Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 2
Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands: Raungengi íslensku krónunnar er að mínu mati 12 - 14% of hátt skráð. Mynd: ÞOM. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands Yngri hefði ég gert uppsteyt Hœgt er að aflafjár í úreldingarsjóð með þvíað breyta lögum um Stofnfjársjóð fiskiskipa. Allurafli verðiseldurhérlendis og aflamiðlun ígegnumfiskmarkaðina. Breytingin á lánskjaravísitölu pólitísk afglöp. Frá 1978 hafa sjómenn ítrekað varað stjórnvöld viðþví aðflotinn sé ofstór. Langþráðursamningur íhöfn um skiptingu loðnustofnsins Miklar hræringar eru í mál- efnum sjávarútvegsins um þessar mundir og Ijóst aö víöa þarf aö taka til hendinni. Sjáv- arútvegsráðherra hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem miða að fækkun fiskiskipa með stofnun sérstaks úreld- ingarsjóðs auk annarra sem vakið hafa hörð viðbrögð sjó- manna sem og annarra hagsmunahópa. Þá sýnist sitt hverjum um umfjöllun fjölmiðla um vanda sjávarútvegsins og finnst mörgum að ráðamönnum þjóðarinnar sé gert fullhátt undir höfði á kostnað tals- manna launþega. í því sam- bandi er sérstaklega bent á umræðuþátt í beinni útsend- ingu í Ríkissjónvarpinu nýver- ið um fækkun fiskiskipa og frystihúsa þar sem formanni Sjómannasambandsins var haldið fyrir utan kastljósið meira og minna allan þáttinn. Senn líður að því að bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar falli úr gildi og þá geta launþegar til sjós og lands far- ið að semja við sína viðsemj- endur um kaup og kjör. Svo langt er um liðið síðan fisk- verð hækkaði síðast að meðal sjómanna er sú hækkun nán- ast orðin að þjóðsögu. Nýverið breyttu stjórnvöld grundvelli lánskjaravísitöl- unnar með því að láta kaup- gjaldsvísitölu gilda að einum þriðja á móti framfærslu- og byggingarvísitölu. Þessi breyting hefur vakið ólgu meðal félaga og samtaka launafólks sem telja nýja fyrir- komulagið torvelda komandi samninga. Tekist hefur samkomulag á milli íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga um skipt- ingu loðnustofnsins eftir mikið þref í nokkur ár. Á miðunum við landið er Landhelgisgæsl- an sökuð um að stunda norn- aveiðar í eftirliti sínu með möskvastærð veiðarfæra. Um þessi atriði og fjölmörg önnur ræðir Óskar Vigfússon formaður Sjómannasam- bandsins tæpitungulaust við sjávarútvegsblað Þjóðviljans. Óskar var fyrst spurður hvort honum fyndist umfjöllun fjöl- miðla um málefni sjávarútvegsins miðast fremur við að fá fram sjónarmið ráðamanna en tals- manna viðkomandi hagsmunaað- ila. Sérstaklega með hliðsjón af reynslu hans sjálfs af umræðu- þætti í Ríkissjónvarpinu í beinni útsendingu um fækkun fiskiskipa og frystihúsa þar sem hann var frekar áhorfandi en þátttakandi? Meö því versta sem ég hef lent í - Um þennan þátt get ég ekki annað sagt en að hann hafi verið með eindæmum. Frá því ég hóf afskipti af málefnum sjómanna og að koma sjónarmiðum þeirra á framfæri í íslenskum fjölmiðl- um þá er þessi þáttur með því versta sem ég hef nokkurn tíma lent í. Það verð ég að segja eins og er. Ég hafði það eiginlega á til- finningunni að maður væri stadd- ur á einhverjum öðrum stað en í lýðræðisþjóðfélagi þar sem mað- ur getur komið á framfæri skoð- unum félaga sinna. Ég tel að mér hafi verið mjög misboðið í þess- um þætti og ég lét þá skoðun mína í Ijós við stjórnanda þáttar- ins. Þó hef ég ekki trú á að þetta hafi verið gert af illvilja í minn garð, síður en svo. Mér er nær að halda að stjórnandinn hafi ekki haft mikla reynslu af stjómun þáttar sem þessa og því hafi út- koman orðið svona hrikalega misheppnuð. Ef ég hefði verið yngri að árum hefði ég gert upp- steyt í þættinum. Þess í stað lét ég mér nægja að láta í ljós