Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið f Kópavogi Þorrablót Þorrablót Alþýðubandalags- ins í Kópavogi verður haldið laugardaginn 4. febrúar í Þinghóli Hamraborg 11. Hús- ið opnað klukkan 18 með óvæntri uppákomu en borð- haid hefst klukkan 20. Ræðu- maður kvöldsins verður Guð- rún Helgadóttiralþingismaður og forseti Sameinaðs Alþing- is. Veislustjóri verður Heimir Pálsson. Að loknu borðhaldi mun hljómsveitin Haukar Heimir Guðrún leika fyrir dansi. Miðaverð krónur 2500. Miðapantanir og upplýsingar hjá Lovísu í síma 41279 og hjá Birnu í síma 40580 á kvöldin. Miðar verða seldir miðvikudaginn 1. febrúar í Þinghóli frá klukkan 17 - 19 og frá 20,30 - 22. Tryggið ykkur miða tímanlega. Stjórnin. ABK Skólamálastefna ABK Fimmtudagínn 2. febrúar kl. 20.30 verður haldin skólamálastefna ABK í Félagsheimilinu, Gluggasal, 1. hæð. Gerður G. Óskarsdóttir ráðgjafi menntamálaráð- herra flytur erindi um skólamál almennt og þau verk- efni sem unnið er nú að í menntamálaráðuneytinu. Skólamenn og nemendur hafa stutta framsögu að erindunum loknum. Síðan verður opnað fyrir almenna umræðu og fyrirspurnir. Kennarar, nemendur, foreldrar og áhugafólk um skólamál er hvatt til að mæta á fundinn. Öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Stjórn ABK Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld á þriðjudag Spilakvöld ABR, annað í fjögurra kvölda keppni þar sem niðurstaða þriggja kvölda ræður úrslitum, verð- ur haldið þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20.30 að Hverfis- aötu 105. Olafur Ragnar Grímsson form. Ab og fjármálaráð- herra verður gestur kvöldsins. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stjórnin Ólafur Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði í Rein mánudaginn 6. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 1989. Önnur mál. Félaqar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Félagsfundur um menntamál Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til félagsfundar í Skálanum Strandgötu 41, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Umræða um menntamál. Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefur framsögu. 2) Önnur mál. Svavar Féiagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Heitt á könnunni. Stjórnin TILKYNNING ‘t. 23. janúar sl. gaf viðskiptaráðherra út „reglugerð um lánskjaravísitölu til verðtryggingar sparifjár og lánsfjár." Samkvæmt þessari reglugerð er grundvelli lánskjaravísitölu breytt á þann veg að framfærsluvísitala, byggingarvísitala og svonefnd launavísitala gildi að þriðjungi hver í grundvelli hinnar nýju lánskjaravísitölu. Þessi nýja lánskjaravísitala á skv. ákvæðum reglugerðar að koma að fullu og öllu í stað þeirrar lánskjaravísitölu sem reiknuð hefur verið skv. lögum nr. 13/1979 og grundvallast að 2A á framfærsluvísitölu og að Vi á byggingarvísitölu. Skal hin nýja vísitala samkvæmt reglugerðinni taka gildi 1. febrúar 1989. Samband almennra lífeyrissjóða og Landssamband lífeyrissjóða taka fram, að þau telja vafa leika á um lögmæti þess að láta hina nýju vísitölu taka gildi um fjárskuldbindingar sem stofnað var til fyrir 1. febrúar 1989. Með vísan til þess gera samböndin fyrir hönd lífeyrissjóða, sem aðild eiga að þeim, fyrirvara gagnvart öllum skuldurum sjóðanna, sem nú greiða af fjárskuldbindingum sínum samkvæmt hinni nýju vísitölu og áskilja sér rétttil að krefja þá um þann mismun sem leiðir af því að hinni nýju vísitölu er beitt í stað hinnar eldri. F.h. SAMBANDS ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Benedikt Davíðsson F.h. LANDSSAMBANDS LÍFEYRISSJÓÐA Pétur H. Blöndal * Tómstundaskólinn Ákveðniþjálfun fyrír konur Meðal nýjunga á vorönn hjá Tómstundaskóianum er nám- skeið í „Akveðniþjálfun fyrir konur“. Námskeið af því tagi hafa þótt gagnleg og verið eftirsótt í nágrannalöndum okkar og vestan hafs undanfarin ár. Það er Ingi- björg Guðmundsdóttir uppeldis- fræðingur og fyrrv. skólastjóri Tómstundaskólans sem stýrir námskeiðinu. Af öðrum sérstökum nám- skeiðum fyrir konur er nú boðið upp á þjálfun í sjónvarpsfram- komu sem dr. Sigrún Stefáns- dóttir fjölmiðlafræðingur annast. Boðið er uppá fjölmörg útvistar- og ræktunamámskeið þar sem fléttað er saman kennslu og ferðalögum út í náttúmna og á söguslóðir. Lengri ferðir em fyr- irhugaðar í framhaldi námskeiða um fornsögur, annarsvegar um Dali eftir lestur Laxdælu, undir leiðsögn Árna Björnssonar þjóð- háttafræðings, og hinsvegar ferð alla leið til Orkneyja með Jóni Böðvarssyni ritstjóra í kjölfar námskeiðs um Orkneyingasögu. Af öðrum forvitnilegum nám- skeiðum á vorönn má nefna kennslu í sjálfsnuddi og slökun með japönsku aðfeðrinnni „Do- In“, framhaldsnámskeið í tarot og ýmis verkkennsla í listum og handmenntum. Hg. Náttúruvernd Skoða áhrif olíumengunar Náttúruverndarsamtök Suð- vesturlands fara í vettvangsfcrð í Hafrannsóknastofnun, Skúlagötu 4 í kvöld kl. 20.30 þar sem skoð- aðar verða Qöruplöntur og fjöru- dýr í sjókerjum f anddyri stofnun- arinnar. Þeir Kristinn Guðmundsson siávarlíffærðingur og Gunnar H. Agústsson deildarstjóri hjá Sigl- ingamálastofnun fjalla um áhrif gasolíumengunar á lífríki sjávar og svara fyrirspurnum. Ferð sem fara átti sl. laugardag að strandstað við Grindavík verður farin nú á laugardaginn. Safnast verður saman við björg- unarskýlið Oddsbúð austan við höfnina í Grindavík kl. 10 árdeg- is.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.