Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 1. febrúar 1989 22. tölublað 54. árgangur Utanríkismál Jón fari til Túnis SteingrímurJ. Sigfússon: ísland viðurkenni Palestínuríki. íslandverði formlega lýst kjarnorkuvopnalaust svœði. Jón Baldvin Hannibalsson: Hugsanlegt að halda friðarráðstefnu hér á landi Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra hefur verið boðið í opinbera heimsókn til ís- raels í apríl. Hann segist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann bjóði ísland sem stað til að halda alþjóðiega ráðstefnu um málefni ísraels og Palestínu, þó slíkt geti vel komið til greina. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra segir sjálfsagt að utanríkisráðherra heimsæki for- ustumenn Palestínumanna í framhaldi heimsóknar til ísraels og að ísland viðurkenni Palestín- uríki. Utanríkisráðherra sagði á fundi Kvennalistans um utan- ríkismál á Hótel Borg á mánu- dag, að ef Steingrímur Her- mannsson þáverandi utanríkis- ráðherra hefði heimsótt PLO í Túnis í fyrra, hefði þeim mögu- leika verið spillt að halda hér á landi alþjóðlega ráðstefnu um málefni Palestínu og ísraels. Jón Baldvin sagði í gær, að það væri ofmælt að segja að mikil vinna væri í gangi í utanríkisráðuneyt- inii til að fá slíkar ráðstefnur til íslands. Það hefði þó verið boðið í sambandi við lokafund Vínarr- áðstefnunnar. Einnig hefði Grik- kjum og Tyrkjum verið boðið að funda um deilumál sín í Reykja- vík. Á sama fundi sagðist Steingrímur vera tilbúinn til að Ekki augljóst að ráðstefna um Miðausturlönd fari fram í grennd við Norðurpólinn, segir Jón Baldvin. Mynd:Þóm. lýsa því yfir að ísland væri kjarn- orkuvopnalaust svæði. Jón Bald- vin sagði Steingrím hafa lýst þessu yfir í sinni utanríkisrað- herratíð, og sjálfur hefði hann gefið sams konar yfirlýsingu í ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í haust. Hann treysti því að fullveldi íslands væri virt í þess- um efnum, þannig að kjarnorku- vopn væru td. ekki um borð í skipum sem kæmu til landsins. Steingrímur J. Sigfússon sagðist skilja orð forsætisráðherra þann- ig, að ekkert væri því til fyrir- stöðu að ísland yrði formlega lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Boð Jóns Baldvins til ísraels hefur ekki verið rætt í ríkisstjórn- inni, að sögn Steingríms J. Sigfús- sonar. Hann telur hins vegar eðli- legt að það verði gert, þar sem um stórt mál sé að ræða, og um leið verði afstaðan til Palestínu- málsins rædd. Steingrímur sagð- ist hafa talið það fullkomlega eðlilegt að nafni hans Hermanns- son færi til Túnis. „Við hefðum kannski getað tekið þar frum- kvæði og komið hreyfingu á þessi mál fyrr en ella varð," sagði Steingrímur. Sér væri hugsað til þess frumkvæðis sem hin Norður- Landsbankinn-SIS Valur skiptir um starf Segir af sér stjórnarformennsku ÍSÍS, Samvinnutryggingum ogESSO og lœtur afstarfi kaupfélagsstjóra KEA til að gerastLandsbankastjóri. OlafurSverrisson, GuðjónB. Ólafsson, KristjánLoftsson ogMagnús Gauti Gautason fylla skörðin Valur Arnpórsson sest í sæti bankastjóra Landsbanka Is- lands í dag, enda hefur hann sagt af sér þeim störfum sem hann hef- ur gegnt fyrir Samvinnuhreyfing- una þar til í dag. Hefur Valur sent bréf til þeirra Ólafs Sverrissonar, varastjórnarformanns SÍS sem tekur við stjórnarformennsku frá og með deginum í dag, Axels Gíslasonar forstjóra Samvinnu- trygginga og Vilhjálms Jóns- Nýja tryRKÍngafélagið 5.900 tillögur að nafhi „Við auglýstum eftir nafni á nýja tryggingafélagið, og gáfum almenningi stuttan frest, bara þrjá daga. Samt fengum við alls 5.900 uppástungur! Við gætum jafnvel sett upp nafnabanka fyrir ný fyrirtæki," sagði Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafé- lags íslands. Tillögurnar bera með sér hvað almenningur hefur góðan orða- forða, sagði Ingi, og beitirhonum af mikilli hugkvæmni. Menn leika sér með málið af ótrúlegri fjölbreytni og þarna eru jafnvel orð sem ekki eru til í orðabókum. Það verður ekki leikur einn fyrir dómnefndina að velja úr þeSsum fjölda, en í henni sitja auk Inga þeir Axel Gíslason og Jónas Kristjánsson handritafræð- ingur. SA sonar, forstjóra Olíufélagsins hf.