Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 13
BÓKIN SEM ÉG ER AÐ LESA Kona í rósóttum kjól P. D. James Bókin á jólanáttborðinu að þessu sinni var nýleg spennusaga, Heltekinn (A Taste for Death) eftir ensku skáldkonuna P. D. James, í þýðingu Álfheiðar Kjartansdóttur. Aðalpersónan er einsog í nokkrum fyrri bókum höfundar lögregluforinginn og ljóðskáldið Adam Dalgliesh, vel kynntur hérlendis úr sjónvarps- þáttum. í sögunni er honum ætl- að að upplýsa mál sem hefst með því að tvö herfilega útleikin lík finnast í skrúðhúsi lítillar kirkju í London, annað af fyrrverandi ráðherra, hitt af róna. Eftir því sem ég þekki sögur P. D. James um Dalgliesh er þessi einna best: Persónulýsingar eru sumar góð- ar, og höfundur er djarfari, gengur nær sér og lesanda en í fyrri bókunum, þótt hún sé sem fyrr helst til margorð. Pað er enginn vafi á því að P. D. James skrifar í enskri hefð morðsagna: Morðið er flókin gáta, sem slunginn lögreglumað- ur (og lesandinn með honum) glímir við og leysir. Yfirstéttar- fjölskylda sem lýtur harðri stjóm gamallar aðalskerlingar er í brennidepli sögunnar; auk þeirrar gömlu hefur hún innan vébanda sinna heimska dekur- rófu og siðspilltan iðjuleysingja, dóttur sem hefur hlaupist að heiman með geðsúrum bylting- arsinna, vonsvikna matreiðslu- konu og bflstjóra sem að sjálf- sögðu er tryggðatröll. Sem sagt nóg af morðingjaefnum. Þessu verður dyggðum prýddur lög- regluþjónninn að róta í uns lausn er fundin, þótt honum sé það auðvitað þvert um geð. Andúð höfundar á hvers kyns öfgum, og samúð hennar með svokölluðu venjulegu fólki, fer hvergi dult. Það voru Agatha Christie og Dorothy L. Sayers sem náðu hvað mestri leikni í ensku morð- gátunum með verkum sínum á millistríðsárunum. Og vöktu fyrirlitningu amerískra höfunda harðsoðna reyfarans. Raymond Chandler skrifaði árið 1944 fræga grein um blóðlaus lík á breskum bókasöfnum. Hann hrósaði þar félaga sínum Dashiel Hammett fyrir að hafa „skilað morðinu aft- ur til þeirra sem væru vísir til að fremja það, og þá ekki bara til að bera lík á borð. Og það með verk- færum sem eru við höndina, og ekki með heimasmíðuðum ein- vígisbyssum, eiturörvum eða suðrænum fiskum“. En raunsæi ameríska reyfarans, með einka- spæjaranum ólofaða sem mældi grimmar götur stórborgarinnar í síðum frakka, barðist við glæpa- menn og siðspillt yfirvöld með skammbyssu og berum hnefum, og stundum með kaldhæðnina eina að vopni, átti líka sín tak- mörk. Eftir seinna stríð, þegar glæpaklíkur voru orðnar að auðhringum sem tileinkuðu sér í óða önn skelfileg vinnubrögð skrifstofuborðsins varð Spade/ Marlowe/Bogart einkennilega utanveltu í sögum sem tóku sig alvarlega. Enda hefur einkaspæj- arinn í einni af síðustu skáldsög- um Chandlers, og jafnframt þeirri metnaðarmestu (The Long Goodbye), fengið svolítið af svip- móti riddarans sjónumhrygga sem ódauðlegur hefur orðið í bókmenntasögunni fyrir bardaga sína við vindmyllur. Hann er full- trúi horfinna hugsjóna við að- stæður sem gera þær hlálegar - en heldur þó jafnan reisn sinni. Halldór Gu&mundsson skrifar P. D. James hefurístað þess að fylgja slóð ameríska stórborgar- úlfsins kosið að taka upp þráð bresku morðsagnanna, reyna að endurnýja þá hefð einsog hún út- listaði skemmtilega í fyrirlestri sem ég heyrði hana flytja fyrir hálfu öðru ári á bókaþingi í Gautaborg. Og rétt einsog hjá amerísku höfundunum á sínum tíma er endurnýjunin gerð í nafni raunsæisins. Hún dró ekki úr erf- iðleikum þess: Það er ekki hægt, sagði hún, að skrifa jafn auðveld- lega endi einsog á fjórða áratugn- um. Allir saman komnir í stássstofunni, spæjarinn snjalli reifar málin uns augu manna taka að opnast, nema sökudólgurinn þrífur skyndilega skammbyssu, rýkur á dyr og læsir fólkið inni, bflvél er ræst, en þá grípur heima- sætan um munninn til að hálfkæfa ópið: „Almáttugur, brúin!