Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 7
MENNING Orð fellur til jarðar Magnús Gestsson skrifar Birgir Svan Símonarson Farvegir Fótmál 1988 Bókarkápa Filip Franksson Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Birgir Svan gaf út sína fyrstu bók, Hraðfryst ljóð árið 1975, og segja má að hann sé enn við sama heygarðshornið í Farvegum, gagnrýninn á samfé- lag okkar og lífshætti líkt og þá var siður skálda; hann vill veita lesendum innsýn í líf og starf verkafólks, bregða upp myndum af alvöru lífsins. Bækur hans fóru víða í þá daga og gera ugglaust enn því átta bóka skáld hlýtur að eiga sér aðdáendur, einkum í hópi þeirra er aðhyllast félagslegt raunsæi. Hinir geta hugleitt eftir- farandi: 31. það er engin þörf að horfast í augu við kaldar staðreyndir horfðu annað það er engin þörf að segja sannleikann umbúðalaust flestir láta sér umbúðir nægja það er svo auðvelt að fá sér reku og grafa höfuðið í sandinn engin þörf að horfast í augu við neitt láttu bara einsog þetta komi þér ekki við Birgir er sannarlega ádeilu- skáld og vekur lesandann til um- hugsunar um það sem betur mætti fara. Til þess notar hann hversdagsmál, þar sem ekkert vefst fyrir lesandanum, líkingar eru augljósar líkt og í þessu ljóði: 20. fast er sótt á krappar öldur Ijósvakans á gljáfœgða öngla eru veiddir menn úr gruggugu vatni hásetarnir gera að með léttri fagmannssveiflu fast er sótt á undarleg mið í skýfallinu Hérna er störfum útvarpsfólks- ins líkt við sjósókn og stutt í það sem Kristur sagði vð einn læri- sveina sinna að nú ætti hann að veiða menn en ekki fisk. Orða- lagið „undarleg mið“ þykir mér við nánari athugun merkingar- laust. Orðaleikir eru áberandi og ljá þeir ljóðunum skoplegt yfir- bragð, en þeir eru vélgengir og leiða hugann frá innihaldinu. Tónleikanefnd Háskólans Píanósónötur Fjórðu Háskólatónleikar vor- ötur, sónötu í d-moll op.31 nr. 2 misseris verða í Norræna húsinu í eftir Beethoven og sónötu nr. 2 dag kl. 12.30. Þá leikur Ástmar eftir Sir Michael Tippett. Einar Ólafsson tvær píanósón- Birgir Svan Símonarson Dæmi um þetta eru: „eðlisávís- unum“ í 7. ljóði, „jólakortlagn- ing“ í 14. ljóði, „mannhelgin“ í 17. ljóði, „baktjaldamök/hjól- graðra launaskriðdreka“ í 23. ljóði. Stundum verður Birgir ákaflega stofnanalegur í orðfæri og talar um „deiliskipulag hjart- ans/samþykkt á fundi". Eitt atriði í sambandi við 24. ljóð: Sam- kvæmt minni málvitund er öxul- þungi takmarkaður vegna aur- bleytu eða meinsemda í þjóð- vegakerfinu en ekki vegna þungaflutninga. Betur tekst honum í ljóði nr. 25 þar sem selur og maður eru í brennipunkti. Augun binda sam- an fyrsta og síðasta erindið; mað- urinn horfist í augu við sjálfan sig. Lokalínurnar tvær eru mjjög góðar og víkka út sögusviðið. Ljóðið leiðir hugann að náttúru- vernd. 25. syndaselurinn kemur úr káfi á í vök að verjast fjandvindir standast ekki biðjandi augun í augum fórnarlambanna eru öll hús sláturhús og sérhvert orð krydd tilverunnar blórabögglar viðfángsefni sér- fræðínga tifið í þeim minnir á manns- hjörtu en líkast til er þetta bara vekjaraklukka við horfum til baka í þessi stóru augu án þess að blikna hreiðrum um okkur á blóðugum fjöðrum Flest ljóðin eru þess eðlis að lesandinn gæti hæglega verið að hlusta, horfa á eða lesa fréttir; á kafi í sínu daglega argaþrasi. Við lifum öll í þeim heimi sem bókin lýsir og maður fær stóra skammta af mengun, verðbólgu og götóttu ósonlagi á hverjum degi svo mér finnst í rauninni að bera í bakka- fullan lækinn að lesa um vanda- mál í ljóðum. Að minnsta kosti þegar ekki er brugðið nýju ljósi á viðfangsefnið. Það má ekki gefa fólki færi á að hugsa sem svo að þarna sé enn eitt vandamála- skáldið. Þegar svo er komið þykir mér gott að eiga að ljóð nr. 27, sem fjallar um ástarsamband . Einnig vil ég nefna nr. 10, 39 og annað ljóð bókarinnar: 2. hreindýr dregur Ijóðvagn himinbrattan veg stjörnuhrap er orð fellur til jarðar og brennur Allur frágangur bókarinnar er til prýði og kápumynd einföld og skýr. Ilona Maros, sópransöngkona Marianne Eklöf, messósópran Atli Heimir Sveinsson Ljóð í Nýhöfn Ljóða- og tónlistarkvöld verð- ur haldið í listasal Nýhafnar, Hafnarstræti 18, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 20.30. Þar munu átta ung skáld lesa úr verkum sín- um, þau Steinar Jóhannsson, Sveinbjörn Þorkelsson, Ingi- björg Þórisdóttir, Bragi Ólafs- son, Júlía