Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Afganistan Sovétmenn á fömm Hyggjcistyfirgefa Kabúl innan viku- skœruliðar segjast ekki ætla að gera áhlaup á borgir Haft er eftir sovéskum tals- mönnum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, að síðustu sovésku hermennirnir þar verði farnir þaðan heimleiðis í síðasta lagi 6. febr. n.k., ef veður leyfi. Vetur- inn er með harðasta móti í Afgan- istan og hefur fannfergi á flugveil- inum við Kabúl valdið töfum á flugi að og frá borginni. Sumar sovésku hereininganna í Kabúl munu þó fara landleiðis, þar eð Sovétmönnum og her Ka- búlstjórnar hefur nú tekist að opna aðalveg þann, er liggur frá Kabúl yfir Hindukushfjöll norður til sovésku landamær- Súdan Ráðamenn skelkaðir Ríkisráð Súdans hefur hvatt al- menning til að bjóða sig fram til þjónustu í her ríkisins og minnka matarskammt sinn til stuðnings hernum. Virðist allverulegur skelkur hafa gripið ráðamenn þarlendis eftir að suðursúdanskir uppreisnarmenn tóku bæinn al- Nasir fyrir nokkru. Allmikið mannfall mun hafa orðið er uppreisnarmenn tóku bæinn, og virðist fall hans hafa orðið stjórninni til verulegs álits- hnekkis. Segja ráðamenn í Kart- úm, höfuðborg landsins, að al- Nasir, sem er í fylkinu Sobat, verði að endurvinna hvað sem það kosti. Súdanska borgarast- ríðið, sem háð hefur verið lát- laust síðan 1983_, hefur átt mikinn þátt í að valda í suðurhluta lands- ins einhverri mestu hungursneyð síðustu áratuga. Reuter/-dþ. anna. Tókst að opna veginn með hörðum árásum flug- og stór- skotaliðs á stöðvar mujahideen, afganskra skæruliða, meðfram veginum. Jafnframt þessu voru mörg þorp í námunda við Sal- angskarð, þar sem vegurinn liggur á löngum kafla gegnum jarðgöng, lögð í rústir með sprengjuárásum og eldflauga- og stórskotahríð, með þeim afleið- ingum að hundruð óbreyttra borgara létu lífið. Hefur hernað- ur þessi hleypt af stað nýjum flóttamannastraumi frá Afganist- an til Pakistans, þar sem talið er að þegar séu um þrjár miljónir afganskra flóttamanna. Eftir opnun vegarins hafa So- vétmenn flutt til Kabúl miklar birgðir matvæla og eldsneytis, þannig að hungurvofunni hefur verið bægt þar frá í bráðina, að sögn borgarstjórans. Burhan- uddin Rabbani, einn forustu- manna mujahideen í Pakistan, hefur þráfaldlega lýst því yfir undanfarna daga að skæruliðar muni ekki reyna að taka Kabúl og aðrar helstu borgir landsins með áhlaupum, að Sovétmönnum förnum, en óvíst er hvort sam- staða er um þetta með hinum mörgum samtökum skæruliða. Reuter/-dþ. Tvö þeirra sem borga reikning borgarastríðsins - suðursúdönsk kona af Dinkaættbálki og barn hennar, bæði að bana komin af hungri. IORFRETTIRI Utanríkisráðherra sendur Hollenska stjórnin hefur eftir langa umhugsun ákveðið að utanríkisráðherra landsins verði viðstaddur jarðarför Hirohitos Japanskeisara, en enginn af kon- ungsfjölskyldunni. Hollenskir uppgjafahermenn úr heimsstyrj- öldinni síðari og fleiri hafa hvatt stjórnina til að senda alls engan fulltrúa til jarðarfararinnar og bent í því sambandi á að þúsundir Hollendinga dóu af völdum illrar meðferðar í fangabúðum Japana á stríðsárunum. Reuter/-dþ. Hraðvaxandi atvinnuleysi Atvinnuleysi í Noregi nemur nú fjórum af hundraði og hefur aukistmjögfráþvíás.l. ári. Þetta kemur sér illa fyrir Verkamann- aflokkinn, sem er í stjórn, en