Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 11
SKAK Jóhann Hjartarson Með tilvísun til 5. gr. laga nr. 3,8. janúar 1988 um stjórn fiskveiða ber útgerðum að velja milli afla- marks og sóknarmarks fyrir 1. febrúar. Hafi skriflegt svar ekki borist fyrir ofangreindan tíma verður skipi hlutaðeigandi útgerðar úthlutað veiðileyfi samkvæmt 1. valkosti: Botnfiskleyfi með aflamarki. Sjávarútvegsráðuneytið 26. janúar 1989 BROSUMj og 1 allt gengur betur * f ' MÉUMFERÐAR Uráð ftwZm aS & ® l®38 d UMFERÐAR RÁÐ „Þetta er of stutt einvígi“ Karpov telursex skákir ofstutt, þar liggur von Jóhanns aðflestra mati Einvígi Jóhanns Hjartar- sonar og Anatolíjs Karpovs sem hefst hér í Seattle í dag er fyrsta einvígi sem Karpov, heimsmeistari í skák á árun- um 1975-1985, heyr við skák- meistara sem ekki er annað hvort Sovétmaður eða fyrrum Sovétborgari. Hann hefurteflt sex heimsmeistaraeinvígi og fjögur einvígi í áskorenda- keppninni og býr yfir gífurlegri reynslu. Flestir sérfræðingar spá honum öruggum sigri en það kom fram, á blaðamannafundi með mótshöld- urum (sem tengjast „The Goo- Frá Helga Ólafssyni í Seattle dwill games“ er haldnir verða á næsta ári) að Karpov er meinilla við svona stutt einvígi og sagði að ástæða væri til að breyta reglum um einvígin. Einnig var hann óá- nægður með tímafyrirkomulagið sem teflt verður eftir, 2 klst. á 40 leiki og síðan 1 klst. á næstu 20 leiki. Gamla tímafyrirkomulagið var 2Vi klst. á 40 leiki og síðan biðskák. Nú reynir meira á út- hald keppenda og þeir geta ekki stólað á vinnu aðstoðarmanna í jafn ríkum mæli. Fátt merkilegt kom fram á þessum fréttamannafundi enda gætti þeirrar tilhneigingar hjá báðum keppenda að snúa út úr spumingum blaðamanna. Óhætt er þó að segja að Jóhann hafi orð- ið landi og þjóð til sóma. Hann kvaðst hlakka til einvígisins og hafa undirbúið sig af kostgæfni. Aðalaðstoðarmaður Jóhanns er Margeir Pétursson og Elvar Guð- mundsson leggur þar einnig hönd á plóg auk þess sem hann sinnir allskyns verkefnum sem varða tölvuvinnu og sér um akstur til og firá skákstað. Þá hafa undirritað- ur og Jón L. Árnason lagt sitt af mörkum við undirbúninginn. Þráinn Guðmundsson forseti Skáksambands íslands er hér einnig staddur vegna einvígisins. í sendinefnd Karpovs eru aðstoð- armennimir Podgaets og Zaitz- ev, eiginkona hans, Natasja, og lífvörður. Einvígið fer fram í hátíðarsal skóla í útjaðri Seattle. Þótt búast megi við allmörgum áhorfend- um, því skákáhugamenn era margir í Seattle og fremsti skák- meistari landsins, Yasser Seiraw- an, búsettur hér, er áhuginn lang- mestur í Sovétríkjunum og heima á íslandi en mótshölduram hefur borist gífurlegur fjöldi fyrir- spuma um einvígið. 55 skákir í röð án taps Jóhann Hjartarson er nú 25 ára gamall og hefur að mati flestra sannað styrk sinn með góðum ár- angri á síðasta ári, sigri í einvígi þeirra Kortsnojs og efsta sæti á tveimur sterkum alþjóðlegum mótum á Akureyri og í V- Þýskalandi. Hann náði 4.-5. sæti á heimsbikarmótinu í Reykjavík. Hann er nú með 2615 Elo-stig. Karpov er hinsvegai með 2750 Elo-stig og hefur aldrei verið hærri. Erkifjandi hans Garríj Kasparov er með 2775 Elo-stig en Bobby Fischer komst hæst í 2885 stig. Karpov gerði lítið úr þessum stigaleik í gær og sagði að nú væri talsverð „verðbólga" í stigunum og óvíst hvort hann væri betri nú en fyrir tíu árum. Fyrir einvígið hefur hann teflt 55 skákir í röð án taps. Hann dró enga dul á það á blaðamannafundinum að hann stefndi að því að endurheimta heimsmeistaratitilinn. Einvígið hefst kl. 17 að staðar- tíma en þá er klukkan eitt að nóttu á íslandi. Tímamunurinn er mikill eða átta klukkustundir. Sem fyrr segir verður fyrsta skákin tefld í dag og síðan verður teflt annan hvern dag fram á 7. febrúar. Verði staðan þá jöfn verður framlengt með sama hætti og þegar Jóhann atti kappi við Viktor Kortsnoj í Saint John í fyrra. Anatolíj Karpov Sparifjáreigendur Bera spariskírteinin ykkar "skúffuvexti"? Um þessar mundir eru nokkrir flokkar spari- skírteina innleysanlegir. Gleymist að innleysa þau á réttum tíma er hætt við að farið sé á mis við hærri raunvexti. Við ráðleggjum ykkur hvaða spari- skírteini er rétt að innleysa og sjáum um endur- fjárfestingu í nýjum spariskúteinum, bankabréfum eða öðrum öruggum verðbréfum. Eigendur og útgefendur skuldabréfa: Vegna mikillar eftirspumar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Verið velkomin á nýjan stað. Næg bflastæði. _ fjármál eru okkar fag! w SUÐURLANDSBRAUT 18 ■ SÍMI 688568 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.