Þjóðviljinn - 31.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Nú um þessar mundir geysast foringjar Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags um héruð og boða lýðnum að með þeim fé- lögum hafi tekist svo mikill vin- skapur að helst ekkert geti þar brugðið skugga á. í>ví sé nú nauðsynlegt að hinn almenni flokksmaður skynji sinn vitjun- artíma, hlíði kallinu um að taka upp náið samstarf við krata hver á sínum vettvangi, í sveitarstjórn- um, á vettvangi verkalýðsmála eða annars staðar. Báðir hafa foringjarnir látið eftir sér hafa að nú sé lag til sam- einingar eða allavega samvinnu A-flokkanna. Ef til vill má segja að áherslurnar hafi ekki verið þær sömu hjá báðum. Jón Bald- vin segir að nú sé lag því að stalín- istar ráði ekki lengur ferðinni í Alþýðubandalaginu, þar séu nú komnir til valda menn sem séu tilbúnir að sjá hlutina í öðru og réttara ljósi en hingað til. Ólafur Ragnar heldur því á hinn bóginn fram að nú sé Alþýðuflokkurinn endanlega búinn að slíta trúlof- uninni við Sjálfstæðisflokkinn og að með ölium ráðum þurfi að sjá til þess að hann hlaupi nú ekki í sæng íhaldsins aftur. Af því að vinur minn Smári Geirsson tók sig til og skrifaði heilsíðugrein í Þjóðviljann til að lýsa því hvernig honum kom þessi ftindur fyrir sjónir, og hver af- staða hans er til hugsanlegrar sameiningar, þá langar mig að lýsa því fyrir lesendum blaðsins hvernig fundurinn kom mér fyrir sjónir og hvaða skoðun ég hef á þessu uppátæki þeirra foringj- anna. Frá því ég fór að fýlgjast með pólitík hef ég nú ekki fundið margt, sem þessir flokkar hafa átt sameiginlegt fyrir utan fyrrihluta nafnsins, og því fannst mér for- vitnilegt að heyra hvort eitthvað væri að breytast í þessum málum syðra og fór því fullur tilhlökkun- ar á fundinn. Fundurinn var að mínu mati ágætur, og það besta við hann var að hópur af ungu fólki mætti á fundinn sem gerist nú ekki of oft nú til dags. Uppsetning fundarins var með þeim hætti að foringjarn- ir stóðu sinn hvoru megin í saln- um hvor við sitt ræðupúlt og messuðu yfir lýðnum. Fyrsta hálftíma fundarins tóku þeir í að útskýra sögulegar forsendur þess að nú ætti að sameina kraftana. Það mætti ekki gerast, að það sem Jón Baldvin kallaði fjórða tækifærið til sameiningar jafnað- armanna í einum stórum jafnað- armannaflokki færi út um þúfur. Þeir veltu því líka nokkuð fyrir ITT lítasjónvarp er Qárfestíng ív-þýskum gæöumog fallegum Illfitum GELLIRt SKIPHOLTI 7 • SIMAR 20080 & 26800 AA-fundur í rauðum bæ Breytum ekki rauða merkinu okkar í villuljós Ásgeir Magnússon skrifar sér hvers vegna hér á landi hefði ekki orðið til stór jafnaðar- mannaflokkur eins og á hinum Norðurlöndunum. Mér fannst helst á þeim að skilja að þarna hefðu einhver mistök átt sér stað, gömlu foringjarnir hefðu staðið í því að deila um keisarans skegg í stað þess að standa saman í bar- áttunni fyrir hag verkafólks og al- þýðu manna. Það hvarflaði ekki að þeim að raunverulegur ágrein- ingur hefði þar átt einhverja sök, að sósíalistar (jafnaðarmenn) hefðu ekki getað unnið með Al- þýðuflokknum vegna þess að oft á tíðum hefur sá flokkur stillt sér upp hægramegin við íhaldið í hinu pólitíska litrófi. Næsta hluta fundarins tóku foringjarnir í að ræða breytta stöðu á alþjóðavettvangi. Að þeirra sögn á sú breytta heims- mynd sem við okkur blasir að verða til þess að gamlar væringar og ágreiningur í utanríkismálum heyri fortíðinni til, þökk sé Gor- batsjov. Nú horfi friðvænlega í heiminum, kalda stríðinu sé lokið og rétt sé því að láta ekki ágreining í utanríkismálum spilla fyrir. Ég verð svo bara að eiga það við sálartetrið í sjálfum mér, að ég skil ekki hvemig þessi bætta og friðvænlega heimsmynd þarf að verða til þess að afstöðu ís- lands í utanríkismálum er gjör- breytt. Þegar hér var komið á þessum sögulega fundi „Á rauðu ljósi í rauðum bæ“ var klukkan orðin korter gengin í sex og fundartím- inn að verða búinn.