stjórnin hafði lofað að viðhalda fullri atvinnu í landinu, auk þess/ sem stjórnarskrá landsins tryggir öllum þegnum þess rétt til vinnu. Samdráttur hefur verið mestur í vélaiðnaði, byggingarvinnu og þjónustugreinum. Reuter/-dþ. Bush gegn spillingu Bush Bandaríkjaforseti hét því í ræðu í gær að ráðast gegn „sóun og óstjórn“ í viðskiptum banda- ríska varnamálaráðuneytisins við fyrirtæki, sem sjá um framleiðslu fyrir það. Er talið að forsetinn hafi beint þar spjótum sínum að nokkrum fyrirtækjum, sem sökuð hafa verið um að múta starfsmönnum í Pentagon, þar sem ráðuneytið er til húsa, til þess að auðvelda téðum fyrir- tækjum að komast að fram- leiðslusamningum. Einn Pen- tagonmaður hefur þegar játað að hafa þegið mútu af þessu tagi. Reuter/-dþ. Moskvubúar með Gorbatsjov Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakannana gerðra af bandarísk- um og sovéskum aðilum eru 70 af hundraði Moskvubúa hlynntír umbótum stjórnar Gorbatsjovs. 14 af hundraði aðspurðra létu í ljós kvíða um að hann væri á leið með ríkið í átt til kapítalisma. Aðspurðir um fyrri leiðtoga gáfu 50 af hundraði Khrústsjov góðar einkunnir, en Brezhnev lofuðu aðeins sjö af hundraði, eða færri en lögðu Stalín til gott orð. Reuter/-dþ. Viðskipti Bresk Toyota Samningar hafa tekist á milli Toyota-bflaverksmiðjanna í Japan og breskra stjórnvalda um að Toyota-verksmiðjurnar reisi bflaverksmiðjur I Bretlandi sem eiga að geta framleitt 200 þúsund bfla á ári. Verksmiðjan á að veita 3000 starfsmönnum atvinnu og kostnaður er áætlaður 600 milj- ónir sterlingspunda eða um 53 miljarðar íslenskra króna. Bfl- arnir verða að 60% framleiddir i Bretlandi, en þannig komast Toyota-verksmiðjurnar inn á markað Evrópubandalagsins án þess að greiða tolla. Margaret Thatcher hefur hrós- að sigri yfir að hafa náð þessum árangri, og að Bretland hafi þannig orðið fyrir valinu fyrir fyrstu Toyota-verksmiðjuna í álf- unni. Ekki hefur endanlega verið gengið frá samningum um stað- setningu, en stjórnvöld í Bret- landi segjast nú leggja allt kapp á að ekki slitni upp úr samningum eins og gerðist við Ford- verksmiðjurnar á síðasta ári, en þær höfðu fyrirhugað að reisa bfl- averksmiðju í Dundee. Pað voru skilyrði verkalýðshreyfingarinn- ar sem orsökuðu að upp úr slitn- aði á milli Ford og stjórnvalda. í samningaviðræðum er nú rætt um 7 mögulega staði fyrir verk- smiðjuna, 4 í Englandi og 3 í Skotlandi. Verksmiðjan á að vera komin í fulla framleiðslu 1992, þegar sameiginlegur mark- aður bandalagsríkjanna verður opnaður. Þessi fjárfesting verður sú stærsta sem nokkurt japanskt iðnfyrirtæki hefur ráðist í í Evr- ópu til þessa og um leið fyrsta Toyota-verksmiðjan í Evrópu. -ólg Miami Ulfuð milli blökkumanna og hispaníka „Innfœddir“ blökkumenn telja sig misrétti beitta afhálfuinnflytjenda frá Rómönsku Ameríku Flórída er hagvaxtarmesta ríki Bandaríkjanna og íbúar Mi- ami, helstu borgarinnar þar, tala hreyknir um hana sem verðandi „höfuðborg 21. aldar“. En jafn- framt þessari velgengni er svo að sjá, að Miami sé ein „eldfimasta“ borg Bandaríkjanna, félagslega séð. Rósturnar þar fyrir nokkr- um dögum vöktu athygli á þeirri ólgu, sem hversdagslega leynist þar undir glæsilegu yfirborði. í óspektunum þar um daginn voru tveir menn drepnir og 22 særðust. Það þótti ekki mikið hjá mannskaðanum í svipuðum róst- um 1980, er 18 menn létu lífið og um 400 særðust. 