Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 4
SVONA GERUM VIÐ SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Sjávarútvegsráðuneytið Um veiðar á úthafsrækju 1989 Helsta breyting frá fyrri reglugerð ersú að rœkjuveiðileyfi með sóknarmarki verða ekíci veitt í ár og er öllum skipum sem leyfifá veitt með rœkjuaflamarki Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á úthafsrækju 1989. í þessari reglugerð er miðað við að heildarafli á út- hafsrækju á árinu 1989 fari ekki yfir 23 þúsund lestir. 1988 miðaðist úthlutun veiði- heimilda við 36 þúsund lestir FLUTNINGAÞJONUSTAlf VESTURGÖTU - HAFNARFIRÐI SÍMI651600 augun fyrir nýjum möguleikum næstþegar þú ferðast innan/ands Tíminn er takmörkuð auðiind. Flugið sparar tíma og þar með peninga. Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis og við Reykjavík. Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun leggjum við okkur fram um að farþegum okkar nýtist tíminn vel. Þannig tekur ferð landshorna á milli aðeins stutta stund efþú hugsar hátt,- og er því um mjög verulegan niðurskurð í veiðiheimildum að ræða. Helsta breytingin sem felst í þessari reglugerð er sú, að rækju- veiðileyfi með sóknarmarki verða ekki veitt og er öllum skipum sem rækjuveiðileyfi fá veitt rækjuleyfi með rækjuafla- marki. Tekur það einnig til skipa sem botnfiskveiðileyfi með sókn- armarki velja og teljast þeir dag- ar sem rækjuveiðar eru stundaðir ekki til sóknardaga. Einungis þau skip sem rækjuveiðileyfi fengu 1988 fá slíkt í ár 1989. Loðnuskip Útgerðum loðnuskipa gefst kostur á rækjuveiðileyfum með aflamarki gegn þvf að þau afsali sér botnfiskveiðiheimildum sín- um. Rækjuaflamark hvers loðnu- skips skal 1989 vera 60% af því aflamarki sem sama skipi var út- hlutað fyrir árið 1988. Auk þess skal hverju loðnuskipi heimilt að koma með að landi 90 lestir af botnfiski í þorskígildum reiknað. Sérhæfð rækjuveiðiskip Sérhæfðum rækjuveiðiskipum er skipt í stærðarflokka og hverju skipi er úthlutað rækjuaflamarki eftir stærð sem hér segir: Rækjuaflamark hvers rækju- veiðiskips í þessum flokki skal þó aldrei vera minna 1989 en 75% af rækjuaflamarki sama skips 1988. Sérhæfðum rækjuveiðiskipum skal ennfremur úthlutað einum þriðja hluta af botnfiskaflamarki sínu og gilda um það aflamark almennar reglur. Botnfiskafla- markið skal þó aldrei vera lægra en 180 lestir í þorskígildum reiknað fyrir skip 250 brl. og minni og 90 lestir fyrir önnur skip. Skipum, sem voru sérhæfð rækjuveiðiskip 1988, en velja að halda fullum botnfiskveiðiheim- ildum 1989, skal úthlutað 60% af því rækjuaflamarki, sem því hefði verið úthlutað 1988, hefði það valið að halda fullum botnfiskveiðiheimildum það ár. Þau skip sem áttu kost á því að verða sérhæfð rækjuveiðiskip 1988 en völdu að halda fullum botnfiskveiðiheimildum það ár fá 60% af því rækjuaflamarki sem þeim var úthlutað árið 1988. Önnur rækjuveiðiskip Þessum skipum skal úthlutað rækjuveiðileyfi með aflamarki sem er ákveðið þannig að hvert skip fái 60% af því sem hærra reynist, reiknuðu rækjuaflamarki ársins 1988 eða rækjuafla skipsins 1988, hafi skipið stundað rækju- veiðar með sóknarmarki það ár. F réttatilky nning. 1. Skip 500 brl. og stærri 600 lestir 2. Skip 250 brl. og stærri en minni en 500 brl. 5001estir 3. Skip 200 brl. og stærri en minni en 250 brl. 400 lestir 4. Skip minni en 200 lestir 300 lestir Stefnt er að því að rækjuaflinn í ár fari ekki yfir 23 þúsund lestir en úthlutun veiðiheimilda 1988 miðaðist við 36 þúsund lestir. Niðurskurð- urinn er þó ekki eins mikill og virðist við fyrstu sýn því ekki náðist að veiða 1988 nema rétt um 27 þúsund lestir. FLUGLEIDIR Kúffiskbeita Til sölu fyrsta flokks kúffiskbeita sem hefur þá kosti umfram aðra beitu: 1. Fisknari en önnur beita, sérstaklega uppi á grunnslóðum samkvæmt viðbrögðum sjómanna allstaðar að á landinu. 2. Tollir mjög vel á króknum. 3. Mjög gott og fljótlegt að beita henni, þar sem ekki þarf að skera hana eins og aðra beitu. 4. Nýtist 100% við beitingu. Erum með afgreiðslustaði í Keflavík, Hafnarfirði, Reykjavík, Hellissandi, Húsavík og Suðureyri, sem tryggir fljóta og örugga afgreiðslu. Pantanir teknar niður í síma 94-6292 og 94-6294 á kvöldin. Bylgjan hf. Suðureyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.