Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Kontrar í þjálfun í Flórída - standa og falla með stuðningi Bandaríkjanna. Líbanon Hæpið að sættir haldist Amal og Guðsflokkur (Hizboll- ah), flokkar þeir tveir er síðan í aprfl s.l. hafa barist um ráð yfir sjítum í Suður-Líbanon og slömmum Suður-Beirút, gerðu frið með sér á mánudag s.l. Um 750 manns hafa fallið í téðum John Tower, sem Bush hefur út- nefnt varnarmálaráðherra í stjórn sinni, hefur sætt harðri gagnrýni frá Paul nokkrum Weyrich, sem er formaður flialdssamra samtaka er nefnast Coalitions for America. Lætur Weyrich í ijós að hann hafi allnokkrum sinnum í gegnum árin fyrirhitt Tower ekki með öllu allsgáðan og í félagsskap kvenna sem hann ekki hafl verið kvænt- ur. Weyrich gaf þetta upp við hermálanefnd öldungadeildar vígaferlum þeirra, og ólíklegt er talið að friðurinn standi lengi. „Hvernig á það að ganga að blanda saman olíu og vatni?“ sagði líbanskur heimildarmaður Reuters um þetta. Líklegast er að íran, sem styður Guðsflokk, og Bandaríkjaþings, sem lögum samkvæmt yfirheyrir verðandi vamarmálaráðherra til að ganga úr skugga um, hvort þeir eigi að teljast hæfir til að gegna embætt- inu. Ennfremur kvaðst Weyrich efast um, að Tower hefði nógu sterka skapgerð til að standast þrýsting frá þingmönnum og fyrirtækjum í hergagnaiðnaði, sem vildu komast að fram- leiðslusamningum við varnar- málaráðuneytið með gróðasjón- armið ein fyrir augum. Reutcr/-dþ. Sýrland, bakhjarl Amals, hafi knúið þessa skjólstæðinga sína til friðar með hótunum um að draga úr stuðningi við þá að öðrum kosti. Amalar eru tiltölulega ver- aldlega sinnaðir og berjast eink- um fyrir aukinni valdahlutdeild sjíta innan Líbanons, en þar- lendir sjítar, um hálf önnur milj- ón talsins og fjölmennasti trú- flokkur landsins, hafa engu að síður hingað til verið þar lægstir allra. Guðsflokkurinn vill hins- vegar gera Líbanon að íslömsku strangtrúarríki eftir íranskri fyrir- mynd. Talsmenn ríkisstjórna írans og Sýrlands hafa gefíð í skyn, að með friðnum aukist líkur á að vestrænir gíslar í haldi hjá sjítsk- um ofstækismönnum, sennilega tengdum Guðsflokki, verði látnir lausir. En aðrir telja líklegt að íranir og Sýrlendingar hafi aðeins slegið þessu fram til að koma sér í álit á Vesturlöndum. Reuter/-dþ. Bandaríkin Tower gagnrýndur Níkaragva Stjómin framlengir vopnahlé Kontrar athafnaminni enfyrr, en skœrur halda áfram Níkaragvastjórn lýsti því yfir á þriðjudag að hún hefði ein- hliða framlengt vopnahléið milli sín og kontra um mánuð, eða til febrúarloka. Vopnahlé þetta var upphaflega gert í mars s.l. í frið- arviðræðum, sem þá stóðu yfir. Það átti upphaflega að standa í 60 daga, en síðan þeim tíma lauk hefur Níkaragvastjórn framlengt það mánaðarlega, enda þótt slitnað hafi upp úr friðarviðræð- unum. Kontrar, níkaragvanskir stjórnarandstæðingar sem herja frá Hondúras með stuðningi Bandaríkjanna, lofuðu fyrir sitt leyti að virða vopnahléið, en skærur hafa engu að síður haldið áfram og kenna hvorir öðrum um. Á laugardag létu þrjú ung börn og unglingsstúlka lífið, er þau lentu í skothríð á milli stríðs- aðila. í bardaga í norðurhluta Níkaragva á föstudag féllu fjórir kontrar og tveir varaliðar í Níkar- agvaher. Mjög hefur þó dregið af kontr- um, sem alltaf hafa þótt duglegri sem hryðjuverkamenn en bar- dagamenn, síðan Bandaríkjaþing synjaði Reagan forseta um hem- aðarhjálp til þeirra í febr. s.l. ár. Reuter/-dþ. Bandaríkin Takeshita í heimsókn Rœðir við Bush og Perez de Cuellar Noboru Takeshita, forsætisráð- herra Japans, er kominn í op- inbera heimsókn til Bandaríkj- anna, fyrstur meiriháttar er- lendra rikisleiðtoga sem sækir Bush heim eftir að hann tók við forsetaembætti. Talið er að við- ræður þeirra Bush muni einkum snúast um viðskiptamál, en á þeim vettvangi hefur gætt vissrar þykkju milli ríkjanna undanfar- ið. Takeshita ræðir einnig við Ja- vier Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, en að frá- töldum Bandaríkjunum og So- vétríkjunum er Japan það ríki, sem mest fé leggur fram til rekst- urs a'tþjóðasamtakanna. Greið- ir Japan 11.38 af hundraði af ár- legum kostnaði S.