Arndís Árnadóttir, Margrét Óskarsdóttir, Steinunn Ásmundsdóttir og Melkorka Thekla Ólafsdóttir. Elísabet Indra Ragnarsdóttir leikur ein- leik á fiðlu. Kynnir er Ari Gísli Bragason. Slöngugyðjan frá Knossos Grikklandsvinafélagið Fomleifarannsóknir Tvö erindi um fornleifarann- sóknir verða haldin á fundi Grikklandsvinafélagsins Hellas á fimmtudagskvöldið, 2. febrúar, kl.20.30 í Risinu, Hverfisgötu 105. Þór Jakobsson veðurfræð- ingur rekur nýjar og forvitnilegar kenningar fræðimanna um rúst- irnar í Knossos og á öðrum stöð- um á Krítey, og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur segir frá listaverkum sem flutt voru frá Meyjarhofinu í Aþenu til Bretlands og sýnir litskyggnur. Allir áhugamenn eru velkomnir á fundinn. Ný Ijóðasinfónía eftir Atla Heimi Sveinsson Á 8. áskriftartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói nk. fimmtudag 2. febrúar, veröa þrjú verk á efn- isskránni: Shadows eftir Au- lis Sallinen, Píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og Nóttin á herðum okkar eftir Atla Heimi Sveinsson. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari, aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Shadows er nýlegt tónverk eftir Sallinen, en ekki hafa áður verið flutt verk eftir hann hérlendis. Sallinen er fæddur 1935 í Salmi í Finnlandi, sem er rétt hjá sovésku landamær- unum og stundaði nám við Sibelíusar-akademíuna í Helsinki á árunum 1955- 1960, en tók þá við fram- kvæmdastjórn hjá Finnsku út- varpshljómsveitinni í áratug. Frá 1963 til 1976 kenndi hann við Sibelíusar-akademíuna og var skipaður prófessor í listum 1976 til 1981. Sallinen hefur skrifað þrjár óperur, nokkrar sinfóníur og mörg smærri verk. Á þessum tónleikum verður fluttur Píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven, en allir einleikskons- ertar Beethovens eru á efnisskrá hljómsveitarinnar í vetur. Beet- hoven frumflutti þennan konsert í apríl 1803 í Vínarborg, en þar var Sinfónía nr. 2 frumflutt um leið. Einleikari á tónleikunum verð- ur Þjóðverji, Christian Zacharias að nafni. Hann hefur getið sér gott orð á tónlistarsviðinu í heimalandi sínu og víðar. Hann er fæddur 1950 og stundaði tón- listarnám í Þýskalandi. Að lokum verður frumflutt nýtt verk eftir Atla Heimi Sveins- son, Nóttin á herðum okkar, sem er ljóðasinfónía byggð á ljóðum eftir Jón Óskar. Atli Heimir segir, að verkið hafi verið í smíð- um í 20 ár. Upphaflega var það þrjú lög, samin fyrir djúpa kven- rödd og kammerhóp, en vatt smám saman upp á sig og endaði sem heil sinfónía. Til að flytja verkið koma hingað tvær sænskar söngkonur, þær Ilona Maros, sópran og Marianne Eklöf, mess- ósópran. Þær hafa báðar sungið hér áður við góðar undirtektir og munu vitaskuld syngja á íslensku. Auk þess syngur Kvennakór ís- lensku óperunnar með hljóm- sveitinni. Hljómsveitarstjóri verður Finninn Petri Sakari, aðalstjórn- andi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónleikarnir á fimmtudaginn hefjast klukkan 20.30 og er miða- sala í Gimli við Lækjargötu og í anddyri Háskólabíós við upphaf tónleikanna. Einnig stendur nú yfir endurnýjun áskriftarskír- teina og geta áskrifendur nýtt forkaupsrétt sinn fram á föstu- dag. Vorið kallar í Hlaðvarpanum Fimmtudaginn 2. febfúarkl. 20.30 frumsýnir Thalía; leikfé- lag Menntaskólans við Sund „Vorið kallar“ eftir Frank Wé- dekind í þýðingu Hávars Sig- urjónssonar. Leikritið gerist í þýsku sveitaþorpi um síðustu alda- mót og fjallar um unglinga þess tíma; vandamál, hugs- anir og langanir þeirra sem flestar eru þær sömu og ung- lingar nútímans þurfa að fást við. Þó verkið hafi alvarlegan grunntón er ætíð grunnt á húm- ornum og kaldhæðnin er líka stutt undan. Höfundurinn; Frank Wede- kind var þýskur og skrifaði leikritið árið 1890, aðeins 26 ára að aldri. Hann lifði þó ekki að sjá verkið sett upp í fullri lengd þar sem það var ætíð ritskoðað og viðkvæm atriði voru klippt út. Wedekind var umdeildur rithöf- undur; kaldhæðinn og hrein- skilinn og má jafnvel segja að persóna hans hafi verið frægari en verk hans. Leikstjóri sýningarinnar er Þórdís Arnljótsdóttir en hún út- skrifaðist úr Leiklistarskóla fs- lands vorið 1987. Upplýsingar um sýningardaga og miðapantanir eru í síma 377441 allan sólarhringinn og miðasala er í Menntaskólanum við Sund virka daga frá kl. 9 til 15. Mlðvikudagur 1. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.