óánægju mína við stjórnanda þáttarins að honum loknum. Fyrsta skrefið inn í auð- lindaskatt Fulltrúar sjómanna hafa harkalega gagnrýnt framkomnar tillögur sjávarútvegsráðherra um stofnun úreldingarsjóðs til fækk- unar fiskiskipa ásamt öðru í þeim tillögum. Af hverju? - Það er alveg rétt, því við telj- um að með þessum úreldingar- sjóði sé verið að taka fyrsta skref- ið inn í auðlindaskattinn sem við erum alfarið á móti eins og fram kemur í ályktun sambandsstjórn- ar Sjómannasambandsins frá því fyrr í mánuðinum. Þar segir ma. að þessar hugmyndir ráðherra muni leiða til þess að sjóðakerfi sjávarútvegsins sem lagt var að mestu niður fyrir 2 árum yrði endurvakið. Það munu sjómenn ekki láta ganga yfir sig, minnugir þeirrar löngu baráttu sem þeir háðu gegn sjóðamyndun í sjávar- útveginum. Þetta samþykkti sambands- stjórnin eins og tillögurnar litu þá út. í tillögunum um úreldingar- sjóðinn er gert ráð fyrir að hon- um verði stjórnað af pólitískt skipaðri nefnd og hann eigi að hafa fé úr sameiginlegum kvóta sem gefinn er hverju sinni. Þarna á að mynda sérstakan sjóð í þeim tilgangi að gefa útvegsmönnum tækifæri til að fækka við sig skipum. Við erum algerlega á móti þessu eins og þetta kemur okkur fyrir sjónir. Síðan virðist hafa verið eitthvert möndl á milli Lands- sambands íslenskra útvegsmanna og ráðherra um breytingar á þess- um tillögum sem ég veit ekkert núna í hverju eru fólgnar. Það hefur ekkert samband verið haft við okkur, ef um einhverjar breytingar er að ræða, og um til- lögurnar get ég ekki rætt nema eins og þær birtust upphaflega. Stofnfjársjóður verði úreldingar- sjóður Hvaða tillögur hafið þið sjálfir fram að færa? - f þessu sambandi vil ég benda á að okkur hefur enn ekki tekist að útrýma sjóðakerfinu algerlega. Ma. er til í dag Stofn- fjársjóður fiskiskipa. 1 hann renna 7% af brúttóverðmæti afla sérhvers skips sem tekin eru af óskiptu til þess að gera útvegs- mönnum kleift að greiða vexti og afborganir af þeim skipum sem þeir hafa látið smíða fyrir sig. Þetta þýðir að sjómenn taka að sér að hluta að greiða niður vexti og afborganir af nýjum skipum fyrir útvegsmenn. Þessi sjóður hefur verið þyrnir í augum sjó- manna alveg frá upphafi. Á sama tíma sem sagt er að fiskiskipaflot- inn sé of stór er með þessum Stofnfjársjóði verið að auðvelda útvegsmönnum að kaupa sér ný skip. Er það réttlætanlegt að sjó- menn séu að borga í einhvern sameiginlegan sjóð til að greiða niður vexti og afborganir af skipum sama á hvaða aldri þau eru og sem löngu er búið að greiða allan kostnað af? Á síðasta ári nýttust ekki 500 miljónir króna til þessara hluta, heldur urðu þær hreinn tekjuauki við- komandi útgerða. Mín hugmynd er hvort ekki sé hægt að afla fjár í þennan úreld- ingarsjóð með því til dæmis að breyta lögum Stofnfjársjóðs þannig að hann greiði niður vexti og afborganir skipa í 10 -15 ár en eftir það fari fjármagnið í úreld- ingarsjóð. Aflamiðlun ekki einkamál útvegs- manna - Varðandi fyrirhugaða afla- miðlun hefur ekkert annað kom- ið fram hjá ráðherra en að hún verði undir stjórn útvegsmanna, sjómanna og fiskvinnslunnar. Það er mikill misskilningur að aflamiðlunin verði alfarið undir stjórn útvegsmanna. Verði svo er það aldeilis fráleit skipan frá mínu sjónarmiði. Hinsvegar er það rétt að til tals hefur komið að hinn daglegi rekstur aflamiðlun- arinnar verði í höndum útvegs- manna, en einráðir verða þeir aldrei um stjórn hennar, það er alveg á hreinu. Allur fiskur seldur hérlendis Er ekki einfaldast að selja allan fisk hériendis og notast við fisk- markaðina fremur að en setja á fót enn eina stofnun eins og Afl- amiðlun? - Að sjálfsögðu er það mjög mikið áhugamál sjómanna að svo 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.