Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 23. tölublað 54. árgangur ASI Kaupmáttur verði aukinn! Asmundur Stefánsson: Út íbláinn að tala um óbreyttan kaupmátt Það er nánast ósvífni að tala um að vernda kaupmátt lægstu launa á sama tíma og útgjöld heimila eru 11 % hærri en fyrir hálfu ári, kaup hefur staðið í stað en yfirvinna dregist verulega saman, sagði Ari Skúlason, hag- fræðingur Alþýðusambandsins, á blaðamannafundi forystumanna þess í gær. Þar kynntu þeir tvö dæmi um erfiðleika fjögurra manna alþýð- ufjölskyldna um þessar mundir. í því fyrra er bóndinn yfirborgaður iðnaðarmaður en spúsa hans vinnur hálfan daginn í verk- smiðju. Hann er að því leyti vel settur að yfirvinna hans hefur enn ekki minnkað né yfirborgun lækkað. Engu að síður hefur mánaðarlegur tekjuafgangur þessarar fjölskyldu dregist saman úr 7,8% í júní í 0,0% í janúar og verður mínus 1,3% í febrúar. Þ.e.a.s.: tekjurnar duga ekki til þurfta vísitölufjölskyldunnar. í seinna dæmi er heimilisfaðir iðnverkamaður en frú hans af- greiðslustúlka. í júní var fjárhag- ur þessarar fjölskyldu all góður enda vann húsbóndinn yfirvinnu sem aflaði 15 % teknanna. Það er kunnara en frá þurfi að segja að yfirvinna dróst mjög saman á haustmánuðum og alger- lega í síðara dæmi ASÍ. í júní voru tekjur þessarar fjölskyldu umfram nauðþurftir 8.814 krón- ureða8,8 %. Á skammri stund skipast veður í lofti og í janúar skorti þetta dæmisfólk 9.054 krónur til þess að endar næðu saman, miðað við gefnar neysluforsendur. Mínus 9,9 %. Og enn sígur á ógæfuhlið- ina. í hvorugu dæmanna eru börn undir 7 ára aldri og því ekki gert ráð fyrir neinum dagvistarkostn- aði. Hinsvegar er reiknað með 1,5% kauphækkun 15. febrúar. Ásmundur forseti Stefánsson kvað þetta sýna ljóslega að það væri gersamlega út í bláinn að segja fólki að draga fram lífið við óbreyttan kaupmátt. Yfirvinna hefði um langa hríð verið einn af burðarásum alþýðuheimila en nú drægist hún saman jafnt og þétt og óvíst hvenær hún ykist að nýju. Örn varaforseti Friðriksson spurði hvernig í ósköpunum ein- hleypir foreldrar ættu að sjá sér og sínum farborða af taxtakaupi. Á fundinum kynntu oddvitarn- ir hugmyndir miðstjórnar ASÍ um samningaviðræður á næst- unni. Þær eru helstar á þá lund að kaupmáttur aukist um 9-10% frá því sem hann er nú, aðildarfé- lögin semji saman og helst til skamms tíma eða fram í septemb- er, vextir lækki og vöruverð hækki lítt. Höfuðáhersla verði lögð á að tryggja næga atvinnu. ks. Borgarstjórn Alltannaö frumvarp Stjórnarandstaðan leggurfram um 70 breytingartillögurviðfjárhagsáœtlun Sjálfstœðismanna, Framkvœmdir við ráðhúsið skornar niður um 300 miljónir Priðj a árið í rðð leggj a borgar • f ulltrúar Alþýðubandaiagsins, Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Samtaka um Kvennalista fram sameiginlegar breytingartillögur við fjárhags- áætlun Sjálfstæðismanna fyrir Reykjavíkurborg. Megin inntak tillagna stjórnar- andstöðunnar er að fjármagn verðí flutt frá gæluverkefnum og skrautbyggingum til félagslegrar Borgarfulltrúarnir þeir Bjarni P. Magnússon Al.fl. Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir Alþ.bl. Sigrún Magnúsdóttir Framsóknarfl. Sigurjón Pétursson Alþ.bl. og Elín Ólafsdóttir Kvennal. vilja að skattpeningum Reykvíkinga verði varið til félagslegar þjónustu í stað þess að byggja skrauthallir sem nýtast ekki almenn- ingi. Mynd Jim Smart. þjónustu til handa börnum, ung- lingum og öldruðum. f tillögun- um er gert ráð fyrir að skera niður framkvæmdir við ráðhúsið um 300 miljónir og einungis veita í þær framkvæmdir 65 miljónum kr. Einnig er lagt til að hætt verði við að byggingu veitingahússins á hitaveitutönkunum á Óskjuhlíð. Þess í stað leggur stjórnarand- staðan til að stórauknu framlagi verði veitt til dagvistamála og þjónustu við aldraða. Einnig leggja þau til að keypt verið hús í miðborg Reykjavíkur, þar sem komið verði á fót ungíingahúsi. Önnur umræða um fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar verður í kvöld, en þar munu tillögur stjórnarandstöðunnar verða teknar til umræðu. -sg Sjá bls 2 Hafnarfjörður Tvöföldun á dagvistarrými MiklarframkvœmdirhjáA-flokkunum íHafnarftrði. Meira en þriðja hver króna til nýframkvœmda. Skólar, íþróttahús og dagvistarheimili íforgang. 270 ný dagvistarpláss Meira en þriðja hver króna sem kemur í bæjarsjóð Hafnarfjarðar á þessu ári mun nýtast til nýframkvæmda, sam- kvæmt fjárhagsáæltun bæjarins sem lögð var fram til fyrri um- ræðu á bæjarstjórnarfundi í fyrr- akvöld. Megináherslan í fjár- hagsáætlun A-flokkanna í meiri- hluta bæjarstjórnar er á upp- byggingu skóla-, dagvistar- og íþróttamála. Heildartekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar rúmur 1,7 miljarður og þar af munu fara til reksturs rúm- ur miljarður eða um 60% tekna. Áætlað er að verja rúmum 600 miljónum til gjaldfærðra og eignfærðra fjárfestinga, sem er rúmlega 35% af heildarráðstöf- unarfé bæjarins. Þetta er mun meira fé til framkvæmda en á ný- liðnu ári. Stærstu framkvæmdir á árinu er bygging skóla í Setbergi fyrir um 100 miljónir, nýtt íþróttahús í Kaplakrika, verklok við útisund- laug í suðurbæ. Þá verður hafin bygging tveggja nýrra dagvistar- heimila í bænum auk þess sem foreldrarekið heimili sem bærinn styrkir tekur til starfa á næstu vik- um. Samtals munu á næstu 12-14 mánuðum bjóðast um 270 ný dagvistarheimili, en með þeirri viðbót hefur dagvistarrými í bæn- um verið' tvöfaldað frá því að vinstri meirihluti A-flokkanna tók við fyrir tæpum 3 árum. - Þessi öfluga staða bæjarsjóðs er sérstaklega eftirtektarverð í ijósi þeirrar „kreppuumræðu" sem átt hefur sér stað í þjóðfé- laginu, segir Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnar- firði. Hann segir að áhyggjum bæjaryfirvalda af ótryggu at- vinnuástandi í bænum sem ann- ars staðar sé m.a. mætt í þessari áætlun með því að halda úti öflugri starfsemi af hálfu bæjar- félagsins og draga hvergi úr fram- kvæmdum. -lg- Þjóðviljinn Aukaafli í gæludýrafóður Sjávarútvegsblað í dag Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Óskar Vigfússon formann Sjómanriasambands íslands þar sem hann.fer á kostum og kemur víða við. Þá er rætt við Sigurjón Arason deildarstjóra tækni- deildar Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins um nýtingu á aukaafla til framleiðslu á gælu- dýrafóðri o.fl. Þá er í blaðinu for- vitnilegt viðtal við Rúnar Mar- vinsson einn helsta matargerðar- mann landsins á sviði fiskrétta og um þær breytingar sem orðið hafa á fiskneyslu landsmanna á þessum áratug. Síðast en ekki síst er fróðleg grein um geislun fiskafurða eftir dr. Grím Valdimarsson forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnað- -grh anns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.