Þá fyrst tóku foringjarnir til við að ræða um stjórnarsamstarfið. Beint var til þeirra spurningum um það hvernig þeir hygðust taka á þeim málum sem afgreiða þarf á næst- unni og vitað er að mikill ágrein- ingur er um innan stjórnarinnar, ég verð að segj a eins og er að ekki fannst mér fundarmenn fá nógu skýr svör við því hvernig leysa ætti ágreininginn sem fyrir hendi er. Frammíköll og sá tími sem foringjarnir tóku í að svara slíku gerði það svo að verkum að við Norðfirðingar fengum ekkert að vita um það hvernig þeir ætluðu að vinna í framtíðinni því að fjórði og síðasti kafli fundarins um framtíðina var aldrei fluttur. En hvers er maður svo vísari eftir fundinn? Ég var mjög fylgjandi því að þessir flokkar ásamt Framsókn- arflokknum mynduðu þá ríkis- stjórn sem nú situr og við hana bundu félagshyggjumenn um allt land miklar vonir. Menn voru til- búnir til að gefa eftir í ýmsum veigamiklum málum til að ná saman. Helsta markmið stjórnar- innar átti að vera að rétta við hag landsbyggðarinnar og koma und- irstöðuatvinnuvegunum á réttan kjöl, og til að ná fram því mark- miði var ég a.m.k. tilbúinn að samþykkja að við sættum okkur við óbreytta stöðu gagnvart hem- um og öðm hernaðarbrölti hér á landi á næstu áram. En ég er orðinn órólegur og sé lítið sem ekkert bóla á jöfnunar- aðgerðum. Fyrirtæki í sjávarút- vegi eru að kikna undan vaxta- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 byrðinni og fara á hausinn, og í heilum byggðarlögum er stór hluti íbúanna þegar búinn að mis- sa vinnuna. Éngin tilraun hefur verið gerð til jöfnunar á síma- kostnaði, orkukostnaður lands- byggðarinnar er margfalt hærri en á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel bensínhækkunin, sem ég hélt í einfeldni minni að ætti að fara í að byggja jarðgöng og aðrar stórar framkvæmdir í vegamál- um, rennur beint í ríkissjóð. í stað þess að sjá dæminu snúið við blasir allt önnur mynd við. Það er látið viðgangast að for- maður Alþýðuflokksins breyti í veigamiklum atriðum afstöðu landsins í utanríkismálum,við sát- um hjá einir Norðurlanda þegar greidd voru atkvæði um frysting- artillöguna um stöðvun kjarnork- uvígbúnaðar. Jón Baldvin svar- aði því til á fundinum, sem hann reyndar hefur gert margoft áður, að eina ástæðan fyrir því að hann breytti þarna um kúrs hafi verið sú, að tillagan hafi ekki gengið nógu langt. Hingað til höfum við nú orðið að sætta okkur við stuttu skerfin í friðar- og afvopnunarm- álum, enda var þetta nú ekki hin raunverulega ástæða, heldur vor- um við íslendingar hér enn einu sinni gerðir að athlægi á alþjóða- vettvangi og hagsmunir Banda- ríkjanna látnir ráða ferðinni í utanríkismálum okkar. Og enn var breytt um afstöðu þegar ísland var eitt Norðurlanda látið sitja hjá við fordæmingu á yfirgangi ísraels gagnvart Palest- ínuþjóðinni, og þar erum við sett- ir í hóp 13 dyggustu stuðnings- þjóða afturhaldsins í heiminum. Þetta verður í hugum friðelsk- andi manna enn verra vegna ná- lægðarinnar við atburði líðandi stundar sem sjónvarpið færir okkur inn á gafl á hverju kvöldi. Við gleymum ekki svo fljótt myndunum af því þegar her og lögregla ísraelsstjórnar misþyrm- ir börnum og unglingum, að mað- ur tali nú ekki um öll morðin sem þessir fantar hafa framið undir því yfirskini að stilla til friðar og koma á lögum og reglu. Boðaðar eru framkvæmdir við varaflugvöll í Aðaldal og nú er farið að ræða um nýja varastjórn- stöð í Grindavík þrátt fyrir það ákvæði stjórnarsáttmálans að ekki skuli hafist handa við nýjar hemaðarframkvæmdir. Og síðast en ekki síst þá hefur formaður Alþýðuflokksins boðað hér nýja útgáfu af „Aronskunni" svo köll- uðu, þar sem á að tengja saman utanríkisviðskipti og þátttöku okkar í hernaðarbröltinu. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa boðað að það sé tilefni til stjórnarslita ef ekki verður farið í stækkun Álversins í Straumsvík, og við vitum að formaður flokks- ins er á sömu línu þótt hann hafi ekki jafn hátt um sína skoðun og þegar hann var ritstjóri Alþýðu- blaðsins hér í eina tíð, og skrifaði langar greinar undir fyrirsögninni „Álverið er leiðarljós". Á fundinum í Neskaupstað voru foringjarnir spurðir að því hvort fyrirhugað væri að fara út í þessa framkvæmd, og ef það væri ætlunin, hvert væri þá þeirra álit á því hvaða áhrif slík framkvæmd upp á u.