“; við- staddir minnast þess að hún hrundi í óveðrinu kvöldið áður í kolsvart gilið. Enginn þarf að út- mála örlög morðingjans, sem reyndar var sjaldnast garðyrkju- maður. Það er ekki lengur hægt að sviðsetja morðgátu á svo sak- lausan hátt í okkar morðóða heimi, sagði skáldkonan. Morð er í senn svo grimmdarlegt og hversdagslegt, og fórnarlömbin saklaust fólk. Auðvitað er auðveldara að hafa spæjarann sérvitring og einfara, en það er bæði erfiðara og trúverðugra að hafa hann atvinnumann, einsog Dalgliesh lögregluforingja. Að- eins með því að sýna slíkt raunsæi getur glæpasagnahöfundurinn að hennar dómi gegnt því hlutverki sínu að hughreysta fólk, án þess því finnist að verið sé að blekkja það, sagt sögu um reglu í óreiðu- veröld, um mannlegt hugrekki og heiðarleik í heimi fullum af lygi. I forminu sjálfu felst að allar morð- gátur verða að eiga lausn, og lausnin fæst aðeins í krafti mann- legs hugrekkis og heiðarleika. Þannig hjálþa morðgátur okkur til að ná utanum skelfingu ofbeld- is og dauða. P. D. James er góðleg eldri kona, og sjálfsagt hafa fáir í sain- um vefengt göfugt markmið hennar þar sem hún stóð við púlt- ið í rósóttum, svolítið húsmóður- legum kjól. En morðsagan á sér aðra hlið, einsog glöggt kom fram þegar hún fór að lýsa vinnu- brögðum sínum. Hún sagði að staðir og myndir kveiktu jafnan með sér söguefnin. Þannig hefði hugmyndin að Heltekinn fæðst þegar hún kom eitt sinn inn í gamla kirkju. „Þegar ég leit inn í fagurt skrúðhúsið sá ég alveg fyrir mér tvö lík á gólfinu, skorin á háls og ötuð blóði. (Hér gripu viðstaddir andann á lofti.) Senni- lega er þetta vegna þess,“ sagði sú gamla og brosti elskulega, „að allt frá blautu barnsbeini hef ég haft sjúklegt ímyndunarafl.“ Og sennilega er þetta ástæða þess að við höfum stundum morðsögur á náttborðinu. Vissulega geta þær verið huggun harmi gegn í vond- um heimi. En þær eru líka daður reglumannsins við óregluna, hins saklausa við sektina', tækifæri til að ata hugann blóði en halda höndunum hreinum. Því hver hefur ekki frá blautu barnsbeini haft sjúklegt ímyndunarafl, þeg- ar grannt er skoðað? Þorsteinsvaka í Kópavogi Lista- og menningarráð Kópa- vogs heldur Þorsteinsvöku, dag- skrá um Þorstein Valdimarsson skáld, sunnudaginn 29. janúar 1989., kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs að Fannborg 2. Að- gangur er óskeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Helstu dagskrárliðir eru þeir, að Eysteinn Þorvaldsson bók- menntafræðingur fjallar um skáldskap Þorsteins og félagar úr Leikfélagi Kópavogs flytja sam- fellda dagskrá úr ljóðum hans og limrum undir stjórn Guðrúnar Þ. Stephensen. Einnig verður sung- in fjölbreytt tónlist við ljóð skáldsins eftir Þorkel Sigur- björnsson. Martin Hunger Frið- riksson, Marianne Meystra og Jón S. Jónsson. Flytjendur eru Elísabet Erlingsdóttir