þ., Sovétríkin 11.58 af hundraði og Bandaríkin 25 af hundraði. Allmikið vantar á, að síðastnefnda ríkið hafi und- Takeshita - sú staðreynd að hann fyrstur leiðtoga meiriháttar ríkja sækir Bush heim er merki aukins mikilvægis Japans á al- þjóðavettvangi. anfarið staðið við skuldbindingar sínar í þessum efnum. Reuter/-dþ. Kólombía „Dauðasveitir“ magnast Hafa hingað til einkum herjað á vinstrimenn en snúast nú gegn ríkinu Fyrir nokkru var 12 manna rannsóknarnefnd á vegum dómsmálayfirvalda Kólombiu strádrepin í norðurhluta lands- ins, þar sem hún vann að rann- sóknum í morðmáium. Að öðru jöfnu hefði fréttin um þetta ekki vakið neina óhemju athygli í landi, sem logar af óöld. En at- burður þessi er talinn vera augljóst merki þess, að „dauða- sveitir“ svokallaðar, sumar að meira eða minna leyti í tengslum við her og lögreglu og yfirleitt mjög hægrisinnaðar, séu teknar að beina spjótum sínum gegn rík- inu. Cesar Gaviria, innanríkisráð- herra Kólombíu, hélt því fram s.l. ár að um 140 slíkar sveitir væru nú þarlendis og hefðu með sér meira eða minna samstarf, án þess þó að líklegt væri að þær væru skipulagðar í eina heild. Margar þeirra eru á vegum stór- jarðeigenda, einskonar einka- herir þeim til verndar gegn vinstrisinnuðum skæruliðum, sem krefja efnaða menn um „stríðsskatt“ eða ræna þeim og halda föngnum þangað til lausnargjald berst. Aðrir liðs- flokka þessara eru gerðir út af kókaínbarónunum svokölluðu, sem löngu eru orðnir meiriháttar valdhafar þarlendis. Sumir þeirra guldu skæruliðum áður skatt, gegn því að skæruliðar sæju atvinnurekstur þeirrá í friði, en hafa nú magnast svo að þeir þykj- ast ekki lengur þurfa á því samkomulagi að halda. Þar að auki hafa kókaínbarónarnir margirríjárfest í jarðeignum, eru þannig að renna saman við eldri stétt stórjarðeigenda og eiga í vaxandi mæli Samskonar hagsmuna að gæta og þeir. En „dauðasveitirnar" vega ekki einungis að skæruliðum, heldur og að svo að segja öllu vinstrisinnuðu fólki. Hægriöfga- menn þessir, húsbændur þeirra og ráðamenn í her og lögreglu hafa yfirleitt illan bifur á vinstri- sinnum, svo að ekki þarf grun um stuðning við skæruliða til að þeir séu ráðnir af dögum. í Córdoba- héraði í norðurhluta landsins voru vinstrisinnar drepnir hrönnum s.l. ár, þar á meðal 42 einn dag í námuborginni Segovia. Þá hafa morðsveitir þessar verið einkar athafnasamar í miðhluta Magdalenadals, þar sem þær hafa í hrönnum myrt flokksbundna vinstrimenn, landbúnaðarverka- menn í verkalýðsfélögum, kenn- ara og fólk sem vinnur að félags- málum. Flestra mál er að „dauða- sveitirnar" fari langt fram úr skæruliðum í manndrápum og hryðjuverkum, og kalla þeir síðarnefndu þó ekki allt ömmu sína. S.l. ár drápu þeir tugi bænda, sem ekki vildu vera þeim innan handar eða voru grunaðir um að vera flugumenn yfirvalda, og námu á brott hundruð stór- jarðeigenda og atvinnurekenda, sem þeir kröfðu um lausnargjald. Að vísu mun nokkur hluti at- hafna af þessu tagi, sem skrifaður er á reikning skæruliða, í raun vera framkvæmdur af stiga- mönnum, sem eins og nærri má geta þrífast vel á óöldinni. En þrátt fyrir allan hernað hers, lögreglu og morðsveita gegn skæruliðum er ekki annað að sjá en að þeir fari víða sínu fram eftir sem áður. Stórjarð- eigendur í Córdoba segja að síð- ustu mánuði hafi skæruliðar lagt þar eld að 45 búgörðum, drepið 32 bústjóra og rænt hundruðum nautpenings. Stjórnvöld tóku hrannmorðum „dauðasveitanna“ með tiltölu- lega mikilli stillingu, meðan þær einbeittu sér gegn vinstri- mönnum. En nú, þegar þess sjást merki að hið drápglaða hægri- öfgalið sé tekið að ryðja úr vegi erindrekum ríkisvaldsins, þegar það er því til óþæginda, líst ráða- mönnum ekki á blikuna. „Frank- ensteinskrímsli þetta hefur slitið af sér hlekkina,“ skrifar blaða- maður nokkur og gefur þar með í skyn, að nú hafi óvættur, sem yfirvöld hafi átt þátt í að skapa, snúist gegn þeim sjálfum. I sumum helstu blöðum landsins eru stjórnvöld hvött til að berjast af engu minni hörku gegn dauða- sveitunum en skæruliðum. dþ. Til lesenda Vegna mistaka af hálfu Reuter-fréttastofunnar í teng- ingu hafa Þjóðviljanum ekki bor- ist þaðan neinar fréttir frá því kl. 8.30 í gærmorgun. Erlendu frétt- irnar í blaðinu í dag eru því ekki glænýjar af nálinni. Hér er ekki við okkur á Þjóðviljanum um að sakast, en við hörmum þetta ástand og biðjum lesendur vel- virðingar á því. Vonir standa til að úr því verði fljótlega bætt. dþ. Fimmtudagur 2. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.