Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 9
MINNING Sigurður Ámason frá Heiðarseli Fœddur 26. júní 1903 — Dáinn 18. janúar 1989 Sigurður Árnason var fæddur að Þuríðarstööum í Eiðaþinghá Norður-Múlasýslu þann 26. júní 1903. Hann stundaði nám við Al- þýðuskólann að Eiðum, því snemma hneigðist hugur hans til náms og þroska. En fyrir því urðu menn að vinna sjálfir í þá daga. Það var enginn leikur að lifa af, hvað þá heldur ef fátækt alþýðu- fólk vildi auðga anda sinn, til þess þurfti bæði dugnað og harðfylgi. Með veru sinni að Eiðum náði Sigurður merkum áfanga, varð gagnfræðingur þaðan, sem þótti gott veganesti á þeim tíma og sem varð honum notadrjúgt í lífinu, enda var hann vel gefinn bæði til munns og handa. Árið 1932 hóf Sigurður búskap í Heiðarseli í Hróarstungu Norður-Múlasýslu með móður sinni Guðbjörgu Árnadóttur, sem þá var orðin ekkja, en hann var elstur af börnum hennar. Árið 1937 kvæntist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni, Önnu Guðjónsdóttur frá Brekkum í Hvolhreppi, mikilhæfri myndar- og dugnaðarkonu. Þau hjónin bjuggu í Heiðarseli til ársins 1947, en þá fluttu þau suður og settust að í Hveragerði með börn- in sín tvö; þau Guðbjörgu Jónu og Björgvin Heiðar. Þau áttu sér gott og notalegt heimili að Hverahlíð 12 þar í bæ. Þar var gott að koma og fundu menn sig vera velkomna og margir hafa notið góðra stunda og velgerða af hendi þeirra hjóna fyrr og síðar. I heimabyggð sinni eystra hafði Sigurður gegnt ýmsum trúnaðar- störfum, setið í hreppsnefnd Tunguhrepps og lét hann fátt af félagsmálum í sveitinni vera sér óviðkomandi. Svo fór einnig hér syðra. Hann var fljótlega kjörinn formaður Verkalýðsfélags Hveragerðis og nágrennis og gegndi því starfi í tvo áratugi. Þar vann hann svo sannarlega af dyggð og trúmennsku og mátti þar aldrei vamm sitt vita og aldrei fannst honum of miklu fórnað af tíma og fyrirhöfn þeint málum til framdráttar. Á erfiðum tímum er mér þessi maður sérstaklega minnisstæður, ævinlega hugsandi um þá sem minna máttu sín í lífsbaráttunni, það var ekkert yfirborðslegt í fari hans. Og ekki var það vonin um hagnað sjálfum sér til handa, sem réð trúföstum gerðum hans fyrir verkafólk á félagssvæðinu, en það var Hveragerði og Þorláks- höfn. Sigurður vann af mikilli stefnufestu og trú á réttlæti til handa vinnandi stéttum á íslandi. Frá þeirri von sinni og trú hvikaði hann aldrei. Hann var kjörinn heiðursfélagi verkalýðsfélagsins á sjötugsafmæli sínu þann 26. júní 1973. Sigurður var gæfusamur í einkalífi sínu, hann átti góða konu, börn, tengdabörn, barna- börn og vini. Konan hans gerði honum mögulegt að sinna hugð- arefnum sínum. Hann var mikill félagsmálamaður sem hefði átt erfitt með að leggja þau mál á hilluna vegna anna heimafyrir, verkalýðsmálin urðu að hafa for- gang fannst honum. í fimm löng og dimm ár var Sigurður næstum alveg blindur, þá var hún Anna „augun hans“, las fyrir hann allt um gang þjóð- mála og það sem hún vissi að hann vildi heyra. Studdi og hjúkraði honum heima þar til ekki var stætt á því lengur og hann fór á Sjúkrahús Suðurlands og síðan á húkrunardeild aldr- aðra að Ljósheimum, þar sem hann lést að morgni 18. janúar sl. í rúmlega hálfa öld höfðu leiðir þeirra Sigurður og Önnu legið saman og það var unnið á meðan dagur var. Þegar ég nú að leiðarlokum minnist og kveð prúðmennið Sig- urð Árnason, sem öllum vildi gott gera, vil ég þakka samfylgd og vináttu í áratugi. Ég átti því láni að fagna að vinna með hon- um að verkalýðsmálum og ég dáðist þá oft að hógværð hans og einnig stálvilja þegar rétta þurfti FRÉTTIR hlut einhvers samferðamanns eða félagsins í heild. Hann var ævinlega sanngjarn og kunni vel á hinn gullna meðalveg, og átti því vinsemd og virðingu viðsemj- enda sinna. Sigurður trúði því að góð verk væru betri en falleg orð og fyrir- heit án athafna og lifði samkvæmt því. Guð blessi minningu hans og ástvini alla. Ragnheiður Ólafsdóttir Nú er hann afi okkar