Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Til vamar útlendingum eða útlendingahatur Olafs Hauks og Jakobínu Kæri Ólafur Haukur og Jakob- ína. Mér finnst hálferfitt að sitja orðalaust undir samsæri ykkar gegn blásaklausa erlenda ferða- fólkinu sem langar að koma hing- að til lands og njóta náttúrunnar, sem og ferðamannaiðnaðinum hér á landi almennt. Því það verða hvorki fiskveiðar né sauðkindin sem mun gera þetta land byggilegt eftir 50 til 100 ár, eftir að fiskurinn verður bæði horfinn vegna gróðurhúsaáhrif- anna (um 8-10 stiga hita meðal- hitastigshækkun verður á íslandi næstu 50 árin að mati vísinda- manna; sjá m.a. próf. og dr. Dean Abrahamson 1988) og vegna mengunar í höfunum. Hingað munu líklega koma tún- fiskar úr suðurhöfum í stað þorsksins og loðnunnar í kringum landið og verða í ofanálag flestir líklega óætir innan fárra áratuga héðan í frá, vegna mengunar í höfunum hér við land sem annars staðar. Þaö sem gera mun ísland byggilegt eftir öld er... Það verður því aðallega tvennt sem mun gera þetta land byggi- legt eftir 50 - 100 ár: * Koma allra tegunda erlendra ferðamanna í miljónatali hingað til lands og * Nýting og sala á orkuauð- lindum Islands innanlands og til útianda. Bæði nýting vatnsafls- ins, og lág- og háhitasvæðanna. Lítum aðeins nánar á þessa möguleika og hina misskildu út- lendingafyrirlitningu Ólafs Hauks og Jakobínu; Miljónir ferðamanna til íslands á ári Á síðastliðnu ári komu hingað til lands um 130 þúsund erlendir ferðamenn. Gáfu þeir af sér að mati ferðamálafrömuða um 12% þjóðartekna íslendinga, sem aft- ur segir sína sögu um framtíðar- möguleika þessarar atvinnu- greinar. Á Spáni koma um 50 miljónir Magnús H. Skarphéðinsson skrifar ferðamanna árlega, enda er þjón- usta við ferðamenn langstærsti atvinnuvegurinn þar í landi. Leikur einn væri að koma ferð- amannastraumnum á íslandi upp í eina miljón á ári svona til að byrja með. Sem aftur gerði þá aílan sjávarútveg og landbúnað óþarfan bæði tekjulega séð og sem hobbí, sem stór hluti þeirra er í dag. Margir segja sem svo að landið þoli ekki slíkan ágang fólks. En Um 90-95% af orkuauðlindum íslands eru enn ónýttir og engum til gagns, á rneðan t.d. meira en 20 kjarnorkuver eru látin fram- leiða rafmagn á Bretlandseyjum með tilheyrandi óleysanlegum umhverfisvandamálum. Að ó- gleymdum hinum 100 kola- og ol- íuraforkuverum þar í landi einn- ig, sem eru að drepa lífið á þessari jörðu hægt og sígandi með ógnar- framleiðslu sinni á koldíoxíði. í dag er komin fram tækni sem vöru. Því nú er völ á öðrum lífs- stfl. Þess vegna skulum við söðla um hægt og hljótt, en ákveðið. Misskilið útlendingahatur Ólafs Hauks og Jakobínu En það er þessi hroki gagnvart útlendingum sem er og hefur ver- ið landlægur hér á íslandi öldum saman sem skýtur líka upp kollin- um hjá ykkur báðum, Ölafur og Jakobína. „Það er leikur einn að stýraþvíhverniggengið er um landið hérþótt ferðamennirnir væru í miljónum taldir á ári hverju. Ogþað er einmitt það sem mun byrja að gerast fyrir alvöru nœstu 30 til 40 árin. “ það er rangt mat. Það er leikur einn að steypa göngustíga við Gullfoss, Geysi og í Ásbyrgi, - og við Þingvallavatn, Mývatn og aðrar þær náttúruperlur landsins sem aðsókn yrði að. Sem og að gera aðrar þær nauðsynlegu ráð- stafanir svo hingað gætu að skað- lausu komið miljónir erlendra ferðamanna árlega, án þess að of- nota landið nokkuð meira en móðir jörð gæti sjálf lagað á stutt- um tíma og með góðri aðstoð okkar við landgræðslu og upp- græðslu þess. Fyrir nú utan hversu fjárhags- lega gott væri að fá almennilegt fjármagn inn í landið til að rækta allan uppblásturinn upp strax, en ekki eftir einhverjar aldir eins og allt stefnir í nú. Nýting og sala á orku frá ís- landi með sæköplum Nýting og sala á orkuauð- lindum Islands innanlands og er- lendis. Bæði nýting vatnsaflsins, og lág- og háhitasvæðanna. gerir okkur kleift að selja raf- magn í gegnum sækapal til Skot- lands með aðeins 10% afföllum orkunnar. Svo fátt stendur orðið í veginum fyrir þessum orkusölu- iðnaði nema stöðnum hugarfars- ins. Áætlað hefur verið að slík orkusala myndi nema um tvö- földum öllum gjaldeyristekjum íslendinga í dag. Semsagt yfir- bjóða allar fiskveiðar (og hval- veiðar) og hinn hefðbundna land- búnað í dag og gott betur. Og það án þess að drepá svo mikið sem eitt einasta dýr eða mann. Væru nú svona atvinnuvegir ekki smekklegri heldur en þeir sem byggjast á þessu eilífðar- drápi allra dýra sem hér ráfa um villt eða fangelsuð af okkar völd- um? Mér og fleirum er farið að finnast það. Við lifum á tímum sem bjóða upp á aðra möguleika sem næstu kynslóðum á undan okkur aldrei buðust. Og