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Fé- lags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt með- mælum a.m.k. 75 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tilögum um skipan stjórnar og trún- aðarmannaráðs rennur út kl. 18:00 þriðjudaginn 7. febrúar nk. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Fiskvinnslustöð Fiskvinnslustöð, áður í eign Búrfells hf. á Rifi, er til sölu. Upplýsingar í lögfræðideild bank- ans og hjá Þórði Júlíussyni, útibússtjóra á Hellissandi. Landsbanki íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.