dáinn. Hann afi sem við bárum óbifan- lega virðingu fyrir, hann afi sem var hennar svo fyllilega verðug- ur. Við höfum svo oft haft ástæðu til að vera stolt af því að vera barnabörn Sigga Árna, eins og hann var oftast kallaður, því hann var merkismaður og lét margt gott af sér leiða. Þegar afi sagði okkur sögur af lífinu og tilverunni í gamla daga skildum við oft betur eitt og ann- að í fari gamals fólks sem hafði verið erfitt að skilja áður vegna þess hve allar aðstæður eru breyttar. Við munum t.d. aldrei gleyma ýmsu því sem hann sagði okkur af verkalýðsbaráttu fyrri ára og hvernig fólk stóð saman og lifði fyrir hugsjónina sem bjó að baki. Afi var geysilegur hug- sjónamaður og fastur fyrir, jafnvel svo að ýmsum þótti nóg um, en þeir sem þekktu hann vissu að svona var Siggi Árna og að honum yrði ekki breytt. Það var einmitt þetta sem var hvað aðdáunarverðast í fari afa, hann var alltaf sjálfum sér samkvæmur og trúr sinni hugsjón, alveg fram í andlátið. Ævi afa stóð í rúm 85 viðburða- rík ár og nú er henni lokið. Við kveðjum þig með virðingu, elsku afi okkar, og óskum þér eilífs friðar. Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann allt, sem var hans auður, sitt œviböl, sitl hjarta að fótum þér. Er slíkl ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu vcentir sér. (Tómas Guðmundsson, Bœn til dauðans.) Soffía, Sigurður Heiðar og Anna Erla Bókaútgáfa 75 miljóna alfræðibók Örn og Örlygur vinna að 1700 blaðsíðna alfrœðibók. 100 sérfrœðingar vinna að útgáfunni. Kostnaður 75 miljónir. Styrkir íslenska tungu. Menntamálaráðherra vill stofna sjóð Hjá bókaútgáfunni Erni og Ör- lygi er unnið af fullum krafti við að koma saman fyrstu alfræð- ibók sinnar tegundar á íslandi. Um eitt hundrað sérfræðingar vinna að bókinni sem verður 1700 blaðsíður með 45 þúsund uppf- lettiorðum og hefur kostnaður verið áætlaður 75 miljónir króna. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra ætlar að beita sér fyrir því að stofnaður verði sérstakur lánasjóður til að styrkja metnað- arfulla og dýra plötu- og bókaút- gáfu sem þessa. Um það bil einn þriðji verksins verður séríslenskur, og mun bók- in vafalaust hafa mikil áhrif á þró- un tungunnar og almenna máln- otkun. Þeir sem standa að gerð bókarinnar segja að það hafi orð- ið æ ljósara sem á verkið hafi lið- ið, hversu mikilvægt það sé að laga hið erlenda efni að íslensk- um aðstæðum, staðla heiti á hug- tökum sem enn vanti í málið eða séu á víð og dreif og almenningi ekki kunn eða tiltæk. Islenska alfræðiorðabókin er byggð á dönsku alfræðibókinni „FAKTA-Gyldendals etbinds leksikon". En Gyldendals útgáf- an hefur áratuga reynslu af út- gáfu alfræðibóka. Þá eru Svíar að vinna að alfræðibók sem er ríf- lega studd af sænska ríkinu. En í þessu stærsta ríki Norðurland- anna hafa menn miklar áhyggjur af engilsaxneskum áhrifum á sænska tungu, og hafa ráðamenn rökstutt stuðning við útgáfuna með tilliti til þess. - hmp ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld Spilakvöid ABR verður haldið þriðjudaginn 7 febrúar kl. 20.30 að Hverfis- götu 105. Gestur kvöldsins verður Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins og fjármálaráðherra. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stjórnin 20 ára afmælishappdrætti Alþýðubandalagsins Dregið 6. febrúar Dregið verður í afmælishappdrætti Alþýöubandalagsins þann 6. febrúar n.k. Allir félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. Munið greiðslukortaþjónustu í síma 17500. Með afmæliskveðju. Alþýðubandalagið FLÓAMARKAÐURINN Snjomokstur! Við erum hraustir piltar sem tökum að okkur að moka snjó fyrir lítinn pening. Upplýsingar í síma 13616 kl. 10-12 daglega. Mackintosh tölva og prentari Óska eftir að kaupa notaða Mack- intosh tölvu og prentara. Upplýs- ingar í síma 621488 eða 16808. Til sölu Borðstofuborð og 4 stólar til sölu. Upplýsingar í sama 35055. Þýskur stúdent sem talar íslensku óskar eftir að taka að sér stuðningskennslu