þ.b. 60 miljarða á næstu 6 árum á höfuðborgarsvæðinu hefði á þá óheillaþróun sem nú á sér stað í byggðamálum. Heldur varð nú fátt um svör og hvorugur svaraði spurningunni beint, Jón Baldvin lýsti því þó yfir að ekkert væri ákveðið með staðsetningu slíks mannvirkis, ef til þess kæmi að ráðist yrði í bygginguna, það yrði að sjálfsögðu skoðað mjög vandlega að staðsetning hefði ekki óheillavænleg áhrif á byggðaþróun. Ólafur Ragnar benti á að ekki væri víst að Álver- ið risi, við skyldum bíða og sjá hverju fram yndi, en hann benti á að jafnvel væri hugsanlegt að vir- kja á Fljótsdalsheiði vegna Al- versins og þá væri dæmið nokkuð jafnað, hvað staðsetningu varð- aði. Það er öllum ljóst sem um þessi mál hugsa, að ekki verða til mörg störf í stóriðju en ekki verð- ur þó jafnað saman 2-3 störfum við virkjun, þ.e. eftir að hún er komin upp og 4-500 störfum við framleiðslu fyrir nú utan alla þjónustuna sem þeim störfum fylgir. Þeir málaflokkar sem ekkert komu til umræðu á fundinum og ég saknaði voru byggðamálin og landbúnaðarmálin en munurinn á stefnu flokkanna er ef til vill hvergi skýrari en einmitt í þessum málum. Það er skemmst frá því að segja að þessi mál forðuðust foringjarnir að ræða, en það má nú vera að þar hafi verið tíma- leysi um að kenna. Það varð líka fátt um svör, þeg- ar spurt var um það hvenær væri að vænta aðgerða sem varða landsbyggðina sérstaklega, svo sem jöfnun orkukostnaðar, síma- kostnaðar og leiðréttingu á þvf að landsbyggðarfólk þarf að borga hærri söluskatt en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Mitt mat á fundinum er þetta: ekkert kom fram sem benti til þess að hægt væri að sameina jafnaðarmenn í einum stórum „krataflokki“. Ágreiningsefnin eru ennþá jafn mörg og þau hafa alltaf verið. Ef við sem teljum okkur í hópi Alþýðubandalags- manna viljum halda í eitthvað af okkar skoðunum, þá verður ekki um neina sameiningu eða nána samvinnu við Alþýðuflokkinn að ræða á næstunni, alla vega kom það ekki fram á fundinum; á Jóni Baldvini var ekki að heyra að þeir ætluðu að slá af sínum áherslum. Það hefði því eins verið hægt að ríða um hémð með hvaða flokks- formanni sem væri (nema e.t.v. formanni Sjálfstæðisflokksins) og boða sameiningu og samstarf ef ekki á að láta málefnin og áherslupunkta í stefnuskrám flokkanna ráða þar neinu um. Ég get því ekki sagt eins og Smári að ég hafi heyrt menn ræða um nauðsyn þess að framhald verði á þessum fundum, en það kom fram í máli a.m.k. tveggja fyrirspyrjenda að þeir söknuðu þess að félagshyggjuöfl í Kvenna- listanum eða Framsókn væm ekki með í för. Neskaupstað í byrjun þorra Ásgeir Magnússon Ásgeir er bæjarstjóri í Neskaup- stað AUGLÝSING UMINNLAUSNARVEFÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-i.fl. 1984-1. fl.SDR 01.02.89-01.08.89 06.02.89 kr. 349,16 kr. ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **Á gjalddaga, mánudaginn 6. febrúar 1989, eru spariskírteini í þessum flokki innleyst miðað við breytingar á kaupgengi SDR frá 6. febrúar 1984, sem var 30,5988, til innlausnardags hinn 6. febrúar n.k. auk 9% fastra ársvaxta á ofangreindu tímabili að viðbættum vaxtavöxtum. Eftir 6. febrúar 1989 greiðast hvorki vextir af spariskírteinum í þessum flokki né verða breytingar á innlausnarverði þeirra vegna skráningar á kaupgengi SDR eftir þann dag, nema ákvæði 4. gr. skilmála skírteinanna eigi við. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS „Það hvarflaði ekki að þeim að raunverulegur ágreiningur hefðiþar átteinhverjasök, að sósíalistar (jafnaðarmenn) hefðu ekkigetað unnið með Alþýðuflokknum vegnaþess aðoftá tíðum hefur sáflokkur stilltsér upp hœgramegin við íhaldið í hinu pólitíska litrófi. “

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.