Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 2
__________________FRÉTTIR________________ Stjórnarmyndun Ný stjóm á mánudag? Afstaða Borgara rœðst á Selfossi í dag og á þingflokksfundi á morgun. Júlíus Sólnes: Hóflega bjartsýnn. Ingi Björn Albertsson: Afnám matarskattsins skilyrði. Ekkertljóstum ráðuneyti. Borgarar viljaþrjú, kratar vilja halda sínum. að ræðst nú um helgina hvort Borgaraflokkurinn gerist að- ili að ríkisstjórninni, annaðhvort heill eða einstaka þingmenn hans. I dag verður aðalstjórnarfundur flokksins haldinn á Selfossi og mun niðurstaða hans hafa áhrif á ákvörðun þingflokksins sem tekin verður á fundi hans í fyrramálið. Forsætisráðherra stefnir að því að kynna á mánudag fyrir þing- heimi nýja ríkisstjórn og nýjar efnahagsráðstafanir. Stjórnarflokkarnir eru nú sem óðast að ná saman síðustu endum í efnahagsráðstöfunum sínum, og munu þær í megindráttum þannig að Borgaraflokkurinn getur fellt sig við þær. Steingrímur Her- mannsson sendi Borgaraflokkn- um í gærmorgun boð um form- legar stjórnarmyndunarviðræð- ur, en samræðurnar til þessa hafa kallast könnunarviðræður. Júlíus Sólnes formaður Borgaraflokks - ins svaraði ' bréfi íiteingríms síð- degis í gær og hafði í því bréfi ýmsa fyrirvara um samstarfs- grundvöll þann sem Steingrímur kynnti í sínu bréfi. Sá bolti var enn hjá Steingrími þegar hann brá sér á þorrablót í Keflavík í gær. Júlíus var hóflega bjartsýnn þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. „Við gerum ýmsar athuga- semdir við samstarfsgrundvöll- inn. Þarna eru ýmis atriði sem þarf að vinna betur að.“ Matarskattsmenúett Það sem nú stendur helst á milli Borgaraflokksins og stjórnar- flokkanna er matarskatturinn. Borgarar setja á oddinn að hann verði afnuminn en í bréfi Stein- gríms er talað um að afnema hann fyrir árslok 1989, auk þess sem komi til greina að semja um lækkun matvælaverðs í komandi kjarasamningum. Stjórnarflokk- unum þykir skorta tillögur frá Borgurum um hvað á að koma í stað skattsins í ríkissjóði, en Borgarar telja réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla í núver- andi ástandi. Við slíkri röksemdafærslu eru brýn heldur yggldar í fjármála- ráðuneytinu. Astæðan fyrir því að þing- flokkur Borgaraflokksins mun ekki taka afstöðu til stjórnarsam- starfs fyrr en á morgun er sú að Hreggviður Jónsson er erlendis og kemur ekki til landsins fyrr en síðdegis í dag. Ingi Björn Albertsson hefur verið úrtölumaður þess að Borg- araflokkurinn gangi til samstarfs við ríkisstjórnina. Hann sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að Ingi Björn. I stjórnarandstöðu? það væri ófrávíkjanleg krafa sín að matarskatturinn yrði felldur niður og sagðist hann persónu- lega ekki til samninga um það mál. „Ég er ekki tilbúinn til þess að tjá mig um það núna hvernig ég bregst við ef meirihluti þing- flokksins samþykkir að ganga til stjórnarsamstarfsins þrátt fyrir að matarskatturinn verði ekki felldur niður strax. Það verður að koma í Ijós þegar ákvörðun þing- flokksins liggur fyrir.