Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 5
SJAVARUTVEGSBLAÐ Dr. Grímur Valdimarssonforstjóri Rannsóknastofnunarfiskiðnaðarins Geislun fiskafurða Tilraunir hafa staðið yfir í áratugi með geislun á matvœlum. Unnt að beita henni áferskar eðafrystar afurðir sem búið er aðpakka. Með geislun má auka geymsluþol flaka af2ja daga ísuðum þorski úr 8 í 22 daga Út um allan heim hafa vís- indamenn reynt að finna leiðir til að auka á geymsluþoi fisk- afurða með ýmsum öðrum hætti en hefðbundinni fryst- ingu. Hér á landi varð uppi fót- ur og fit þegar þær fréttir bár- ust frá Noregi að þar hefðu vísindamönnum tekist að lengja geymsluþol fisks í allt að 8 - 10 vikur. Þegar nánar var að gáð kom í Ijós að við- komandi geymsluaðferð mið- ast við hitaðan fisk en ekki ferskan. Þetta varð til þess að menn fóru að huga að þeim aðferð- um sem uppi eru við að auka á heymsluþol fiskafurða og kom þá á daginn að í áratugi hafa vísindamenn verið að reyna að lengja geymslutím- ann með geislun. Til að fá nánari vitneskju um hvað hér er á ferðinni leitaði Sjávarút- vegsblaðið til dr. Grims Vald- imarssonar forstjóra RF. Hann skrifaði fyrir 4 árum grein í RF - tíðindi um geislun fiskafurða 1 .tbl. mars 1985 og veitti góðfúslega leyfi fyrir birt- ingu greinar sinnar og fer hún hér á eftir. Vonandi upplýsir hún menn um hvað hér er á ferðinnni enda snertir málið okkur íslendinga sem höfum svo til allt okkar lífsviðurværi af sölu sjávarafurða. Millifyrir- sagnir eru Sjávarútvegs- blaðsins. Áratuga tilraunir Margt bendir til þess að á næst- unni muni mörg lönd heimila geislun á matvælum til að auka á geymsluþol þeirra eða til að eyða sýklum og skordýrum. f liðlega 30 ár hafa verið gerðar umfangsmiklar tilraunir víða um heim með geislun á matvælum. Einkum hafa verið notaðir gammageislar í þessu skyni, en þeir myndast við klofnun á geisla- virku Cobolti (60 Co) og Cesium (137 Ce). Þessir geislar smjúga álíka vel í gegnum efni og Röntgengeislar, en eru orku- meiri. Með 2-6 Mrad (megarad) styrkleika má dauðhreinsa mat- væli með svipuðum árangri og niðursuðu. Svo mikil geislun veldur hins vegar óæskilegum breytingum á lykt, bragði og lit. Geislun á bilinu 0,1 til 1,0 Mrad drepur hins vegar stóran hlut þeirra örvera sem valda skemmd- um auk þess sem flestum sýklum er eytt. Kostir og ókostir Kostirnir við geislun eru marg- ir. Aðferðin er mjög fljótvirk, notar litla orku miðið við td. ger- ilsneyðingu með hitun, og unnt er að beita henni á ferskar eða fryst- ar afurðir sem búið er að pakka. Með geislun væri hægt að bjarga miklum matvælum frá skemmdum, en sérfræðingar Dr. Grímur áætla að allt að þriðjungur matvælaframleiðslu heimsins skemmist við vinnslu og geymslu. ,Ókostirnir eru hins vegar nokkr- ir. Tækin sem til þarf eru dýr og vandmeðfarin, engin aðferð er til að sanna að matvæli hafi verið geisluð, hvað þá að mæla magn geislunarinnar sem notuð var og talið er að of mikil geislun geti orsakað myndun óheilnæmra efnasambanda í matnum. Þá hef- ur verið talið hugsanlegt, að þeg- ar geislun í litlum skömmtum er beitt þá geti harðgerir matar- eitrunarsýklar, einkum Clostridi- um botulinum, lifað af og haft meiri möguleika á að vaxa eftir að flestir rotnunargerlar eru dauðir. Geislun í tilraunaskyni Árið 1981 var birt skýrsla Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) um geislun á mat- vælum, en í henni er lagt mat á þau ógrynni rannsóknagagna sem fyrir liggja um þetta efni. í skýrslunni er lagt til að heimilt verði að geisla öll matvæli með 1 Mrad styrk. Nú þegar hafa Hol- lendingar riðið á vaðið og heimil- að geislun á matvælum upp að þessu marki. Samkvæmt grein í tímaritinu Seafood International (febr. 1986) hafa ýmis önnur Evr- ópulönd leyft geislun vissra mat- væla í tilraunaskyni og því er haldið fram, að þess verði ekki langt að bíða að geislun matvæla verði leyfð í Bretlandi. í Bandaríkjunum hefur um nokkurt skeið verið leyft að geisla krydd og nú er Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) þar í landi að íhuga hvort leyfa beri geislun á kjöti, fiski, grænmeti og ávöxt- um. Arið 1984 gaf stofnunin út þá yfirlýsingu, að hæfileg geislun minnkaði ekki næringargildi mat- væla. Hvað öryggi varðar, þá er haft í huga að með geislun væri unnt að minnka verulega noktun rotvarnarefna í matvæli en sum þeirra eru talin geta valdið heilsutjóni. Geislun fisks Fiskur er tiltölulega við- kvæmur fyrir geislun og almennt er talið að meiri en 0,3 Mrad geislun valdi á honum bragð- breytingum. Feitfiskur er sérlega viðkvæmur þar sem geislunin örvar þráamyndun. Þrátt fyrir þetta er unnt að auka verulega geymsluþol á fiski með 0,3 Mrad geislun, sbr. töflu 1. Tafla 1. Geymsluþol á þorskflökum geisluðum með 0.3 Mrad styrk, geymd við 3.3°C Geymslutími í ís fyrir Geymsluþol við 3.3 °C pökkun (dagar) Ekki geisluð Geisluð 2 4 6 8 10 12 14 22 17 11 6 0 0 0 Á töflunni sést að með geislun má auka geymsluþol flaka af tveggja daga ísuðum þorski úr 8 í 22 daga. Eins og vænta má verða áhrif geislunarinnar því meiri sem fiskurinn er ferskari þegar hann er tekinn til vinnslu. Til- raunir með geislun annarra fisk- afurða sýna, að ná má 4 vikna geymsluþoli á rækju og 3 - 4 vikna á ýsu og karfaflökum, en þá er miðað við 0,6 gráður á Celsíus kæligeymslu. Árið 1968 - 1969 voru gerðar tilraunir með geislun á humri, rækju og þorskflökum á Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Að þeim stóðu dr. Björn Dagbjarts- son og Guðlaugur Hannesson, en til þeirra nutu þeir styrks frá Al- þjóða kjarnorkumálastofnun- inni. Niðurstöðurnar sýndu að ná mætti verulegri geymsluþols- aukningu með 0,2 Mrad geislun og geymslu við 0-1 gráðu á Celsí- us. Þannig geymdust þorskflök í 19 - 24 daga og humar í 6 vikur. Veltur allt á neytendum Þótt þannig líti út fyrir að geislun geti tæknilega séð orðið vænlegur kostur til að lengja geymsluþol á ferskum matvæl- um, þá er eftir að sjá hver við- brögð neytenda verða. Hug- myndin um að geisla matvæli set- ur óhug að mörgum og virðast sumir halda að geisluð matvæli hljóti að vera geislavirk. Rann- sóknir benda til þess að geisluð matvæli skaði ekki heilsu manna en framtíð þessarar rotvarnarað- ferðar mun eflaust ráðast af því hvort vísindamönnum takist að sannfæra almenning um að svo sé. Heimildir: 1. Anon (1986). Gearing up for a force. Seafood International, febr. 1986, 22 - 25. 2. Guðlaugur Hanncsson og Björn Dagbjarts- son (1971). Radurization of scam- pi, shrimp and cod. Internationa) Atomic Energy Agency, Vienna: STI/DOC/10/124. 3. Guðmundur Guðmundsson (1980). Geislun sem rotvarnaraðferð. Nemenda- ritgerð í matvælafræði við Há- skóla Islands, bls. 15. Boðgreiðslur V/SA - reglúbundnum greiðslum komid í fastan farveg Greiðslur færðar með tölvuboðum: * áskriftargjöld blaða og tímarita * afnotagjöld útvarps og sjónvarps * rafmagnsreikningar * endurnýjun happdrættismiða Boðgreiðslur VISA spara tíma, fé og fyrirhöfn. Skilvísar tryggar greiðslur þrátt fyrir annir eða fjarvistir, draga úr amstri, bið og umstangi, ónæði heima fyrir og létta blaðberum störf. Aðeins eitt símtal og málið er leyst: Morgunblaðið © 69 11 40 Stöð 2 S 67 37 77 Ríkisútvarpið S 68 59 00 Das S 1 77 57 Rafmagnsveita Reykjavíkur S 68 62 22 LATTU BOÐGREIÐSLUR VISA GREIÐA GÖTU ÞÍNA! VISA ÍSLAND BOÐBERI NYRRA TIMA I GREIÐSLUMIÐLUN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.