Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 9
hefur aðbúnaðurinn um borð batnað að mun þó svo að finna megi svipaðar aðstæður í gömlum vertíðarbátum. Að nauðga sjálfum sér - Við höfum haft það hér fyrir reglu að greiða starfsmönnum laun og mjatla til þeirra sem við erum í viðskiptum hjá til að hafa þá góða, en síðust í röðinni erum við sem rekum staðinn. Ég verð nú að segja það hreint út: að reka veitingastað í dag er nánast eins og að maður sé að nauðga sjálf- um sér dags daglega. Útkoman verður sú að persónulega á mað- ur það á hættu að verða boðinn upp einhvern daginn. - Þó ég reyni að blanda mér eins lítið og ég get inn í pólitíkina get ég ekki látið hjá líða að minn- ast á eitt gott verk sem núverandi fjármálaráðherra beitti sér fyrir og það var að færa gjalddaga á söluskatti fram í byrjun hvers mánaðar í stað þess sem hann var. Sérstaklega þegar þess er gætt að 70% viðskiptanna fara fram með greiðslukortum sem ekki eru leyst út fyrr en í fyrstu viku hvers mánaðar. í gamla fyrirkomulaginu þurftum við að slá víxil til að geta staðið í skilum með söluskattinn með viðeigandi fjármagnskostnaði sem ekki var á bætandi. Þar fyrir utan þurfum við að greiða prósentur til korta- fyrirtækjanna fyrir það eitt að taka við plastinu fyrir greiðslu. Veitingahús berjast í bökkum - Það er mikill munur á aðsókn á veitingastaði nú og var á sama tíma í fyrra. Hvort það er afleið- ingin af hinni margumtöluðu kreppu eða ekki skal ég ósagt látið. Samdrátturinn hefur þegar leitt til þess að einn skemmtilegasti staðurinn í bæn- um, Þrír Frakkar, varð að loka og persónulega var mér mikil eftir- sjá í honum sem og öðrum. Þetta er eins og með listamennina. Þeir verða hvað frægastir þegar þeir eru allir og svo virðist einnig hafa orðið raunin með Þrjá Frakka. Það er ekki hið sama að vera góð- ur staður og vinsæll og virðist sjaldnast fara saman þó undan- tekningar megi finna í því sem og öðru. - í sannleika sagt virðist ekk- ert vera gert til að auðvelda rekst- ur staða sem þessara og kannski er það vegna þess að menn halda að veitingamenn raki saman fé upp úr engu. í raun er það svo að maður er að borga reikninga af nánast hverju sem er. Hvað held- urðu að við þurfum að borga mikið til dæmis í STEF-gjöld fyrir það eitt að spila tónlist af segul- bandi? Þær upphæðir skipta tugum þúsunda, auk skatta og launatengdra gjalda. Þannig á heildina litið lepur maður nánast dauðann úr skel og mundi ekki vera að þessu nema af einskærum áhuga. í nágrenni við ráðhúsið Eins og nafnið ber með sér er Veitingahúsið við Tjörnina í næsta nágrenni við mjög svo um- deilda byggingu, nefnilega við Rúnar Marvinsson matargerðarmaður: Ég á þá ósk heitasta að íbúar jarðarinnar geti lifað í sátt og samlyndi. Mynd:ÞÓM. lega vel vakandi fyrir hættunni sem lífríkinu til lands og sjávar stafar af menguninni. Friðarsinni - Ég tel mig vera friðarsinna og á þá ósk heitasta að íbúar jarð- arinnar gætu lifað í sátt og sam- lyndi. Því miður virðist langt í það að þessi ósk muni rætast á næstunni þó ekki sé horft langt fram í tímann. Lífsbaráttan er orðin svo miskunnarlaus að menn koma sér áfram á hörkunni ef því er að skipta á kostnað kær- leikans. Rúnar segir lífið