Þjóðviljinn - 31.01.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.01.1989, Blaðsíða 9
Anatolíj Karpov og Jóhann Hjartarson í þungum þönkum. JóhannlKarpov Könnunarieiðangur eftir klukkudeilu Róleg byrjun í einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Karpovs í Seattle Fátt bar til tíðinda í fyrstu ein- vigisskák Jóhanns Hjartar- sonar og Anatolíjs Karpovs sem tefld var á laugardaginn hér í Se- attle. Eftir 15 leikja tilþrifalitla skák slíðruðu skákmennirnir sverðin og sættust á skiptan hlut. Jóhanni tókst ekki að notfæra sér það frumkvæði sem hvítu menn- irnir bjóða jafnan uppá og óvænt- ur leikur hans í byrjun virtist ekki koma heimsmeistaranum fyrr- verandi ýkja mikið á óvart. Eftir drottningaruppskipti bauð Jó- hann jafntefli sem Karpov var fljótur að þiggja. Fyrstu skákina í einvígi sem þessu má skoða sem einskonar könnunarleiðangur. Keppendur þreifa fyrir sér og stutt jafntefli þarf ekki að koma á óvart. Raun- ar má segja að kvöldið fyrir skákina hafi verið heldur við- burðaríkara og þó að vel færi á með þeim Jóhanni og Karpov kom fljótt upp ágreiningsmál sem erfiðlega gekk að leysa. Pað gekk nefnilega ekki árekstralaust að velja skákklukku. Karpov setti þegar í stað fram skilyrði um að notuð yrði a.-þýsk Gaarde- klukka, sömu tegundar og sú sem notuð var í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík 1972. Jóhann hélt hinsvegar fram ágæti skákklukku af v-þýskri gerð. Eðlilegast var að láta draga um hvor klukkan yrði notuð en Karpov var á annarri skoðun og hafði þau orð uppi að hann myndi hvergi mæta ef þessi háttur yrði hafður á. Hann yfírgaf sviðið að þeim orðum mæltum og eftir stóð skákdómarinn, Carol Jarecki, með fyrsta vandamál einvígisins. Hún er fyrsta konan sem er falið það ábyrgðarmikla hlutverk að vera dómari í einvígi af þessari stærðargráðu. Frú Jar- ecki var greinilega í vanda stödd en málið leystist þegar Campom- anes, forseti FIDE, tók á sig ábyrgð og kvað upp þann úrskurð að dregið skyldi um það hvor klukkan yrði notuð. Jóhann hafði heppnina með sér og sú v-þýska varð fyrir valinu. Hann vann raunar öll hlutkesti þetta föstud- agskvöld og var Karpov greini- lega allt annað en ánægður enda ekki vanur að láta í minni pokann fyrir neinum. Klukkumálið er athyglisvert því Karpov lenti í svipaðri deilu er hann tefldi við Viktor Korts- noj í Bagulo á Filippseyjum árið 1978. Pá stóð valið einnig á milli Gaarde-klukkunnar og v-þýskrar klukku. En Karpov stóð ekki við orð sín og mætti til leiks eins og ekk- ert hefði í skorist ásamt eigin- konu sinni, Natösju, og lífverði. Fyrstu leikimir í þessari skák féllu hratt og upp kom alþekkt staða úr spænskum leik. Það var f sjötta leik sem Jóhann brá út af hefðbundnum leiðum en Karpov var vel með á nótunum. Ekki er ástæða til að fara mörgum orðum FRÁ HELGA ÓLAFSSYNI í SEATTLE: um þessa skák. Hún var óneitan- lega í daufara lagi. Aðstæður í lakara lagi Það er ljóst að mótshaldararnir í Seattle, sem tengjast hinum svokölluðu „Góðvildarleikum" sem haldnir verða á næsta ári, hafa ekki mikla reynslu af skipu- lagningu skákviðburða og þætti skákáhugamönnum heima á ís- landi vísast í ýmsu ábótavant hér. Eftir að athugasemdir höfðu ver- ið gerðar við búnað á sviðinu var margt fært til betri vegar. Komnir eru þægilegir hægindastólar fyrir keppendur og flúorlýsing hangir yfir skákborðinu. Aðstaða fyrir fréttamenn og skákskýringar er hinsvegar fremur slök. Þessum viðburði eru gerð góð skil í fjölmiðlum, sjónvarpi og blöðum, en í stærsta dagblaði Seattle-borgar er kvartað yfir því að fjölmargir áhorfendur hafi orðið að greiða sem næst einum bandaríkjadal fyrir hvern leik Jó- hanns og Karpovs. Þegar