Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Siglingar Selnesið hætt komið Fékk á sig slagsíðu þegar sjór komst í jafnvœgistanka r Isvartamyrki, miklum vindi og í 10 - 12 metra ölduhæð, 140 sjómílur suður af Ingólfshöfða í gærmorgun kom slagsíða á flutn- ingaskipið Selnes á leið þess til Englands, fulllestað vikri. Sjór komst í jafnvægistanka skipsins að talið er í gegnum loft- ventla og vegna slæmra aðstæðna óskaði skipstjórinn strax eftir að- stoð Landhelgisgæslunnar og ennfremur voru björgunarþyrlur hersins á Keflavíkurflugvelli í viðbragðsstöðu. Skipverjum tókst fljótlega að dæla sjó úr tönkunum og rétta skipið við. Af þeim sökum þurftu skipverjar ekki á neinni aðstoð að halda og fór þyrla Landhelgisgæslunnar því aldrei lengra en til Eyja. Um 6.800 rúmmetrar af vikri eru í lestum skipsins og var í fyrstu óttast að sjór hefði komist í iestarnar sem reyndist síðan ekki vera. Skipið er nú á hægri siglingu til Englands. 12 manna áhöfn er um borð. -grh BHMR Viðræður strax Samráðsfundur aðildarfélaga BHMR sem haldinn var í gær krefst þess að fjármálaráðhcrra hefji nú þegar samningaviðræður við samninganefnd BHMR. Segir í ályktun félaganna að þau hafi ítrekað óskað eftir við- ræðum en án árangurs. Fullyrð- ingar ráðherra um að slíkar við- ræður hafi átt sér stað séu rangar. Fordæma þau vinnubrögð ráð- herrans að virða að vettugi rétt háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna til samningaviðræðna. Segjast félögin þegar hafa hafið nauðsynlegan undirbúning að- gerða til að ná fram rétti sínum. Góður andi var á fundi forystumanna Verkamannasambandsins og ráðherra í gaer. Mynd:ÞÓM. Kjaramál VMSÍ á ráðherrafund Ólafur Ragnar: Áherslur Verkamannasambandsins ílíkum dúr og hugmyndir ríkisstjórnarinnar Forystumenn Vcrkamanna- sambands íslands gengu á fund oddvita ríkisstjórnarinnar í gær og kynntu þeim ályktun sam- bandsins frá því í fyrradag um áherslur í komandi samningum. Einsog kunnugt er leggur VMSI höfuðáherslu á þrennt; að tryggð verði full atvinna, að jafnaður verði mikill munur á lífskjörum manna hérlendis og að verðbólgu verði haldið í skefjum. Ennfrem- ur kemur fram sú viljayfirlýsing í ályktuninni að f komandi samn- ingum verði fyrst og fremst lögð áhersla á verndun kaupmáttar. Það var á ráðherrum að heyra að fundur þeirra og forkólfa Verkamannasambandsins hefði farið hið besta fram. Ólafur Ragnar Grímsson kvað gestina hafa kynnt ályktunina fyrir ráð- herrum og væri hún mjög athygl- isverð. í henni væru áherslur í grófum dráttum þær sömu og ríkisstjórnin hefði lagt frá upp- hafi; í atvinnumálum, um jöfnun lífskjara og að haída verðlagi í skefjum. Hinsvegar væri ekki orðið tímabært að tíunda einstök atriði þessa því enn væri mikið verk fyrir höndum í búðum beggja við útfærslu þeirra. En fundurinn hefði verið mjög gagnlegur. ks. Borgarstjórn Þjónustu í stað gæluverkefna Stjórnarandstaðan leggur sameiginlegafram um 70 breytingartillögur við fjárhagsáœtlun Sjálfstœðismanna. Framkvœmdir við ráðhúsið verði skornar niður um 300 miljónir. Framlag til dagvistar- og öldrunarmála aukið verulega Stjórnarandstaðan vill tvöfalda framlög borgarinnar til dagvistarmála. Framkvæmdir í þágu borgar- búa í stað skrautbygginga er megin inntak þeirra tillagna sem við leggjum fram að þessu sinni, sagði Sigurjón Pétursson borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins þegar stjórnarandstöðuflokkarn- ir kynntu sameiginlegar breyting- artillögur sem lagðar verða fram við aðra umræðu um fjárhagsá- ætlun borgarinnar í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem flokk- arnir leggja fram sameiginlegar breytingartillögur við fjárhagsá- ætlun Reykjavíkur. Stjórnarand- staðan leggur fram nær 70 tillögur við frumvarp Sjálfstæðismanna. Pær tillögur hafa í för með sér um 900 miljón kr. tilfærslu. 