Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.02.1989, Blaðsíða 12
SPURNINGIN Borðar þú þorramat? Baldur Úlfarsson sölumaöur: Já, mér finnst lifrarpylsa best. Fjóla Ásgeirsdóttir afgreiöslustúlka: Já, mér finnst hann allur mjög góður. Arnar Yngvason verslunarmaöur: Já, mér þykir hangikjöt tvímæla- laust best. Matthildur Jónsdóttir ræstingakona: Nei, mér finnst hann vondur. Guðrún Hólmsteinsdóttir nemi: Já, mér finnst sviðasultan best. PIÓÐVILIINN Miðvikudagur 1. febrúar 1989 22. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Norræna húsið Böm norðursins Myndlistarsýning og ráðstefna um barnamenningu; sögustundir og listsköpun r Ianddyri Norræna hússins stendur nú yfir sýning é mynd- skreytingum í nýjum norrænum barnabókum, þar á meðal þrem íslenskum með myndum eftir Bri- an Pilkington, Önnu Cynthiu Leplar og Sigrúnu Eldjárn. Þetta er litrík og falleg sýning á frum- myndum listamannanna og bæk- urnar liggja frammi til saman- burðar. Það er íslandsdeild IBBY, öðru nafni Barnabóka- ráðið, sem stendur fyrir sýning- unni, formaður þess er Ragn- heiður Gestsdóttir. „Það var nefnd í Danmörku sem valdi úr bunkum af bókum sem IBBY-deildirnar á Norður- löndum sendu, og sýningin var Lindgren og Erich Kstner voru til dæmis bæði meðal stofnenda.“ H. C. Andersens- verðlaunin „Aðalskrifstofa samtakanna er í Sviss, en annað hvert ár halda þau þing og veita H.C. Ander- sens verðlaunin, þekktustu barnabókaverðlaun í heimi. Þau fær fólk fyrir ævistarf fremur en eina bók, og þau eru tvenn, önnur fyrir texta, hin fyrir mynd- ir.“ Þar að auki er á þinginu lagður fram heiðurslisti, skrá yfir eitt verk eftir rithöfund og annað eftir myndlistarmann frá hverju Myndskreyting á sýningunni eftir Lilian Brögger frá Danmörku. Ragnheiður Gestsdóttir myndlistarmaður. Mynd: Jim Smart aðildarlandi ef tilnefningar ber- ast. í haust voru í fyrsta skipti ís- lensk verk á þessum heiðurslista, tilnefnd héðan ári fyrr. Þetta eru Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur og Ljósin lifna eftir Ragnheiði Gestsdóttur sem báð- ar fengu viðurkenningarskjal frá IBBY. Bókunum á þessum lista er safnað á sýningu sem fer víða um lönd. Barnagaman Sýningin stendur yfir til 12. fe- brúar og á meðan verður ýmislegt gert til að skemmta börnum. Margir höfundar koma í Norræna húsið og lesa úr verkum sfnum 2., 6., 7. og 12. febrúar klukkan 13- 15. Þar á meðal eru Guðmundur Ólafsson, Guðrún Helgadóttir, Sigrún Eldjárn, Andrés Indriða- son og Kristín Steinsdóttir. „Svo kemur líka fólk sem kann að segja börnum sögur, sem okkur finnst ekki síðra en að lesa,“ segir Ragnheiður. Þeirra á meðal eru Herdís Egilsdóttir, Iðunn Steinsdóttir og Jónas Kristjáns- son handritafræðingur. Svo verður kennsla í leikrænni tjáningu, myndsköpun og kvik- myndagerð 3. og 12. febrúar kl. 13-15. Laugardaginn 4. febrúar verð- ur svo haldin ráðstefna um barna- menningu þar sem valdir fyrirles- arar tala, m.a. fjaliar Ásdís Skúladóttir um leiklist, Kristín Hildur Ólafsdóttir um myndlist, Vilborg Dagbjartsdóttir um sagnahefð og Þorbjörn Brodda- son um fjölmiðla. Þátttöku í ráðstefnunni þarf að tilkynna í símum 23794 og 51683 á kvöldin. SA fyrst sett upp í Osló þegar 21. alþjóðaþing samtakanna var haldið þar í haust. Norðurlöndin stóðu öll að þessu þingi og það er í fyrsta sinn sem mörg lönd standa að alþjóðaþingi IBBY. Hingað kom sýningin frá Grænlandi," sagði Ragnheiður. En hvað er IBBY? „IBBY eru alþjóðasamtök sem stofnuð voru skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina til að efla áhuga á og virðingu fyrir barnabók- menntum. Stofnendur voru barnabókahöfundar og fleiri sem vildu greiða fyrir skilningi milli þjóða gegnum bækur. Astrid Pólitík á laugardegi Þjóðviljinn/Alþýðubandalagið í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.