1982 og 1984 kom einnig til óeirða í Miami. í öllum tilfellunum var upphaf óspektanna á eina lund: „hvítir“ eða hispanískir lögreglumenn urðu blökkumönnum að bana eða særðu þá alvarlega. Og fram- haldið við öll þessi tækifæri var einnig á einn veg: blökkumenn trylltust og fóru með brennum, ránum og öðru ofbeldi um ýmsa borgarhluta. Erfiðleikar í samskiptum „hvítra“ Bandaríkjamanna og blökkumanna landa þeirra eru gömul saga. En í Miami eru ill- indin fyrst og fremst milli blökku- manna og hispaníka (Hispanics) svokallaðra, það er að segja innf- lytjenda frá Rómönsku Amer- íku. Á milli þessara hópa sýður og kraumar af kynþáttahyggju og þjóðernis- og menningarlegum andstæðum. Þar við bætist veru- legur lífskjaramunur. Sprengihættuástand þetta rek- ur upphaf sitt til miðs sjöunda áratugar, er fólksflutningar mikl- ir hófúst til Flórída frá grannlandi þess Kúbu. Var þar á ferð fólk, sem af einum eða öðrum ástæð- um var óánægt með stjórnarfarið hjá Castro. Margt þessa fólks var af yfir- og millistéttum, þokka- lega menntað og átti því tiltölu- lega auðvelt með að komast áfram í nýja landinu. Upp á síð- kastið hefur bæst við fjöldi fólks frá Níkaragva, andstæðingar sandinistastjórnarinnar þarlendis eða einfaldlega flóttamenn frá borgarastríði og fátækt. Þá eru nú í Miami og nágrenni um 70.000 Haitimenn, flóttafólk undan harðstjórn og fátækt þarlendis, auk margs fólks frá öðrum róm- anskamerískum ríkjum. Rómanskamerískir innflytj- endur og afkomendur þeirra eru nú um 45 af hundraði íbúa í Dade County, þ.e.a.s. Miami með út- borgum. Þeir ráða þar mestu í stjórn- og efnahagsmálum. Borg- arstjórinn, Xavier Suarez að nafni, er fæddur á Kúbu. 43 af hundraði lögreglumanna þar í borg eru hispaníkar. A milli innfæddra blökku- manna, sem eru um 19 af hundr- aði íbúa í Dade County, og róm- anskamerísku innflytjendanna ganga klögumálin á víxl. Haitísk- ir innflytjendur segja t.d. að eng- ir Bandaríkjamenn auðsýni þeim slíkan fjandskap sem innlendir blökkumenn, sem eru þó af sama kynstofni og Haitimenn. Banda- rísku blökkumennirnir halda því hinsvegar fram, að hispanísk borgaryfirvöld hafi þá útundan um alla fyrirgreiðslu og opinbera aðstoð. Víst er um það að í Miami er tiltölulega fátt blökkumanna í störfum sem sérmenntun þarf til, atvinnuleysi þeirra þar er 10.4 af hundraði, langt fyrir ofan banda- rískt meðallag, en atvinnuleysi hispaníka 5.8 af hundraði, sem er undir bandarísku meðallagi. Gremja blökkumanna virðist hafa hraðvaxið jafnframt inn- flytjendastraumnum frá Níkara- gva. Þeir segja borgaryfirvöld leggja sig fram um að útvega inn- flytjendunum húsnæði, vinnu og félagslega þjónustu án þess að hirða neitt um þarfir fátækra blökkumanna í þessum efnum. Oft heyrast blökkumenn segja eitthvað á þessa leið: Við höfum verið hér í hundruð ára og höfum ekkert, þessir fá allt upp í hend- urnar um leið og þeir stíga á land. Blökkumönnum er sérlega í nöp við hispanísku lögreglu- mennina, sem þeir saka um ögr- andi fjandskap við sig, einkum unglinga. í bráðina hefur öldurn- ar lægt í Miami, en vandamálin að baki óeirðanna eru söm og fyrr. Og víðar í Bandaríkjunum gætir óróa út af innflytjenda- straumnum mikla frá Rómönsku Ameríku. dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.