vera bardaga um allt og alla í streðinu um að gera það gott. En auðvitað vonast maður eftir betri tíð svo lengi sem maður lifir. -grh Fiskfométtur að hætti Rúnars Mannnssonar Léttsteikt hvítlauksristuð þorskhrogn Pökkuð inn í álpappír og sett ísjóðandi heitt vatn í5 mínútur. Skorin niður í2ja sm þykkarsneiðar, krydduð með grœnmetissalti, innlendu beitilyngskryddi og smurð upp úr hvítlauksolíu ráðhúsið hans Davíðs. Rúnar segir staðsetningu ráðhússins al- veg fáránlega. Hann segist ekki þræta fyrir að þörf sé á ráðhúsi fyrir Reykjavíkurborg en þá hefði átt að byggja það á ein- hverjum öðrum stað í borginni þar sem vítt væri til allra átta. En að byggja það í Tjörninni væri með öllu ofvaxið hans skilningi. Mengun sjávar Hingað til höfum við fslend- ingar sloppið við meiriháttar mengunarslys í hafinu í kringum landið og getum enn státað af að framleiða sjávarafurðir úr hreinum sjó. Hversu lengi það mun vara veit enginn en allir von- ast þó til að það megi verða sem lengst. Hinu er heldur ekki að leyna að margir óttast að aukin umferð kjarnorkukafbáta í nágrenni ís- lands muni fyrr eða síðar leiða til mengunarslysa í einni eða ann- arri mynd. Þá höfum við sjálfir ekki verið barnanna bestir í um- gengni okkar við hafið. Til skamms tíma og er kannski enn, var það lenska að hafið tæki við öllu drasli sem í það væri hent. Meira að segja hafa þær raddir heyrst að úrgangsolíu væri hent í sjóinn fyrir utan allt plastið sem er eins og hráviði út um alla strönd, öllum til ama. Að sögn Rúnars er sem betur fer ekkert um sýktan fisk hér við land eins og fregnir berast um frá grönnum okkar við Norðursjó- inn. Hann segir að ef við gætum ekki að okkur geti hið sama hent hér. Sjálfum finnst honum að hérlendis sem annars staðar í heiminum séu menn ekki nægi- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Á þessum árstíma er vin- sæit aö borða hrogn og lifur með fiski og kartöflum en til þess að auka á fjölbreytnina fór Sjávarútvegsblað Þjóðvilj- ans í smiðju til Rúnars Marv- inssonar matargerðarmanns í Veitingahúsinu við Tjörnina. Meðal þeirra forrétta sem hann býður matargestum uppá eru léttsteikt hvítlauksristuð þorskhrogn. Fyrst er þeim pakk- að inn í álpappír og sett í 5 mínút- ur í sjóðandi heitt vatn þannig að ysta lagið verði þétt. Síðan eru hrognin skorin niður í 2ja sm þykkar sneiðar og kryddaðar með grænmetissalti. Þá eru þau smurð með hvítlauksolíu og stráð yfir þau innlendu beitilyngs- kryddi. Að hætti atvinnumanna í fag- inu notar Rúnar gas við steiking- una og þegar smjörið er orðið heitt.eru hrognin sett á pönnuna. Þegar hrognin fara að steikjast er hellt smávegis af hvítvini út á pönnuna og stuttu á eftir einnig rjóma eftir smekk. Þegar búið er að léttsteikja hrognin eru þau borin fram með sítrónusneið sem viðkomandi kreistir yfir þau eftir smekk. Fyrir þá íhaldssömu sem ekki geta ímyndað sér hrogn öðruvísi en soðin með lifur, fiski og kart- öflum eru léttsteiktu hvítlauks- ristuðu þorskhrognin herra- mannsmatur og einföld í mat- reiðslu. Því fengu tíðindamenn Sjávarútvegsblaðsins að kynnast af eigin raun og þora óhikað að mæla me'ð þessum einfalda for- rétti. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.