-ESSO þess efnis að hann segi af sér stjórnarformennsku i þess- um fyrirtækjum. Þá segir Valur af sér sem kaupfélagsstjóri KEA frá gærdeginum að telja. Ólafur Sverrisson, fyrrum kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og varaformaður stjórnar SÍS tekur við stjórnarformennsku frá og með deginum í dag og fram að næsta aðalfundi SÍS sem verður í júní. Hann sagði að ætlunin hefði verið að halda stjórnarfund í sambandi við afsögn Vals en því hefði ekki verið við komið vegna veðurs. Hins vegar ætti hann von á því að stjórnin héldi Val kveðj- ukvöldverð innan skamms. Ólafur sagði að hann þyrði ekki að segja um hvort hann sæti áfram sem stjórnarformaður eftir aðalfundinn í júní og hann bygg- ist ekki við neinum stórum breytingum eftir að hann tæki við stjórnarformennsku, nær væri að talá um blæbrigðamun. Það verður Kristján Loftsson hjá Hval hf., sem tekur við stjórnarformennsku af Val í ESSO, enda hefur Kristján setið þar sem varaformaður stjórnar. Ný stjórn verður kosin á næsta aðalfundi sem verður sennilega haldinn seinnihluta aprílmánað- ar. Vilhjálmur Jónsson, forstjóri sagðist hafa móttekið afsagnar- bréf Vals og stjórnarfundur yrði haldinn í dag. „Víð munum senda tilkynningu um þessar breytingar í stjórn til Hlutafélagaskrár og til Lögbirtings strax á morgun. Við gleymum því ekki," sagði Vil- hjálmur. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS mun sem varaformaður Sam- vinnutrygginga taka við stjórn- arformennsku í fyrirtækinu. phh löndin hefðu tekið undanfarna mánuði í þessum málum. Úr því að Jón Baldvin taldi ekki rétt af Steingrími Her- mannssyni að fara til Túnis, þar sem hann gæfi þannig öðrum að- ilanum undir fótinn, fer hann varla til ísraels án þess að fara einnig til Túnis, að sögn Stein- gríms J. Sigfússonar. Annars væri Jón Baldvin að gera það sama og hann sagði Steingrím ætla að gera, bara á hinn veginn. Þó Jón Baldvin segði ísland vel koma til greina sem ráðstefnu- stað, sagði hann það ekki liggja í augum uppi að ráðstefna um deilumál í Miðausturlöndum yrði haldin í grennd við Norðurpól- -hmp ínn. Reykjavík Sameinuð stjómar- andstaöa Stjórnarandstöðu- flokkar íborgarstjórn sameinast um nýja fjárhagsáœtlunfyrir Reykjavíkurborg. Til- lögur kynntar í dag Borgarfulltrúar stjórnarand- stöðuflokkanna í borgarstjórn, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvenna- framboðs munu í dag kynna sam- eigúuega tillögu að nýrri fjár- hagsáætlun Reykjavikurborgar. Þetta er í þriðja sinn á þessu kjörtímabili sem stjórnarand- stöðuflokkarnir sameinast um al- veg nýja fjárhagsáætlun gegn til- lögum og frumvarpi borgarstjóra og Sjálfstæðismanna. Frumvarp stjórnarandstöð- unnar gerir samkvæmt heimild- um Þjóðviljans ráð fyrir meiri tekjum borgarsjóðs en frumvarp Sjálfstæðismeirihlutans auk þess sem gert er ráð fyrir meiri arð- semi frá fyrirtækjum borgarinn- ar. Megininntak frumvarps stjórnarandstöðunnar er hins vegar tilfærsla á fjármagni frá skrautbyggingum í borginni yfir í félagslega þjónustu. í þætti Alþýðubandalagsins á útvarpi Rót í kvöld kl. 22.30 mun Kristín Ólafsdóttir borgarfulltrúi gera grein fyrir samstarfi stjórn- arandstöðuflokkanna og frum- varpi þeirra að fjárhagsáætlun borgarinnar. ->g.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.