Þjóðviljinn - 31.01.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.01.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Ríkisstjórnin Tekist á um vextina Steingrímur J. Sigfússon: Agreiningur um leiðir, ekkimarkmið. Mið- ar vel í mótun nýrra efnahagstillagna Vinna í ríkisstjórninni um efna- hagsaðgerðir er að mínu mati með eðlilegum hætti og það kann- ast enginn við þetta fleipur um að fundað hafi verið árangurslaust alla helgina eða að bullandi á- greiningur sé meðal manna, sagði Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra í samtali við Þjóð- viljann í gær. Steingrímur sagði að mikill árangur hefði náðst og að menn væru að ná saman í flest- um meginmálum. Ríkisstjórnin hefði gefið sér tíma fram að setn- ingu Alþingis sem verður í byrjun næstu viku til að ná saman um þessar ákvarðanir. En nú hefur Jón Sigurðsson, viðskiptamálaráðherra lýst yfir ágreiningi um vaxtamál? „Já, það sem ég vil segja er að menn eru aðallega að togast á um leiðir en ekki markmið. Menn eru sammála um að hafa hér lága vexti og ná vaxtakostnaði niður. Ágreiningurinn liggur í hvort eigi að handstýra vöxtunum eða ekki og sumir hafa meiri trú á að það megi ná þessum meginmarkmið- um með fortölum og svipuðum ráðum. Það er síður en svo feimnismál fyrir mig að taka á þessu vandmáli og það er augljóst að það verður að skipa þessum vaxtamálum beint ef ekki ræðst fram úr þessu á annan hátt. Ég hef þá trú að það takist ekki að hafa stjórn á þessu, a.m.k. fyrst um sinn nema með beinni stýr- ingu,“ sagði Steingrímur. Taldi Steingrímur sjálfgefið að það hlyti að verða stefna ríkis- stjórnarinnar á næstu misserum að halda fjármagnskostnaði niðri eins og mögulegt væri. Annars brynnu allar aðgerðir til endur- fjármögnunar fyrirtækja upp í fj ármagnskostnaðarbáli. Um áframhald verðstöðvunar sagði Steingrímur að í raun hefði. ekki verið hægt að tala um verð- stöðvun, heldur hefði verið um að ræða strangt aðhald. Það yrði ekki haldið áfram með „verð- stöðvunina", en áfram yrði að beita ströngu aðhaldi og eftirlit með hækkunum á veigameiri þáttum verði að koma til á næstu mánuðum. phh Ófærðin Snjórínn hefur kostaö sitt Mikið um umferðaróhöpp. Snjómokstur íborginni hefurþegar kostað um 8 miljónir. Tuttugu ogfimm bílar skemmdust á tuttugu mínútum á Hafnarfjarðar- veginum á laugardaginn Tuttugu og fimm bflar lentu í árekstrl á Hafnarfjarðarveg- inum á tuttugu mínútna tímabili upp úr hádeginu á laugardag. Mest gekk þar á er 10 bflar lentu Félags- málaráðherra Úttektá branamálum Skipaður hefur verið þriggja manna starfshóp- ur til að gera heildarút- tekt á brunamálum hér á landi Félagsmálaráðherra hefur skipað þá, Magnús H. Magnús- son, Inga R. Helgasson og Hákon Ólafsson i starfshóp til að gera heildarúttekt á stöðu brunamála á landinu. Meðal fjölmargra atriða sem starfshópurinn á að kanna er, hvernig framfylgt hefur verið eft- irliti með brunatæknilégri hönnun nýbygginga. Einnig á hópurinn að leggja mat á hvort úrbóta er þörf í menntun og starfsþjálfun slökkviliðsmanna. Hópurinn á jafnframt að kanna mannafla og tækjakost hjá slök- kviliðum í landinu. Jafnframt óskar félagsmálráðherra eftir út- tekt á orsökum stærstu bruna á íslandi sl. 10 ár með hliðsjón af hvernig í þeim tilvikum fylgt hef- ur verið eftir ákvæðum reglug- erða um brunavarnir. Starfshópurinn á að leggja mat á hverra úrbóta er þörf og gera tillögur þar að lútandi, þ.m.t. hvort ástæða sé til þess að endur- skoða gildandi lög og reglur um brunavarnir og brunamál. -sg þar saman í einum árekstri. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi slasaðist enginn í þessum árekstr- um. Að sögn Hreins Bergsveins- sonar hjá Sammvinnutryggingum liggja ekki fyrir neinar tölur um útgjöld tryggingafélaganna vegna óhappa í umferðinni síð- ustu daga, en hann sagði að mikið bærist af tjónaskýrslum þessa dagana. - Frá því byrjaði að snjóa hér í höfuðborginni fyrir sex dögum höfum við eytt um 8 miljónum kr. í snjómokstur, sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri. Hann sagði að ágætlega hefði gengið að ryðja götur borgarinn- ar. Að spurður um hvort ekki ætti að hreinsa gangstéttar sagði hann að það væri einungis gert í mið- bænum og út frá honum. Hann benti á að erfitt væri að koma snjónum fyrir, ef ráðist yrði í það verk og myndi kostnaður við snjómokstur hjá borginni þre- faldast. Engar tölur lágu fyrir hjá slysa- deild Borgarpítalans um hvort margir gangandi vegfarendur hefðu leitað þangað, vegna óhappa á illfærum gangstéttum. -sg Ófærðin á gangstéttum borgarinnar er mikil þessa dagana. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra myndi það kosta borgina um 24 miljónir kr. ef hreinsa ætti snjó af gangstéttunum. Mynd Jim Smart. íþróttahús fatlaðra Annar áfangi boðinn út Framkvœmdir við byggingu íþróttahúss fatlaðra íReykjavík hefjast í vor eftir margra árastopp. Arnór Pétursson: Ekkisíast að þakka árangrifatlaðs íþróttafólks áfyrra ári að nú er hœgt að hefja framkvæmdir að nýju - Það er mikið gleðiefni að vita til þess að loksins skuli vera hægt að halda áfram framkvæmdum við þetta hús sem legið hafa niðri i rúm fjögur ár, segir Arnór Pét- ursson formaður byggingar- nefndar hússins en 2. áfangi bygg- ingarinnar verður boðinn út á næstu dögum. Hann sagði að það væri ekki síst að þakka hinum frábæra ár- angri sem fatlað íþróttafólk vann í Seuol sl. haust, að framkvæmdir gætu nú hafist að nýju. Eins og kunnugt er var ráðist í fjársöfnun í tilefni heimkomu íþróttafólks- ins. Amór sagði að landsmenn hefðu brugðist vel við því kalli og alls hefðu safnast um sex miljónir kr. Hann vildi nota tækifærið og þakka öllum sem létu fé af hendi rakna til byggingar hússins. Ríki og borg munu leggja fram 10 miljónir kr. á árinu og gert er ráð fyrir að um 19 miljónum kr. verði varið til framkvæmda á þessu ári. Stefnt er að því að ljúka við annan áfanga í desember. Þá er eftir að ganga frá gólfi, loft- ræstingu og innréttingum. Byggingarnefndin gerir sér vonir um að íþróttahúsið verði tekið í notkun eigi síðar en árið 1991. Stærð íþróttahússins verður rúmlega tólf hundrað fermetrar. Salurinn verður 18 x 32 metrar og lofthæð 7 metrar. Einnig verður í hússinu aðstaða fyrir þrekæfing- ar, lyftingar, og fundaherbergi og rúmgóður forsalur ásamt annarri aðstöðu sem tilheyrir íþróttahús- um. -sg BHMR Vilja hefja samninga strax Wincie Jóhannsdóttir: Höfum engin svörfengið fráfjármálaráðuneyti. Forsœtisráðherra gerist milligöngumaður. Samninganefnd hefur umboð til dagsins í dag Formcnn BHMR og HlK, þau Páll Halldórsson og Winciejó- hannsdóttir, gengu á fund forsæt- isráðherra í gær, og báðu hann að hlutast til um að viðræður geti hafist á milli BHMR og fjármála- ráðuneytisins um nýjan kjaras- amning. Wincie segir BHMR ítr- ekað hafa haft samband við ráðu- neytið og því hefði síðast borist bréf frá BHMR þann 16. janúar. Fjármálaráðuneytið hefði hins vegar engu svarað erindum bandalagsins. „Það varð því úr að við báðum forsætisráðherra að tala við fjár- málaráðherra,“ sagði Wincie gær. Enda hefði Steingrímur Hermannsson bæði sagt það á al- þingi og beint við Pál Halldórs- son, þegar bráðabirgðalögunum var breytt, að aðilar á vinnu- markaðnum gætu nú farið að ræða saman, þannig að samn- ingar lægju jafnvel fyrir þann 15. febrúar þegar launafrystingu lyki. Wincie sagði að Steingrímur hefði tekið erindinu vel og hann hefði lofað að ræða við fjármála- ráðherra og ræða síðan aftur við forastumenn BHMR í dag. Eftir breytinguna á bráða- birgðalögunum fór sameiginleg . samninganefnd BHMR- félaganna af stað til að kanna hugmyndir innan aðildarfélag- anna og fjármálaráðuneytisins um nýjan kjarasamning. En um- boð samninganefndarinnar renn- ur út í dag. Félögin halda síðan reglubundinn samráðsfund á morgun þar sem staðan verður metin. Samningar Hins íslenska kennarafélags hafa verið lausir í 13 mánuði og samningar annarra aðildarfélaga BHMR hafa verið lausir síðan um áramót. Wincie sagði kjararýrnun hafa átt sér stað allan þennan tíma og þess vegna lægi á að semja. Ríkis- starfsmenn hefðu aðeins tvö tæki í sinni baráttu: samningaviðræð- ur og verkföll. Það væri hart ef beita þyrfti verkfalli bara til að fá samningaviðræður. Wincie sagði að annað hvort 'bæri að túlka þögn fjármálaráðu- neytisins þannig að ráðuneytið hefði enga launastefnu, eða að þar væri í bígerð svo óhugnanleg launastefna, að ráðuneytið vildi ekki opinbera hana strax. -hmp Þriðjudagur 31. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.