Þjóðviljinn - 31.01.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.01.1989, Blaðsíða 11
UOSVAKINN Ingibjörg Haraldsdóttir Lífið á það til að koma manni skemmtilega á óvart. Núna í vet- ur hef ég t.d. fengið sönnur fyrir því að tveimur gömlum dönskum kvikmyndastjórum er ekki alls varnað og hafði þó haldið að þeir væru bara svona rétt miðlungs- gaurar í sínu fagi. Gabriel Axel, áður þekktur fyrir m.a. Rauðu skikkjuna pg allskonar rúm- stokksmyndir, hann gerði þá yndislegu kvikmynd Gestaboð Babettu eftir sögu Karenar Blix- en, og Erik Balling, sá sem gerði 79 af stóðinni og allar myndirnar um Olsenbandið með meiru, hann hefur stjórnað þessari líka dægilegu sápuóperu, Matador, sem við fáum að sjá á sunnu- dagskvöldum í sjónvarpinu. Að vísu er hún orðin 10 ára og satt að segja skil ég ekki hversvegna við fengum ekki að sjá hana nýja, en betra er seint en aldrei. Umsvif og athafnir Það er margt sem mælir með Matador. Efni þáttanna er dæmigert fyrir sápuóperu: smábæjarlíf þar sem ótal sögur gerast í hverju húsi og endalaust er hægt að spinna þráðinn þegar á annað borð er búið að skapa rétt umhverfi, per- sónur og tíðaranda. Tíminn í Matador er fjórði áratugurinn, tími þjóðfélagsátaka og spennu á ýmsum sviðum. f smábænum Korsbæk gengur nútíminn í garð þegar aðkomumaðurinn Mads Skjern sest þar að og opnar fata- búð. Eftir örstuttan tíma er fata- búðin sem fyrir var í bænum kom- in á hausinn og Mads Skjern bú- inn að stofna banka, ná sér í konu og farinn að byggja verksmiðju. Umsvifamikill athafnamaður og færir bæjarbúum atvinnu, pen- inga og samkeppni. Persónurnar eru mikið gallerí - ungt fólk og gamalt, nkt og fá- tækt, húsbændur og hjú. Það spillir ekki að persónur þessar eru leiknar af leikurum sem ég man vel eftir úr „dönsku blöðun- um“ í gamla daga, yndislega kunnugleg andlit og nöfn einsog Helle Virkner, Ghita Nörby, Ove Sprogöe og jafnvel Karen gamla Nellemose... Meira máli Kunnugleg andlit skiptir þó að þetta eru upp til hópa afbragðsleikarar og Erik Balling stjórnar þeim með glæsi- brag. Það hefur líka tekist mjög vel að skapa andrúmsloft áranna fyrir seinni heimsstyrjöldina og ég var ekkert hissa þegar ég sá að Ulla Britt Söderlund var skrifuð fyrir búningunum, það er mikið flink kona einsog sjá má. í þessa lofrullu má ekki vanta sjálfa undirstöðuna, handritið sem allt byggist á. Hver þáttur er hlaðinn spennu og atburðarásin er í rauninni mögnuð þótt ekki virðist neitt mikið á seyði. Hér er ekki verið að sprella uppá amer- ískan máta. Allt streymir fram ljúflega og notalegur danskur húmor kemur alltaf til að bjarga málunum þegar væmnin virðist ætla að ná yfirhöndinni. Þreyttir brandarar Húmor, já. Ekki veitir af hon- um núna í vetrarhörkunum og skammdeginu. Landsliðið í grín- þáttagerð er farið af stað með þætti sem heita 89 á stöðinni og síst ætla ég að lasta það þarfa fyr- irtæki. Samt er einsog manni finnist þessir brandarar dálítið þreyttir og flytjendur þeirra ein- um of kunnuglegir úr samskonar þáttum gegnum tíðina. Kannski er þetta bara einn af ókostunum við að búa í svona skrambi fá- mennu þjóðfélagi, það er ekki við því að búast að í hverri kyn- slóð sé urmull f húmoristum. Sumir virðast halda að kunn- ugleg andlit geti bjargað hverju semerísjónvarpi. En þaðerafog frá að andlit Hermanns Gunnars- sonar bjargi þeim furðulega sam- setningi sem skátahreyfingin og Kiwanisklúbbarnir hafa búið til handa börnum þessa lands og gengur undir nafninu Verum við- búin. Pínlegri þætti er varla hægt að hugsa sér en þá tvo sem þegar hafa yfir oss dunið þegar þetta er ritað. Þar hjálpast allt að, en skortur á undirbúningi virðist þó standa þessu mest fyrir þrifum. Tæknilega hliðin vefst svo stór- lega fyrir aðstandendum þátt- anna að allt annað týnist. Hefði ekki verið nær að eyða svolítið lengri tíma og meiri vinnu í þetta, búa til sögu, slatta af persónum og fá leikstjóra til að stjórna öllu saman? Þá væri kannski von til að einhver krakki nennti að horfa á þetta - og til þess var víst leikur- inn gerður, eða hvað? Ég fæ ekki séð að málstaðnum sé þjónað með þeim vinnubrögðum sem hér eru viðhöfð. Til að kóróna þennan óskapnað eru blessuð börnin látin kynna sig með orð- skrípinu „hæ“, rétt eins og enginn hafi heyrt minnst á þá herör sem upp hefur verið skorin gegn eng- ilsaxneskri mengun málfarsins. Skátar og Kiwanis eru kannski engir Fjölnismenn, en Sjónvarp- ið á þá að hafa vit fyrir þeim. Gamlar myndir