600 milj- ónum verði varið í önnur verk- efni en Sjálfstæðismenn vilja og hætt verði við að veita Hita- veitunni heimild til að taka lán upp á 300 miljónir vegna fram- kvæmda við veitingahúsið á Öskjuhlíð Mestu munar um aukið fram- lag til dagvistarmála uppbygg- ingu félagsaðstöðu fyrir ung- linga, aukið framlag borgarsjóðs í þágu aldraðra og til félagslegra íbúða. Á móti leggur stjórnar- andstaðan til að einungis verði varið um 65 miljónum kr. til framkvæmda við ráðhúsið á þessu ári. Sjálfstæðismenn hafa lagt til að varið verði 3065 miljón- um kr. til áframhaldandi fram- kvæmda við ráðhúsið. Dagvistarmál - Við gerum það að tillögu okkar að borgin tvöfaldi framlag sitt til uppbyggingar dagvistar- heimila. Við viljum verja úr borgarsjóði 4% af útsvarstekjum ársins til þessa verkefnis Yrði sú tillaga samþykkt myndi það þýða að framlag borgarsjóðs yrði rúm- lega 172 miljónir í stað 65 miljóna kr. á þessu ári, sagði Kristín A Ólafsdóttir. Hún benti og á að í raun lækk- aði framlag borgarsjóðs til þessa verkefnis frá því í fyrra. Með sama áframhaidi tæki u. þ. b. aldarfjórðung að sinna þeim 2000 börnum sem nú væru á biðlista eftir plássi. Hún sagði nauðsyn- legt að bæta launakjör þeirra sem störfuðu á dagvistarheimilum þannig að auðveldara yrði að manna þau. Málefni aldraðra - Við í stjórnarandstöðunni höfnum þeirri stefnu Sjálfstæðis- manna að byggja hér einungis söluíbúðir fyrir aldraða. Við vilj- um þess í stað byggja leiguíbúðir og að einnig verði komið á fót í Reykjavík sambýli fyrir aldraða eins og gert hefur verið í Kópa- vogi með góðum árangri, sagði Guðrún Ágústsdóttir, þegar hún fjallaðí um tillögur stjórnarand- stöðunnar í öldrunarmálum. Framlag til framkvæmda í þágu aldraðra verði hækkað í tæplega 300 miljónir úr 164 miljónum. Ráðist verði í byggingu nýs hjúkrunarheimils, komið verði á fót sambýli fyrir aldraða, einnig að um 17 miljónuui verið varið til leiguíbúða fyrir aldraða og 10 miljónum verði varið til kaupa á hentugu húsnæði til reksturs dag- vistar fyrir aldraða. Jafnframt að stóraukið verði framlag borgar- sjóðs til B-álmu borgarspítalans, en sú bygging he; r verið í smíð- um í 12 ár. - Við erum þeirrar skoðunar að í frumvarpi Sjálfstæðismanna sé rekstri borgarinnar of þröngur stakkurskorinn. Alvarlegasttelj- um við hversu naumt er áætlað til viðhalds skólabygginga, en ástand skólahúsnæðis í eigu borg- arinnar er vægast sagt víða bág- borið, sagði Sigrún Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknar. Hún sagði að þau gerðu að tillögu sinni að auka framlagið til viðhalds skóla- bygginga um 30 miljónir þannig að varið yrði 63 miljónum á þessu ári og gerð yrði þriggja ára áætlun um átak til viðhalds skóla sem víða eru að drabbast niður. í allt gerir stjórnarandstaðan tillögur um að auka rekstarút- gjöld borgarinnar um 100 miljón- ir kr. Auk viðhalds skólabygg- inga, bætist við 24 miljón kr. framlagt til að lagfæra þá staði í borginni sem hvað hættulegastir eru í umferðinni, eða svokallaðá „svarta bletti". Einnig er lagt til að fjárveiting til bókasafna verði 1,4 miljón í stað 400 þúsunda, Rekstrarstyrkur til dagvistar- heimila hækki um fimm miljónir, Samtök um kvennaathvarf fái 2,5 miljónir í stað 1,5 miljóna. Félag eldri borgara fái 1,5 miljónir í stað 770 þús. svo nokkur dæmi séu tekinn. Unglingahús Ein af þeim tillögum sem stjórnarandstaðan flytur um fé- lagsmál er að komið verið á fót unglingahúsi í miðborginni. Stjórnarandstaðan telur að með því verði dregið úr reiðileysis- hangsi unglinga. Einnig leggur stjórnarandstað- an til að komið verði á fót að- stöðu fyrir æskulýðs- og tóm- stundastarf í Austurbænum. Fjölskyldudagar Auk þeirra tillagna sem hér hefur verið drepið á flytur stjórn- arandstaðan fjölmargar aðrar til- lögur. Má þar nefna tillögu um stofnun Atvinnueflingarsjóðs. Tillögu um að Reykjavíkurborg gangist fyrir fjölskyldudögum. Tillögu um að efnt verði til hug- myndasamkeppni um breytingar á sundstaðnum í Laugardal. Til- lögu um kaup á snjóruðnings- tækjum fil að hreinsa gangstéttir borgarinnar. Einnig leggur stjórnarandstaðan til að komið verði á fót tilraunaskóla í Grafar- vogi þar sem gert er ráð fyrir rekstri dagheimilisskóla og skóla- dagheimili undir sama þaki. -sg 2 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 2. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.