þetta birtist verða úrslit annarrar einvígisskákar væntan- lega ljós en vegna hins geypilega tímamunar verður grein um þá viðureign að bíða morgundags- ins. 1. einvígisskák: Jóhann Hjartarson - Anatolíj Karpov 1. e4 (Fyrstu leikirnir í þessu einvígi hljóta að vekja sérstaka eftirtekt því af þeim má ráða hvaða bar- dagaaðferðir skákmeistararnir hafa tileinkað sér fyrir einvígið. Jóhann lék kóngspeðinu einnig í sinni fyrstu skák gegn Viktor Kortsnoj í Saint John í fyrra og gafst vel.) 1. .. e5 (Einnig mátti reikna með Caro- Kann vörn. 1. .. c6 sem Karpov hefur beitt mikið uppá síðkastið. Hann getur þó ekki státað af sér- staklega góðu gengi með þeirri byrjun því af fimm tapskákum síðasta árs komu fjórar uppúr Caro-Kann vörn.) 2. RD Rcó 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Bxc6 (Óvenjulegur leikur og fremur sjaldséður. Hugmyndin er svipuð og í uppskiptaafbrigðinu af spæsnkum leik sem kemur upp eftir 4. Bxc6 (í stað 4. Ba4). Sennilega er hugmyndin komin frá David Bronstein sem tefldi svona í frægri skák gegn Gligoric á stórmótinu í Moskvu 1967. Glöggir skákáhugamenn minnast þess kannski að Garríj Kasparov beitti þessari leikaðferð gegn Al- exander Beljavskíj á heimsbikar- móti Stöðvar 2 sl. haust.) 6. .. dxc6 7. d3 Dd6 (Karpov sniðgengur hefðbundna framhaldið 7. . Rd7 sem sam- kvæmt fræðiritunum á að gefa svörtum u.þ.b. jafnt tafl.) 8. Rd2 Be6 9. b3 Rd7 10. Bb2 c5 (Hindrar 11. d4.) 11. Rc4 (Eftir nokkra umhugsun ákveður Jóhann að leysa taflið upp. Það er ekki auðvelt að finna góða áætl- un.) 11. .. Bxc4 12. dxc4 Dxdl 13. Hfxdl (Nú þegar er staðan orðin afar jafnteflisleg.) 13. .. f6 14. Rd2 Hd8 15. Rfl - Jóhann bauð jafntefli eftir þennan leik sem Karpov þáði. Staðan er algerlega lífvana. IÐNTÆKNISTOFNUN Byggingamenn athugið Fræðslumiðstöð iðnaðarins og Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins halda eftirtalin námskeið á næstunni: 6.-10. feb. Steypuskemmdir. Námskeið ætlað iðnaðar- mönnum, verkfræðingum og tæknifræðingum í byggingariðnaði. 60 kennslustundir. Dagl. kl. 9- 15.30. 7.-11. feb. Gluggar og glerjun. Námskeið ætlað húsa- smiðum. 18 kennslustundir. 7., 8. og 9. feb. kl. 16-20, 11. feb. kl. 9-12. 10.feb. IST/30 útboðs og samningsskilmálar. Nám- skeið ætlað verktökum, iðnmeisturum og iðnað- armönnum. Kl. 9-16.30. 13.-15. feb. Hljóðeinangrun. Námskeið ætlað iðnaðar- mönnum, hönnuðum og öðrum áhugamönnum. 18 kennslustundir, dagl. kl. 13-17. 18. feb. Viðhald og viðgerðir (fræðsludagur). Nám- skeið ætlað iðnaðarmönnum í byggingariðnaði og umsjónar- og eftirlitsmönnum húseigna. Kl. 8.30-16.00. Námskeiðin eru haldin í húsakynnum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, Keldnaholti. Nánari upplýsingar og innritun hjá Fræðslu- miðstöð iðnaðarins í síma 68700 og 687440. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmanna- ráðs og endurskoðenda í Sveinafélagi pípulagn- ingamanna fyrir árið 1989. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrif- stofu félagsins að Skipholti 70, eigi síðar en kl. 18.00 s.d. þriðjudaginn 7. febrúar 1989. Kjörstjórn Útboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í lagn- ingu hitaveituæðar frá dælustöð á Fitjum að flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Aðveituæðin er tvöföld 0250 mm einangruð stálpípa um 4,8 km að lengd. Útboðsgögn verða afhent gegn 5000 króna skila- tryggingu á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík og á verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Borgartúni 17, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja fimmtudaginn 16. febrúar 1989 kl. 14. Þrlðjudagur 31. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.