nú þegar. Þeir sem hafa áhuga hringi í síma 37005, Stefan Markus. Heimilishjálp Get tekið að mér heimilishjálp einu sinni til tvisvar í viku. Upplýsingar í síma 685193 eftir kl. 18.00. Óskast keypt Óska eftir að kaupa baðker og elda- vél. Upplýsingar í síma 15116. Til sölu nýlegt IKEA hjónarúm. Verð 15.000. Upplýsingar í síma 22791 fyrir hádegi eða eftir kl. 21.00. Til sölu ungbarnasæng og koddi, 90x110 og 3 sængurverasett á kr. 4.000. Upplýsingar í síma 17133. Kettlingar fást gefins Upplýsingar í síma 42598. Til sölu Borðstofuborð og 4 stólar fást ódýrt. Upplýsingar í síma 16997 milli kl. 6 og 7 á kvöldin. Bassi til sölu Vel með farinn Aria Pro bassi til sölu á hagstæðu verði. Upplýsingar í síma 10342. Húsgögn Til sölu tekkkommóöa, skatthol, Hansahillur og uppistöður, gamalt borðstofuborð og 4 stólar. Einnig gamall armstóll. Upplýsingar í síma 41039 og 74238 eftir kl. 16.00 í dag, föstudag og laugardag. Til sölu notað gólfteppi, vel með farið, ca. 25 fm. Upplýsingar í síma 10904 eða 16328. Gullfallegt málverk af Þingvöllum eftir Hjörvar Kristjánsson til sölu. Einnig ný Oregon pine útidyrahurð með körmum og öllu. Upplýsingar í síma 15989. Þægilegt og gamalt sófasett óskast gefins eða hræódýrt. Sit á gólfinu. Vinsamlegast hafið sam- band við Davíð í síma 14942. Óska eftir naggris (kvenkyns). Upplýsingar í síma 54327. Ung, reyklaus og reglusöm hjón með eitt barn óska eftir íbúð á leigu frá og með 1. maí nk. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 623046 (vinna) og 78715 (heima). Óskum eftir 3 herbergja íbúð á leigu frá 1. júní nk. Erum 4 í heim- ili, hjón, 9 ára drengur og ungbarn. Upplýsingar í síma 13101. Sá sem ók framan á bíl á horni Nesvegar og Kaplaskjóls- vegar kl. 7 að kvöldi sunnudags 22. janúar er vinsamlega beðinn að hafa samband við Hannes Tómas- son í síma 18070. Vantar lítinn kæliskáp, lítið borðstofuborð og klæðaskáp. Verður að vera ódýrt. Upplýsingar í sími 36677 eftir kl. 17.00. Kvengína óskast Sími 74304. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóa- markaður SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Til sölu herðaslá úr Ijósbrúnu minkaskinni. Upplýsingar í síma 52029. Óska eftir litlum (sem allra minnstum) kæli- skáp og litlu borðstofuborði. Upp- lýsingar í síma 16718 eða 681720. Herbergl tll leigu Upplýsingar í síma 673023. Til sölu ungbarnaburðar/bílstóll og Chicco barnagöngugrind. Hvorttveggja í góöu ásigkomulagi. Upplýsingar í síma 25703. Til sölu Pioneer DEH-66 geislaspilari og út- varp í bil. Splunkunýtt á góðu verði. Upplýsingar í síma 36318. Til sölu Frystiskápur, ryksuga, svefnbekkir, hjónarúm, hlaðrúm, kommóður, eldhúsborð, sófaborð, borðstofu- stólar, hægindastólar o. fl. Sími 688116 kl. 17-20. Ný fótaaðgerðastofa Fjarlægi líkþorn, meðhöndla inn- grónar neglur, almenn fótsnyrting o.fl. Tímapantanir alla virka daga frá 9.30-10.30. Guðríður Jóels- dóttir, med. fótaaðgerðasér- fræðingur Borgartúni 31, 2. h.h., sími 623501. Unglingaskrifborð úr eik með 2 skúffum, 110x55 sm, til sölu. Upplýsingar í síma 621689. Vantar þig tíma í hljóðstúdíói? Þá skaltu lesa þetta! Af sérstökum ástæðum eru til sölu 150 tímar í góðu 12 rása, digital hljóðstúdíói. Innifalið í verðinu er tæknimaður og gilda tímarnir til 1. nóvember nk. Tímarnir seljast á al- veg ótrúlega góðu verði. Upplýs- ingar í síma 33301 á daginn og 10154 á kvöldin, Guðmundur. Líflaust hár? Skalli? Vöðvabólga? Offita? Hrukkur? Sársaukalaus og skjótvirk hárrækt með akupunktur, rafmagnsnuddi og laser, viðurkennt af alþjóða læknasamtökum. Vítamíngreining, orkumæling, ofnæmisprófun, and- litslyfting, svæðanudd, megrun. Hringdu og fáðu nánari upplýsing- ar. Hágæða snyrtivörur, GNC og BANANA BOAT, úrkraftaverkajurt- inni Aloa Vera. Komdu og fáðu ókeypis upplýsingabækling á ís- lensku. Póstsendum út á land. HEILSUVAL, Laugavegi 92, við Stjörnubíóplanið, sími 11275. Fimmtudagur 2. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.