Eitt af því sem mér finnst að metnaðarfull sjónvarpsstöð eigi að gera er að sýna öðru hverju gamlar kvikmyndir, bæði meist- araverk kvikmyndasögunnar og myndir sem hafa afþreyingar- giídi. Þetta gerir íslenska sjón- varpið vissulega, þótt manni fínn- ist myndvalið oft handahófs- kennt og kynningu ábótavant. Það var gaman að sjá argentínska tangómynd frá 1935 með sjálfum Carlos Gardel á sunnudaginn og Jacques Tati var mikill aufúsug- estur í hlutverki Monsieur Hulot á miðvikudaginn í síðustu viku. Ég get þó ekki stillt mig um að agnúast út í sýninguna á síðar- nefndu myndinni, Hulot í sumar- leyfi. Af einhverjum ástæðum var verið að reyna að þýða mynd- ina, þótt grínið í henni byggist að miklu leyti á því að persónurnar tala í klisjum og setningabútum á ótrúlegustu tungumálum og það skiptir alls engu máli hvað sagt er. íslenski þýðandinn er áreið- anlega eini maðurinn sem hefur skilið gjammið í hátalaranum í upphafi myndarinnar - grínið í atriðinu er einmitt að fólk hleypur frá einum brautarpalli til annars kolruglað af því að það skilur ekki röddina í hátalaran- um. Sömuleiðis fannst mér grát- legt þegar myndin var halaklippt allhrottalega til að koma að auglýsingum fyrir ellefufréttir. Það á að sýna gömlum myndum virðingu! Matador. Dönsk sápa er best! í DAG þJÓÐUILJINN FYRIR50 ÁRUM Framsókn innrásarherjanna stöðvuð um alla Katalóníu. Stjórnarherinn hefur komið upp varnarstöðvum fyrir norðan Barcelona og sótt fram á nokkr- umstöðum. Sameiningarmenn sigra í „Hlif“ ÍHafnarfirði. Þráttfyrirák- afan undirróður Skjaldbyrginga ná sameiningarmenn allri stjórninni. VIÐBURÐIR Fyrsta útvarpssending á íslandi 1926. Flugvélin Glitfaxi ferst á leiðfrá Vestmannaeyjum 1951. Verkamannafélagið Farsæll á Hofsósi stofnað 1934. ER31. JANÚAR þriðjudagur í fimmtándu viku vetrar, tólfti dagurþorra, þrítug- asti og fyrsti dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.11 ensestkl. 17.13. Tungl minnkandiáfjórðakvartili. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 27. jan.-2. febr. 1989 er í Ingólfs Apó- teki og Laugarnesapóteki. Fyrrnefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur..........sími 4 12 00 Seltj.nes..........sími 1 84 55 Hafnarfj...........sími 5 11 66 Garðabær...........simi 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavlk..........sími 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes..........simi 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garðabær...........sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingarog tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og ettir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinnialladaga 15-16 og 18.30-19. DAGBÓK Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. Hjálparstöð RKI neyðarathvarf fyrir unglinga Tjarnargötu 35. Simi 622266 opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Oplð virka daga frákl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl.20-22, sími 21500, símsvari: Sjálfshjálparhóp- ar þeirra sem hafa orðið fyrir sifjaspell- um, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um ónæmistæringu. (al- næmi). Upplýsingar í síma 622280, milli- liðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökin ’78 Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima Samtakanna '78félags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-23. Sím- svari á öðrum tímum. Síminn er 91 - 28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudagaogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. GENGIÐ 30. janúar 1989 kl. 9.15. Bandaríkjadollar Sala 50,03000 Sterlingspund 87^86500 Kanadadollar 42,23900 Dönsk króna 6,89590 Norskkróna 7,41790 Sænsk króna 7,92490 Finnsktmark 11,68650 Franskurfranki 7,87940 Belgískurfranki 1,27970 Svissn.franki 31,49510 23,73170 V.-þýsktmark 26.78700 ftölsklíra 0,03666 Austurr. sch 3,80960 Portúg.escudo 0,32950 Spánskur peseti 0,43250 Japansktyen 0,38528 Irsktpund 71,73800 KROSSGÁTA Lárétt: 1 skaut4sver6 tiðum 7 hnjóð 9 karl- mannsnaf n 12 raf- magnsstreng14tær15 kyn 16þjálfuðum 19 hrósa20heiti21 gálg- inn Lóðrétt:2gruna3 hrina4kró5ellegar7 smár9gungu 10 illan 11 gleði 13 smámenni 17fag 18eira Lausnásíðustu krossgátu Lárétt: 1 hrós4frón6 áll7klár9ókum 12 sinna14sæt15pat16 aftra 19unna20álka 21 drasl Lóðrétt: 2 ról 3 sári 4 flón5ólu7kostur8 ástand 10 kapall 11 mettar13not17far18 rás Þriðjudagur 31. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.