þess vegna ættu menn að fara að byrja að hugsa svona fantasíu fyrir al- Mér er spurn; Hafið þið eða aðrir íslendingar eitthvert bréf upp á vasann frá skaparanum um einkaafnot af þessu landi hér þrátt fyrir tfmabundna búsetu á því - og það í heimildarleysi að því er best verður séð? Eg hef ekki ennþá heyrt um útgáfu slíkra einkaleyfisbréfa í heimi hér og álít þar til annað sannara reynist að ykkur vanti svoleiðis vottorð. Og á meðan svo er þá ætla ég bara að vona að allir heimsins ferða- menn komi til íslands langi þá bara til þess. í miljónatali von- andi, og tugmiljónatali ef svo ber undir. Það er leikur einn að stýra því hvernig gengið er um landið hér þó ferðamennirnir væru í miljón- um taldir á ári hverju. Og það er einmitt það sem mun byrja að gerast fyrir alvöru næstu 30 til 40 árin hvort sem okkur líkar betur eða verr. Spurningin er því um að stýra þróuninni, en láta hana ekki afskiptalausa eins og flest hér er yfirleitt haft þangað til í óefni er komið. Ferðamannaiðnað og orkusölu í stað dýraterrorismans Sem betur fer munu miljónir ferðamanna koma til íslands ár- lega í framtíðinni segi ég bara. Því ferðamannaiðnaður er eitt af því fáu sem bjarga mun búsetu í þessu landi næstu aldirnar. Svo mikið er víst. Ekki verður það fiskurinn, sem heldur okkur á floti enn um sinn. Og alls ekki verður það sauðkindin. Fiskur- inn heldur ekki bara okkur á floti heldur líka sauðkindinni, loðdýr- unum og nánast öllum hinum dýraterrorista-iðngreinunum líka sem við íslendingar höfum streist við í sveita okkar andlits að koma okkur upp síðastiiðna áratugi illu heilli. Nei, má ég heldur biðja um fiskveiðar og hvalveiðar en þessa óþverrans kjúklingarækt og loð- dýrarækt, eða bara hvaða fang- elsisbúraterrorisma annan sem okkur dettur í hug núorðið. Að vísu hafa hvalveiðar þá sér- stöðu að búið er að gera alþjóða- samkomulag um friðun hvaldýr- anna sem við íslendingar erum aðilar að. Ber því okkur orða- laust að standa við þá samninga hvað sem minnimáttarkennd okkar í samfélagi þjóðanna segir. Því ber að setja bann við hval- veiðum einna efst á þennan út- rýmingarlista á holokostiðn- greinum okkar sem allra fyrst. Nýrrar hugsunar og siöferðis í atvinnumálum er þörf En samskipti við útlendinga, viðskiptaleg og menningarleg, er það sem mun gera búsetu á þessu kalda landi mögulega í framtíð- inni. Miklu meira en var í fortíð- inni. Koma erlendra ferðamanna til hvaða lands sem er mun ávallt verða einn af hornsteinum allra slíkra samskipta. Kveðjur. Magnús cr nemi í HÍ og fyrrver- andi vagnstjóri hjá SVR. Pólitík á laugardegi Guðrún á fyrsta fundinum Spjallfundir umpólitíkina íhádeginu á laugardögum á vegumABR og Þjóðviljans Guðrún Helgadóttir verður fyrsti gesturinn í fundaröð sem Alþýðubandalagið í Reykja- vík og Þjóðviljinn hafa sameinast um að standa fyrir nú á útmánuð- um og frammá sumar ef vel þykir takast. Spjállfundunum hefur verið valið samnafnið „pólitík á laugar- degi“ og verða hafðir í hádeginu á laugardögum frá ellefu til tvö í sal Alþýðubandalagsins á Hverfis- götu 105. Stefnteraðþvíaðfund- irnir verði með óformlegu sniði og byggist allajafna á spjalli, spurningum, athugasemdum og skoðanaskiptum um atburði vik- unnar í pólitík, en stöku sinnum verði kvæði vent í kross og hugað að fyrirfram ákveðnum efnisþátt- um. Á fyrsta fundinum nú á laugar- daginn hefur Guðrún Helgadóttir umræður. Þing er að hefjast eftir miklar vangaveltur um efna- hagsmál, en í nánd uppgjör á vinnumarkaði, og má búast við fjörugum umræðum. Kjaramálin verða í brennidepli laugardaginn í næstu viku, en þá verða þeir Björn Grétar Sveins- son formaður Jökuls á Höfn og Ögmundur Jónasson formaður BSRB gestir fundarins. Síðan verður stokkið yfir einn laugar- dag, en þann 25. er von á Svavari Gestssyni menntamálaráðherra. Viku síðar, 4. mars, verða full- trúar frá Kvennalista málshefj- endur, og laugardaginn þar á eftir verður Arni Bergmann ritstjóri Þjóðviljans gestur fundarins og reifar breytingar miklar í Austur- vegi —og svo koll af kolli ef vel gefur. Samstarf Þjóðviljans og Al- þýðubandalagsfélagsins í Reykjavík um þessa fundi miðar að því að skapa óformlegan vett- vang fyrir áhugamenn um pólitík á vinstrikanti til að meta saman viðburði, stefnur og strauma, og gefa jafnframt þeim sem helst standa í eldlínunni færi á að skipt- ast á skoðunum og hugmyndum við félaga sína. Gert er ráð fyrir að ntargir tali stutt frekar en fáir lengi. Odýrt snarl verður á boðstól- um um hádegisbilið, og kaffi all- an fundartímann. -rn Pólitík á laugardegi ÞjóðviljinrVAIþýöubandalagiö í Reykjavík Fimmtudagur 2. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.