við undir- leik Kristins Gestssonar. Skóla- kór Kársness undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur og Samkór Kópavogs, sem Stefán Guð- mundsson stjórnar. Þorsteinn Valdimarsson var fæddur 31. október 1918 að Brunahvammi í Vopnafirði, en lést 7. ágúst 1977, 59 ára að aldri. Hann var guðfræðingur að mennt, en stundaði einnig tón- listarnám bæði hér heima og er- lendis. Aðalstarf hans var lengs- taf kennsla við Menntaskólann í Reykjavík og Stýrimannaskól- ann, en einnig fékkst hann mikið við þýðingar á söngtextum og óp- erum. Eftir hann liggja átta ljóð- abækur: Villta vor (1942), Hrafn- amál (1952), Heimhvörf (1957), Heiðnuvötn (1962), Limrur (1965), Fiðrildadans (1967), Yrkjur (1975) og loks Smalavís- ur, sem kom út í október 1977, tveimur mánuðum eftir andlát skáldsins. Þorsteinn Valdimarsson bjó í Kópavogi um tveggja áratuga skeið og setti svip sinn á menn- ingarlíf bæjarins. Hann hefði orðið sjötugur síðastliðið haust og í tilefni af því heldur Lista- og menningarráð Kópavogs Þor- steinsvöku til að heiðra minningu hans. Námsstyrkur við Háskólann í lowa Samkvæmt samningi mi|li Háskóla íslands og Háskólans í lowa (University of lowa) veitir Há- skólinn í lowa tveimur íslenskum námsmönnum styrk til náms við skólann háskólaárið 1989/90. Annars vegar er um að ræða $1000 styrk til nemanda í grunnnámi (B. A.-B.S námi). Hins veg- ar er boðið upp á styrk í formi niðurfellingar á skólagjöldum. Styrkurinn er ætlaður nemanda hvort heldur er á grunn- eða framhaldsstigi náms en skilyrði er að styrkþegi hafi stundað nám við Háskóla íslands og greiði þangað árlegt skrán- ingargjald. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu háskólans og skal umsóknum skilað þangað í síðasta lagi 13. mars nk. Háskóli íslands Leiðbeiningar við framtalsgerð Verkakvennafélagið Framsókn gefur félags- mönnum sínum kost á leiðbeiningu við gerð skattaframtala. Þær sem hafa hug á þessari þjónustu eru beðnar um að hafa samband við skrifstofu Framsóknar og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en 3. febrúar nk. í síma 688930. Ekki er unnt að taka við viðtalsbeiðnum eftir þann tíma. Verkakvennafélagið Framsókn SH 'I' Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Árbær - Selás Framfarafélag Árbæjar- og Seláshverfa ásamt Borgarskipulagi og stjórn sorpeyðingar, boða til sameiginlegs kynningarfundar um skipulagsmál hverfanna í Árseli nk. mánudag 30. jan. kl. 20.30. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingadeildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í ýmiskonar málninqarvinnu innanhúss á: A. Leiguíbúðum í fjölbýlishúsum hjá Reykja- víkurborg. B. íbúðum aldraðra hjá Reykjavíkurborg. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5000 skila- tryggingu fyrir hvort verkið fyrir sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað sem hér segir: Leigu- íbúðir í fjölbýlishúsum, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 11. íbúðir aldraðra, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í raka- varnarklæðningu utan um einangrun á Nesja- vallaæð. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 2. mars 1989 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKU 'BORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 2580C Laugardagur 28. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.