“ Ingi Björn sagðist vonast til þess að niðurstaða fengist nú um helgina og helst strax á Selfossi í dag þegar aðalstjórnarfundurinn hefur fjallað um málið. Einn eða þrjá? Ráðherrasætin hafa eðlilega komið inn í umræðuna og þeir Júlíus og Ingi Björn eru sammála um það að ekki komi til greina að láta Borgaraflokkinn fá einhver afgangsráðuneyti, einsog þeir órðuðu það. Þeir vilja stokka upp á nýtt og að Borgaraflokkurinn sitji við sama börð og hinir ríkis- stjórnarflokkarnir og fái því þrjá ráðherra. Eg hef verið andvígur því að það verði teknar upp við- Júlíus. Ráðherrasæti í augsýn? Þetta þykir fráleitt innan ríkis- stjórnarflokkanna. Þar er talað um eitt ráðuneyti eða tvö til Borgara eftir því hvort flokkur- inn kemur allur eða einstakir þingmenn. Rætt er um þau ráðu- neyti til Borgara sem nú heyra undir ráðherra sem eru með tvö ráðuneyti á sinni könnu. Þar er átt við dóms- og kirkjumálaráðu- neytið sem Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra stýrir, en Ijóst þykir að Halldór lætur ekki sjávarútveginn. Steingrímur J. Sigfússon stjórnar landbúnaði og samgöngum, og er rætt um að Al- þýðubandalagið yrði að láta ann- að þeirra. Efasemdir eru um það innan flokksins að missa sam- göngumálin til Borgaranna, með- a! annars vegna varaflugvallar- málsins og er því talið koma til greina að þeir fái landbúnaðar- ráðuneytið. Kratar fórna Jón Sigurðsson er svo iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en flokkur- inn vill hvorugt ráðuneytið missa og þykist hafa borið skarðari hlut frá borði en hinir flokkarnir í haust. Alþýðublaðið var með pólitískar meldingar í gær um það ræður við Borgarflokkinn bæði nú og á fyrri stigum. Mér finnst það ekki skynsamlegt að ætla að fara að bæta fimmta aðilanum við ríkisstjórnina og það jafnsundurlyndu liði og stendur að Borgaraflokknum. Eg tel að aðild hans að ríkisstjórninni verði ekki til að styðja þau sjón- armið sem var flaggað við stjórn- armyndununa, jafnrétti og fé- lagshyggju, þó ég viti af stuðningi innan þess flokks við slík sjón- armið, segir Hjörlcifur Guttorms- son sem er á móti viðræðum við Borgaraflokkinn um aðild að ríkisstjórninni. Hjörleifur hefur einn þing- manna Alþýðubandalagsins lýst andstöðu við viðræður stjórnar- flokkanna við Borgaraflokkinn um aðild flokksins að ríkisstjórn- inni. - Ég tel að li urnar á því að stjórnin fái stuðni ig við þau mál að ekki kæmi til greina að fórna iðnaðarráðuneytinu en vitað er að Júlíus Sólnes hefur mikinn hug á að fá það ráðuneyti. Talaði Al- þýðublaðið um að stofnað yrði nýtt ráðuneyti, umhverfismála- ráðuneyti, og yrði það fórn krat- anna þar sem umhverfismál heyrðu undir Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Að þessu er hlegið í hin- um stjórnarflokkunum, þar sem umhverfismálin heyra undir miklu fleiri ráðuneyti en félags- málaráðuneytið. Innan Alþýðubandalagsins hefur hinsvegar komið fram áhugi á að „skipta“ á einhverjum af núverandi ráðuneytum fyrir umhverfisráðuneyti. Ljóst er að Júlíus Sólnes er ráð- herrakandídat Borgaraflokksins. Rætt hefur verið um Óla Þ. Guð- bjartsson sem ráðherra, og Bene- dikt Bogason telur sig einnig koma til greina. Júlíus vildi ekk- ert tjá sig um þetta í gær og Ingi Björn vildi ekki tjá sig að öðru leyti en því að það væri ljóst að formaður flokksins væri sjálfsagt ráðherraefni. Hann taldi einnig koma sterklega til greina að menn utan þingflokksins tækju við ráðherraembætti. Sú hugmynd virðist lýsa takt- ískum ágreiningi milli „hægri“ og „vinstri" arms í Borgaraflokkn- um: Júlíus og aðrir stjórnar- sinnar hafa traustan meirihluta í þingflokknum, en knattspyrnu- feðgarnir telja sig hafa tögl og hagldir í aðalstjórninni. Ymsir stjórnarliðar eiga von á að þessi armaskipti leiði til klofn- ings í Borgaraflokknum, annað- hvort þannig að einstakir þing- menn (Ingi Björn, Hreggviður) standi utan stjórnarsamstarfsins, eða þannig að Borgaraflokkurinn sem slíkur standi utan stjórnar en