Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 15
SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Forráðamenn Sjóvárog SVFÍ. Benedikt SveinssonformaðurSióvárafhendirforsetaSVFÍ Haraldi Henrys- syni gjöfina. Aðrir á myndinni: f.v. Örlygur Hálfdánarsson, SVFI, Einar Sveinsson, Sjóvá, Ester Kláusdóttir, Garðar Eiríksson, Hannes Þ. Hafstein SVFÍ og Sigurjón Pétursson Sjóvá. UTGERÐARMENN SKIPSTJORAR Norska fiskilínan frá Mörenót fæst hjá okkur. Útvegum þorskanet og blýteina með stuttum íyrirvara. Höfum einnig norskt nótaefni á lager. ♦:♦:♦: ♦:♦ RNLI - Grace Paterson Ritchie mun innan tíðar sigla undir íslenskum fána og merki Slysavamafélagsins. Slysavarnafélag íslands Bjötgunarbátur keyptur fiá Englandi Sjóvá gefur SVFÍstórgjöf eina miljón króna til kaupa á björgunarbáti A síðasta stjórnarfundi Sjó- vátryggingafélags íslands hinn 17. janúar sl. var sam- þykkt að styrkja Slysavarn- afélag íslands með einnar miljónar króna framlagi til kaupa á björgunarbáti frá Englandi. Þá nýverið hafði Slysavarnafélagið undirritað samning við RNLI (The Royal National Lifeboat Institution) um kaup á einum af bátum stofnunarinnar. Báturinn er yfir 70 lestir, byrð- ingur og þilfar úr stáli, en lúkars- kappi og yfirbygging úr áli. Botn- inn er tvöfaldur og þar eru olíukjölfestu- og vatnsgeymar og þurrrými. Síður eru einnig tvö- faldar og hólfaðar í mörg uppdrifs- eða flotrými. Alls eru 43 vatnsþétt rými í bátnum. Hann er knúinn tveim 230 hestafla að- alvélum, sem hvor um sig er í sjálfstæðu vatnsþéttu vélarrúmi og ganghraðinn er 11,5 sjómflur á klukkustund. Pá er báturinn búinn öflugum slökkvi- og björgunardælum auk margháttaðs annars öryggisbún- aðar. Á framþilfari er 16 feta slöngubátur með 40 hestafla utanborðsvél til notkunar á grunnsævi. í yfirbyggingu, brú og kortaklefa eru nauðsynleg sigl- ingatæki og kallkerfi fyrir fram- og afturþilfar, vélarrúm og lúkar. Þar er einnig sameiginlegt eldhús og borðsalur áhafnar. Vistarver- ur eru í mjög góðri hirðu, með hreinlætisaðstöðu, loftræstingu og rafmagnsblásurum til hitunar. í afturskipi er káeta með tveim kojum og bekkjum, en í fram- skipi er rúmgóður lúkar með tveim herbergjum. Heimahöfn bátsins var áður í Kirkwall á Orkneyjum og þar gegndi hann veigamiklu hlut- verki á erfiðu hafsvæði. Á sl. ári var þar staðsettur annar bátur af nýjustu gerð björgunarbáta RNLI. Heimsigling bátsins er fyrir- huguð um miðjan marsmánuð. Það var á landsþingi Slysavarna- félags íslands á sl. vori, þegar minnst var 60 ára afmælis þess að viðræður hófusfcum kaup á bátn- um, en þá komu fulltrúar RNLI í heimsókn í tilefni þessara tíma- móta. Slysavarnafélagið færir Sjó- vátryggingafélagi íslands bestu þakkir fyrir hina rausnarlegu gjöf til styrktar hinum veigamikla þætti sjóslysavarna félagsins er lýtur að kennslu og þjálfun og til leitar- og björgunarstarfa. -grh Síðumúli37, F.O. Box8909,128 Reykjavík, Símar91-688210-689030 Jón Eggertsson, símar 985-23885 og 92-12775 SKIPSTJÓRAR SMÁSARPURINN Nú getum viö einnig boöið sorppressur fyrir stærri og smærri skip. Dreifið ekki sorp- inu á fjörur. TALIÐ VIÐ OKKUR " ‘ ‘ ‘ a J ^ (▼ÉfcAKAWP') Vólakauphl. Kársnesbraut 100 Köpavogi Slm 641045 yí SJOMENN ÚTGERÐARMENN FISKKAUPENDUR Miðstöö viðskiptanna við Faxaflóa. Dagleg uppboð - frábær aðstaða. ÖRUGG SALA - HÆSTA VERÐ TRAUST VIÐSKIPTI MARKAÐURINN HF P.O. Box 875, 121 Reykjavík. Sími 623080 Tvö ný og samhæfð staðsetningartæki. Loran- inn vinnur á tveim keðjum samtímis og hjálpar GPS tækinu þegar gervitungl vantar inn í kerf- ið, en það er í hraðri uppbyggingu núna og kemur þegar að góðum notum. (Athugið að GPS kerfið verður betra en loran kerfið.) Góð verð. OlSQNAR Keflavík Símar: 92-11775 92-14699

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.