Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. febrúar 1989 25. tölublað 54. órgangur Stjórnarsamstarfið Borgarar við þröskuldinn Allar líkur benda til að Borgaraflokksmenn verði strax í næstu viku aðilar að núverandi stjórnarsamstarfi, annaðhvort í heild eða að hluta. Flokkurinn heldur stjórnarfund í dag og þing - fiokksfund á morgun,en það mun vera ósk Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra að geta þegar þing kemur aft- ur saman á mánudag lagt fram fullbúnar efnahagsráðstafanir sem styðjist við öruggan þing- meirihluta. Steingrímur bauð Borgur- um til formlegra stjórnar - myndunarviðræðna í _gær og svaraði Júlíus Sólnes formað- ur þeirra með bréfi þarsem fram kom að ágreiningur er helst ójafnaður kringum mat- arskatt, sem Borgarar vilja af- nema þótt ríkissjóður færi aft- ur á flot. Góðar líkur eru taldar á einhverskonar lendingu í þeim efnum, og stæði þá fátt í vegi stjórnaraðildar nema deilur um skiptingu. ráðu- neyta, „en deilur um ráðu- neyti hafa hingað til ekki komið í veg fyrir stjórnar- myndun“ einsog Borgara- flokksmaður sagði við Þjóð- viljann í gærkvöldi. Stjórnarliðar munu saæmi- lega sáttir við aðild Borgara- flokks, - einkum ef hann kæmi ekki allur með, en innan beggja A-flokkanna eru þó uppi ýmsar efasemdir. Enn hefur aðeins einn þingmaður stjórnarflokkanna lýst sig andvígan viðræðum við Borg- ara, Hjörleifur Guttormsson. Enn er ekkert farið að semja um ráðuneyti. Fram- sóknarflokknum munu dómsmálin ekki föst í hendi, en Alþýðuflokkurinn vill helst ekki fórna neinu, og Alþýðu- bandalagsmenn eru tregir að láta sín ráðuneyti. Raddir eru þó uppi í flokknum um að „skipta“ á einhverju þeirra fyrir nýtt umhverfisráðuneyti. Sjá síðu 2 Ráðstafanir að koma. Bara skattadeilur og stólar í vegi Borg-ara Bolla, bolla, bolla. Bolluhelgin er gengin í garð og á mánudagsmorgun mega foreldrar eiga von á bossaskellum frá börnum sínum. Bakarar keppast við að laga gómsætar bollur eins og sjá á myndinni en hnossgætið er ekki gefið frekar en fyrri daginn. 89 kr. rjómabollan, og verði ykkur að góðu. (Mynd Jim Smart) Veður Von á fleiri lægðum Að sögn Markúsar Á. Einars- sonar veðurfræðings hjá Veður- stofu Islands, eltir hér hver lægðin aðra og er ekki að sjá fyrir endann á þessum umhleypingum. Á sunnudaginn er von á nýrri lægð úr suð-austlægri átt. Á mán- udaginn er áttin að norðan, og á þriðjudaginn verður aftur sunn- anátt. Það sem er að gerast er ekki óeðlilegt hér um slóðir. Fjöl- breytileikanum veldur fyrst og fremst hnattstaða okkar, þ.e. að við búum á mörkum hlýrra og kaldra loftstrauma og þegar þeir rekast á þá myndast hver lægðin á fætur annarri. Eins og menn muna var mildur vetur í fyrra og sluppum við þá við að vera svona eindregið í þjóðbraut lægðanna, í stað þess lentu Bretar og Skand- inavar í því. Það er ekki á valdi veðurfræðinga að segja til um hvenær breytinga er að vænta á þessari hegðun lægðanna. eb Kjarabœtur Framfærsluvísítala í uppstokkun? Kristbjörn Arnason: Tekjuviðmiðun vísitölufjölskyldunnar kolröng. Raunhœfari vísitala þýðirminni verðbólgu og lœgri vexti en aukinn kaupmátt Eg tel að þar sem stjórnvöld hafa þegar gripið inn í vísi- tölumálin með tilkomu launavísi- tölu, þá sé full ástæða til að hreyfa við öðrum vísitöluviðmiðunum sem að mínu mati eru kolrangar og stokka framfærsluvísitöluna upp þannig að hún taki raunveru- lega mið af kjörum og útgjöldum venjulegs launafólks, segir Krist- björn Árnason formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði. Kristbjörn segir ekki raunhæft miðað við hversu launamunur er mikill í landinu að miða heimilis- tekjur vísitölufjölskyldunnar við nærri 200 þúsund krónur á mán- uði. Slíkt gefi ranga mynd af raunverulegum tekjum og kaup- mætti alls þorra launafólks. Eðli- legast væri að miða neyslugrunn- inn við um 100 þús. króna fjöl- skyldutekjur á mánuði. í slíkum neyslugrunni myndu matvæli vega langþyngst og með niður- feliingu matarskatts samhliða uppstokun á framfærsluvísitölu væri hægt að draga verulega úr verðbólguhraðanum. - Slík ráðstöfun með breyttri framfærsluvísitölu, myndi sjálf- krafa lækka vexti verulega og auka kaupmátt án verðbólgu. Þetta hljómar kannski sérkenni- lega, en ef menn eru að tala af einhverri alvöru um tekjujöfnun og að tryggja og auka kaupmátt þeirra sem lakast eru settir þá er þetta ein leiðin sem vert væri að skoða nánar. - Það er ekki raunhæft fyrir launabaráttu venjulegs launa- fólks að miða kaupmáttinn við tekjur fjölskyldna sem hafa 200 þús. krónur á mánuði eins og vís- itölufjölskyldan er sögð hafa og allt er miðað við varðandi út- reikning á kaupmætti. Þetta eru ekki þær rauntölur sem skipta láglaunafólk máli. Það verður að miða við þær tekjur sem taxta- fólkið hefur til að lifa af, segir Kristbjörn Árnason. -Ig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.