einstakir þingmenn gangi til liðs við stjórnina, og mundu ýmsir stjórnarliða kjósa fremur slíkt samstarf en við Borgaraflokkinn heilan, þar sem þar sé heldur bet- ur misjafn sauður í mörgu fé. -m/-Sáf sem hún þarf að bera fram á næst- unní og síðar, verði til staðar. Líkurnar á slíkum stuðningi séu meiri nú en þær voru varðandi tekjuöflunarfrumvörpin fyrir jól- in. Þá hef ég ekki aðeins í huga stuðning þingmanna úr röðum Borgarflokks heldur líka úr röðum Kvennalista, segir Hjör- leifur. - Ég hef frá byrjun talið ólík- legt að ákvörðun Borgarflokks- manna um aðild að þessari ríkis- stjórn strandi á málefnum eins og ástatt er á þeim bæ og löngunin er hjá einstökum þingmönnum að ná í völd og ráðherrastóla. Það sem skiptir höfuðmáli að líf stjórnarinnar er alls ekki í veði þó Borgarflokkur bætist ekki í hóp- inn. Hjörleifur segist telja að tölu- verð andstaða sé innan Alþýðu- bandalagsins' við samstarf við Borgaraflokkinn og hafi komið í Ibúð óskast fyrir starfsmann Þjóðviijans Starfsmann Þjóðviljans vantar 2-3 herbergja íbúð strax eða frá 1. mars. Vinsamlegast hafið samband í síma 14567. ÞorgerðurSigurðardóttir. DAGVIST BARIVA Þroskaþjálfi óskaast til stuðnings barni með sérþarfir í Austur- borg. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 38545. Alþýðubandalagið Lífið ekki að veði Hjörleifur Guttormsson: Andvígur aðild Borgaraflokksins að ríkis- stjórninni. Eigum vísan stuðning á þingifrá einstökumþingmönnum flokksins og einnig frá Kvennalista Alþýðubandalagið Þarf aö styriqa stjómina Þingflokkur A Iþýðu- bandalagsins veitir flokksformanni heimild til viðrœðna við Borgara. Margrét Frímannsdóttir: Menn vilja styrkja stjórnina Á fundum í gær og fyrrakvöld ræddi þingflokkur Alþýðubanda- lagsmanna efnahagsráðstafanir og viðræður við Borgaraflokk, og var samþykkt að gefa Ólafi Ragn- ari Grímssyni formanni flokksins heimild til frekari viðræðna við Borgara um stjórnaraðild. Margrét Frímannsdóttir þing- flokksformaður sagði við Þjóð- viljann í gær að innan þingflokks- ins væri ekki mikil hrifning yfir hugsanlegri aðild Borgaraflokks að stjórninni. - Menn gera sér hinsvegar grein fyrir því að ein- hvern veginn verður að styrkja stjórnina, sagði Margrét. Að- spurð um meiningarmun um þetta í þingflokknum sagði hún að meirihluti þingflokksins hafi samþykkt heimildina og að engin átök hefðu verið um málið innan þingflokksins. Heimildir Þjóðviljans herma að Hjörleifur Guttormsson sé sá eini innan þingflokksins sem lýst hefur andstöðu við aðild Borg- ara. Afstaða annarra þingmanna mun fremur jákvæð, jafnvel þeirra tveggja sem í haust lögðust gegn stjórnarmyndun, Geirs Gunnarssonar og Skúla Alexand- erssonar, sem telja að úrþví stjórnin komst á koppinn á annað borð sé eins gott hún hafi tryggan meirihluta. Þau rök eru meðal höfð uppi að ríkisstjórn án trausts meirihluta sé ekki vænlegur aðili að kjarasamningum sem meðal annars snúist um stjórnarákvarð- anir og lagabreytingar. Fari fram sem horfir um aðild Borgaraflokksins eða einstakra Borgara að stjórnarsamstarfinu verður miðstjórn Alþýðubanda- lagsins að fjalla um málið, og ganga þau boð út frá flokks- skrifstofunni til miðstjórnar- manna að vera viðbúnir fundar- boði með skömmum fyrirvara í næstu viku. -m Hjörleifur. Borgararnir óþarfir? ljós við stjórnarmyndunina í haust. - Ég á von á því að sú andstaða sýni sig þegar og ef mið- stjórn flokksins tekur þetta mál fyrir, sagði Hjörleifur. -<g- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.