Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN — Hvernig gengur þér að fylla út skattaskýrsluna þína? Björk Bjarkadóttir nemi: Svona ágætlega. Þórir Sigurðsson nemi: Ég sé ekki um það, það er við- skiptafræðingur sem sér um það fyrir mig. Sigurbjörg Valsdóttir vinnur á vistheimili aldraðra Ég er ekki byrjuð á henni. Ég ætla að byrja eftir mánaðamótin. Guðni Kjartansson kennari: Það gengur ekkert því að konan mín gerir það. Reynir Brynjólfsson múrari: Ég er ekki byrjaður á því en ég ætla að gera það fyrir 10. febrúar. þJÓÐVIUINN Fimmtudagur 2. febrúar 1989 23. tölublað 54. árgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Hvalamálið Bæklingur gegn Greenpeace Einn þunnur bœklingur er andsvar utanríkisráðuneytisins við áróðri Greenpeace Engar myndir sem snerta hvalveiðar eða hvalskurð eru sýndar. Að- eins borgar- og sveitarómantík. Utanríkisráðuneytið hefur gef- ið út kynningarbækling sem ætlað er að kynna afstöðu íslands í hvalamálinu. Sérstaklega er ætl- un ráðuneytisins að koma þessum upplýsingum til crlendra kaup- enda íslenskra fiskafurða, sem eru nú undir miklum þrýstingi grænfriðunga. Margir telja að áróðursstríð þetta sé þegar tapað að einhverju leyti þar sem stórir kaupendur ís- lensks lagmetis á Evrópumarkaði hafa hætt kaupum á íslenskum afurðum. Hér er átt við stórfyrir- tækin Tangelman og Aidi Súd, en Aldi Súd keypti áður helming allrar niðursoðinnar rækju sem framleidd var á íslandi. Bæklingur þessi er eins og hver annar lítilfjörlegur ferðamanna- bæklingur með nokkrum lit- myndum sem hafa ekkert með hvalveiðar að gera. Ólíklegt er að bæklingurþessi breyti nokkru um afstöðu erlendra kaupenda ís- lenskra fiskafurða. Textadálk- ar bæklingsins sem fjalla um hval-' veiðar eru brotnir upp með myndum, fallegt landslag og mynd af brosandi bónda með hrífu: „Hvalarannsóknir eru hluti af aihliða sjávarlíffræðilegum rann- sóknarverkefnum íslendinga. Veiðar eru einungis lítill hluti af verkefnunum, en eru engu að síður nauðsynlegar til þess að tryggja raunhæfar niðurstöður. Mestum hluta tímans og fjárm- agnsins er varið til rannsókna á hlutverki hvalsins í vistkerfinu í hafinu umhverfis ísland. Það eru tölfræðilegar rannsóknir, rann- sóknir með ljósmyndum, skoðun hvala úr lofti og af skipum, sendi- tækjum er komið fyrir á hvölun- um og síðan fylgst með ferðum þeirra um gervihnetti. Gerður er samanburður á séreinkennum. fslendingar lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og hafa tekið upp strangar verndunaraðgerðir á mörgum dýrategundum. ís- lendingar hafa mótmælt losun á úrgangsefnum, kjarnorkuúr- gangi, og öðrum efnaúrgangi í höfin á norðurslóðum. íslending- ar styðja hópa umhverfisverndar- Styðjið ísland, forsíða baráttubæk- lings gegn Greenpeace. manna sem gera raunhæfar kröf- ur til annarra manna um að um- gangast náttúruna með virðingu. Islendingar hafa gegnum aldirn - ar lært að lifa við erfið skilyrði, harðneskjulegt veðurfar og í samlyndi við viðkvæmt lífríki.“ Að sögn upplýsingafulltrúa utanríkisþjónustunnar er nýr bæklingur væntanlegur næstu daga. Mættum við fá meira að heyra. eb Útvarp Rótin rokkar Rokktónleikar í Tunglinu í kvöld og skemmtun í Risinu annað kvöld Utvarp Rót, FM 106,8, hefur nú starfað í eitt ár og þótt stöðin hafi oftar en ekki barist í bökkum (járhagslega er engan bilbug á aðstandendum hennar að finna og nú stendur yfir veislugleði í tilefni af afmælinu. Á laugardaginn var kökubasar, í kvöld verða tónleikar í Tunglinu og annað kvöld verður veisla í Risinu. Á rokktónleikunum sem hefj- ast kl. 21.00 í Tunglinu koma fram tónlistarmennirnir Bjart- mar Guðlaugsson og Hilmar Örn Hilmarsson og hljómsveitirnar Bless, Síðan skein sól og Ný dönsk. Annað kvöld, föstudag, kl. 19.30 hefst svo afmælisveisla í Risinu, Hverfisgötu 105. Þar verður snæddur palestínskur matur og meðtekin dagskrá þar sem þeir Svavar Gestsson og Ragnar Stefánsson flytja ávörp, Ingibjörg Haraldsdóttir les ljóð, Anna Sigríður Helgadóttir syng- ur blús við undirleik Jósefs Gísla- sonar, Þorvaldur Örn Árnason stjórnar fjöldasöng og þeir Guð- mundur Ingólfsson og Tómas R. Einarsson leika djass. Kynnir verður Jón Múli Árnason en að dagskrá lokinni verður stiginn dans fram eftir nóttu. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.